Morgunblaðið - 16.08.1977, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. AGUST 1977
Rætt
við
starfsmenn
w
a
Grundartanga
„Þetta kemur hvort eð
er“, sagði Jðn Sæm-
undsson og hélt áfram
að losa fleygana, sem
höfðu festst.
„Járnblendiverksmiójan veitir fólki
í nágrenninu aukin atvinnutækifæri"
Tilkoma járnblendiverksmiðjunnar
kemur vissulega til með að hafa breyt-
ingar í för með sér fyrir byggðina í
nágrenninu. Persónulega var ég fyrst
algjörlega á móti þcssum framkvæmd-
um en sem komið er þá er mér alveg
sama. ví þetta kemur hvort eð er.
Bændur eru sumir að hætta búskap hér
í nágrenninu og margir vilja rekja það
til byggingar verksmiðjunnar. Ég held
þó að aðalástæðan sé einfaldlega að
flestir eru þessir bændur orðnir gamlir
menn. Fólk á mínum aldri hefur ekki
áhuga á búskap. Verksmiðjan veitir
hins vegar ungu fólki hér fleiri at-
vinnutækifæri, sagði Jón Sæmundsson
frá Galtaiæk í Skilmannahreppi, er
blaðamenn Morgunblaðsins hittu hann
og nokkra aðra starfsmenn við störf á
Grundartanga að máli fyrir skömmu.
„Mengunin gerir
grasið aðeins grænna“
Þau eru æði mörg handtökin, sem
liggja að baki byggingar verksmiðju
eins og þeirrar, sem nú er að rísa á
Grundartanga, þvi þó margt megi vin-
na með stórvirkum vinnuvélum, þarf
mannshöndin að gripa inn í nær alis
staðar. Vinnuvélar verða ekki hreifðar
eða steypumót reist nema mannshönd-
in komi þar nærri. Nú eru við vinnu á
Grundartanga tæplega 150 manns og
þar af vinna um 40 eingöngu að hafnar-
gerðinni á vegum Hafnamálastjórnar-
innar. Gert er ráð fyrir að starfsfólk
við byggingu járnblendiverksmiðjunn-
ar verði flest upp úr áramótum en þá
verða rúmiega 200 manns að störfum
þar auk starfsmanna við hafnargerð-
ina.
Fyrrnefndur Jón Sæmundsson var
að vinna með loftpressu í skurði, sem
geyma á holræsislögn frá verksmiðju-
húsinu, þegar við tókum hann tali. Það
var reyndar ekki auðvelt að koma boð-
um til Jóns um að við vildum ræða við
hann fyrir hávaða í loftpressunni og
því til viðbótar var Jón brynjaður
eyrnaskjólum. Eins og áður gat var Jón
einn þeirra heimamanna, sem mót-
mæltu byggingu járnblendiverksmiðj-
unnar á þessum stað en hefur nú snúizt
hugur. Við spurðum Jón, hvort hann
hefði trú á þvi að jafn mikil mengunar-
hætta væri af verksmiðjunni og sumir
vildu álíta?
— Það er ómögulegt að segja um
hvort þessi verksmiðja hefur einhverja
„Þetta verður viát full-
komnasta járnblendiverk-
smiðja í heiminum,“ sagði
Guðmundur Guðmundsson
(til vinstri) og Magnús
Magnússon hafði séð járn-
blendiverksmiðju í Grikk-
landi, sem var mesti meng-
unarstaður í Evrðpu.
Björn Hermannsson
bryggjusmiður og félagar
hans voru að smíða bráða-
birgðabryggju þar sem
dýpkunarskip gæti lagzt
að.
mengun i för með sér. En satt bezt að
segja hafa menn frekar lítið fengið að
heyra um þessi mál nema þar hafi
verið á ferðinni æsingamenn. Menn slá
þessu bara upp I grin og segja að
mengunin geri grasið aðeins grænna.
Eins og ég sagði áðan þá kemur verk-
smiðjan til með að bjóða upp á aukna
atvinnumöguleika fólks hér í nágrenn-
inu og það getur ekki verið til annars
eii góðs. Ég er bjartsýnn á að tilkoma
þessarar verksmiðju verði til góðs fyrir
okkur en náttúrlega verður henni bölv-
að í sand og ösku ef þetta fer illa, sagði
Jón að lokum.
„Starfsfólk og
þjónusta frá Akranesi“
Háir staflar af krossviðarflekum,
sem bersýnilega biðu þess að gegna
sínu hlutverki, urðu til að vekja athygli
okkar. Tveir menn í brúnum samfest-
ingum og auðvitað með hjálma á höfði,
því enginn má sjást á ferli á athafna-
svæðinu nema vera með hjálm, voru í
óða önn að leita að .einhverju innan um
flekana. Forvitni blaðamannsins rak
okkur til að spyrja til hvers þessir
flekar væru notaðir. — Þetta eru fleka-
mót, sem notuð eru til að steypa upp
mannvirki hér. Við köllum þau doka-
mót en það nafn er dregið af fyrirtæk-
inu, sem framleiðir bitana, sem kross-
viðarplöturnar eru festar á. En aðal-
kosturinn við þessi mót er hvað þau
auka mikið byggingarhraðann. — Sá
sem svarar heitir Elías Jóhannesson en