Morgunblaðið - 20.09.1977, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.09.1977, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 1977 Tommy Docherty með forystumönnum Lilleström, Svein Skoglund og Ivar Hoff, eftir að samningur hafði verið undirritaður. DOCHERTY TIL DERBY OG LÆTUR SIG LILLESTRÖM ENGU VARÐA Athugasemd frá Þrótti TOMMY Docherty, fyrrverandi framkvæmdastjóri ensku hikar- meistaranna, Manchester United, gekk á laugardaginn frá samningi við Derby County, og mun hann innan tíðar taka við fram- kvæmdastjórn hjá liðinu. Gerði Docherty þriggja ára samning við Derby, en ekki er vitað hver laun hans verða. Þegar Derby reyndi að kaupa Docherty frá Manchest- er United í fyrra varð ekki af samningum, þar sem Docherty krafðist 120 þúsund punda fyrir samninginn, sem þá átti að gilda til fimm ára. Docherty tekur við fram- kvæmdastjórn hjá Derby af Colin Murphy sem verið hefur fram- kvæmdastjóri liðsins s.l. 10 mán- uði, en þvi hefur ekki vegnað sem skyldi undir hans stjórn og er nú í næst neðsta sætinu i 1. deild. Docherty þótti vinna mjög gott starf hjá Manchester United og var almenn ánægja ríkjandi með hann þar, sérstaklega hjá leik- mönnunum, unz upp komst í sum- ar að hann hafði haft ástarsam- band við konu nuddara félagsins. Þótti forráðamönnum Manchest- er-liðsins þjálfarinn ekki sýna gott fordæmi með slíku og ráku hann umsvifalaust. Ekki skorti Docherty atvinnu- tilboð, en að lokum ákvað hann að ganga til samninga við norska 1. deildar liðið Lilleström, sem vak- ið hefur mikla athygli að undan- förnu undir stjórn Joe Hooley. Mun Docherty ekki hafa hikað við að rifta samningi sínum við norska liðið er honum bauðst staða hjá Derby, og sagði hann við fréttamenn að Lilleström hefði gefið sér samninginn eftir, og árn- að honum heilla í starfi. Ivar Hoff, formaður Lilleström, var hins vegar á öðru máli er frétta- menn ræddu við hann. — Docherty tók í höndina á mér á föstudagskvöldið og þakkaði fyrir samninginn við Lilleström, sagði Hof, — en á laugardaginn frétt- um við svo að hann væri kominn til Englands, og orðinn fram- kvæmdastjóri Derby. Hann ráðgaðist ekki um þetta við neinn forystumann í félagi okkar, og við höfum ekki um annað að ræða en að fá lögfræðingi okkar samning- inn í hendur, og láta hann ráða hver framvinda mála af okkar hálfu verður. Strax og samningar höfðu tekist milli Docherty og Derby, lýsti Docherty þvi yfir að hann hefði mikinn hug á því að fá Colin Murphy til starfa með sér hjá félaginu, en ólíklegt þykir að Murphy sé fús til þess samstarfs eftir sparkið. FIMMTUDAGINN 15. september s.l. birtist grein á iþróttasiðu Morgunblaðsins frá fararstjórum Reynis, Sandgerði. Er grein þessi öll hin furðulegasta og varla svaraverð en þó er ég tilneyddur að gera smá athugasemd. Fararstjórar segja orðrétt: ,,Þeir höfðu verið sendi nauðugir í leikinn af mótanefnd KSI að kröfu Þróttar . . .“ Athugum stað- reyndir. Laugardaginn 27. ágúst átti leikur Þróttar og Reynis að fara fram i Neskaupstað. Áætlunarvél frá Flugfélagi Is- lands lenti í Neskaupstað rúm- lega 9 um morguninn í ágætis veðri en engir Sandgerðingar voru með þeirri vél. Ætluðu þeir að koma með flugfélaginu Vængj- um, en vegna óhagstæðrar veður- spár treystu Vængir sér ekki til að fjúga til Neskaupstaðar og klukkan hálf tvö sendi mótanefnd KSI skeyti og frestaði leik Þróttar og Reynis til miðvikudagsins 31. ágúst kl. 19.30. Seinnipart þriðju- dags fór undirritaður að kanna hvernig Reynismenn ætluðu að koma til Neskaupstaðar. Kom þá í ljós að þeir ætluðu að koma með Vængjum, sem þá voru í verkfalli og engar likur á það verkfall yrði leyst fyrir miðvikudag. Var Reyn- ismönnum og starfsmanni KSl bent á flug til Egilsstaða seinni hluta miðvikudags og til Reykja- víkur aftur morguninn eftir ef Reynismenn ætluðu sér að ná í leikinn. Leikurinn er síðan auglýstur en þá kemur skeyti frá mótanefnd KSÍ þess efnis, að leiknum sé frestað og nú um óákveðinn tíma. Það sem gerðist næst í þessu máli er að leikurinn er settur á mánudaginn 12. september kl. 18.00 í Neskaupstað. Fór Þróttur fram á að leikurinn yrði á þessum tíma vegna þess að hluti liðs- manna Þróttar er farinn í nám syðra og komu þeir til Neskaup- staðar til að leika gegn Þrótti R, laugardaginn 10. september. Vild- um við þvi spila leikinn á mánu- deginum svo ekki þyrfti að kosta þá austur til Neskaupstaðar aftur, er leikið yrði við Reyni S. Reynis- menn neituðu að leika á mánu- deginum og viti menn: Mótanefnd KSl festaði enn leiknum og skyldi hann nú leikinn þriðjudaginn 13. september kl. 18.00.Og þá fór þessi sögulegi leikur fram. Eina krafa Þróttar til móta- nefndar KSt var sú, að leikurinn yrði leikinn áður en keppnistíma- bilinu lyki 17. sept. Allar helgar eru uppteknar og því ekki um annað að ræða en að spila leikinn á virkum degi. Þvi má skjóta hér inn í að Þróttur lék við Víking í bikarkeppni KSI í miðrí viku. Hluti Þróttarliðsins varð þá að dvelja um nótt í Reykjavík. Þá misstu menn vinnu en ekki var það talið eftir því menn verða að legga töluvert á sig i áhuga- mennskunni. Reynismenn tala um erfitt og dýrt ferðalag. 1 því er ég þeim fyllilega sammála. En var þetta nauðsynlégt? Hefðu nú Reynis- menn farið með áætlunarvélum hefði ferðin kostað þá um 200 þús. krónur rstað á fjórða hundr- að þúsund. Þannig er hægt að spara, ef vilji er fyrir hendi. Það hefur verið siður hjá okkur Þrótturum að bjóða öllum 2. deildarliðum í kaffiveizlu að lokn- um leikjum i Neskaupsstað. Hafa öll þau lið sem komið hafa til Neskaupstaðar þegið boð okkar, nema Sandgerðingar sem komu boðum austur þess efnis að þeir hefðu ekki tima til að þiggja góð- gerðir. Því er það engum nema Reynismönnum sjálfum að kenna að þeir fengu ekki matarbita i hinni erfiðu ferð. önnur atriði í grein fararstjór- :nna eru þess efhis að þau eru ekki svaraverð. Og er ég undrandi á slikum skrifum forystumanna Reynis. — En e.t.v. má skilja sár- indi forystumanna, hverjir yrðu ekki sárir að sjá lið sitt horfa undan og gera ekki neitt á meðan boltinn er á leið í mark. Guðmundur Bjarnason formaður knattspyrnuráðs Þrótt- ar. adidas á öll toppliöin Landsliðið Akranes — Valur — Fram notið adidas skó og búninga Umboö: Heildsölulager: Björgvin Schram, Heildverzlun Austurbakki h.f. Vanhugsuð stóryrði I GREIN, sem Reynismenn skrifa í Morgunblaðið í síðustu viku er veitzt harkalega að vini mínum Óla í’ossberg knattspyrnudóm- ara, með meiru, frá Eskifirði. Þar sem fleiri en einn og fleiri en tveir hafa haft samband við und- irritaðan vegna þessarar ritsmíð- ar sé ég, mig knúinn til að setja nokkrar línur á blað til svara fyrir Öla Fossberg. Ekki ætla ég mér að bera í bætifláka vegna dómgæzlu Óla að öðru leyti en því, að sjónarvottar hafa tjáð mér, að Reýnismenn hafi spyrnt knettinum fram fyrir miðlínu í lok leiks þeirra við Norðfirðinga síðastliðinn þriðju- dag, er vindurinn bar knöttinn rakleiðis yfir hálfan völl og í mark Reynis á nýjan leik. Um þetta get ég að sjálfsögðu ekki dæmt þar sem ég sá ekki leikinn. Hins vegar sárnar mér víð Reynismenn vegna stóryrða sem þeir nota í lok greinar sinnar er þeir segja eitthvað á þá leið, að það væri greiði við íslenzka knatt- spyrnu að Óli hætti að dæma knattspyrnuleiki. 1 sumar hefur Öli dæmt fjölmarga leiki, eins og hans er venja. Þegar f jallað hefur verið um frammistöðu Óla i blöð- um hefur hann yfirleitt fengið góða dóma fyrir frammistöðuna. Sjálfur veit ég aó Óli er hvorki betri né verri en flestir aðrir is- lenzkir knattspyrnudómarar, en hann leggur sig allan fram og dæmir af samvizkusemi. Gerir að sjálfsöðgu sin mannlegu mistök og er örugglega dómari i meðal- lagi, um það get ég dæmt af eigin reynslu. Það eru stórir peningar, sem Óli Fossberg hefur sparað austfirzk- um knattspyrnuliðum undanfarin ár og andstæðingum þeirra eystra með óeigingjörnu starfi sínu. Hann hefur fórnað flestum helg- um og mörgum kvöldum hvert einasta sumar í mörg herrans ár i ferðalög á milli staða með flaut- una i farangri sínum. An hans og félaga hans í dómarastétt væri austfirzk knattspyrna ekki það sem hún er í dag. Austfirðingar eiga þö altént orðið tvö lið i 2. deildinni í knattspyrnu og er þaö meira en mörg fjölmennari byggðarlög geta státað af. Auk þess hefur Óli verið drjúgur við félagsleg störf fyrir Austra á Eskifirði og á skilið lof en ekki last fyrir fórnfýsi sína og dugnað — þó honum geti vitanlega orðið á i messunni eins og öðrum. Ágúst I. Jónsson blaðaniaður. Þjálfari óskast Ungmennafélag Grindavíkur óskar að ráða strax handknattleiksþjálfara fyrir meistaraflokk kvenna í handknattleik. Uppl. í síma 92-81 88. Ungmennafélag Grindavíkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.