Morgunblaðið - 16.08.1977, Side 28

Morgunblaðið - 16.08.1977, Side 28
28 MOKGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUK 16. ÁGtjST 1977 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Hellissandur Umboðsmaður óskast til að annast dreif- ingu og innheimtu fyrir Morgunblaðið. Uppl. hjá umboðsmanni í síma 6741 og afgreiðslumanni í Reykjavík, sími 10100. fWiOrjjitinMafríifo Saumastörf. Verksmiðja vor óskar eftir starfskröftum til saumastarfa. Góð vinnuaðstaða. Uppl. á staðnum. Ekki í síma. Dúkur h/f Skeifan 13. Hárskera- meistarar Ungur og reglusamur hárskeri óskar eftir að komast að sem sveinn á rakarastofu hið fyrsta, má vera úti á landi. Upplýsingar í síma 75641 eftir kl. 8 í kvöld og annað kvöld. Breskur einkaritari óskar eftir heils eða hálfs dags vinnu. Vélritunar og hraðritunarkunnátta. Með- mæli. Getur eingöngu talað ensku. Tilboð sendist Mbl. fyrir 23. ágúst merkt: E—4342. Heilsuverndar stöð Reykjavíkur óskar að ráða: Hjúkrunarfræðinga við heilsugæzlu í skólum (m.a. Breiðholt) og í heimahjúkrun. Ljósmóður við mæðradeild. Upplýsingar gefur hjúkrunarfram- kvæmdastjóri. Kennarar Kennara vantar að Víghólaskóla í Kópa- vogi, kennslugreinar: Enska og danska. Einnig vantar kennara í hálft starf handa 6 — 7 ára börnum í Digranesskóla. Upplýsingar hjá viðkomandi skólastjórum og í skólaskrifstofunni að Digranesvegi 10, sími: 41863. Skó/afu/ltrúinn. Stærðfræði- kennara vantar að Grunnskóla Siglufjarðar 7 — 9 bekk og framhaldsdeild. Húsnæði er fyrir hendi. Upplýsingar veitir skólastjóri í síma 96- 71310 og 96-71321 og formaður skóla- nefndar í síma 96-71 485. Skólanefndin Siglufirði. Sundlaugar Við óskum eftir að komast í samband við fyrirtæki sem vill taka að sér dreifingu á vörum okkar á íslandi. Pah/ens Fabriken AB, Bos 507, 19400 Upp/ands Vásby, Sverige, sími 0760—84155. Maður óskast til starfa á smurstöð. Upplýsingar á staðnum. Smurstöðin Laugavegi 180. Matsveinar Viljum ráða matsveina nú þegar eða eftir samkomulagi. Upplýsingar veita yfirmatreiðslumaður og hótelstjóri. Skrifstofustarf Starfskraftur óskast til símavörslu og al- hliða skrifstofustarfa. Góð laun. Uppl. um fyrri störf sendist Mbl. fyrir 24. þ.m. merkt: „Skrifstofustarf — 4343". Heimilishjálp óskast í London Fæði og húsnæði gegn heimilishjálp hjá íslenzkri fjölskyldu í London. Tilvalið fyrir námsmanneskju. Upplýsingar í síma 75884. Flugvirkjar ARNARFLUG óskar að ráða 2 — 3 flugvirkja sem fyrst. Upplýsingar veittar á skrifstofu félagsins Síðumúla 34 Reykjavík sími 82122. Starfskraftur óskast til starfa við matreiðslu, á hóteli úti á landi, og til að sjá um hótelrekstur í afleysingum. Þarf að vera ábyggilegur og reglusamur. Upplýsingar'síma 26899. Skrifstofustarf með húsnæði í boði Stórt iðnfyrirtæki á norðurlandi óskar eftir að ráða starfskraft til skrifstofustarfa. Starfið felst aðallega í bélritun, skýrslu- gerð, símavörslu, færslu á bókhaldsvél o.fl. Góð vélritunar- og enskukunnátta æski- leg, auk reynslu í skrifstofustörfum. Húsnæði í boði. Með umsókn verður farið sem trúnaðarmál. Tilboð sendist til Mbl. merkt: „M — 6805". — Mataræði og krans- æðasjúkdómar Framhald af bls. 14 að áhættuþáttum, heldur yrði einnig að veita þessum ein- staklingum ráðgjöf. Ef sú ráðgjöf ætti að vera einstaklingsbundin, þá er hætt við, að slíkt krefðist svo mikils heilsugæzluiiðs og yrði svo kostnaðarsamt, að það kæmi niður á öðrum og engu síður nauðsynlegum þáttum heilsu- gæzlunnar. Því er af flestum álitið að eina framkvæmanlega ráðið til þess að ná til þessa stóra hóps sé með almennum heilsugæzluráð- leggingum og helzt þyrftu slíkar ráðleggingar að komast til skila á skólaaldri áður en skaðinn er skeður. Einn liöurinn af mörgum í sjíkum ráðleggingum til aimenn- ings er ráðgjöf um mataræðis- venjur, sem stuðla að lækkuðu kólesteróli í blóði. Kaðgjafanefnd- ir a.m.k. 7 vestrænna þjóða um þessi mál hafa talið rökin fyrir siíkri matarráðgjöf til almennings nægilega sterka og hafa gefið út ráðleggingar þaraðlútandi til al- mennings og yfirvalda. Höfum við efni á að standa aðgerðalaus og horfa á? Það mætti líkja slíkri matarráðgjöf við notkun sætis- belta til að draga úr afleiðingum bifreiðaslysa. Einungis fáir af öll- um fjöldanum, sem notar þau, lenda i umferðarslysum. Samt er það svo, að notkun þeirra er nú orðin almenn og þykir sjálfsögð. Skynsamlegt mataræði kemur heldur ekki til með að hjálpa nema hluta þess hóps, sem þess neytir. Hvaða einstaklingum það kemur til með að hjálpa er erfitt að spá fyrír um, þar sem krans- æðasjúkdómar leggjast aðeins á suma einstaklinga, en láta aðra einstaklinga í friði, jafnvel þótt þeir hafi svipaða áhættuþætti. Þessar æskilegu matarráðlegging- ar til almennings verða ekki frek- ar raktar hér að sinni (reyndar hafa aðrir rakið þær að nokkru leyti hér í Mbl. fyrr), en ég vildi taka fram, að hér er ekki verið að ráðleggja neitt „sjúkrafæði", heldur aðeins skynsamlega hóf- semi í neyzlu mettaðrar fitu og að forðast ofát hvérs konar. Til þess að auðvelda slíka hófsemi í matar- æði þyrftu landbúnaðurinn og stjórnvöld að koma til móts við neytenúur og stuðla að fram- leiðslu búvöru, sem samrýmdist bezt slíku hollustufæði. En jafn- framt þyrfti að stuðla að aukinni neyzlu sjávarafurða, sem of langt yrði að ræða um hér. Afurðir þessa lands eru vissulega slíkar, að með skynsamlegri nýtingu þeirra gæti íslenzkt mataræði ver- ið með því kjarnmesta og hollasta sem býðst. — Óeirðir Framhald af bls. 38 séu óhjákvæmilegur fylgikvilli frelsisins. Innanríkisráðherrann brezki, Melvin Rees, hefur ekki viljaðtjá sig um aðgerðirnar að öðru leyti en því, að hann styðji stefnu lög- reglunnar I þessu máli. Koger Godsiff, borgarstjóri I Lewisham, hefur á hinn bóginn ráðizt harka- lega að yfirmanni lögreglunnar fyrir meðhöndlunina á þessu máli, og segir að hann hljóti einn að bera ábyrgðina á því hvernig fór. — Verkamanna- bústaðir Framhald af bls. 16 1978—’79 og kostnaður við framkvæmdirnar er lauslega áætlaður 2.5 milljarðar króna. Borgarstjóri sagði í ávarpi stnu að mjög gott samstarf hefði verið milli borgarstjórnar og stjórnar verkamannabústað- anna en það hefði einkum verið með þrennum hætti. Borgin hefði veitt þeim lóðir og árlega legði borgin fram töluvert fé til þessara framkvæmda en í fjár- hagsáætlun þessa árs væri gert ráð fyrir að 150 milljónum yrði varið til smíðar verkamannabú- staða og það gæti hækkað eitt- hvað með hækkun byggingar- vísitölu. Þá hefði borgin haft íhlutunarrétt við ráðstöfun á hluta af íbúðunum. I fyrsta áfanga hefði þetta verið 10% af íbúðunum og hefði sú aðferð reynzt vel. Þannig væri hægt að leysa vanda fólks, sem búið hefði í leiguhúsnæði hjá borg- inni eða í húsnæði, sem þyrfti að rýma vegna annarra bygg- inga. Að lokum ítrekaði borgar- stjóri heillaóskir sínar og sagð- ist vonast til að framkvæmdir við þann áfanga, sem nú væri að fara af stað, gengju eins vel og við fyrsta áfangann. AlJOI.VsiNOASIMINN ER: ^22480 J IWorDtmblníiib

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.