Morgunblaðið - 20.09.1977, Page 11

Morgunblaðið - 20.09.1977, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 1977 11 Sjálfstæðisflokkurinn á Vestfjörðum: Árangur í byggðamálum hvatning til frekari sóknar Morgunblaðinu hefur borizt eftirfarandi Stjórnmálaályktun aðalfundar Kjördæmisráðs Sjálf- stæðisflokksins í Vestfjarðakjör- dæmi: Aðalfundur Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Vestfjarð- arkjördæmi, haldinn 4. septem- ber 1977 í Hnífsdal. fagnar þeim árangri sem núverandi ríkis- stjórn hefur náð. A því kjörtimabili sem nú fer senn á ljúka hefur ríkisstjórnin unnið markvisst starf i efnahags- málunum. Stjórnin tók við þrota- búi vinstri stjórnar. Verðbólgan var í algleymingi, fjárfestingar- sjóðir tómir, en ráðleysi vinstri stjórnarinnar algjört. Þótt ekki hafi náðst sá árangur sem að var stefnt í viðureigninni við verðbólguna er ljóst að horfur i efnahagsmálum þjóðarinnar eru nú miklum mun bjartari en í upp- hafi kjörtimabilsins. Verðbólgan hefur leikið Islend- inga grátt á undanförnum áratug- um. Ruglað verðmætaskyn. ónógt sparifé og erfiðleika í atvinnu- rekstri má til hennar rekja. Nú verandi ríkisstjórn hefur sýnt vilja í verki til að takast á við verðbólguvandann. Ljóst er þó að betur má ef duga skal. Höfuð- verkefni rikisstjórnarinnar á komandi mánuðum hlýtur því að vera að berjast við verðbólguna. Útfærsla landhelginnar í 200 milur sem framkvæmd var undir forystu ríkisstjórnar Geirs Hall- grímssonar er einn mesti stjórn- málasigur Islendinga á þessari öld. Þær friðunaraðgerðir sem gerðar hafa verið undir forystu Matthiasar Bjarnasonar sjávarút- vegsráðherra í kjölfar út- færslunnar hafa verið til góðs. Jákvæður árangur þeirra er nú sem óðast að koma i ljós i aukinni fiskgengd og betri fiski. Magnús L. Sveinsson: Höfðabakki og Bíldshöfði mal- bikaðir á næstunni — SVR þá ekkert að vanbúnaði Kristján Benediktsson (F) flutti tillögu um strætisvagnaþjónustu við Ártúnshöfðasvæðið á fundi borgarstjórnar 15. sept. Rakti hann nokkuð umræður málsins sem fram hefðu farið i blöðum, og sagði siðan að ef ástæðan fyrir því að SVR gæti ekki ekið um Ártúns- höfða væri að torfærubifreið vantaði ætti ekki að verða erfitt að útvega hana, nú þegar hópferð- um sumarsins lyki. Hins vegar, þegar málin væru íhuguð alvarlega, þá væri það ein- sýnt, að koma yrði hverfinu í sam- band við strætisvagnakerfi borg- arinnar sem allra fyrst. Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár yrði síðan hugað meira að lagfær- ingu gatna að auki við það sem þegar er ákveðið. Magnús L. Sveinsson (S) tók næst til máls og sagði borgina hafa haft forystu og hafa lagt áherslu á frágang gatna á byggingarsvæð- um meöal sveitarfélaga. Hér væri hins vegar úm undantekningu að ræða. Svæði þetta hefði verið lengi í byggingu og frágangur húsa mislangt á veg kominn. Hann sagðist geta upplýst, að á næstunni væri gert ráð fyrir að malbika Höfðabakka og Bilds- höfða og þá væri SVR ekkert að vanbúnaði að aka langt inn i hverfið. Göturnar sem þá verða eknar eru Breiðhöfði, Bíldshöfði og Höfðabakki. Það yrði leið 10, Hlemmur-Selás, sem það myndi gera. Magnús sagði það ekki rétt sem fram hefði komið að engin þjón- lEinbýlishúsl Höfum kaupanda að stóru og góðu einbýlishúsi með mörgum herb. sölustj Sverrir Krist/ánsson vidskfr. Krist/án Þorsteinsson. Austurstræti 7 síma 20424 — 14120 Aðalfundur Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins i Vestfjarða- kjördæmi itrekar þá stefnu Sjálf- stæðisflokksins sem mótuð var á landsfundi flokksins siðast liðið vor að okkur beri að efla og við- halda jafnvægi i byggð landsins. Fundurinn fagnar þeim árangri sem náðst hefur i þeim efnunt. Þessi árangur í byggðamálunum ætti að verða okkur hvatning til frekari sóknar. Valddreifing er að aðalsmerki Sjálfstæðisflokksins. Á hana bera að leggja áherslu. Stofnun Orku- bús Vestfjarða er stórt skref í þá átt. Sjálfstæðisflokkurinn hefur allt frá stofnun barist fyrir efl- ingu einstaklingsfrelsis og einka- framtaks i landinu. Kjördæmis- ráð Sjálfstæðisflokksins i Vest- fjarðakjördæmi telur þvi eitt brýnasta viðfangsefni núve'randi rikisstjórnar vera það að kanna möguleika á markvissum niður- skurði ríkisbáknsins og koma ríkisfyrirtækjum í hendur ein- staklinga svo sem kostur er. Útþensla ríkisbáknsins á und- anförnum áratugum hefur haft margt illt i för með sér og leitt til margs konar ranglætis. Barátta Sjálfstæðisflokksins fyrir ein- staklingafrelsinu er því um leið barátta fyrir betra og ráttlátara þjóðfélagi. Hin nýju húsakynni Iðunnar. Iðunn í nýtt húsnæði STARFSEMI bókaútgafunnar Ið- unnar hefur verið flutt að Bræðraborgarstíg 16, þar sem áð- ur var brauðgerðarhús Jóns Símonarsonar, en þau húsakynni hafa verið endurbætt og löguð. Var bækistöð Iðunnar áður að Skeggjagötu, en útgáfan hefur húið við mikil þrengsl undanfar- in ár. Iðunn hóf starfsemi sina árið 1945 og hefur því starfað i 32 ár. Á sjöunda áratugnun voru bóka- útgáfurnar Hlaðbúö og Skálholt sameinaðar Iðunni. Útgáfubæk- urnar eru orðnar yfir eitt þúsund og eru þær margvíslegar að efni og innihaldi. Fyrir rúmum áratug hófst nýr þáttur í starfsemi forlagsins, þ.e. útgáfa námsbóka og sérstakra skólaútgáfna, en upphaf þessa má rekja til Skálholts, sem hafði gef- ið út skólaútgáfur. Núna í haust konta út tvær skáldsögur í skóla- útgáfum, Atómstöðin eftir Hall- dór Laxness og Punktur, punktur komma strik eftir Pétur Gunnars- son, og eru þær 10. og 11. bókin i þessum flokki. Námsbókaútgáfan og skólaútgáfur islenzkra bók- mennta er nú orðinn snar þáttur i starfsemi Iðunnar. A síðasta ári gaf Iðunn út sina fyrstu hljómplötu þar sem fluttir voru textar úr Vísnabókinni, og nú í haust koma út tvær hljórn- plötur, önnur með textum úr Vísnabókinni en á hinni flytur Megas ný lög og texta með aðstoó Spilverks Þjóðanna. Samtímis flutningi forlagsins koma út Bókatíðindi Iðunnar og er þar að finna skrá yfir allar fáanlegar bækur útgáfunnar. usta væri við Artúnshöfðahverfið. Leið 10 æki jafnan urn suðurjaðar þess og kl. 07,40 og 07,55 að morgni væri ekið frá Hlemmi inn i hverfið og svo færu vagnar frá Selási kl. 16.30 ot 18.30 inn í hverfið. Magnús L. Sveinsson flutti síðan breytingartillögu sem hljóðar á þann veg, að borgar- stjórn samþykkti að fela forstjóra SVR að bæta strætisvagnaferðir við iðnaðarhverfið á Ártúnshöfða í samráði við forystumenn Ár- túnshöfðasamtakanna. Magnús sagði aðeins dagaspursmál hve- nær málið leystist. Tillaga Magnúsar L. Sveinssonar var samþykkt. Lærið að dansa án hjálpar óvelkominna meðala Eðlilegur þáttur í uppeldi hvers barns ætti að vera að læra að dansa Kennslustaðir Reykjavík Brautarholti 4, Drafnarfell 4, Félagsh. Fylkis (Árbæ) Kópavogur Hamraborg 1, Kársnesskóli Seltjarnarnes Félagsheimilið Hafnafjörður Gúttó INNRITUN 0G UPPLYSINGAR KL. 10-12 0G 13-19 SÍMAR' 20345 — 76624 — 381 26 24959 — 74444 — 21589 RSIUniDSSOnRR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.