Morgunblaðið - 06.08.1977, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.08.1977, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. AGUST 1977 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Hellissandur Umboðsmaður óskast til að annast dreif- ingu og innheimtu fyrir Morgunblaðið. Uppl. hjá umboðsmanni í síma 6741 og afgreiðslumanni í Reykjavík, sími 10100 Jfttargpiii&Iafeife Bakari Bakari óskast og aðstoðarmaður. Gunnarsbakarí Keflav/k Sími: 92-1695 Kennara vantar að grunnskólanum að Eyrarbakka. Húsnæði fyrir hendi. Upplýsingar veita skólastjóri í síma: 99-31 1 7 og formaður skólanefndar í síma: 99-31 75. Bakari Bakari óskast nú þegar í Álfheimabakarí. Upplýsingar í síma 36280 eða á staðn- um. Iðnfyrirtæki óskar eftir að ráða Viðskiptafræðing eða mann með góða starfsreynslu á sviði viðskipta. Um er að ræða bókhaldsstarf og gerð áætlana ásamt umsjón innheimtu og dag- legra fjármála. Þeir sem áhuga hafa vinsamlegast leggið inn umsókn merkta, Starf — 4330 á afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir 15. þ.m. Öllum umsóknum verður svarað. Laus staða Starf hagsýslustjóra Reykjavíkurborgar er laust til umsóknar. Starfið veitist frá 1 nóvember n.k. Launakjör eru samkv. kjarasamningum við Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar. Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt- un og fyrri störf sendist undirrituðum fyrir lok þessa mánaðar. 3. ágúst 1977, Borgarstjórinn í Reykjavík. Keflavík Starf húsvarðar við íþróttahús ungmenna- félags Keflavíkur er laust til umsóknar. Upplýsingar veitir Haukur Hafsteinsson í síma: 1561 og 2062. UMFK. Launadeild fjármálaráðu- neytisins óskar að ráða starfsfólk til launaútreikn- ings, síma- og afgreiðslustarfa og undir- búnings skýrsluvélavinnslu. Vélritunarkunnátta er ekki nauðsynleg. Laun samkvæmt kjarasamningum fjár- málaráðherra, B.S.R.B. og Félags starfs- manna stjórnarráðsins. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist launadeildinni fyrir 1 0. ágúst. Laundadeild fjármálaráðuneytisins Sölvhólsgötu 7. Fulltrúi framkvæmdastjóra Vel þekkt heildsölufyrirtæki í Reykjavík vill ráða ungan og dugandi starfskraft strax, í starf fulltrúa framkvæmdastjóra. Lifandi og skemmtilegt framtíðarstarf. Góð enskukunnátta algjört skilyrði. Upplýsingar sendist blaðinu fyrir 15. ágúst merkt: „Fulltrúi — 6783". Skipstjóri óskast til að vera með nýjan 40 lesta bát. Eignaraðild í boði. Þeir sem hafa áhuga sendi svar til Mbl. merkt: „Skipstjóri — 4328" eða hringi í síma 29040 Reykjavik. Rafmagnsveitur ríkisins óska að ráða bygginga- verkfræðing eða bygginatæknifræðing til starfa við Línudeild. Laun eru skv. kjarasamningum ríkisstarfs- manna. Upplýsingar um starfið gefur starfs- mannastjóri. Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi 116 Reykjavík Skrifstofustörf Rafmagnsveitur ríkisins óska að ráða skrifstofufólk nú þegar. Verzlunarskóla eða hliðstæð menntun æskileg. Laun akv. kjarasamningum ríkisstarfs- manna. Upplýsingar um störfin gefur starfs- mannastjóri. Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi 116 REYKJAVÍK Starfskraftur óskast Hálfs dags vinna á skrifstofu. Vélritunar- kunnátta og þekking á almennum skrif- stofurstörfum nauðsynleg. Upplýsingar ekki gefnar í síma Keflavík h.f., Keflavík. Kristófer Péturs- son frá Stóru- Borg — Níræður Sagt hefur verið, að úr Húna- vatnssýslu hafi fyrr á tíð komið fleiri menntamenn en úr öðrum sýslum iandsins. Þetta mun hafa verið rannsakað. Hver orsökin er, veit ég ekki. Þó er víst, að frama- girni Húnvetninga hefur verið nokkur og að þeir hafa sótt mjög fram í þjóðlifinu. Fræg eru þau ummæli Jónasar frá Hriflu, skóla- stjóra Samvinnuskólans, aó hann hafi aldrei komizt i kynni við heimskan Húnvetning. Hér skal farið nokkrum orðum um sjálflærðan listasmið og lista- mann úr Húnaþingi, sem fyllir hinn níunda tug æviára hinn 6. ág. i ár. Maðurinn er Kristófer frá Stóru-Borg í Víðidal. Hann er son- ur Péturs stórbónda og athafna- manns á Stóru-Borg og seinni konu hans Elísabetar Guðmunds- dóttur, prófasts á Melstað Vigfús- sonar. Faðir Péturs var Kristófer Finnbogason. Var kona hans Helga, dóttir Péturs Ottesens sýslumanns á Svignaskarði. Kristófer Finnbogason var bók- bindari: hefur handlagni hans erfst til sonarsonarins, sem hér eru nokkur skil gerð. Kristófer var við nám í bænda- skólanum á Hólum veturinn 1904— 1095. Arið eftir lézt Pétur faðir Kristófers og.tók hann þá við búsforráðum á Stóru-Borg með móður sinni, þá aðeins 19 ára að aldri. Hinn 12. maí kvæntist Kristófer æskuunnustu sinni, Steinvöru Sigríði Jakobsdóttur frá Sigríðarstöðum í Vesturhópi. Hófu þau búskap á Stóru-Borg, en fluttust þaðan til Borðeyrar, þar sem Kristófer vann við verzlun Tang & Riis. En því miður varð sambúðin ekki löng, því að hinn 18. desember 1914 lést Steinvör eftir langvinnan sjúkleika. Flutt- ist Kristófer þá á Litlu-Borg til Guðmundar bróður síns. Kristófer kvæntist öðru sinni hinn 9. maí 1918 Guðríði Emilíu Helgadóttur hjúkrunarkonu frá Litla-Osi í Miðfirði og bjuggu þau á Litlu-Borg i 28 ár. Þau eignuð- ust sex börn. Elzta barnið misstu þau þriggja mánaða gamalt, en á lífi eru: Margrét Aðalheiður, gift Þorgrimi Jónssyni stórbónda á Kúludalsá í Innri-Akraneshreppi, Pétur, bifvélavirki í Hvalfirði, Steinvör Sigriður, gift sr. Guð- mundi Guðmundssyni á Utskál- um, Ragnhildur Jakobína, gift Jóni Ágústssyni rafvirkja i Reykjavik, og Þórður úrsmiða- meistari, Reykjavík, kvæntur Huldu Sigurbjörnsdóttur. Þá ólu þau hjónin upp tvo systursyni Emilíu, Þórð og Guðmund Guð- mundssyni. Eru þeir báðir kvænt- ir og búsettir i Garði. Kristófer var mjög hjálpsamur við sveitunga sína og leituðu margir til hans með viðgerðir og lagfæringar á ýmiss konar hlut- um. Var því jafnan mjög gest- kvæmt á heimili þeirra hjóna óg gestrisni mikil. Einnig kunni Kristófer frá mörgu að segja, því að hann var vel lesinn, minnugur og hafði góða frásagnarhæfileika. Hann lét sér umhugað um, að börn hans hlytu einhverja mennt- un og studdi þau á þeim vettvangi sem hann frekast mátti, þrátt fyr- ir lítil efni. Á hans búskaparárum voru erfiðir tímar og hann enginn fjáraflamaður. Hann var í eðli sínu afar greiðugur og vildi helzt gefa það sem hann gerði fyrir nágranna sina og sveitunga. Ófáa silfurmuni mun hann hafa gefið vinum og kunningjum. Á þeim árum, er Kristófer bjó að Litlu-Borg vann hann mikið fyrir sóknarkirkju sína, Breiða- bólstaðarkirkju í Vesturhópi. Út- vegaði hann kirkjunni altaris- töflu að utan og gaf sjálfur mik- inn hluta kostnaðarins. Einnig gaf hann kirkjunni vandað orgel I minningu fyrri konu sinnar. Þá var hann um langt skeið með- hjálpari kirkjunnar og formaður sóknarnefndar. Veturinn 1945—46 var mjög eriður bændum norðanlands vegna mæðiveikinnar. Var fjár- stofn Kristófers þá orðinn aðeins 12 ær. Þegar svo var komið, hvatti Þorgrimur tengdasonur hans hann mjög til að koma suður og segja skilið við búskaparbaslið. Seldi Kristófer þá jörðina og fluttu þau hjónin vorið 1946 suð- ur að Kúludalsá, þar sem þau fengu eigið húsnæði. Þarna lifði Kristófer sin beztu æviár, því að þar gat hann gefið sig einvörð- ungu að silfursmíði, sem er hans hjartans mál, en eins og áður hef- ur komið fram í þessari grein, var hann lítt hneigður til búskapar. Kristófer missti konu sína 26. febrúar 1954. Var það honum mikið áfall. En eftir lát hennar og raunar æ siðan hefur hann notið mikillar umhyggjusemi og frá- bærrar aðhlynningar dóttur sinn- ar og tengdasonar á Kúludalsá. Emilía, siðari kona Kristófers, lærði hjúkrun hjá Steingrími lækni Matthiassyni á Akureyri. Einnig var hún lærð nuddkona: Naut hún þar kennslu Soffiu Sigurjónsdóttur frá Laxamýri, sem menntazt hafði í þeirri grein i Kaupmannahöfn. Emilía var gáfuð kona og mjög vel ritfær. Hún skrifaði dagbók um öll sín hjúkrunarstörf. Árið 1971 varð Kristófer fyrir þeirri raun að missa sjónina. Læknisaðgerð var þá gerð á aug- um hans og fékk hann nokkra sjón, en samt ekki það góða, að hann gæti stundað silfursmíðar sínar. Að eigin ósk gerðist hann þá vistmaður á dvalarheimili aldr- aóra á Akranesi, þar sem hann hefur dvalizt sfðustu árin. Kristófer er landskunnur lista- maður á silfursmiði. Væri nú ekki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.