Morgunblaðið - 20.09.1977, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 1977
Menn urðu að hafa gætur á
þessum. Bolli trillar frá á
fullu.
Handtökin voru oftast svo
hröð að bæði skurður. . .
. . og niðurröðun virtust vél-
ræn
Salta til að drýgja heimilis
tekjurnar, sagði Valdís Þóris
dóttir.
Jón M. Jónsson sér um að
hver tunna fái sinn skammt
af sild og salti.
alltaf nóg af sild en svo var í það
skipti sem dvalist var í söltunar-
stöðinni.
Þeir byrjuðu að salta síld fyrir
viku f söltunarstöðinni á Höfn, en
þó var þetta ekki nema ffmmti
söltunardagurinn þar sem bræla
hafði gert bátunum ókleift að
komast á sjóinn hvern dag. Áður
en lagt var til atlögu við verk-
stjórann og hans leyfi fengið til
að tefja nokkrar söltunarstúlk-
urnar og karlana í kringum þær,
þá renndi bim. augum yfir gang
mála þarna innandyra í söltunar-
stöðinni. Öneitanlega staðnæmd-
ist maður svolítið við að horfa á
stúlkurnar skera síldina og Ieggja
hana niður í tunnurnar þvi þar
voru sérlega snör handtök við-
höfð. Það olli næstum því störu að
horfa á skurðinn hjá sumum
stúlkunum, því þær hjuggu haus-
ana af hvern af öðrum og hraðinn
var svo mikill að næstum virtist
um vélræna sjálfvirkni að ræða.
Sumir segja að þegar svo sé komið
hætti stúlkurnar að horfa á hnif-
inn og síldina og geti auðveldlega
skorið djúpt sár í fingur ef þeir
renna eitthvað til á hálli síldinni.
Erilsamt aö
stjórna síldarsöitun
Það var auðvitað sjálfsögð
kurteisi að spjalla fyrst við verk-
stjórann, því stúlkurnar voru
hans. Fljótt kom maður auga á
stóran, þéttan mann, gráan fyrir
hærum, og af fasi hans og fram-
komu þarna í húsinu fór ekkert á
milli mála að þar var verkstjórinn
á ferð. Guðmundur Finnbogason
kvaðst hann heita, ljúfur í við-
móti þótt skipanir hans væru með
festu og af öryggi. Guðmundur
sagði að heita mætti að söltun
væri komin í fullan gang hjá þeim
þótt enn væri langt í háannatím-
ann ef vertiðin yrði svípuð og í
fyrra. Guðmundur sagði að þá
hefði nóvember verið erilsamur,
vart hefði verið tími lil að halla
höfði. í fyrra voru saltaðar 25
þúsund og 400 tunnur í stöðinni,
en þennan daginn kvaðst
Guðmundur reikna með að saltað
yrði í tvö þúsundustu tunnuna.
Þennan daginn var byrjað að
salta upp í samning sem gerður
var við niðursuðuverksmið ju
Kristjáns Jónssonar á Akureyri,
en sá samningur hljöðar upp á 15
þúsund tunnur. Sagði Guðmund-
ur að verkið gengi ennþá örlítið
hægar en þegar bezt væri, því
sildin væri enn ósköp misjöfn.
Guðmundur sagði að vinnuaflið
væri ekki allt fengið af Höfn,
þarna væri einnig aðkomufólk,
allt saman prýðiskraftur, að því,
er hann sagði. Sjálfur kom hann
til Hafnar árið 1975, en hefur þó
verið áratugi við sildarverkun.
Sagði Guðmundur að starf verk-
stjórans á söltunarstöð væri að
jafnaði mjög erilsamt, i mörg
horn væri að Iíta og sjá þyrfti um
að allir yndu vel við sitt.
Þjénustan ágæt
Það gafst ekki mikið tóm til að
spjalia við Guðmund verkstjóra
því hann þurfti mörgu að sinna.
Það var þvi ekki um annað að
ræða en að vinda sér að hinu
starfsfóikinu og taka það tali.
Og hvað var eðlilegra en að
vinda sér fyrst að kvenfólkinu og
ræða við það. Það var reyndar nóg
af því þarna, alls voru 59 söltun-
arstúlkur í húsinu aó sögn verk-
stjórans. Mig bar fyrst þar að sem
voru tvær bráðhuggulegar stúlk-
ur, Rósa Guðmundsdóttir og
Birna Ingólfsdóttir, báðar frá
Höfn.
— Við vinnum saman, sögðu
jþær, það gefur jafnari afköst. Við
erum að klára aðra tunnuna núna
en alls erum við búnar að hafa 21
þúsund hvor þessa fjóra eða fimm
Það var sannkölluð síldar-
stemmning i söltunarstöð Fiski-
mjölsverksmiðjunnar og Kaup-
félagsins á Höfn þegar blm.
Morgunblaðsins var þar á ferð í
síðustu viku. Þær voru nýbyrjað-
ar, stúlkurnar, að skera og salta
síldina sem bátarnir lönduðu fyr-
ir hádegið. Hraðinn var mjög mik-
ill að ég mátti halda mig heldur
betur við efnið. Það þýddi ekki
annað en að vera vakandi og vel á
verði því annars var auðvelt að
verða fyrir tunnutrillurum, salt-
kerrum, tunnurúllurum og öðrum
sem urðu að hafa hraðar hendur á
hlutunum. Þarna kepptust menn
og konur sem sagt við að bjarga
verðmætum, silfur hafsins, sem
barst á iand eftir’síðasta túr, var
skorið, flokkað og saltað i tunnur.
Svo var að sjá senj margt væri
um manninn þarna í húsiiu, raun-
ar virtist sem alltof margt fólk
væri að vinna að aflanum. Hlut-
unum var þó skipulega og hagan-
lega komið fyrir og sjálfsagt hef-
ur þessi fjöldi verið nauðsynlegur
til að halda eðlilegum og miklum
vinnuhraða. Það getur alla veg-
ana vart verið mikill gróði þegar
hlutirnir ganga hægt og tafsam-
Iega fyrir sig, en að sjálfsögðu
miðast afköstin við hraða
söltunarstúlknanna, ef þær þá fá
i i
Mats- og eftir litsmenn bera saman bækur sínar.
Sigurbergur skammtar af bandinu.
ÞARF KVENFOLKIÐ
EKKERT AÐ GALA...
I
síldarfans á
Homafirði
/ /
texti og myndir Agúst Asgeirsson