Morgunblaðið - 20.09.1977, Side 17

Morgunblaðið - 20.09.1977, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 1977 17 Jón stóðst ekki freist- inguna og þáði jafnteflið Rússarnir fyrstir til að óska Jóni til hamingju með heimsmeistaratitilinn Cagnes, Frakkalndi, 19. september. Frá Margeiri Péturssyni. JÓN L. Arnason tryggði sér heimsmeistaratitilinn í skák yngri manna en 17 ára þegar hann samdi um jafntefli við Chilebúann Morovic í 11. og síðustu umferðinni. Hlaut Jón þar með 9 vinninga af 11 möguleg- um. 1 öðru sæti varð Bandaríkjamaðurinn YVhitehead með S'á vinning og í þriðja sæti kom unglingameistari Sovétríkjanna, Kasparov, með 8 vinninga. Skák Jóns og Morovic var aðeins 8 leikir, þá bauð Chilehúinn jafntefli, sem Jón þáði, þar eð jafnteflið dugði honum til sigurs. í 10. umferð, sem tefld var á laugardag, tefldi Jón við Frakk- ann Santo Roman. Jón hafði hvítt og fékk rýmra tafl út úr byrjun- inni. Siðan urðu Frakkanum á mistök i miðtaflinu og Jón jók yfirburði sína með hverjum leik. Frakkinn gafst siðan upp í 37. leik, þá búinn að leika af sér manni. I þessari umferð gerðu hættulegustu keppinautar Jóns, þeir Kasparov og Whitehead, báð- ir jafntefli. Kasparov stóð lengi höllum fæti fyrir Skotanum Mc- Nab, en tókst að ná jafntefli með heppni. Skák þeirra Whiteheads og Morovics frá Chile var spenn- andi og með leikfléttu tókst þess- um 14 ára gamla Chilebúa að fá betri stöðu og þegar kom út í endataflið var hann með peð yfír. Þá tefldi hann hins vegar ekki nógu nákvæmt og Bandaríkja- manninum tókst að klóra í bakk- ann og ná jafntefli. Eftir þessa umferð þótti mönn- um sýnt að Jóni L. Arnasyni tæk- ist að ná sigri i mótinu, þar sem hann var kominn með vinnings forskot á Kasparov og Whitehead og nægði því jafntefli í síðustu umferðinni til að hljóta hinn eft- irsótta titil. í siðustu umferðinni tefldi Jón við Morovic frá Chile og bauð Chilebúinn jafntefli eftir átta leiki. Jafnteflisboðið var eðlilega mikil freisting fyrir Jón og þáði hann jafnteflið og var þar með orðinn heimsmeistari. S: sem varð fyrstur til að óska Jóni til hamingju var Bikovski, aðstoðar- maður Kasparovs, en hann er frægur unglingaþjálfari og þetta sýndi, að Rússar kunna líka að taka ósigri, en Kasparov var tal- inn sigurstranglegastur fyrir mót- ið, og þó hann sé aðeins 14 ára að aldrei er hann þegar unglinga- meistari Sovétríkjanna yngri manna en tvítugra. Vissulega var fögnuður okkar Jóns mikill og ég var annar í röðinni til að óska honum til hamingju. Einar Benediktsson, sendiherra Islands í París, er væntanlegur hingað til Cagnes í dag og verður hann viðstaddur verðlaunaaf- hendinguna í kvöld. 1 síðustu umferðinni gerði Kasparov jafntefli við Santo Rom- an frá Frakklandi. Kasporov missti af vinningi og eftir það var skákin dautt jafntefli. Þá sigraði Whitehead Sedur frá Tyrklandi mjög naumlega í langri skák. Lokastaðan varð þvi sú, að Jón er með 9 vinninga, Whitehead 8‘á, 3. Kasparov með 8, 4. Kappe, V- Þýzkalandi, 7V4, 5. Morovic, Chile, og Negulescou, Rúmeniu, 7 og 7.—8. urðu Santo Roman, Frakk- landi, og Pajak, Kanada, með 6V4 vinning. Það sýnir bezt hvað Jón varð að hafa mikið fyrir titlinum, að hann tefldi við alla þessa menn. Eftir átta umferðir var staðan í mótinu mjög tvísýn, en Jón ger- sigraði andstæðinga sina á loka- sprettinum og má jafnvel segja að hann hafi verið búinn að tryggja sér sigur fyrir siðustu umferðina. „Jón er afbragðs nrím Qmnfinr - segirGuömundur M M wfJMM l'vwl/M Arnlaugsson rektor Ljósm. Mbl.r Kristínn tslcnzki fáninn var við hún fyrir framan Mcnntaskólann í Ilamrahlfð f gær í tilcfni dagsins. „VIÐ HÖFUM haft fána við hún hér við Mennta- skólann í Hamrahlíð í til- efni dagsins," sagði Guð- mundur Arnlaugsson rektor þegar Morgun- hlaðið leitaði álits hans á árangri Jóns L. Árnason- ar, en eins og fram kem- ur hér á síðunni er Jón nemandi við MH, sem og margir af heztu skák- mönnum þjóðarinnar af yngri k.vnslóðinni. „Það hefur skapazt skemmtileg skákhefð hér við skólann á þeim árum, sem hann hefur starfað. Fyrsta árið sem skölinn starfaði stofnuðum við skákklúbb og sögðu kennarar nemendum til fyrsta veturinn. Kenn- araliðið vann piltana í fyrstu, en fljótt kom að því að nemendaliðinu óx fiskur um hrygg og vann kennara í keppni. Skák- liðið héðan hefur unnið skákmöt framhaldsskóla- nema og það vann Norðurlandamót skóla- nema með gífurlegum Guðmundur Arnlaugsson yfirburðum síðast þegar það var haldið,“ sagði Guðmundur. Jón L. Árnason er feiknalegt skákmanns- efni og vonandi á hann eftir að halda áfram á sömu braut. Samhliða skákiðkun sinni er Jón afbragðs námsmaður. Hann hefur nú stundað nám við skólann i eitt ár og hefur lokið 43 eining- um, en meðalafköstin eru 30-einingar. Þá má benda á, að Jón stundar einnig nám við Tónlistarskólann og stendur sig einnig vel þar. Námið virðist hon- um auðvelt og opið og í ofanálag hefur hann sótt skólann mjög vel,“ sagði Guðmundur Arnlaugsson að lokum. Ur borðsal mötuncytis, cn á hcimavist cru 80 ncmcndur og hún fullskipuð en yfir 100 manns cru í fæði f mötuneytinu. Mikil aðsókn að Mennta- skólanum á ísafirði ATTUNDA starfsár Mcnntaskól- ans á tsafirði hófst mánudaginn 12. september er Jón Bladvin Hannibalsson, skólameistari, setti skólann, en hann hefur verið í ársleyfi sem hann varði til fram- haldsnáms við Harward-háskóla í Bandaríkjunum. Skólameistari gat þess að öll fyrri aðsóknarmet að skölanum hefðu nú verið slegin, en alger metaðsókn væri i ár. Nýir nem- endur eru nú 80, þar af 70 í fyrsta bekk, en hann er nú í þrernur bekkjardeildum i fyrsta sinn. I öðrum bekk eru 37 nemendur, 29 i þriðja og 27 stúdentsefni i fjóðra bekk og á öðru til fjórða ári eru 42 nemendur í félagsfræðikjörsviði, en 51 á raungreinakjörsviði. Alls eru nemendur 163, 92 stúlkur og 71 piltur. Frá ísafirði eru 68 nem-. endur, 34 annars staðar að af Vestfjörðum og 61 víðs vegar að af landinu. í frétt frá M.Í. kemur fram, að hlé hefur verið á byggingarfram- kvæmdum s.l. tvö ár þar eð fjár- veiting hefur ekki fengizt. Næsti byggingaráfangi er nýtt kennsluhúsnæði sem er áætlað að kosti 434 m.kr. Bæjarstjórn Ísa- fjarðar hefur nú hafið eignar- námsmál vegna byggingarlóðar skólans og standa vonir til að skól- inn fái fullan yfirráðarétt á bygg- ingarlóð á þessu hausti. Þá er og ráðgert að teikningar verði full- gerðar í haust, en þær hafa verið endurskoðaðar með þarfir fjöl- brautarskóla i huga. Nýja kjötverðið á miðvikudag: Sláturkostnaður ákveðinn 200 krón- ur á kjötkílóið RÍKISSTJÓRNIN fjallar á fundi sínum í dag unt nýtt verð á sauð- fjárafurðum og verða þar lagðar fram tillögur sexmannanefndar unt vcrðákvörðunina. Ekki var í gæc hægt að fá upplýsingar um hvcrjar væru tillögur nefndarinn- ar en eins og áður hefur komið fram í Morgunblaðinu er gert ráð fyrir að ha'kkun á vcrði kinda- kjötsins í smásölu verði rúmlega 30%. Þetta er þó miðað við að rikisstjórnin geri engar breyting- ar á niðurgrciðslum og ga'rur og ull hækki jafnt og kindakjötið samkvæmt ha'kkun verðlags- grundvallarins. Gert er ráð fyrir að nýja verðið taki gildi á mið- vikudag. Sexmannanefnd náði um helg- ina samkomulagi um hækkun á slátur- og heildsölukostnaði og var samþykkt að hann yrði í haust 200 krónur á hvert kílö kjöts en 146 krónur á hvert kiló af gærum. 1 fyrrahaust var slátur- og heild- sölukostnaður 139 krónur á hvert kiló af kjöti en 100 krónur á kílóið af gærunum. Nemur hækkun slát- ur- og heildsölukostnaðar kjötsins því um 44% frá sl. hausti. Sé gert ráð fyrir að bændur fái í haust um 9.500 krónur fyrir kjöt af 15 kílóa dilk, sem hafnar i fyrsta verð- flokki, nemur slátur- og heildsölu- kostnaður kjötsins 3000 krónum. Af 15 kilóa dilk er áætlað að bónd- inn fái 3 kíló af gærum og fyrir þau fær hann rúmlega 740 krónur Framhald á bls. 28. SUS-þing: Ríkisstjórnin birti skýrslu um Víðishúsið ÞING Sambands ungra sjálf- stæðismanna, sem haldið var í Vestmannaeyjum um helgina, samþykkti ályktun um kaup rikis- ins á húsi Trésmiðjunnar Viðis við Laugaveg. I ályktuninni segir, að þar sem ýmislegt bendi til, að kaup ríkisins á húseign Víðis verði að teljast í meira lagi vafa- söm ráðstöfun auk þess, sem það sé í ósamræmi við reglur stjórn- arfars í landinu, að ríkisstjórn taki ákvarðanir unt stórfelld út- gjöld ríkissjóðs án þess að fyrir liggi samþykki fjárveitingavalds- hafa. Orðrétt scgir i ályktuninni: „Því skorar 24. þing SUS á ríkis- stjórn að gera opinberlega grein fyrir þeirri úttekt, sem kunnugt er að frant fór á húsinu, þannig að tækifa'ri gefist til að meta rétt- ma-ti þcssara húsakaupa." Tölverðar umræður urðu um ályktun þessa og var i þeim bent á, að þaö væri lögmál ríkisstofn- ana að fjölga starfsmönnum með- an húsrúm leyfði. Þá var vitnað til þeirrar stefnu SUS að draga úr ríkisumsvifum og bent á. að réttara væri að draga úr eða leggja niður starfsemi stofnana á borð við Ríkisútgáfu námsbóka.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.