Morgunblaðið - 16.08.1977, Side 25

Morgunblaðið - 16.08.1977, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. AGUST 1977 25 :li Forráðamenn fyrirtækja á Artúnshöfðanum: Óánægðir með vanrækslu „HÉR hefur alltaf ríkt megn óánægja með hversu borgin hefur vanrækt að vinna hér ým- is verk sem við höfum borgað fyrir og cigum því heimtingu á. En óánægjan náði hámarki nú nýverið þegar Morgunblaðið sagði í leiðara að lóðir fvrir iðnað væru dýrar í Reykjavík þar eð þær væru afhentar full- komlega frágengnar, þ.e. allar leiðslur og lagnir væru tilbún- ar og götur með varanlegu slit- lagi lagðar að lóðinni áður en lóðarhafi hæfi framkvæmdir. Staðreyndin er sú að við erum búnir að bíða eftir því í um 10 ár að götur hér séu malbikaðar, almenningsvagnaþjónustu við hverfið komi á, götur lýstar og innakstursleiðir bættar". Þetta mælti Kristmundur Sörlason, forstjóri Stálvers og formaður Ártúnshöfðasamtakanna, í spjalli við Morgunblaðið fyrir skömmu, en Mbl. hafði þá fregnað að megn óánægja rikti meðal eigenda fyrirtækja á Ártúnshöfðanum um það sem þeir vildu nefna óefndar skyld- ur Reykjavfkurborgar á iðnðar- svæðinu á höfðanum. Sagði Kristmundur óánægju þessa hafa magnazt mjög í kjölfar leiðara Morgunblaðsins, en þar var fjallað um flutning iðn- fyrirtækis frá Reykjavfk út fyr- ir bæjarmörkin og fjallað um ástæður sem að baki þeim flutningi lægju. Til að kanna sjónarmið eigenda fyrirtækja á Ártúnshöfðanum spjallaði Mbl. við nokkra aðila á höfðanum, en Kristmundur er einmitt tals- maður Artúnshöfðamanna þar sem hann er formaður félags þeirra. Kristmundur sagði að iðnaðarhverfið á Artúnshöfðan- um hefði byrjað að byggjast um og upp úr 1967 og væri nú lang- stærsta iðnaðarhverfi í höfuð- borginni. I fyrstu hefði byggðin verið nokkuð dreifð, en væri nú orðin allþétt. Væru fyrirtæki á svæðinu orðin um 120 og starfs- fólk um 3000. Sagði Kristmund- ur að strax hefði verið gengið frá svæðinu að mestu leyti, og Reykjavíkurborgar Rætt við Kristmund Sörlason f ormann Ártúnshöf ðasamtakanna Ekkert hefur verið malbikað á Artúnshöfðanum, og er þessi mynd RAX dæmigerð fyrir það. Ekki er nein götulýsing heldur. þegar hann hefði komið á höfð- ann með sitt fyrirtæki hefði að- eins átt eftir að malbika götur, allt annað hefði verið tilbúið. „Áður en þetta fyrirtæki flutti hingað urðum við að borga 1200 þúsund krónur í gatnagerðar- gjöld. Við höfum hins vegar ekki fengið neitt í staðinn fyrir þessa peninga, sem á núverandi verðlagi eru 7 milljónir. Hið sama gildir náttúrlega fyrir öll önnur fyrirtæki hér. Þau hafa öll orðið að greiða sín gatna- gerðargjöld. Skiptir sú upphæð í heildina hundruðum milljóna, en í staðinn fyrir okkar greiðsl- ur hefur borgin ekki gert neitt", sagði Kristmundur. Kristmundur sagði að auk vanefnda um lagningu varan- legs slitlags ríkti megn óánægja á höfðanum með að almenn- ingsvagnar borgarinnar þjón- uðu ekki hverfinu. „Hér vinna þúsundir manna og margir þeirra verða daglega að stofna sér í lífshættu uppi á Vestur- landsveginum, því engir vagnar koma hér niður í hverfið. Við höfum verið að hringja í starfs- menn Strætisvagna Reykjavik- ur, en þeir segjast ekki hafa yfir neinum torfærubifreiðum að ráða. Venjulegum strætis- vögnum er ekki hægt að hleypa á götur hverfisins, segja þeir“, sagði Kristmundur. Hagsmunasamtök stofnuð Kristmundur sagði að lengi vel hefðu eigendur fyrirtækja á höfðanum verið að reyna að kljást við yfirvöld upp á eigin spýtur. „Fyrir ári voru stofnuð sam- tök, Ártúnshöfðasamtökin, sem skildu hafa það að markmiði að berjast fyrir lausn þeirra vandamála sem við var að glima, og fá borgina til að sinna framkvæmdum sem borgað hafði verið fyrir“, sagði Krist- mundur. „13. apríl s.l. skrifuðu Artúnshöfðasamtökin borgar- stjóra og lögðu fyrir hann nokkrar spurningar varðandi fullnaðarfrágang á þessu hverfi. Borgarstjóri svarar bréfi þessu, og kemur þar fram að á fjárhagsáætlun Reykja- víkurborgar 1977 er ekki áætl- að að gera mikið fyrir hverfið Kristmundur Sölvason hér. í því kemur fram að heid- ur er ekki búið að ákveða nein- ar strætisvagnaferðir í hverfið, og verður fólk því að halda áfram að stofna lífi sinu í hættu uppi við Vesturlandsveginn. Þar eru engin biðskýli og verð- ur fólk að hrekjast niður brekk- una frá hinni miklu og hröðu umferð sem er um veginn þar. Samkvæmt bréfinu r ekki hægt að sjá annað en að við verðum að búa við sama ranglætið í almenningsvagnamálum fram á árið 1978“. Við spurðum Kristmund hvort ekkert væri fyHrhugað af hálfu borgarinnar nú í sumar. „Um malbikun er það að segja“, sagði Kristmundur, ,,að í sumar er gert ráð fyrir að Breiðhöfði, frá Bildshöfða að Stórhöfða verði malbikaður, Bíldshöfði á milli Breiðhöfða og Höfðabakka, og Höfðabakki frá Vesturlandsvegi að Bilds- höfða. Þetta er náttúrulega ágætis byrjun og verður að telj- ast nokkuð gott. En kveðið er á um að götulýsingin fari sam- hliða malbikuninni, og því verður ekki lýst hér upp að neinu ráði nema þær götur sem malbikaðar verða. Sá varnagli er svo sleginn fyrir þessum áætluðu framkvæmdum að ef miklar kauphækkanir verða á næstunni, þá verði þessar fram- kvæmdir allt eins skornar nið- ur.“ Engu hefur verið lofað varð- andi innakstursleiðir hverfis- ins, að sögn Kristmunds. Sagði hann þær standa hverfinu fyrir þrifum þar sem svo væru komið að langferðabilstjórar væru jafnvei farnir að neita að taka vörur í hverfinu sjálfu þvi lífs- hættulegt væri að komast inn i það og út, vegna hins mikla umferðarhraða á Vesturlands- veginum. Ekkert svar Við spurðum Kristmund að lokum hver afstaða Ártúns- Framhald á bls. 26 Hér sér niður Breiðhöfðann, aðra innkeyrsluna á Artúnshöfðann. Meðfram honum hafa Ijósastaurar verið settir upp, en hjálminn vantar á flesta og ekki er neitt malbik komið á enn, en myndin var tekin f gær. Ekki eru heldur jáanleg nein biðskýli almenningsvagna. Artúnshöfðamenn kvarta undan þvf að erfitt sé að koma bifreiðum fyrir á svæðinu þar eð borgin hafi ekki enn staðið við sfnar skyldur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.