Morgunblaðið - 16.08.1977, Side 31

Morgunblaðið - 16.08.1977, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. AGUST 1977 31 JÓN GRÍMSSON — KVEÐJUORÐ F. 12. 7 1892 D. 5. 8. 1977. I dag kveðjum við, starfsfólk Asbjarnar Olafssonar ásamt Dag- björtu Eyjólfsdóttur og Asbinri Ölafssyni kæran vin og félaga, Jón Grimsson, hinztu kveðju, og þökkum honum ánægjulega og ólgeymanlega samfylgd liðinna ára. Jón fæddist 12. júlí 1892 að Vatnsnesi við Keflavík. Foreldra sína missti hann um 10 ára aldur, og fór þá að Höfnum á Skaga, þar sem hann mun hafa dvalið til ársins 1910 og unnið að þeirrar tiðar sveitastörfum. Þaðan flyzt hann svo til Reykja- víkur og átti heimili fyrst í stað hjá Ólafi Asbjarnarsyni og konu hans. Um það leyti byrjar hann að stunda sjómennsku á togurum, fyrst sem háseti, síðar aðallega sem matsveinn, en í því starfi var hann um 30 ára skeið eða vel það. A því tímabili verða tvær heim- styrjaldir, með öllum þeim voða er þeim fylgdu á hafinu og kunn- ari eru en frá þurfi að segja. Arið 1921 giftist hann Lilju Brandsdóttur; börn þeirra urðu átta, auk einnar stjúpdóttur er var Jóni mjög kær. Eitt stúlku- barn misstu þau i æsku og ekkju- maður verður Jón 1959. Eftir lát Lilju hélt Jóhanna dóttir hans honum og bróður sínum Loga heimili, allt þar til hún lézt árið 1973, langt um aldur fram. Sonur Jóns, Sigurður, lézt af völdum slyss 1972. A þessu sést að áföllin i lifi hans voru bæði stór og þung, en hann lét eigV bugast, og bar ekki sorgir sinar á torg. Eftir að Jón hætti sjómennsku, vann hann í fyrstu í ullarverk- smiðjunni „Framtíðin", einnig um tima hjá Kristjáni Siggeirs- syni, en eftir það hjá Asbirni Ólafssyni frá árinu 1963, og þar til að hann gerðist vistmaður á Hrafnistu. Við minnumst með söknuði hins siglaða og fjörmikla manns, sem sífellt gat komið öllum i návist sinni í gott skap, með frá- sagnarsnilld sinni og dillandi hlátri, sem eigi átti sinn lika. Við minnumst einnig hins trygga vinar, sem stöðugt var fús að rétta vinum sínum hjálpar- hönd, hvar sem hann vissi þess þörf. Nú þegar hann er horfinn sjón- um okkar, blessum við minningu hans og vottum af heilum hug samúð ástvinum hans öllum. Vinir, Borgartúni 33 María Agtístsdótt- ir—Minningarorö Þann 10. júlí mættum við, sem vel þekktum Maríu Agústsdóttur, þeirri stóru staðreynd, að hún var ekki lengur meðal okkar, í okkar daglega lifi. María Agústsdóttir lézt að heimili sínu Vesturgötu 150 á Akranesi, aðfaranótt hins 10. júlí aðeins 47 ára gömul. Maria Agústsdóttir var dóttir hjónanna Agústs Halldórssonar trésmiðameistara á Sólmundar- höfða við Akranes og eftirlifandi konu hans, Ingibjargar Ingólfs- dóttur, sem bæði voru ættuð úr Húnavatnssýslu. Ég ætla ekki að rekja ættir Maríu heitinnar, því það munu mér kunnugri menn gera, en mig langar aðeins i ör- fáum orðum, að gefa mynd af þessari indælu konu, sem var um margt að minum dómi fyrirmynd annarra kvenna. María eða Mæja eins og við köll- uðum hana, bjó yfir sterkri rétt- lætiskennd, var umburðarlynd og þrautseig í öllu sínu daglega lífi. Hennar takmark i lifinu var að láta allsstaðar gott af sér leiða, gera öllum til geðs, hugsa fyrst um aðra, en sjálfa sig. Þetta kom ekki aðeins fram á heimili henn- ar, heldur einnig I öllum sam- skiptum hennar við annað fólk. Einn var þó sá eiginleiki i fari Mæju, sem ég mat hvað mest en það var fórnarlundin. Engan veit ég hafa farið bónleiðan til búðar hennar, hún vildi hvers manns vanda leysa, svo fremi það væri á hennar valdi. Mæja var mjög elsk að heimili sínu og var það hennar stærsti gimsteinn. Hún var rausnarleg heim að sækja og gest- risin svo af bar og var þvi mjög gestkvæmt á heimili hennar. Mæja gekk ekki heil til skógar síðustu tiu ár ævi sinnar, hún fékk hjartaáfall 1967, sem hún náði sér aldrei að fullu af og varð henni að lokum að aldurtila. Siðastliðin tíu ár eru mér að mörgu minnisstæð af kynnum minum við Mæju, því í mótlæti skal manninn reyna. Oft hlýtur hún að hafa átt erfitt, þó aldrei heyrði ég hana kvarta, þvi á þessu stóra gestkvæma heimili hlýtur hún að hafa þurft að leggja hart að sér, þreytt og sjúk, að vera glöð og umburðarlynd öllum þeim sem til hennar leituðu. Mér er minnis- stætt síðasta skiptið sem ég átti tal við Mæju. Þá var hún áhyggju- full vegna sjúkrar systur sinnar og móður sem dvelur á Sjúkra- húsi Akraness, en móður sinni sýndi hún fádæma ummhyggju, heimsótti hana hvenær sem tæki- færi var til, oft við erfiðar aðstæð- ur, en móðir hennar hefur dvalið á sjúkrahúsi s.l. 7 ár. Þetta var umræðuefnið, ekki orð um henn- ar erfiðleika eða sjúkdóm, heldur erfiðleika annarra, þó mátti lesa i hverjum drætti andlits hennar vanliðan og þreytu sjúkdóms hennar. Þennig var geð þessarar konu og þannig var lif þessarar konu, hugsa fyrr um aðra en síðan sig. Þessi fátæklegu orð eru af van- efnum sögð, þvi saga þessarar konu er stærri og meiri en hægt er að segja i stuttri minningar- grein. Eg vil votta eiginmanni hennar Arnóri Ólafssyni, og börn- um þeirra 5, barnabörnum og öðr- um þeim, sem um sárt eiga að binda við fráfall Mariu Agústs- dóttur mina dýpstu samúð, en vil minna á að þeim var mikið gefið að eiga þessa góðu konu og móður að lífsförunaut. Vinur- Sérverslun með listræna húsmuni Borgartuni 29 Sími 20640 Nú er nýkomin sending af húsgögnum fráCasinaá Ítalíu. Glæsileg sófa- og borðstofusett ásamt fjölda annarra hluta til heimilisnota. Vörur heimsþekktra hönnuða svo sem Mario Bellini, Le Corbusier, Vico Magistretti, Macintosh og Tobia Scarpa sameina notagildi og fallegt útlit. Verslunin Casa er sýningarsalur sígildrar hönnunar í stóru og smáu, ersnýrað húsgögnum og nytjahlutum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.