Morgunblaðið - 16.08.1977, Síða 7

Morgunblaðið - 16.08.1977, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. AGUST 1977 7 Hinn óslitni þráður Forystugrein Þjóðvilj- ans sl. sunnudag fjallar um Einar Olgeirsso 75 á- ra. Þar er m.a. rakinn rauði þráðurinn allt frá stofnun Kommúnista- flokks íslands 1930. Kommúnistaflokkurinn t- ók síðan nafnbreytingu og varð Sameiningarflokkur alþýðu. Sócialistaflokkur- inn. Enn var breytt yfir nafn og númer og tekið upp heitið Alþýðubanda- lag. Einar Olgeirsson var fyrsti ritstjóri Þjóðviljans. Núverandi ritstjóri segir orðrétt I tilvitnuðum leið- ara: „En gæfa Þjóðviljans og stjómmálasamtaka is- lenzkra sócialista hefur verið sú. að þráðurinn frá þvi fyrsta til þessa dags er þrátt fyrir sitt hvað sem á milli ber óslitinn. Þótt framtiðin sé verkefnið lifir fortiðin i okkur og við i henni." Forsagan Kommúnistaflokkur ís- lands var sem fyrr segir stof naður árið 1930 af róttækum marx- leninistum, sem töldu sig ekki eiga samleið með lýðræðislegum sócíalisma Alþýðuflokksins. Grimu- laus kommúnismi náði hins vegar aldrei fótfestu né fylgi meðal islenzkrar alþýðu. Því var horfið að nýjum ráðum. Skipt var um nafn og stofnaður Sameiningarflokkur al- þýðu, Sócialistaflokkur- inn, með nýjum klofningi úr Alþýðuflokknum. Enn var breytt til 1955—56, er Alþýðubandalagið var stofnað, fyrst sem kosningabandalag, síðar sem stjómmálaflokkur. Ýmsir þeir sem gengu til samstarfs við komm- únista á þessum um- og nafnbreytingarárum hurfu frá þeim aftur, reynslunni rikari og fullvissir þess, verjir réðu ferð. Má þar nefna menn eins og Héðin heitinn Valdimarsson og Hannibal Valdimarsson. Enn má nefna menn eins og Bjöm Jónsson, núver- andi forseta ASÍ, og Mag- nús Torfa Ólafsson, sem í eina tið var einnig ritstjóri Þjóðviljans. Þessir menn gátu ekki sætt sig við að „þráðurinn væri óslitinn" við hið kommúniska upp- haf eða að „fortíðin lifði" i Alþýðubandalaginu og „það í henni" eins og nú- verandi ritstjóri Þjóðvilj- ans orðar það. Ný umbreyting ívændum? Nýstárleg skoðana- skipti hafa átt sér stað I Þjóðviljanum þetta miss- erið. Bera þau vitni marg- slungings skoðanaágrein- ings. ekki sízt milli „menntamanna"-arms og „verkalýðs" arms flokks- ins. Um þetta segir í ný- legum stjórnmálaskrifum : „Margt bendir til þess að flokkurinn gerist nú fyrir fullt og fast kommúnistaflokkur að nýju, en svo verði látið heita að það sé „evrópsk- ■ ur" kommúnistaflokkur. Lærimeistarar flokksins gera sér einmitt um þess- ar mundir mjög far um að reyna að skilgreina hið „evrópska.. hugtak, sem hefur verið svo áberandi ! heimshreyfingu þeirra." Enn segir T(minn: „Svo virðist sem það sé annað eðli þessa flokks að hafa hamskipti á sem næst ára- tugarfresti. klofna þá jafn- framt eða sameinast öðr- um aðiljum. Ekki verður talið ósennilegt að ein- hver sllk samskipti standi nú fyrir dyrum. Flokkur- inn einkennist af mjög miklum deilum. málefna- leit og djúpstæðum ágreiningi sem komið hef- ur fram á siðum Þjóðvilj- ans. Aðstreymi sundur- leitra menntamannahópa hefur ekki orðið til þess að auka á ánægju verka- lýðssinna i flokknum. og nú siðast ber mest á við- leitninni til að gangast að nýju við kommúnistanafn- inu — sem eitt sinn þótti heiður að en siðar skömm." Jóhann Hjálmarsson STIKUR Nóttínbláa yfir hafínu 1 ljóðabók Jóns úr Vör, Vin- arhúsi, (1972) er dálitið ljóð sem nefnist Nóttin bláa: NAItin bláa vflr hafinu gefur landinu auga ástfangins manns. Skýin húa sig undir ad veita morgungeislunum viðtöku. Þetta er yfirlætislaust ljóð að hætti Jóns úr Vör, en einföld mynd þess nær beint til lesand- ans. Finnska skáldkonan Maj-Lis Holmberg hefur þýtt Nóttina bláu á sænsku: Bláa natten över havet ger landet en blick som en förálskad man. Skyn gör sig redo att möta morgonens strálar. Nóttin bláa yfir hafinu eða Bláa natten över havet nefnist úrval ljóða Jóns úr Vör í þýð- ingu Maj-Lis Holmbergs, útg. Schildts förlag Helsingfors 1976. Maj-Lis Holmberg hefur áður birt þýðingar á ljóðum eft- ir Jón úr Vör í bók sinni Om gládje och og ladje (1973) og i safni sem hún gaf út með þýð- ingum sinum á ljóðum ís- lenzkra skálda: Mellan fjáll och hav (1974). Væntanlegt er safn íslenzkra ljóða í finnskri þýð- ingu Maj-Lis Holmbergs, en hún mun jafnvíg á bæði málin, Jón úr Vör. sænsku og finnsku. Sjálf er Maj-Lis Holmberg kunn skáld- kona i Finnlandi. Eftir þýðingunum í Bláa natt- en över havet að dæma temur Maj-Lis Holmberg sér vand- virknisleg vinnubrögð. Val ljóð- anna er persónulegt. Töluvert hefur verið þýtt eftir Jón úr Vör á sænsku, m.a. fyrri útgáfa Þorpsins. Maj-Lis þýðir tuttugu ljóð úr Þorpinu, eitt úr Stund milli stríða, fjögur úr Með hljóðstaf, fjögur úr Með örva- lausum boga, átta úr Vetrar- mávum, átta úr Maurildaskógi, fimmtán úr Mjallhvítarkist- unni og fimm úr Vinarhúsi. Fjölbreytni safnsins er mikil og i heild sinni veitir það góða yfirsýn yfir skáldskap Jóns úr Vör. Með því að leggja jafn ríka áherzlu á síðustu bækur Jóns og Maj-Lis gerir er komizt hjá því að sænskir lesendur líti ein- göngu á hann sem skáld Þorps- ins. Það sem vel kemst til skila í úrvali Maj-Lis Holmbergs er persónulegur sársauki Maur- ildaskógar og Mjallhvitarkist- unnar. Mörg ljóðanna í þessum bókum tjá „hvernig vonbrigðin / leggja hrim sitt á axlir minar hverja stund, / en spegillinn i ganginum / telur hrukkur min- ar og hárin mín gráu“. Hér er ekki einungis óttinn við að eld- ast heldur lifssýn sem angistin hefur markað, einkaleg og um leið sammannleg reynsla sem Jón úr Vör hefur túlkaó flest- um skáldum betur í fyrrnefnd- um tveim bókum. Maj-Lis Holmberg hefur einnig tekið upp i úrval sitt mörg ljóð úr síðari bókum Jóns úr Vör sem nálgast það að vera spakmæli, aforismar, en sú bók- menntagrein hefur löngum átt aðdáendur meðal Finna. Þessi stuttu ljóð njóta sín vel i Bláa natten över havet, en í bókum Jóns hafa þau að minu mati verið of mörg, jafnvel oróið til þess að veigamikil ljóð hafa vakið minni eftirtekt en skyldi vegna ofrikis smámunanna. En Jón hefur sinn hátt á þegar hann velur i bækúr sinar. Með- al annars þess vegna væri þörf á nýju úrvali verka hans á ís- lenzku, kannski eitthvað i lik- ingu við úrvalið sem Steinn Steinarr hugðist vinna að, en entist ekki aldur til að ljúka. En þetta var útúrdúr. Hér var ætiunin að fagna ágætu úrvali og þýðingum Maj-Lis Holm- bergs. Stundum heyrast þær raddir að þýðingar skipti is- lenskar bókmenntir litlu máli. Ef til vill er eitthvað til i þvi. En menningarstarfsemi i lik- ingu við þýðingar Maj-Lis Holmbergs og fleiri held ég að séu lyftistöng fyrir islenzkar bókmenntir um leið og þær eru menningarstarfsemi sem þarf að meta að verðleikum. Er byrjuð með megrunarkúrana aftur Vil vekja sérstaka athygli á 10 tírr.a megrunarkúrum. Megrunarnudd, partanudd og afslöppunarnudd. Nudd — sauna — mælingar —vigtun — matseðill Nudd- og snyrtistofa, Astu Baldvinsdóttur, Hrauntungu 85 Kópavogi Opið til kl. 10 öll kvöld Bilastæði, Sími 40609. Svipmyndir á svipstundu Svipmyndir í hvert skírteini Svipmyndir sf. Hverfisgötu 18 • Gegnt Þjódleikhúsinu Kennsluhúsnæði vantar sem allra fyrst. Mjög hljóðlát starfsemi. Þarf að vera í strætisvagnaleið, 70—1 00 fm. KAUPIÐ BROWNING HAGLABYSSUR SJÁLFVIRK GAS-SKIPT MODEL 2000 SJÁLFVIRK AFL-SKIPT LIGHTWEIGHT TVÍHLEYPA OVER & UNDER JÓHANN ÓLAFSSON Er CO. HF. 43 SUNDABORG REYKJAVÍK SÍMI: 82644

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.