Morgunblaðið - 16.08.1977, Page 16

Morgunblaðið - 16.08.1977, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. AGOST 1977 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjómarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóm og afgreiSsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavlk Haraldur Sveinsson. Matthlas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjöm GuSmundsson. Bjöm Jóhannsson. Ámi GarSar Kristinsson. ASalstræti 6. slmi 10100 ASalstraati 6, slmi 22480 Áskriftargjald 1300.00 kr. á mánuSi innanlands. í lausasölu 70.00 kr. eintakiS. Umhverfi manna Nauðsyn þess að umhverfið, sem við lifum og hrær- umst í, sé aðlaðandi, fagurt og heilsusamlegt, verður leikum sem lærðum æ Ijósari Þetta kemur m.a. fram í viðtali við formann umhverfismálaráðs Reykjavíkur, Elínu Pálmadóttur borgarfull- trúa, sem birt var hér í blaðinu sl laugardag. Það er ekki nóg, að borgarinn hafi starf við sitt hæfi, er nægi honum til að hafa í sig og á, heldur þarf hann auk daglegs brauðs, hreint loft, tært vatn og tengsl við óspjaflaða náttúru landsins — með öðrum orðum það umhverfi, sem er ómissandi liður í andlegri og líkamlegri heilbrigði hans — og hamingju yfirleitt. Sú viðleitni að tryggja borgaranum slíkt umhverfi hefur á margan hátt vel tekizt að dómi formanns umhverfismálaráðs Reykjavíkur, Elínar Pálmadóttur. Má þar nefna Hitaveitu Reykja- víkur, sem var varnarleikur gegn reykmengun í borginni, auk hagnýts gildis hennar til húshitunar; malbikun allra umferðar- gatna, er losaði borgarbúa við hið hvimleiða ryk malargatna (í þurrki) og aurleðju (í vætutíð); græn svæði víða I borginni, m.a. I Laugardalnum og við Tjörnina, með tilheyrandi trjágróðri og blómaskrúði; og fólkvanga I nágrenni hennar. Varðandi útivistarsvæði segir Elín ,,Við höfum tekið frá ósnortin útivistarsvæði fyrir framtíðina, sem verða milli hverfa, svo sem Oskjuhlíðina, fjöruna neðan Korpúlfsstaða, meðfram Korpu og Elliðaárdalinn, en þaðan á svo að vera hægt að komast á göngubrú í fólkvangana, svo sem Rauðhóla, þaðan i Heiðmörk og áfram I Bláfjallafólkvang og svo Reykjanesfólkvang, sem endar á Krisuvíkurbjargi. En tveir síðastnefndu fólkvangarnir hafa verið stofnaðir með öðrum sveitarfélögum, sem þar eiga land. . . Ég held að það sé ákaflega mikilvægt í borg eins og Reykjavík að hlynna að öllu því, sem ungir og gamlir gera saman, en heilu fjölskyldurnar sér maður una sér í Bláfjöllum. Það sama gildir um hestamennsku og bátasport. . ." Elín bendir hins vegar á, að vaxandi byggð, með nútíma lifnaðarháttum, eigi í vök að verjast vegna ýmisskonar mengunar lofts, láðs og lagar. Með vaxandi úrgangi aukist þörfin á því að koma skólpi og óþrifum frá sér — lengra en út í fjöruborðið í því efni þurfi kostnaðarsamar framkvæmdir. Umhverfismálaráð hefur komið á stöðugu eftirliti með og mælingum á mengun lofts og lagar i Reykjavík. Mælingar sýna m.a segir Elín, að við viss skilyrði sendir Áburðarverksmiðjan frá sér of mikið af köfnunar- efnistvíildi. Úr slíku þurfi að bæta þegar Sömu heilsuspillandi efnin mælist í útblæstri bíla við mestu umferðargötur Með vaxandi umferð þurfi og, í tíma, að hyggja að réttum viðbrögðum. Hér sé í raun um heilbrigðismál að ræða, sem krefjist fyrirbyggj- andi aðgerða, er geti skilað sér i minni rekstrarkostnaði heil- brigðiskerfis og fleiri vinnudögum borgarbúa en ella. Umhverfismálaráð Reykjavíkur hefur unnið þörf störf, bæði í rannsóknum og skipulagningu, sem hafa munu áhrif á umhverfi og aðstöðu borgarbúa á komandi árum. í því efni þarf áfram að stefna að því marki. að íbúar höfuðborgarinnar geti búið að því bezta, sem fyrirhyggja og framsýni á þessu starfssviði getur tryggt þeim Fullorðinsfræðsla Itilvitnuðu viðtali við Elinu Pálmadóttur borgar- fulltrúa, er m.a. lítillega komið inn á fullorðinsfræðslu í höfuðborginni. Námsflokkar Reykjavikur gegna þar mjög mikil- vægu og vaxandi starfi. í þjóðfélagi örra breytinga þarf hinn fullorðni borgari, sem þess æskir, að eiga kost á endurnámi eða viðbótarnámi, til að auka á þekkingu sína og starfshæfni. Að tillögu Elínar fengu Námsflokkarnir Miðbæjarskólann gamla til sinnar starfsemi. Þar stunduðu um 1 500 manns ýmisskonar nám á sl vetri Þar bjó fólk sig undir sjúkraliðanám, störf i iðnaði og verzlunarstörf, svo dæmi séu nefnd Margir öfluðu sér prófa, sem krafizt er til frekari menntunar ýmisskonar. Hér er tvímæla- laust um mjög mikilvægan þátt að ræða í þeirri viðleitni að gera fólki kleift að frnna störf við sitt hæfi, þótt það leiti fullorðið á vinnumarkað, eins og reynslan hefur verið með húsmæður ýmsar. Aukin þekking og endurmenntun kemur og öllum til tekna, auk þess sem Námsflokkarnir skapa tækifæri til að eyða tómstundum á heilbrigðan hátt í góðum félagsskap. Það er mjög mikilvægt í vaxandi borg, þar sem einstaklingarnir einangrast gjarnan. Fámenn þjóð hefur ekki efni á, hvern veg sem á mál er litið, að nýta ekki náms- og starfshæfni þegna sinna, hvers og" eins, hvert sem aldursskeið þeirra er Og heill og hamingja manneskjunnar er alténd það sem mestu máli skiptir. þegar þjóðlifið er brotið til mergjar. FYRSTA SKOFLUSTUNGAN — Birgir tsleifur Gunnarsson, borgarstjóri tekur fyrstu skóflustunguna af 2. áfanga verkamannabústada í Breiöholti. Viðstaddir eru stjórnarmenn Verkamannabústaðanna og gestir. Ljósm. Mbl. Öl. K. Magn. Annar og þriðji áf angi verkamannabústaða: 216 íbúðir í fjölbýlis- húsum og 60 íbúðir í raðhúsum BIRGIR lsleifur Gunnarsson borgarstjóri tók á laugardag fyrstu skóflustunguna aö öðr- um áfanga Verkamanna- bústaða í Breiðholti í Reykja- vík. I öðrum áfanga Verka- mannabústaðanna verða 216 íbúöir í þriggja hæða fjölbýlis- húsum og í þriðja áfanga, sem hafizt verður handa um að byggja ■ framhaldi af öðrum áfanga, verða 60 íbúðir í rað- húsum. Rísa hús þessi í Breið- holti III-Austurdeild og standa f jölbýlishúsin við Háberg, Austurberg og Suðurberg en raðhúsin við Háberg og Hamra- berg. 1 ávarpi, sem borgarstjóri flutti af þessu tilefni, árnaði hann stjörn Verkamanna- bústaðanna heilla með þann áfanga, sem nú væri verið að hefja framkvæmdir við og sagði verkamannabústaðina hafa reynzt vel. — Þeir hafa átt verulegan þátt í að gefa láglaunafólki tækifæri til að eignast íbúðir, sagði Birgir ls- leifur Gunnarsson. Aður en fyrsta skóflustungan að öðrum áfanganum var tekin sýndi stjórn Verkamanna- bústaðanna gestum íbúðir í fyrsta áfanganum í Seljahverfi. Eyjólfur K. Sigurjónsson, for- maður stjórnarinnar, sagði að hafizt hefði verið handa við jarðvegsvinnu vegna fyrsta áfangans i april 1974 en alls hefðu verið byggðar í þessum áfanga 308 ibúðir og alls væri söluverð þeirra 1,8 milljarðar króna. Hefði 124 íbúðum verið úthlutað á sl. ári og það, sem af væri þessu ári hefði 96 íbúðum verið úthlutað en þeim, sem eftir væru yrði úthlutað fram að áramótum. Fram kom hjá Eyjólfi að 1020 umsóknir hefðu borizt um þessar 308 íbúðir. Um fjármögnum verka- mannabústaðanna sagði Eyjólf- ur að 20% af verði ibúðanna kæmi frá eigendum en hitt væru lán til nokkuð langs tima og kæmi 35% af verði íbúðar- innar frá Húsnæðismálastofn- un rikisins og 45% frá Byggingarsjóði verkamanna, sem m.a. væri fjármagnaður með framlagi Reykjavikurborg- ar. Fjögurra herbergja íbúð í fyrsta áfanganum kostaði 7,8 milljónir en þriggja herbergja íbúðir miili 6 og 6,5 milljónir. t 3. áfanga verkamannahústaðanna, sem hafizt verður handa um að hyggja að loknum 2. áfanga, verða reistar 60 fbúðir t raðhúsum. Verða raðhúsin á tveimur hæðum og 4 til 5 herbergja með eldhúsi og baði. Þessi teikning sýnir útlit húsanna. Unnið er nú að frágangi slðustu ibúðanna i 1. áfanga verkamanna- bústaðanna i Seljahverfi. Við uppsteypu þar voru notuð stálmót og verða þau einnig notuð við 2. áfanga en uppsteypa á húsunum verður boðin út á næstunni. Eyjólfur sagði það skoðun sína að ekki væri rétt að taka nein heljarstökk varðandi breytingar á byggingarformi verkamannabústaðanna en hins vegar teldi hann tímabii hefðbundnu blokkabygging- anna liðinn. Þeir áfangar, sem nú væri verið að hefjast handa við tækju mið af þessu og lögð væri áherzla á að íbúarnir væru meira út af fyrir sig í sinum íbúðum. Fjölbýlishúsin verða þriggja hæða með sameiginlegu stigahúsi en gengið er inn í hverja íbúð af svalagangi. I fjölbýlishúsunum verða 12 íbúðir í hverju húsi, 36 ein- staklingsibúðir, 72 tveggja her- bergja og 108 þriggja herbergja ibúðir. Eyjólfur sagði að þeir í stjórn verkamannabústaðanna teldu ekki rétt að byggja 4 her- bergja íbúðir f fjölbýlishúsum og því hefði verið ákveðið að byggja raðhús, sem hentuðu fyrir stórar fjölskyldur. Gert er ráð fyrir að fyrstu íbúðirnar i 2. áfanga verði afhentar öðru hvoru megin við áramótin Framhald á bls. 28

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.