Morgunblaðið - 16.08.1977, Side 40
SKAUTUNNUSTU /
SÍNA TIL BANA
Mikill reykjarmökkur stóð upp úr Geysishúsinu vií AðaIstrætí I gssrkvöldi þegar slökkviliSiB kom á vettvang, en
skömmu áður hafði mikil reyksprenging or8i8 I húsinu. Miklar skemmdir ur8u af vatni og reyk. Ljósmynd Mbl.
Emilia
VIÐ stórbruna lá í Reykjavik i
gærkvöldi er eldur kom upp í
verzluninni Geysi i Aðalstræti,
öðru elzta verzlunarhúsnæði i
borginni. Miklar skemmdir urðu
á þeim hluta hússins, þar sem
vefnaðarvörudeild Geysis er, önn-
ur hæð og ris hússins urðu eldin-
um að bráð og miklar skemmdir á
verzlunarhúsnæði á fyrstu hæð af
völdum vatns og reyks. Upptök
eldsins munu vera þau að unnið
var við að leggja pappa á syllu
fyrir ofan verzlunarhæðina og
hefur eldur úr gaslampa, sem til
þessa var notaður, komizt i ein-
angrun í vegg og valdið reyk-
sprengingu.
Slökkviliðið var kallað á vett-
vang klukkan 20.30 en vaktmaður
Geysis varð eldsins var skömmu
eftir að hann kom til starfa kl. 20.
Er hann kom upp á aðra hæð
hússins kom reykjarmökkur á
móti honum. Sjónarvottur, sem
fyrir utan stóð, sagði að þakið
Framhald á bls. 26
Hafsteinn Björns-
son miðill látinn
HAFSTEINN Björnsson miðill,
varð bráðkvaddur um miðjan dag
f gær, þar sem hann var við hey-
skap í Hafnarfirði. Hafsteinn var
rétt tæplega 63 ja ára að aldri.
Hafsteinn fæddist 30. október
Lögreglumaður á harðahlaupum
með eina Geysisgfnuna úr elds-
voðanum. Ljósmynd Mbl. Frið-
þjófur.
Er í betra jafnvægi
og við betri heilsu
— segir Spassky og telur það ástæðuna fyrir árangri sínum
„ ÉG tel að ég eigi bættri heilsu
minni það að þakka, sem mér
hefur tekizt til þessa", sag8i Boris
Spassky I samtali vi8 Mbl. I gær,
er hann svaraSi spurningu um
þa8. hverju hann þakkaSi árangur-
inn I einvlginu viS Portisch. Ekki
vildi Spassky spá neinu um úrslit-
in. „Ég stefni a8 þvi a8 Ijúka
þessu einvigi á sómasamlegan
hátt", var þa8 eina, sem hann
vildi segja um framtlSina.
Spassky sagði, að álagið væri nú
orðið gífurlega mikið i þessu mara-
þoneinvlgi og því væri það fyrst og
fremst spurningin um úthald kepp-
enda. sem gæti svarað þvl, hvor
færi með sigur af hólmi. „Ég held
mér við með tennis". sagði Spassky.
„en ég er dauðþreyttur eftir hverja
skák. Ef til vill er Portisch orðinn
þreyttari en ég".
Þegar Mbl spurði Spassky hvort
hann væri ánægður með talf-
mennsku sina I einviginu, svaraði
hann „Ég veit ekki hvað segja skal.
Ef til vill hefur mér tekizt betur
upp hér I Genf en I einvlginu við
Hort I Reykjavlk Að minnsta kosti
hefur sjálfstraust mitt vaxið og það
kann að hafa sitt að segja"
Mbl. spurði Spassky þvi næst,
hvort mikil reynsla hans af einvigj-
um hefði komið honum að sérstök-
um notum. „Það held ég ekki",
svaraði Spassky „Slik reynsla er
ekki einhlit eins og sjá má af þvl, að
Framhald á bls. 26
1914 að Syðri-Hofdölum i Við-
víkurhreppi i Skagafirði, og voru
foreldrar hans Björn Skúlason,
bóndi þar og kona hans Ingibjörg
Jósafatsdóttir. Liðlega tvítugur
réðst hann til starfa hjá Eski-
hlíðarbúinu í Reykjavík, og komst
upp úr því í kynni við Einar Kvar-
an, rithöfund, sem hvatti hann
mjög til að rækta miðilsgáfuna, er
snemma hafði tekið að bera á hjá
Hafsteini. Hafsteinn var því mið-
ill í Reykjavík í liðlega 40 ár, og
varð mjög nafnkunnur á þvi sviði.
Má meðal annars geta þess að
Framhald á bls. 26
Hafsteinn Björnsson.
TUTTUGU og tveggja ára
Reykvíkingur skaut jafn-
aldra unnustu sína til bana
f gær og særði sjálfan sig.
Hann var fluttur á slysa-
deild Borgarspítalans og
þaðan f gjörgæzlu, en var í
gærkvöldi ekki talinn í
lífshættu. Maðurinn viður-
kenndi verknaðinn við
frumyfirheyrslu á gjör-
gæzludeildinni í gærkvöldi
og hvaðst hafa ætlað að
stytta sér aldur á eftir, en
að sögn rannsóknarlög-
reglu ríkisins hafði hann
ekki þá skýrt frá aðdrag-
andanum að verknaðinum.
Vopnið, sem maðurinn not-
aði, var rússneskur riffill,
22 kaliber, með sex skota
„magasfni".
Það var laust eftir klukkan
17:30 í gær, að fólk, sem átti leið
að Rauðhólum kom að kyrrstæð-
um bfl f fyrsta hliðinu að Rauð-
hólasvæðinu frá Suðurlandsvegi.
Snéri bfllinn að Suðurlandsvegin-
um. Fólkið fór að athuga málið og
talaði við ökumanninn, sem
kvaðst hafa skotið sig, og sagðist
hann ekki hafa treyst sér til að
keyra bflinn lengra. Hann var
með fullri rænu að þvf er bezt
varð séð. Strax kom þarna að ann-
Eldsvoði í verzluninni Geysi í gær:
ar bfll og sá þriðji, en ökumaður
hans fór og lét lögregluna f Ar-
bæjarhverfi vita, en fólkið úr hin-
um bflunum fór að aðstoða öku-
mann kyrrstæða bflsins og stúlku,
sem var f sætinu við hlið hans, en
hún virtist látin. Lögregla og
sjúkraliðar komu svo á staðinn og
var þá staðfest að stúlkan væri
látin, en pilturinn var fluttur á
slysadeild, sem fyrr segir.
Þegar rannsóknarlögregla rfk-
isins kom á vettvang var búið að
flytja manninn og Ifk stúlkunnar
á burt. Að utan bar bfllinn engin
skotmerki, en að sögn rann-
sóknarlögreglu rfkisins f gær-
kvöldi var þá ekki búið að kanna,
hvort ummerki um skot væru inni
f bílnum.
Að beiðni rannsóknarlögreglu
rfkisins er ekki skýrt frá nöfnum
viðkomandi né bflsins nánar get-
ið, en hann var eign mannsins og
á erlendum númerum, en líkur
benda til að maðurinn hafi komið
til landsins að utan á laugardag-
inn. Að sögn rannsóknarlögreglu
rfkisins var f gærkvöldi ekki ijóst
um ferðir bflsins innan Rauðhóla-
svæðisins, né heldur áður en
þangað var komið, og heldur ekki
Ijóst hvort verknaðurinn var
framinn þar eða annars staðar.
Konan, sem lézt, hafði hlotið
nokkur skotsár, en ekki fengust f
gærkvöldi nánari fregnir af þvf,
hversu mörgum skotum maður-
inn hafði skotið að henni, né
hvar. Sjálfan sig skaut maðurinn
hins vegar f brjóstið vinstra meg-
in neðarlega og gekk kúlan f gegn
um hann án þess að særa hann
Iffshættuiega. Rannsóknarlög-
regla rfkisins neitaði í gærkvöldi
að skýra frá því, hvort einhver
skot hefðu verið í rifflinum, þeg-
ar hann var tekinn úr bflnum.
Þessa mynd af rifflinum tók ljós-
myndari Mbl. Friðþjófur á tækni-
deild rannsóknarlögreglu ríkisins
í gærkvöldi.
Miklar skemmdir
eftir vatnselg og