Morgunblaðið - 06.08.1977, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. AGÚST 1977
MORödKí-
KAFP/NO
W’
5 1 ___
i1 ls3T
GRANI göslari
Eigiím við ekki að bæta við
hreiðrið?
Hún er bara að tala við sjálfa
sig, sújjamla.
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Dönsku konurnar sigruðu f sfn-
um flokki á fyrsta Evrðpu-
meistaramðtinu, sem haldið var f
Kaupmannahöfn árið 1948. Hlutu
þær 9 vinninga af tíu mögulegum.
Spilið f dag er frá leik þeirra við
Finnland f mðti þessu. Suður gaf,
allir utan hættu.
Norður
S. 63
H. ÁD9
T. KDG3
L. Á1042
Vestur Austur
S. G97 S. D82
H.G32 H. K108764
T. A10972 T. 865
L. 96 L. 5
Suður
S. ÁK1054
H. 5
T. 4
L. KDG873.
Menning eða ómenning?
„Ég ætla að notfæra mér það að
hér ríkir vestrænt lýðræði, með
málfrelsi, fundafrelsi, kosninga-
rétti og verkfallsrétti og reyna að
bera hönd fyrir höfuð mér. Það
stendur í Dagblaðinu 27.7. að Dag-
blaðið gnæfi himinhátt yfir hin
blöðin í menningartilliti og
hvergi komi ómenningin eins
skýrt í ljós og hjá hinni frægu
húsmóður f Velvakanda. Eg hef
ekki nfðst á menningunni nema
með því einu að hneykslast á of-
beldisverkum kommúnismans og
má hver lá mér sem vill. Eg er nú
komin það til ára minna að ég
man þegar þessir próflausu Marx-
Leninistar komu og byrjuðu að
boða hið kommúnistiska evangel-
ium og sæluna í Rússíá. Þetta var
al.lt svo froðufellandi og spekin
svo mikil að það átti að þykja fínt
að vera kommúnisti.
Ég var að vísu læs og hafði
gluggað svolítið i söguna, sem er
ólygnust, og lét mig hafa það að
vera kölluð heimsk og fáfróð.
Rússland var lokað, þangað fengu
ekki aðrir að koma nema þeir
trúuðu sem í staðinn fyrir fríar
ferðir predikuðu svo allt um sæl-
una þar og unnu að því að koma
kúgunarklafanum á þjóð sína, og
svo varð þeim skammarlega mikið
ágengt svo að mest höfðu þeir 10
þingmenn, og varð það heimsmet
í hinum frjálsa heimi og er þann
blett ekki hægt að þvo af afkom-
endum Egils og Snorra.
Tíminn leið og fréttir tóku að
berast, réttarhöld Stalfns og svo
fór Georg Orwell til Spánar og
hélt að hann væri í frelsisstríði en
það fór á annan veg, hann slapp
nauðulega og félagar hans voru
strádrepnir af kommúnistum auð-
vitað. Það hefði verið gott fyrir
okkur ef einhver af spekingunum
hefði farið með og komist lífs af
til þess, eins og Orwell, að geta
sagt manni sannleikann um þessa
helstefnu. Ég var svo heppin að
ég gat talað við Stalfnista um allt
þetta og svo kom fína ræðan hans
Krjúsjeffs og varð það sá hvalreki
fyrir mig að hann endist mér enn.
Krúsjeff féll svo f sömu gryfjuna
þegar hann réðist inn f Ungverja-
land og keyrði hundruð þúsunda
af fólki til Síberíu, þá sannaðist
kenning mfn að alræðisvald öreig-
anna er ekkert nema versta teg-
und af einræði og allir sem hafa
ótakmarkað vald verða eins og
Stalín, og réttlaus almenningur er
ekkert betur settur en skynlausar
skepnurnar, sem í ofanálag sæta
illri meðferð. Sagan sýnir það
líka, að þótt mikið hafi verið ólæs-
ið hjá Rússakeisara þá fundu
bændurnir það að það gæti verið
ónotalegt að vera réttlaus, skyn-
laus skepna hjá Marx-Leninistum.
Hörð lífsbarátta kennir nefnilega
mönnum ýmsan gagnlegan fróð-
leik. Alþýðan í Rússlandi barðist
á móti Lenin og varð hungrið, sem
alltaf fylgir Marxismanum, henni
að falli. Mega menningarvitarnir
vel vita það. Óska ég svo Dagblað-
inu til lukku ef það ætlar að verja
óhæfuverk kommúnismans en
hefði heldur viljað láta Þjóðvilj-
ann einan um það.
Húsmóðir."
0 Ábending til
íþróttafrétta-
ritara Mbl.
„Góðir íþróttafréttaritar-
ar Mbl., mig langar að gefa ykkur
nokkrar ábendingar og góð ráð.
Þið hafið á undanförnum árum
gefið leikmönnum 1. deildar eink-
unn fyrir frammistöðu þeirra í
Finnsku frúrnar sögðu 6 lauf á
spil norðurs og suðurs, sem unnust
auðveldlega. En á hinu borðinu
tóku sagnirnar einkennilega
stefnu (Danmörk norður-suður).
Vestur Norður 1 T 2G 3 H! Austur
Pass 1 H
Pass Pass
Pass Dobl
Suður
1 L 1 S 3 S 3 S
Nú var kallað á keppnisstjóra og
skýrðar fyrir honum sagnir. En
spilararnir gleymdu að segja frá
dobli austurs, sem viðurkenndi
sögn norðurs og hefðu viðúrlög þá
átt að falla niður. Keppnisstjórinn
úrskurðaði því eðlilega, að norður
skyldi segja fullnægjandi sögn í
sama lit og suður segja pass næst
er að honum kæmi. En norður
mátti einnig segja aðra sögn og
skyldi suður þá ekki segja aftur.
Norður misskildi þetta eða varð
svo mikið um, að hún sagði 4 H en
austur bjargaði þá dönskum með
dobli sínu. Þar með gat norður
sagt aftur og suður síðan einnig.
Að lokum varð norður sagnhafi í
sex gröndum, sem unnust þegar
vestur lét tvo tígla í laufasalgi
suðurs.
En spil þetta kom ekki í veg
fyrir, að dönsku konurnar sögðu
og unnu fallega slemmu í næsta
spili.
RÉTTU MÉR HOND ÞINA
Framhaldssaga eftir
GUNNAR HELANDER
Benedikt Arnkelsson
þýddi
14
að engar konur fá að koma inn f
bænhúsið.
— Já, en á það líka við, þegar
brúðkaup fer fram? Brúðurin
verður að minnsta kosti að fá
að vera með?
Ahmed hló. — Nei, hún er
ekki með, þótt undarlegt megi
virðast. Faðir brúðarinnar og
brúðguminn fara fram til
imanins, sem „vfgir“ þau.
Brúðurin verður að sitja heima
og biða. Þetta er auðvitað fá-
ránlegt, en svona eru siðir
múhameðstrúarmanna. Ætt-
ingi minn að reyndar tvær kon-
ur fyrir, svo að þær sjá sjálf-
sagt um, að brúðurin hafi fé-
I ufrcck ■»n
— Þú MEINAR þetta ekki?
Og nú ráðgerir þú að fara í
hrúðkaup og lætur mig sitja
heima með þessari... þessari
konu föðurbróður þfns?
— Já, hvað á ég að gera? Ég
get væntanlega ekki einangrað
mig frá ættingum mfnum?
Ilverja eigum við þá að um-
gangast?
Anna varð hugsi um stund.
— Nei, þú verður Ifklega að
fara. En getum við ekki verið
ein á morgun? Getum við þá
ekki farið eitthvert f bílnum og
baðað okkur eða fundið upp á
einhverju öðru?
— Jú, ég lofa þvf.
Ahmed .tók rauða fesinn sinn
(höfuðfat) úr töskunni og
reyndi að Ifta út eins og rétttrú-
aður múhameðstrúarmaður,
þegar hann lagði af stað. Hann
var reglulega leiður f skapi.
XXX
Um nóttina lágu Ahmed og
Anna út af og töluðu saman.
— Ileyrðu, Ahmed, sagði
hún, — f morgun sagðir þú, að
við þyrftum að eignast barn. En
hvaða trúarbrögðum eiga börn-
in okkar að tengjast, þegar þau
stækka?
— Ég hef ekki hugleitt það.
En opinberlega verða þau vfst
að teljast múhameðstrú-
armenn.
— Og ef við eignumst stúlku,
þá á hún að alast upp f eldhús-
inu og sfðan sitja heima á brúð-
kaupsdaginn sinn. Nei, það
samþykki ég ekki.
— Já, en hvaða önnur trúar-
brögð ættu þau að tileinka sér?
Allir ættingjar mfnir eru mú-
hameðstrúarmenn. Það eru
nokkar þúsund kristnir menn
hérna f Durban, en þeir eru
allir úr hindúafjölskyldum.
— En ég vildi óska, að börn-
in okkar yrðu alín upp f krist-
inni trú. Ég hef verið að hugsa
um það í kvöld, hvílíkur regin-
munur er á viðhorfi kristinna
manna og múhameðstrúar-
manna til konunnar. Hugsaðu
bara um f jölkvænið.
— Já, en ég einangrast alveg
frá fjölskyldu minni, ef ég sný
baki við múhameðstrúnni. Er-
um við ekki þegar nógu ein-
mana? Og hvar eiga börnin
okkar auk þess að ganga f
skóla? Það hlýtur að verða f
skóla múhameðstrúarmanna.
— En ef þau verða næstum
hvft? Þá geta þau væntanlega
gengið f skóla fyrir hvft börn?
— Og lært að fyrirlfta föður
sinn? Nei, þakka þér fyrir.
Reyndar komast þau aldrei f
skóla, sem ætlaður er hvftum
börnum. Báðir foreldrarnir
verða að koma, þegar innritun
fer fram, segir f lögunum. Það
er hannað að veita þeim inn-
göngu f skðla hvftra harna, ef
annað foreldrið er dökkt.
— Jæja, er þessu f raun og
veru þannig farið? Þetta hefðir
þú getað sagt mér áður?
Hún varð hugsi um stund.
— Ahmed, við verðum vfst
að fresta þvf um sinn að eignast
barn.
— Jæja þá, eins og þú vilt.
Enn einu sinni var þögnin
rofin.
— Anna, þú skalt ekki halda,
að allir ættingjar mfnir séu
eins leiðinlegir og Abdal.
— Nei, nei, það veit ég vel,
enda hef ég hitt föður þinn.
XXX
Daginn eftir óku þau ein nið-
ur á baðströndina. Sólin hellti
níður geislum sfnum, og hitann