Morgunblaðið - 16.08.1977, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. AGUST 1977
t
Móðtr okkar. tengdamóðir og amma
KRISTÍN SVEINBJÖRNSDÓTTIR
húsfreyja,
Hrafnabjörgum, AmarfirBi
andaðist i Borgarspitalanum iaugardag 13 þessa mánaðar
Systkinin frá Hrafnabjörgum
og aðrir vandamenn.
t Dóttlr mln og móðir okkar.
MARGRÉT BJARNADÓTTIR.
tés' 1 Landspltalanum föstudaginn 12 ágúst
Salóme Jónsdóttir Dúa Björnsdóttir
Herdls Bjömsdóttir Bima Bjömsdóttir
Edda Bragadóttir
t
Konan mín
GUÐRÚN SVEINSDÓTTIR
I Eyhildarholti,
andaðist að heimili okkar laugardaginn 1 3. þ m
Gísli Magnússon.
t
Útför eiginmanns mins og föður okkar
HJARTAR HALLDÓRSSONAR
f.v. menntaskólakennara,
ferframfrá Fossvogskirkju miðvikudaginn 1 7 ágúst kl 10:30.
Unnur Ámadóttir og synir.
t
Jaðarför sonar okkar, unnusta, föður og bróðurs
ÍVARSANDRÉSSONAR
vélstjóra,
Hvassaleiti 33
fer fram frá Háteigskirkju miðvikudaginn 1 7 ágúst kl 3
Ellen og Andrós Guðjónsson
Gunnþóra Jónsdóttir,
Andrés ívarsson,
Jens Andrésson,
Grímur Andrésson.
t
Faðir okkar, stjúpfaðir. tengdafaðír og afi
JÓN GRÍMSSON
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 16 ágúst kl
13 30e h
Blóm vinsamlegast afþökkuð. en þeir sem vildu minnast hans vinsam-
lega láti DAS njóta þess
Vigdis Ó. Jónsdóttir, Friðvin Þorbjömsson
Stefán G. Jónsson, Þorbjörg Hannesdóttir
Bragijónsson Ásta Hartmannsdóttir,
Unnur Jónsdóttir LogiJónsson
Aðalheiður Tryggvadóttir og bamaböm.
Lokað
vegna jarðarfarar
JÓNS GRÍMSSONAR
frá kl. 1 2—3 í dag.
Ásbjöm Ólafsson hf.
Borgartúni 33.
Einar Sveinsson járn-
smíðameistari—Minning
I dag veröur borinn til grafar í
Fossvogskirkjugaröi Einar
Sveinsson, járnsmiðameistari frá
Seyöisfirði. Hann lézt þar á
sjúkrahúsinu laugardaginn 6.
ágúst eftir stutta legu en hafði
áður dvalið um hríð á Borgar-
sjúkrahúsinu og verið skorinn
þar upp vegna illkynjaðrar mein-
semdar.
Einar var fæddur í Skaftárdal á
Síðu 22. mai 1903, sonur hjónanna
þar, Margrétar Einarsdóttur og
Sveins Steingrímssonar. Ekki er
mér kunnugt um ættir þeirra
hjóna, nema hvað ég veit að hinn
kunni læknir, fræðimaður og
ferðagarpur Sveinn Pálsson var
einn af forfeðrum hans í föður-
ætt. Og mátti af ýmsu marka að
Einari kippti í kyn þessa frænda
síns eins og síðar verður að vikið.
Einar, elztur níu systkina, ólst
upp með foreldrum sínum, fyrst i
Skáfárdal og síðan í Langholti i
Meðallandi þar sem fólk hans býr
enn.
Um seytján ára aldur hóf hann
sjóróðra, svo sem venja var, ekki
sízt tápmikilla ungiinga frá barn-
mörgum heimilum, og reri frá
Höfnum á Suðurnesjum. Harðsótt
hefur það verið fyrir unglinga að
fara fótgangandi alla þessa leið,
frá Meðallandi og til Suðurnesja,
eins og Einar varð að gjöra fyrstu
sjómennskuár sín og kunni hann
að segja frá miklum slarkferðum í
því sambandi.
í kringum 1930 hóf hann járn-
smiðanám hjá Einari Magnússyni
vélsmið í Vestmannaeyjum og
vann svo við smiðju hans að námi
loknu. Alls dvaldi hann tiu ár í
Vestmannaeyjum. Einar bar mik-
ið lof á þennan meistara sinn og
batt ævitryggðum við fólk hans
allt.
Þessí meistari Einars Sveins-
sonar lézt af slysförum á voveif-
legan hátt svo að segja fast við
hlið hans og ætla ég að sá atburð-
ur hafi haft varanleg áhrif á Ein-
ar alla tíð síðan, meðal annars í
því að hann festi ekki yndi í Eyj-
um eftir það.
Eftir Vestmannaeyjadvölina
fluttist hann til Reykjavikur og
kom sér þar upp eigin vélsmiðju
og varð skjótt eftirsóttur til
vandasamrar járnsmíði.
Þegar svo hinn víðkunni hug-
vits- og athafnamaður, Gisli Hall-
dórsson vélaverkfræðingur, stofn-
ar Vélsmiðjuna Jötunn 1942, lét
Einar undan þrábeiðni hans og
réði sig til starfa í hinni full-
komnu verksmiðju, þar voru líka
verkfæri sem Einari var hugleik-
ið að handleika. Gísli var Skaft-
fellingur að ætt og þekkti orð-
sporið sem fór af þessum samsýsl-
ung, ef um vandasama járnsmiði
var að ræða.
Heimili sitt stofnaði Einar hinn
6. júní 1942, er hann gekk að eiga
Þórunni Sigurþórsdóttur mat-
sveins Sigurðssonar og Ingibjarg-
ar Halldórsdóttur frá Stokkseyri
af hinnu kunnu Bergsætt.
Þórunn var kona glæsileg eins
og hún átti kyn til og vel mennt-
uð. Sambúð þeirra varð skamm-
vinn því Þórunn deyr fjórum ár-
um síðar, í maí 1946. Eina dóttur
höfðu þau Þórunn og Einar eign-
azt, fæddist hún I maí 1943 og var
þessi litla stúlka nefnd Ingibjörg
eftir ömmu sinni.
Eftir missi konu sinnar fer að
losna um Einar í Reykjavík og
flyzt hann þá með dóttur sinni í
Eiða til Sigrúnar mágkonu sinnar
og Þórarins Þórarinssonar skóla-
stjóra þar, var þetta árið 1946.
Dvaldi Einar á Eiðum með dóttur
sinni næstu ellefu árin á heimili
skólastjórahjónanna. Ólst dóttirin
þar upp sem eitt af börnum þeirra
allt til þess að hún stofnaði sitt
eigið heimili.
Á Eiðum starfaði Einar að véla-
og eldstæðagæzlu, meðal annars
gætti hann rafstöðvar skólans.
Eitt árið er hann dvaldi á Eiðum
annaðist hann verknámskennslu í
skólanum. A Eiðum reyndist Ein-
ar sá „allt mulig mand“ sem slika
staði dreymir um, vegna hins
mikla viðhalds á vélum, húsum og
munum sem fylgir jafnan heima-
vistaskólum með viðhaldsfé af
skornum skammti.
Þótt störf Einars á Eiðum væru
hin margvislegustu voru fæst af
þeim innan verkahrings vélsmiðs
þar sem verklægni Einars naut
sín bezt og því er það að hann
ræðst til Vélsmiðju Seyðisfjarðar
1957 og vann þar á meðan hann
hafói heilsu til og þó öllu lengur,
en hann kvaldist um árabil af
illartaðri gigt, sem hann harkaði
þó svo af sér að furðu gegndi.
Mætti Einar Sveinsson nú
mæla, myndi hann að leiðarlokum
færa Stefáni Jóhannssyni, for-
stjóra vélsmiðjunnar, og vinnufél-
ögum slnum innilegar þakkir
fyrir samveru og samstarf, svo
mjög sem hann lét af því í mín
eyru.
Eftir að Ingibjörg, dóttir
Einars, giftist til Seyðisfjarðar,
en maður hennar er Jóhann Grét-
ar Einarsson ritsímavarðstjóri,
átti hann hjá þeim athvarf og
naut þar heimilisyndis. Dóttir
hans sýndi honum frábæra um-
hyggju, Jóhann Grétar reyndist
honum einstakur tengdasonur og
dætur þeirra þrjár urðu honu
mikill yndisauki.
Hér að framan hefur verið rak-
in hin ytri lífssaga Einars Sveins-
sonar þóttt stiklað hafi verið á
stóru. Erfiðara er um vik. með
hina innri sögu, þar veit hugur
einn hvað hjarta er næst og allar
ályktanir hljóta þvi að vera
dregnar af viðmóti og kynningu
við þann sem eftir er mælt, og því
með ýmsu móti eftir því hver
mælir og hver samskiptin hafa
verið. Hygg ég þó, að allir sem
Einar þekktu muni ljúka upp um
það einum munni að drengslund
og trúmennska I starfi hafi ein-
kennt dagfar hans allt, að
ógleymdri húsbóndahollustunni,
ef manni leyfist enn að nota þetta
gamla lofsyrði. Já, ég sagði „leyf-
ist“ því áður en varir kunna göm-
ul íslenzk orð, þó til'lofs séu sögð,
aó varða við lög, ef þau minna á
yfirmenn og undirgefna.
Einar var sérlega verkhagur
maður og var það með ólíkindum
hversu þrautseigur hann var að
dytta svo að gömlum hlutum að
þeir urð.u nothæfir á ný. Þessi,
núorðið , sjaidgæfi hæfileiki olli
því sjálfsagt að hann átti jafnan
erfitt með að varpa á glæ nokkr-
um þeim hlut eða vélarhluta sem
hugsanlega mætti gera nothæfan
á ný eða nýta til viðgerðar á öðr-
um hlutum.
Nýtnin var á sínum tíma þjóðar-
dyggð og stuðlaði meðal annars að
Islendingum tókst að brjótast úr
fátækt til bjargálna.
Mörgum eldri manninum sem
enn man þessa tíma endist ekki
ævin til að átta sig á gerbreyttum
viðhorfum allsnægta þjóðfélags-
ins þar sem hagþróunin virðist
byggjast á þvi að nýjir hlutir
verði sem fyrst að rusli svo hægt
sé að kaupa nýja.
Þrátt fyrir takmarkaða skóla-
göngu, var Einar býsna fróður á
ýmsum sviðum og víðlesinn, enda
eðlisgreindur. Einkum var það þó
I þeim greinum er snertu starf
hans sem járnsmiðs eðlis- og efna-
fræði. Aðrar áhugagreinar hans
voru á sviði landafræði og hvers
konar náttúruskoðunar. Hann
hafði og mikinn áhuga á að ferð-
ast um ókunnar slóðir og til
marks um þann áhuga hafði hann
mælzt til þess við kunningja er
heimsóttu hann á sjúkrahúsið
syðra í sumar, að fá að verða þeim
samferða yfir hálendið, er hann
kæmi á fætur, en þessir kunningj-
ar hans höfðu þá sagt honum að
slik ferð stæði til innan tiðar.
Eins og fyrr sagði, er ekki ólíklegt
að Einar hafi sótt þennan áhuga
til Sveins Pálssonar læknis, for-
föður sins. Þá hafði hann mikið
yndi af veðurfræði, sem hann
lagði mikla rækt við að afla sér
sem fyllstra upplýsinga um, bæði
af bókum og máli gamalla manna,
jafnvel hindurvitnum, sem,
reynslan hefir sýnt að oft hafa
sannleik að geyma.
Þá var Einar fróður um við-
burði nútima sögu og hafði á þeim
sinar skýringar sem ekki fóru
alltaf saman við þær viður-
kenndu.
Við, sem Einari Sveinssyni
urðu samferða á lífsleiðinni um
lengri eða skemmri tíma, minn-
umst hans sem sérstæðs manns.
Lengi fram eftir árum var hann
gallhraustur og hinn gjörvilegasti
maður að vallarsýn með kynborið
andlitsfar. Þegar liða tók á ævi
hans fór gigtin að ásækja hann og
gerði hann að lokum að stafkarli
þótt hann sjálfur væri bjartsýnn á
bata, ekki sízt eftir dvöl á Heilsu-
hælinu i Hveragerði, en þangað
leitaði hann árlega hin síðari ár.
Þótt við sem með honum höfum
ekki alltaf getað verið honum
sammála, er ég þess fullviss að öll
höfum við ýmsilegt af honum
lært. Trúmennska hans og heiðar-
leiki urðu öllum ljós þegar í upp-
hafi kynningar og vart veit ég
aðra mannkosti sem íslenzka þjóð
vanhagar meira um í dag, á
greftrunardegi þessa ágæta og
eftirminnanlega Skaftfellings.
Um leið og við þökkum honum
samfylgdina og allt það sem hann
fyrir okkur gerði og vildi gera,
biðjum við honum belssunar guðs
á þeim nýju og ókunnu stigum
sem hann nú fer i stað þeirra er
hugur hans stóð til að fara, yfir
hálendi Islands.
Blessuð sé minning hans.
Þórarinn Þórarinsson
frá Eiðum
Birting
afmælis-
og minning-
argreina
ATHYGLI skal vakin á þvl,
afmælis- og minningargreinai'
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig verð-
ur grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast 1 sfð-
asta lagi fyrir hádegi á mánu-
dag og hliðstætt með greinar
aðra daga. Greinar mega ekki
vera í sendibréfsformi eða
bundnu máli. Þær þurfa að
vera vélritaðar og með góðu
lfnubili.
EF ÞAÐ ER
FRÉTTNÆMT
ÞÁ ER ÞAÐ í
MORGUNBLAÐINU
U (iLVSINíi \
SÍ.MINN KK:
22480