Morgunblaðið - 16.08.1977, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 16.08.1977, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGUST 1977 Frá íslandsmótinu ígolfi#sem laukíGrafarholt Fastirliðir eins og venju- lega eftirein- vígialdarinnar ÍSLANDSMÓTIÐ í golfi, sem lauk á velli GR í Grafarholti á laugardaginn, var fjölmennasta golfmót, sem haldið hefur verið hérlendis. 226 kylfingar mættu til leiks og var mikil keppni í flestum flokkanna og úrslit óráðin um hin ýmsu sæti þar til á síðasta keppnisdegi. I mestaraflokki karla varð Björgvin Þorsteinsson Islands- meistari, fastir liðir eins og venjulega sagði einhver, en Björgvin hefur sigrað á fimm síðustu Islandsmótum í golfi. Veðurguðirnir fóru ómjúkum höndum um kylfingana meðan landsmót þeirra stóð yfir. ‘Yfir- leitt var rok eða rigning og ósjald- an hvort tveggja i einu. Mótið fór þó mjög vel fram og varla hægt að segja að snuðra hafi nokkurs stað- ar hlaupið á þráðinn. Hófst mótið á þriðjudag með sveitakeppni og þá kepptu einnig öldungarnir, eða þeir kylfingar sem eru 52 ára eða eldri. Vegna hins míkla þátttöku- fjölda varð að ræsa fyrstu menn út snemma á morgnana og þannig voru t.d. fyrstu keppendur úr þriðja flokki komnir út klukkan 6 á laugardagsmorgun — áður en fyrstu hanar gólu — og inn komu þeir fyrstu með 18 holur að baki nákvæmlega klukkan 9.08 eða um það bil sem fólk almennt var að fara á fætur. Margt skemmtilegt skeði í þessu tsiandsmóti, m.a. fór Hrólf- ur Hjaltason holu í höggi á 16 braut síðasta keppnisdaginn. Verður nú vikið að keppninni í hverjum flokki fyrirsig. parinu. Enn voru þeir jafnir eftir fjórar holu, en á 5. braut fékk Ragnar tvö víti og fór brautina á 8 höggun meðan Björgvin fór á 5. Þrjú högg til Börgvins og á næstu tveimur bætti hann 2 höggum við og Ragnar þurfti nú að sækja heil 5 högg. Fæstir áttu von á að hon- um tækist það, töldu Islandsmótið búið, Björgvin Islandsmeistara. Fyrri 9 holurnar lék Björgvin á 40 höggum, Ragnar á 44. Ragnar var þó ekki á því að gefa sig og sýndi mikla keppnishörku á næstu holum. 10. braut lék Ragn- ar á 4, Björgvin á 5 og enn saxaði Ragnar á andstæðing sinn á næstu þremur holum. Fór 11. braut á 2. höggum, Björgvin á 4, á 12. tók Ragnar enn eitt högg og á 13. tók hann forystuna i keppn- inni er hann lék á 4 höggum, en Björgvin notaði 6. Var staðan nú allt í einu orðin þannig að Ragnar var kominn með eins höggs for- skot og allt gat gerzt. Björgvin setti laglega niður langt „pútt“ á 14. braut, fékk ,,birdie“ meðan Ragnar var á par- inu og staðan orðin jöfn. S:gði Ölafur Bjarki Ragnarsson faðir Ragnars og kylfusveinn hans að þetta hefði verið vendipunktur- inn í keppninni. Þessu hefðu þeir feðgar alls ekki reiknað með. Ragnar týndi síðan bolta í skurð á 15. braut, en báðir léku þeir þó brautina á 6 höggum, þar sem Björgvin „þrípúttaði". 16. holan var jöfn hjá þeim fé- lögum, en höggið sem færði Björgvin Islandsmeistaratitilinn kom á 17. brautinni. Gott teigskot hans lenti þrjá metra frá holu, meðan Ragnar lenti utan brautar 10 metra frá flöt. Björgvin lék brautina á 3, Ragnar á 4. Síðustu holu fóru báðir á4 höggum, þann- ig að seinni níu lék Ragnar á 35 höggum, en Björgvin á 39. Skor þeirra síðasta dag varð því það sama, 79 hjá báðum frekar slakt, enda gífurleg spenna í þessu „ein- vígi aldarinnar.“ Björgvin ís- EINVÍGI ALDARINNAR Fyrsta dag keppninnar í meist- araflokki karla tóku þeir forystu Svan Friðgeirsson og Atli Arason, en Björgvin Þorsteinsson og Ragnar fylgdu þó í humátt á eftir. Eftir tvo daga hafði Björgvin tek- ið forystu í keppninni, sem hann sleppti ekki eftir það, en Ragnar lét Akureyringinn sannarlega hafa fyrir hlutunum nú eins og i fyrra. Atli fylgdi þeim þó lengi vel eftir og var í þriðja sæti er kom að fjórða og siðasta degi keppninnar í meistaraflokki. Lék hann þá með Ragnari og Björgvin í „holli“ en þoldi greinilega illa spennuna, sem fylgdi þeim köppunum og áhorfendaskarann, sem rölti með þeim brautirnar 18. Hafa ekki undir 200 manns fylgst með allan timann úti á velli á laugardag, auk stórs hóps, sem fylgdist með úr skála GR, en þangað bárust upplýsingar greiðlega um gengi keppenda. Aður var minnst á Svan Frið- geirsson, en hann var i forystu eftir fyrsta dag. Þótti það góður árangur hjá þessum liðlega fimm- tuga kylfingi og fékk hann lækk- un í forgjöf fyrir frammistöðu sína fyrsta keppnisdaginn. Skaut Svan Geir syni sínum ref fyrir rass á mótinu, kom inn á einu höggi betra en sonurinn, en hvor- ugur þeirra varð þó í fremstu viglínu að þessu sinni. Eftir að leiknar höfðu verið 54 holur hafði Björgvin leikið á 227 höggum, en Ragnar á 228 högg- um. Ragnar jafnaði þann mun á annarri holu á laugardag, er hann lék á 3 höggun, en Björgvin var á — LANAÐU MER PUTTERINN ÞINN — Ragnar Ólafsson hefur greinilega áhuga á pútter Björgvins Þorsteinssonar og virðist vilja vöruskipti. BJÖRGVIN athugar púttlínuna og það sama gera þeii landsmeistari á 306 höggum, Ragnar með 307. Auk þess að vera óumdeilan- lega beztir islenzkra kylfinga eru þeir Björgvin og Ragnar miklir íþróttamenn í leik sínum. Til að mynda dæmdi Ragnar viti á sjálf- an sig þriðja keppnisdaginn fyrir að hreyfa bolta sem lá utan braut- ar. Mun boltinn hafa runnið til um nokkra sentimetra. Var eng- inn nálægur Ragnari er þetta gerðist, en hann dæmdi aukahögg á sig fyrir þetta óhapp. Björgvin hefði eflaust gert hið sama og hefur gert oftsinnis við svipuð tækifæri. Þriðji í íslandsmótinu að þessu sinni varð Sigurður Thorarenssen úr Keili á 314 höggum, en hann missti af lestinni þriðja dag keppninnar er hann lék á 84 högg- um. Varð Sigurður einnig þriðji í Islandsmótinu i fyrra, þannig að með sanni má segja að fastir liðir séu eins og venjulega hjá kylfing- um. Jafnir í 4 sæti urðu þeir Óttar Yngvason og Sveinn Sigurbergs- son, annars vegar gamall jaxl í iþróttinni, hins vegar einn af okk- ar efnilegutu kylfingum, en Sveinn er ekki nema 16 ára gam- all. Ungir kylfingar og eldri eru í bland í efstu sætum landsmótsins og er t.d. athyglisvert að sjá árangur manna eins og Óttars og Jóhanns Benediktssonar í þessu móti. Af þeim 11 kylfingum, sem fengu stig í þessu landsmóti áttu allir stærstu golfklúbbarnir sina fulltrúa, GA 1, GR 2, Keilir 3, GS 2 og Nesklúbburinn 3 menn. Gaf landsmótið alls 290 stig. ÖRUGGUR SIGUR HELGA Helgi Hólm sigraði örugglega í 1. flokki karla, en hann lék á 334 höggum. Gylfi Kristinsson, einnig GS, lék á 339 höggum. Eftir fyrsta daginn hafði Sveinbjörn Björns- son forystu, en Helgi tók síðan fyrsta sætið af honum og hélt henni til loka keppninnar. Voru 55 keppendur i 2. flokki og var það fjölmennasti flokkurinn. Komiðuppí aðverða f2. — ÞAÐ ER orðið hálfgerður vani hjá mér að verða í 2. sæti, svo vonbrigðin eru ef til vili ekki eins mikil nú og áður, sagði Ragnar Ólafsson er við ræddum við hann að landsmótinu loknu. Ragnar varð nú í 5. skipti í 2. sæti í landsmóti í golfi, nú og { fyrra í meistaraflokki, tvívegis í drengjaflokki og einu sinni í sveinaflokki, en aldrei hefur hon- um tekist að sigra á fslandsmóti. — I fyrra vann Björgvin mig með tveimur höggum, nú með einu höggi, þannig að allt virðist stefna í það að við verðum jafnir næsta ár og bráðabana þurfi til að útkljá Islandsmótið, sagði Ragn- ar. — Ég er sæmilega ánægður með skorið i mótinu, það er ekki auðvelt að leika miklu betur eins og aðstæðurnar voru. Það er þó alltaf ein og ein hola sem ekki Góðurárangur,en hefði orðið enn betri ef veð- ur hef ði verið skaplegt — Ég held að ekki verði annað sagt en þetta mót hafi farið vel fram, tfmaáætlun stóðst mjög vel, nema einn dag, en þá urðu nokkr- ar tafir vegna veðurs. Það er kom- ið gott skipulag á mót eins og þetta og meiri festa en áður. Þá er keppnisfólkið orðið agaðra en áður og veit hverjar reglurnar eru. Þannig mælti Konráð Bjarna- son, ritari Golfsambands Islands, að landsmótinu loknu. Konráð hefur haft veg og vanda af móts- stjórn á landsmótunum síðan 1971 — eða frá því að Björgvin varð fyrst íslandsmeistari í golfi á Jaðarsvellinum 1971 eftir hörku- keppni við Björgvin Hólm. Kon- ráð rifjar þá keppni upp fyrir okkur. — Einvígi Björgvins og Ragnars núna er mest spennandi úppgjör •» landsmóti í golfi síðan 1971 að Björgvin Þorsteinsson vann nafna sinn Hólm. Þegar 4 holur voru eftir þurfti Björgvin Þorsteinsson að sækja 3 högg og það tókst honum. A 18 holunni setti hann niður langt ,,pútt“ og tryggði sér umleik, sem hann síðan vann á þrióju holu. Þetta var fyrsta landsmótið sem ég stýrði. — Arið 1972 tók Loftur Ólafs- son Islandsmeistaratitilinn af Björgvini eftir mikla keppni. Björgvin missti forystuna á 15. og 16. braut, en hann hafði þangað til notað 3 höggum minna. Loftur komst höggi framfyrir og lék af öryggi síðustu 2 brautirnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.