Morgunblaðið - 06.08.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. AGUST 1977
19
UÍAMtd
„Forsenda „evrópukommúnismans" er, a8 sósíalismi og lýSræði geti fariS saman, en
stjórnkerfi er komiS undir hagkerfi, lýðræSi undir markaSskerfi."
eftir HANNES GISSURARSON
HUGTÖKIN LÝÐRÆÐI
OG SÖSÍ ALISMI
Norðurálfustefna vestrænna sam-
eingarsinna („evrópukommúnism-
inn“) er fólgin i þvi að gagnrýna
stjórnarfarið i kommúnistaríkjunum
án þess að hafna stjórnkerfi og hag-
kerfi þeirra. Þetta kerfi, sósíalisminn
eða ríkiseign á öllum framleiðslutækj-
unum, er eftir sem áður lokatakmark
vestrænna sameignarsinna. Forsenda
norðurálfu-stefnunnar er, að sósialismi
sé framkvæmanlegur án kúgunar og að
saga sósíalistaríkjanna sé ekki til
marks um neina nauðsyn kúgunar i
miðstjórnarkerfi, heldur sé hún röð
tilviljana, sögulegra slysa. Ég held, að
Sumir kjósa þægindin, kaupa bíl og
aka honum, aðrir lifa heilsusamlegra
lífi, kaupa hjól og fara allar sinar ferð-
ir á því. Menn taka slíkar efnahagsleg-
ar ákvarðanir sjálfir i markaðskerfinu.
En i miðstjórnarkerfinu tekur mið-
stjórnin slikar ákvarðanir fyrir þá, hún
tiltekur tölu þeirra bíla, sem eigi að
framleiða, hún ákveður þörfina en
raunveruleg eftirspurn kemur henni
ekki við. Og einstaklingana verður að
kúga undir áætlunina, þvi að mið-
stjórnin getur ekki leyft mönnum að
taka ákvarðanir sjálfum, ef hún ætlar
að framkvæma áætlun sína. Hún verð-
ur annað hvort að kúga þá eða gefast
upp við að framkvæma áætlunina. Hún
verður að velja um sósíalismann eða
lýðræðið. Hagfræðingurinn von Hayek
hefur komizt svo að orði , að miðstjórn-
indamannsins og gerir til hans þá
kröfu að hann skoði félagsleg fyrirbæri
sem „hlutlaus" athugandi er sé yfir
þau hafin." Visindamaðurinn á með
öðrum orðum ekki að vera þlutlaus
rannsakandi, heldur hlutdrægur, hann
á að starfa „á grundvelli sósialismans"
og ,,heildaráætlunarinnar“.
Af þessu má ráða, að lýðræðislegt
stjórnkerfi er komið undir markaðs-
kerfinu, stjórnkerfi og hagkerfi frelsis
fara saman — eiris og miðstjórnarkerf-
ið og alræði. Spámaður sameignar-
sinna, Karl Marx, kvað sjálfur svo að
orði i Kommúnistaávarpinu:„Hug-
myndirnar um samvizkufrelsi og trú-
frelsi túlkuðu aðeins á sviði þekkingar-
innar drottnun frjálsrar samkeppni."
Geta sameignarsinnar véfengt orð spá-
mannsins?
miðstjórnarkerfinu verður hánn að
martröð.
Þessu geta sameignarsinnar einungis
svarað með því að segja samsærissögur
af „kapitalistum“ og einokun auð-
hringa. Einokun er reyndar óumflýjan-
leg í sumum greinum af tæknilegum
sökum, og deila má um það, hvort hún
eigi að vera ríkiseinokun eða einstakl-
inga. En í flestum greinum er hún alls
ekki nauðsynleg, og sósialistar eiga, ef
þeir kunna að álykta af forsendum
sínum, að fylkja liði með „kapítalist-
um“ til lagasetningar gegn auðhringa-
stofnun og einokunarstarfi, en hún er
brýn nauðsyn á íslandi. Frjálslyndir
menn telja það hlutverk rikisins, að
skipuleggja fyrir frelsið, en ekki gegn
þvi, þeir eru ekki andvígir ríkisihlut-
un, en tilgangur hennar á að vera að
Lýðræði eða sósíalisma?
þessi forsenda sé reist á misskilningi
eða blekkingu, hagkerfi sósialisma og
stjórnkerfi lýðræðis geta ekki farið
saman, og fyrir því ætla ég að færa rök
í þessari grein.
Við skulum afmarka lauslega merk-
ingu orðanna ,,lýðræði“ og
„sósialisma". Lýðræði tel ég meiri-
hlutaræði að tryggðum lágmarksrétt-
indum einstaklinganna. Kúgun meiri-
hluta á minnihluta er til dæmis ekki
lýðræðisleg, mestu skiptir að mati
frjálshyggjumanna hvort almenn
mannréttindi eru virt eða ekki. Lýð-
ræði er í rauninni aðferð, sem notuð er
til þess að tryggja rétt einstaklinganna.
Stjórnkerfi lýðræðis þjónar einungis
þeim markmiðum, sem einstaklingarn-
ir setja sér. En hvað um hagkerfið?
Auk venjulegrar merkingar orðsins
„sósíalisma“ hefur það verið notað um
samúð með litilmagnanum, sem getur
orðið að grillum í anda Hróa hattar og
kappanna i Skirisskógi. í þessari auka-
merkingu er orðið innihaldslitið og
ónothæft í stjórnmáladeilum, við get-
um allir eða langflestir talizt slíkir
„sósíalistar". Það er hin merkingin,
sem máli skiptir: miðstjórnarkerfið i
efnahagsmálum, en andstæða þess er
markaðskerfið („kapítalisminn"),
kerfi frjálsrar samkeppni.
Markaðskerfið er ekki sú grýla frum-
skógafrelsis eða auðhyggju, sem sumir
tilfinningasamir róttæklingar gera sér
í hugarlund, heldur er það hagkerfi,'
sem hefur að forsendu það frelsi fram-
leiðenda og neytenda, sem frekast er
kostur á, til þess að framleiða vörur,
selja og kaupa að vild. Munurinn á
miðstjórnarkerfinu og markaðskerfinu
er, hvort miðstjórnin ákveður þarfir
einstaklinganna eða þeir sjálfir. Vitan-
lega er ekki til kerfi alfrjálsra einstakl-
inga fremur en stjórnkerfi þeirra: Ein-
staklingarnir verða að greiða fyrir
frelsið með því að afsala sér einhverju
af því. Skipulagning eða áætlunargerð
er nauðsynleg I markaðskerfinu, en
tilgangur hennar er sá einn að tryggja
frelsið. Hennar er þörf eins og um-
ferðarreglna: til þess að greiða fyrir
fjármagnsflutningum, en einstakling-
arnir eru sjálfir látnir um það, hvert
þeir flytja það.
KÚGUN ÓHJÁKVÆMILEG
í MIÐSTJÓRNARKERFI
Skipulagning þjónar öðrum tilgangi í
miðstjórnarkerfi sósíalista, hún er ekki
til þess að auðvelda einstaklingunum
að fullnægja þörfum sínum eins og i
markaðskerfinu, heldur til þess að
ákveða þarfir þeirra: „Efnahagslífið
lýtur samvirkri stjórn og mótast af
heildaráætlunum,“ eins og það er orð-
að i stefnuskrá Alþýðubandalagsins.
Áætlunargerðarmennirnir viðurkenna
einungis eitt markmið — markmið
áætlunarinnar. Fyrir henni verða
markmið einstaklinganna að víkja. En
markmið og þarfir einstaklinganna eru
mismunandi og fara eftir lifsskoðunum
þeirra (þó að allir menn hafi auðvitað
sömu nauðþurftirnar). Ef efnahagsleg-
um kostum þeirra er breytt, er tekið af
þeim frelsi til að velja og hafna, koma
hugsjónum sinum í framkvæmd. Við
getum tekið einfalt dæmi til skýringar:
in látí sér ekki nægja að setja um-
ferðarreglur um fjármagnsflutninga
eins og rikið gerir i markaðsbúskap,
hún ákveður einnig, hyert fjármagnið
á að fara, neyðir það í ákveðna farvegi.
1 óskalandi sameingarsinna er mark-
mið áætlunarinnar miklu eitt leyft.
Þess vegna verður að binda stofnanir,
sem eru óháðar þessu markmiði og eiga
að gæta réttar einstaklingsins til orðs
og æðis, á klafa hennar: dómstóla,
háskóla, og aðrar lýðræðisstofnanir
einstaklingsins. Það er engin tilviljun,
að réttarkerfi sósialískra landa er ann-
að en réttarkerfi Vesturlanda. Skoð-
anafrelsi teljum við Vesturlandamenn
umfram allt réttinn til að hafa aðra
skoðun en valdhafinn eða almenning-
ur, en sósíalistar telja það réttirin til að
hafa sömu skoðun og miðstjórnin!
Frjálsir og óháðir dómstólar eru óhugs-
andi í miðstjórnarkerfinu og einnig
fullt frelsi til visindarannsókna og list-
sköpunar, því að það rekst á áætlunina.
Sjálfstæðir menn, sem hugsa, eru óvin-
ir þeirrar miðstjórnar, sem ætlar að
hugsa fyrir alla. Einn hugmyndafræð-
ingur Alþýðubandalagsins, Hjörleifur
Guttormsson, sagði í leyniskýrslu, sem
birt var í Rauðu bókinni, leyniskýrsl-
um S.Í.A.-manna, árið 1963: „Við álit-
um, að rétt sé og sjálfsagt að leyfa ekki
umræður né gefa fólki kost á að velja
um neitt nema á grundvelli
sósialismans.“ Sami maðurinn samdi
(með öðrum alræmdum S.Í.A.-
mönnum) stefnuskrá Alþýðubanda-
lagsins tólf árum síðar, en í henni segir
svo um visindin: „1 háþróuðum auð-
valdsþjóðfélögum er haldið á loft vís-
.indaheimspeki sem slævir félagslega
og siðferðilega ábyrgðartilfinningu vís-
MARKAÐSKERFIÐ:
FRELSI TIL SAMVINNU
Margir draumlyndir sameignarsinn-
ar boða ekki lengur beina rikisnýtingu
atvinnutækjanna, heldur eign og
stjórn starfsmannanna á þeim: sjó-
mennirnir eigi og reki skipið og verka-
mennirnir verksmiðjuna. Og þeir fara
fjáiglegum orðum um það, að slikur
rekstur sé miklu hagkvæmari en einka-
rekstur, t.d. Arni Bergmann í nýlegri
mærðargrein um samvinnufélög
kommúnista á Italíu. En í markaðskerf-
inu er slíkur ,,sósialismi“ öllum kleif-
ur: allir geta hafið framleiðslu á vör-
um, bæði „kapitalistar" og kommúnist-
ar, þeir geta stofnað almenningshluta-
félög eins og i Bandarikjunum, sam-
vinnufélög eins og á ítaliu og sam-
yrkjubú eins og i ísrael. i markaðskerf-
inu er ekki farið í manngreinarálit,
heldur er eina krafan sú, að reksturinn
sé hagkvæmur og framleiðsluvörurnar
séu samkeppnisfærar. Ef „sósialskur"
rekstur er eins hagkvæmur og Arni og
samherjar hans segja, geta sósialistar
stofnað félag sin — glaðir og sigurviss-
ir. Þeir geta gengið að fjármagni visu,
því að í starfhæfu markaðskerfi fer
fjárfestingin eftir ágóðavon og hag-
kvæmni. Auk þess má minna á það, að
digrir sjóðir verkalýðshreyfingarinnar
hljóta að vera opnir slíkum verkalýðs-
sinnum. Alþýðubankinn islenzki hlýt-
ur til dæmis fremur að ávaxta fé sitt í
slikum gróðafyrirtækjum en í fyrir-
tækjum fjárglæframanna. Sannleikur-
inn er sá, að draumur sameignarsinna
um starfsmannaeign og stjórn getur
rætzt innan markaðskerfisins — ef vör-
ur þeirra eru samkeppnisfærar. En í
tryggja frjálsa samkeppni. Markaðs-
kerfið er hvergi fullkomið (fremur en
lýðræði), en hugsjón atvinnufrelsis á
að vera viðmið löggjafans eins og lýð-
ræðishugsjónin.
SÓSÍ ALISMINN: ÓGEÐ-
FELLD HUGSJÓN
Niðurstaða okkar er þessi: Sósialismi
sem ríkisnýting allra atvinnutækja er
óframkvæmanlegur án kúgunar, en
sósialismi sem starfsmannaeign • er
framkvæmanlegur innan lýðræðislegs
markaðskerfis: Hugmyndafræðingar
sósíalista gera sér liklega grein fyrir
hvoru tveggja. „Að þeir aðhyllast það
hagkerfi samt sem áður stafar hins
vegar af öðru mati á verðmætum en
almennast er i borgaralegum þjóð-
félögum," segir Ölafur Björnsson
prófessor i fróðlegum fyrirlestri um
áætlunarbýskap (i Samtfö og sögu árið
1954). Hvernig vikur þessu við?
Sósialistar taka öryggið fram yfir frels-
ið, þeir eru hræddir við þá áhættu, sem
frelsinu fylgir, í frjálsri samkeppni
vinna sumir, en aðrir tapa — undir-
málsmennirnir, og þeir halla sér sumir
að „sósialisma", þó að einlægir hug-
sjonamenn séu einnig til i hóp
sóslalista. Og frelsisóttanum er einnig
samfara forsjárstefna. Sósíalistar
treysta öðrum ekki fyrir frelsinu, þeir
eru andvigir markaðskerfinu vegna
þess, að þeir vilja ekki leyfa aðrar
athafnir, aðra framleiðslu, en þá, sem
þeir gera áætlanir sinar um. Þeir vilja
neyða alla til að lifa sama lífinu, steypa
alla i sömu mótin. Til dæmis segir í
stefnuskrá Alþýðbandalagsins: „Með
þvi að standa sýknt og heilagt gegn
féiagslegri lausn á húsnæðismálum eru
fulltrúar skipulagsins ekki einungis að
tryggja „einkaframtakinu" gróðaað-
stöðu heldur einnig að ýta undir and-
félagslega hegðun þannig að samskipti
manna einkennist sem mest af sér-
hyggju. Sama máli gegnir um flestar
aðrar þarfir manna i auðvaldsskipu-
lagi. Þar er ríkulega séð fyrir þeim
þörfum einum sem einkaauðmagnið
getur grætt á með framboði á markaðs-
vöru.“Sameignarsinnareru samhyggju-
menn, en samhyggju lýsir Halldór Lax-
ness ágætlega i ritgerðinni Upphafi
mannúðarstefnu og segir mannúðar-
stefnuna fólgna i virðingu fyrir sér-
hyggjunni. Og þeir gleyma þvi, að
„auðvaldið" græðir á framboðinu,
vegna þess að eftirspurn er eftir því,
menn vilja kaupa vörurnar. Aðrar
þarfir en eftirspurnin (að fullnægðum
nauðþurftum) eru einungis til i hugum
sósialista. Þeir stofna til miðstjórnar-
bákns vélvæddrar kúgunar (eins og
Kremlvérjar) vegna þessa hugarburð-
ar sins. Þessi hugsjón er svo sannar-
lega ógeðfelld, og lýðræðissinnar geta
tekið undir með skáldinu Davíð
Stefánssyni, sem kvað í Skrifstofu
bákninu:
En varla mun borgarinn blessa
þau tákn
né bætur þeim skriftlærðu mæla,
sem vilja, að allt þetta
blekiðjubákn
sé bænahús — krjúpandi þræla.