Morgunblaðið - 20.09.1977, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 20.09.1977, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 1977 Sá, sem hefur ábyrgð á, hvernig þessi sýning lítur út, er Svíinn Staffan Culberg; hann mun vera listfræðingur, en annað veit ég ekki um þann mann. Hann hefur ferðast víða um Norðurlönd og valið 25 listamenn til að sýna verk sín á þessari sýningu. Hvernig það hefur tekist, verður hver og einn að leggja sinn dóm á, en eitt er augljóst að þannig má ekki slanda að sýningum Norræna list- bandalagsins á komandi timum. Það fullyrði ég, að eldri aðferðir við að koma slíkum sýningum saman. voru miklu eðlilegri og tókust miklu betur, hvað svo sem hver segir. Það ægir ótrúlegustu hlutum saman á þessari sýningu, og má þar til dæmis nefna ýmislegt frá hinni frægu Cristianíu, islenzkan torfbæ (ljósmyndir), grafik, teikningar, málverk, myndverk og vefnað. Þetta allt er í mjög mismunandi gæðaflokki, og ekki verður fundin neinn sérstakur grundvöllur fyrir þessa saman- setningu. Markku Keránen frá Finnlandi sýnir ágæt málverk, sem hafa sérstæðan tón, Ernst Metherborgström á þarna einnig eftirtektarverð verk. Palle Nielsen sýnir 30 pennateikning- ar, ágæt verk. Hann er frá Dan- mörk. Frá Noregi er það Bard Breivik, sem vekur athygli með myndverkum sínum. Þau eru vel unnin, en ekki sérlega frumleg frekar en sumt af því, sem nú kemur frá ungu fólki á þessu sviði. Björn Ransve er einnig frá Noregi og sýnir flokk teikninga, sem eru akademiskar í eðli sínu og sýna kunnáttu og getu. Petter Zennström frá Svíþjóð sýnir vel gerðar tréristur, en málverk hans eru miklu síðri og gera það eitt á þessari sýningu að sanna, að hann er miklu betri grafíker en málari. Augliti til auglitis Norræna listbandalagið var eitt af fyrstu samnorrænum stofnun- um, sem höfu göngu sína að síð- ustu heimsstyrjöld lokinni, og hefur unnið mjög merkilegt starf á sviði myndlistar allt fram á þennan dag. Hér áður og fyrr voru haldnar sýningar annað hvort ár i einhverju Norðurland- anna svo að bandalagið var með sýningu í hverju landi fyrir sig á tíu ára fresti. Þetta fyrirkomulag var í föstum skorðum um langan aldur, en endirinn varð auðvitað sá að breyta þurfti til og endur- lífga kerfið, ef svo mætti að orði kveða. Það hefur nú verið gert og sýningar orðið minni en áður var og með öðru sniði. Það er þó vafa- mál, hvort þessar breytingar hafa orðið til hins betra, og þegar skoð- uð er sýning eins og sú, sem nú er á Kjarvalsstöðum, ná efasemdirn- ar enn fastari tökum á manni. Sú var tíðin, að hvert land hafði sína deild á þessum samnorrænu sýn- ingum, og þegar ákveðið var að blanda öllu dótinu saman og hafa engin landamæri milli deilda, varð mikil bylting í þessu sam- starfi. Einu sinni man ég einnig eftir, að einum jnanni var falið að hengja alla sýninguna eftir sínu held hún hafi nokkuð til síns máls. Að minnsta kosti finnst mér það óhugsandi, að aftur verði staðið að sýningu á sama hátt og nú hefur verið gert hjá Norræna listbandalaginu. Það er líka dálít- il óheppni hjá þessari sýningu að vera undir sama þaki og sýning Alcopleys. Þar að auki er Róbert Jacobsen nýlega búinn að taka saman föggur sínar. „Puttens od!ing“, tréskurðarmynd eftir Petter Zennström. höfði, og þá heyrðist hljóð úr horni og stundum ekki sérlega ánægjulegt. Nú er aftur á móti svo komið, að einum mann-i hefur verið falið að velja aalla sýning- una, og auðvitað varð Svíi fyrir valinu, og hefur hann komið sam- an því, sem nú er til sýnis undir nafninu „Augliti til Auglitis", og varla mundi Ingmar Bergman þ.vkja sá titill sérlega frumlegur. Þessi sýning hefur þegar verið í öllum hinum Norðurlöndunum og fengið mjög misjafnar viðtökur. Sumir eru ánægðir, eins og t.d. Svíar, en frændur vorir Danir hafa allt á hornúm sér og jafnvel kallað þessa sýningu ..Norrænan glundroða '. Þannig hefur tekist í þetta sinn að vekja veruléga eftir- tekt á sýningu, sem ég persónu- lcga er ekki viss um, að eigi það skilið. Þetta er vægast sagt mjög broguð sýning og sannar, hve ein- ræðið er vanþróað í svenska lýð- ræðinu. Þetta er dálitið skrítin yfirlýsing frá minni hálfu, en ég Nlyndllsl eftir VALTÝ PÉTURSSON Góði drengurinn Gary Leikfélag Reykjavíkur: GARY KVARTMILLJON — ungur maður á uppleið — Sjónleikur eftir Allan Edwall. Þýðing og staðfærsla: Vigdís Finnhogadóttir og starfshópur- inn allur.. Leikstjóri: Allan Edwall. Aðstoðarleikstjöri: Sigríður Hagalín. Leikmynd: Björn Björnsson. Lýsing: D:níei Williamsson. Leikrit Állans Edwalls um Gary kvartmilljón er óvenju hugþekk lýsing á lífi venjulegr- ar fjölskyldu. Nafn leikritsins á íslensku gæti bent til þess að hér væri á ferðínnfærslaleikur. Svo er ekki. Gary er um þrítugt, skrif- stofumaður að atvinnu. Hann hefur verið fyrirmyndardreng- ur, foreldrum sínum hlýðinn og tryggur vinum sinum. Þegar Ieikritið hefst býr hann enn hjá foreldrum sínum. En nú er komið að timamótum i lífi Garys. Hann er i rauninni ein- mana og ýmislegt verður tii þess að hann skoðar hug sinn, tekur að velta fyrir sér ýmsum óþægilegum spurningum. Stefán Guðmundsson verka- maður hjá Eimskip og Jóna kona hans, foreldrar Garys, átta sig naumast á hugrenningum sonarins, en þau fagna því þeg- ar hann ákveður að kvænast Sólveigu símastúlku. Inga, syst- ir Garys, á sér vin sem leggur metnað sinn í að vera her- stöðvaandstæðingur. Hún er snyrtidama að atvinnu, en fyrirlítur starfið og borgaralegt samfélag. Árekstrar verða að vonum milli þeirra systkina, en þegar á allt er litið eru þau bæði jafn ráðalaus. Þau stjórn- ast bæði af öðrum. Gary er háð- ur fyrirtækinu sem hann vinn- ur hjá og Inga bergmálar skoð- anir vinar síns. Sólrún símastúlka og k’riðrik húsvörður eru einnig fulltrúar þeirra sem láta aðra hugsa fyrir sig. Sama rná segja um foreldr- ana. Allan Edwall tekst vel að sýna okkur inn í hugarheim fólks sem ekki sker sig úr fjöid- anum. Raunsæileg lýsins hvers- dagsleika er það sem hann fæst við. 1 þessari lýsingu er engin Margrét Ölafsdóttir og Guð- mundur Pálsson í hlutverkum sinum. beiskja, en mannlegur skilning- ur og finn húmor ráða ferð. Leikritið er í eðli sínu harm- rænt. Ahorfandinn kemst ekki hjá því að finna til með Gary, ekki síst þegar hann yfirgefur fjölskyldu sína, lítill drengur á leið út í heiminn. Með hófsemi er þessi eftirminnilega mynd dregin. Harald G. Haraldsson leikur Gary. Hann skilar hlutverkinu með ágætum. Túlkun Garys er vandasöm, en Harald sýnir hvað i honum býr, enda hefur hann oft leikið vel í smáum hlutverkum. Gary mun vera stærsta hlutverk hans til þessa. Einkum í þeim atriöum leiksins þar sem efasemdir sækja að Gary svo að við liggur örvænt- ing ér túlkun Haralds kunn- áttusamleg, en um leið blæ- birgðarík. Gaman og alvara vega salt. Svanhildur Jóhannesdóttir kemur á óvart í hlutverki Ingu, gerir henni göð skil. Túlkun Soffíu Jakobsdóttur á Sólrúnu er svipmikil og ákaflega jarð- nesk eins og hún á að vera. Jón Hjartarson er sannfærandi í hlutverki húsvarðarins. Þau Guðmundur Pálsson og Margrét Ólafsdóttir leika for- eldrana og er túlkun þeirra þaulhugsuð. Allan Edwall legg- ur áherslu á að lýsa þögn, því sem gerist innra með fólki, og er ánægjulegt að fylgjast með því hve þeim Guðmundi og Margréti er lagið að segja það sem máli skiptir með svipbrigð- um og hreyfingum ei,num sam- an. Þessi árangur þeirra og annarra leikenda er m.a. að þakka öruggri leikstjórn. I heild sinni er þessi sýning Leik- Lelkllst eftir JÓHANN HJÁLMARSSON félagi Reykjavíkur til sónta og er verðug byrjun nýs leikárs. Ekki má gleyma að þakka Vigdísi f'innbogadóttur fyrir lipra þýöingu og prýðilega stað- færslu. Það hefur heppnast að gera Gary að íslenskum ríkis- borgara þótt um einstaka þætti staðfærslunnar megi deila. Leikmynd Björns Björnsson- ar er trúverðug mynd íslensks heimilis með Baulumálverki, fjölskyldumyndum og sjón- varpi sem gegnir ekki svo litlu hlutverki I leiknum. Haraid G. Haraldsson, Soffía Jakobsdóttir og Jón Hjartarson f hlutverkum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.