Morgunblaðið - 20.09.1977, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 1977
Billy Bremner, fyrirliði Leeds-
liðsins 1972. A hann hafa verið
bornar þungar sakir.
Enskir knattspymumenn vlja
komast til meginlandsliðanna
AUan Simonsen — fer í
einkaþotu til Póllands.
ENSKI knattspyrnumaðurinn
Gordon Hill, leikmaður með
bikarmeistaraliði Manchester
United, lýsti þvi nýlega yfir í
blaðaviðtali að hann hefði mik-
inn hug að þvi að’fylgja i fót-
spor Kevin Keegarí og fara ,að
leika með liði á meginlandinu.
Sagði Gordon Hill I nefndu
blaðaviðtali, að samningur
Keegans við Hamburger SV í
Vestur-Þýzkalandi hefði komið
róti á hug margra knattspyrnu-
manna í Englandi og mætti
telja fullvist að á næstu árum
myndu margir freista þess að fá
samning við lið á meginland-
inu. Gallinn væri bara sá að
enskir knattspyrnumenn væru
yfirleitt ekki hátt skrifaðir, og
þvi ótrúlegt að þeir hefðu mikla
möguleika í þeim löndum þar
sem hæst laun eru greidd fyrir
knattspyrnu þ.e. á Spáni, Vest-
ur-Þýzkalandi, Hollandi og
Belgíu.
— Þegar Kevin Keegan fór
til Þýzkalands fylgdu honum
margs konar glósur, sagði Hill,
— menn sögðu hann vera hug-
lausan flóttamann sem væri að
yfirgefa sökkvandi skip. Ég er
algjörlega á öndverðum meiði.
Mér finnst það eðlilegt að ensk-
ir knattspyrnumenn hafi hug á
fé og frama í öðrum löndum og
það ber líka að taka með í
reikninginn að skattpiningin í
Bretlandi er nú orðin þannig að
það er nánast ómögulegt fyrir
þá sem eru í knattspyrnu að lifa
sæmilega góðu lífi af launum
sínum. Ég vil behda á að þetta
gildir raunar ekki aðeins um
knattspyrnumenn, heldur og
aðra þá sem möguleika hafa á
að afla sér mikilla tekna. Lækn-
ar, verkfræðingar og margir
aðrir hafa farið frá Englandi í
stórum hópum undanfarin ár
og leitað fyrir sér annars stað-
ar.
— Ég vonast sannarlega til
að lið á meginlandinu geri mér
tilboð, sagði Hill i blaðaviðtal-
inu. Mætti ég velja mér félag
yrði belgíska liðið Anderlecht
fyrir valinu, eða þá vestur-
þýzka liðið Borussia Mönchen-
gladbach. Þetta eru min uppá-
haldslið — lið sem skipuð eru
frábærum knattspyrnumönn-
um, sem leika knattspyrnu eins
og ég tel að hún geti bezt orðið.
GRUNNT ÁÞVÍGÓÐA MILLI
NORÐMANNA OG SVIA
JUGÓSLAVINN Miljanis hefur
nú sagt stöðu sinni. sem þjálfari
spánska liðsins Keal Madrid.
lausri. Hefur Luis Molowny verið
ráðinn til félagsins i hans stað en
Molowny var á sínum tíma einn
bezti knattspyrnumaður Spánar.
Mikil óánægja hefur verið í riið-'
um Real Madrid að undanförnu
með Miljanie, enda komst Real
Madrid ekki i neina Evrópubikar-
keppni að þessu sinni, — í f.vrsta
sinn i langan tima.
Bremmer sakaður um
að hafa boðið mútur
meira var, þá var leikur þessi
liður í undankeppni heims-
meistarakeppninnar i knatt-
spyrnu, og eftir hann eru Sviar
alls ekki vissir að komast i loka-
keppnina i Argentínu. Norð-
menn þurfa að vinna Svisslend-
inga í siðasta leiknum í riðlin-
um til þess að standa jafnfætis
Svium að stigum, og ræður þá
markatala hvort liðið kemst
áfram. Er talið mjög liklegt að
Norðmenn vinni Sviss, sem
hingað til hefur ekkert stig
hlotið í riðlinum.
Svíar voru mjög sárir að tapa
landsleiknum á Ullevalaleik-
vanginum í Osló, og skrifuðu
margt í blöð sín daginn eftir
leikinn, sem Norðmönnum
þótti ekki viðurkvæmilegt, eins
og t.d. þessi klausa sem birtist í
Expressen:
„Munið þið hvernig það var
einu sinni, þegar hinum megin
við Vermaland bjó skrýtin þjóð
sem gekk jafnan um með poka
á bakinu og lyktaði af fiski og
mysuosti? Þjóð sem skammað-
ist sín fyrir að geta ekki spark-
að knetti yfir nokkrar Volvo-
bifreiðir? Ef þið eruð búin að
gleyma þessum tima má rifja
upp að hjá þessari þjóð er leik-
vangur sem þeir kalla Ullevala,
og þar beið Svíþjóð ósigur i
gærkvöldi 1—2.“
I Aftonblaðinu birtist einnig
teiknimynd með texta sem fór
afskaplega i taugarnar á Norð-
mönnum. Myndin var af birni
sem var að blása upp blöðru og
textinn sem fylgdi var eitthvað
á þá leið að Noregur væri skrýt-
ið land, og að Norðmenn ætu
ekkert annað en þorsk. I fjöll-
unum héldu heimsku tröllin
sig, og því miður hefði dómari
landsleiksins verið á þeirra
stigi.
MIKK) SKAL
TILMIKILSVINNA
KOMIÐ ER upp mikið hávaðamál
í ensku knallspyrnunni, sem ekki
er séð fvrir endann á. Danny
Hegan. f.vrrverandi knattspyrnu-
maður með liði Wolverhamptun
Wanderes, hefur sakað Billy
Bremner, fyrrum fyrirliða Leeds
United, að hafa hoðið sér mútur í
leik milli þessara liða, er fram fór
undir lok ensku 1. deildar keppn-
innar árið 1972, en Leeds United
þurfti að ná jafntefli eða að sigra
i þeim leik til þess að hreppa
enska meistaratitilinn það ár.
„Give us að penalty and 1*11 give
you a grand" á Bremner að hafa
sagt við Hegan í leik þessum, og
til nánari skýringa hefur Hegan
sagt að Bremner hafi boðið sér
eitt þúsund pund, ef hann bryti
þannig af sér inni í vítateig, að
dæmd yrði vítaspvrna.
— Sparkaðu okkur niður inni í
vitatoignum, sagði Bremner tvi-
vegis í leiknum, — láttu okkur fá
vítaspyrnu. þú munt ekki sjá eftir
þvi. segir Ilegan að Bremner hafi
sagt tvivegis við sig i leiknum, er
þeir voru að berjast um knöttinn.
Hegan hefur einnig skýrt frá
þvi, að fyrir leik þennan hafi
framkvæmdastjóri Ulfanna. Bill
McGarry, komið til leikmanna
liðsins og beðið þá sérstaklega að
gæta sin — vel gæti farið svo að
reynt yrði að múta þeim. Segir
Hegan að framkvæmdastjórinn
hafi sérstaklega talað við David
Wagstaff. leikmann með Ulfun-
um. og staðfesti Wagstaff þetta
raunar í blaðaviðtali sem birlist
22. SEPTEMBER n.k. leika Danir
og Pólverjar landsleik I knatt-
spyrnu i Póllandi og er sá leikur
liður í undankeppni heimsmeist-
arakeppninnar. Sem kunnugt er
leika flestir beztu knattspyrnu-
menn Danmerkur með liðum i
Hollandi, Belgiu og Vestur-
Þýzkalandi. en horfur eru é að
flestir þeirra muni leika i danska
landsliðinu á móti Pólverjum,
enda gifurlega mikið i húfi fyrir
Dani að standa sig vel i þeim leik.
Meðal þeirra leikmanna sem
danska knattspyrnusambandið
leggur mikla áherzlu á að fá i
leikinn er hinn lágvaxni leikmaður
með Borussia Mönchengladbach,
Allan Simonsen. En þegar til átti
að taka kom hins vegar bobb i
bátinn. Simonsen gat fengið fri
hjá Borussia til leiksins. en hann
vildi hins vegar umfram allt vera
viðstaddur silfurbrúðkaup foreldra
sinna. sem er daginn fyrir leikinn.
Greip danska knattspyrnusam-
bandið til þess ráðs að leigja
einkaþotu, sem mun flytja Simon-
sen frá Kaupmannahöfn til Pól-
lands daginn sem leikurinn fer
fram. Mikið skal til mikils vinna.
Allar llkur benda til að Pólverjar
geti teflt fram slnu sterkasta liði I
leiknum við Danmörku. en þeir
tveit leikmenn sem þótt hafa bezt-
ir I pólska landsliðinu. Lubanski
og Kaspertjak, hafa átt við meiðsli
að striða i allt sumar, og litið
getað verið með. Lét pólski lands-
liðsþjálfarinn nýlega hafa eftir sér.
að tap Pólverja i landsleik við
Sovétmenn nýlega 1—4, hefði
verið staðfesting á þvi hversu
nauðsynlegir menn þeir Lubanski
og Kaspertjak væru fyrir liðið. —
Verði þeir ekki með er ég ekki
alitof bjartsýnn á að við vinnum
Danina. sagði þjálfarinn.
Miljanic hættir
árið 1972. — Þá sagði Wagstaff að
hann hefði oft heyrt kallað frá
hliðarlínunni til sín, og sér hefði
verið sagt að ,,taka það rólega. það
myndi borga sig fyrir hann."
Umræddur leikur Leeds og
Wolverhampton var mikill
baráttuleikur og lauk honum með
sigri Wolverhampton 2—1. og
varð Leeds Utd. þar með af
meistaratitlinum.
Mjög mikið hefur verið ritað
um mál þetta i ensku blöðin að
undanförnu, og hefur þar m.a.
borið ágóma að Don Revie, þáver-
andi framkvæmdastjörí Leeds en
síðar enskur knattspyrnulands-
liðseinvaldur, hafi staðið fyrir því
að bjnú leikur með 2. deildar tið-
inu Hull City. hefur neitað harð-
lega ásökunum Hegans, og segir
ummæli hans vera uppspuna frá
rótum. — Ég veit satt að segja
ekki hvaðan á mig stendur veðrið,
eða hvaða tilgangi svona sögu-
burður þjónar, sagði Bremner, og
spáði þvi að Ulfarnir ættu eftir að
hitta sjálfa sig fyrir í máli þessu.
OFT hefur verið grunnt á þvi
góða milli Svía annars vegar og
Norðmanna og Dana hins veg-
ar, þegar íþróttir eiga í hlut.
Bæði Norðmenn og Danir vilja
leggja allt f sölurnar til þess að
sigra SvSa I íþróttum og Svíum
finnst það herfiieg niðurlæging
ef þeir tapa fyrir þessum þjóð-
um.
Eins og skýrt hefur verið frá í
Morgunblaðinu unnu Norð-
menn Svía í knattspyrnulands-
leik á dögunum, og það sem
Norðmenn nutu sannarlega
sigursins yfir Svíunt, svo sem
sjá má af mynd þessari sem
birtist I norska Dagblaðinu.
Maður í norska landsliðsbún-
ingnum er að vakna í himna-
sæng heimsmeistarakeppdinn-
ar, en vofa Sviss er þó ekki
langt undan.
í
Danny Hcíían:
Mcr var satft a(>
taka það rólega
og éí» átti aó fá
1000 pund fyrir
aó „útvesa"
Leeds víta-
spvrnu.
L_________