Morgunblaðið - 20.09.1977, Síða 29

Morgunblaðið - 20.09.1977, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 1977 Sprengingin á Akranesi Elsa Ingvarsdóttir, Hjarðarholti 3. Elsa stendur á þeim stað f eldhúsinu, þar sem hún var, þegar sprengingin varð. „Ég heyri hvin og svo háan hvell,“ sagði Elsa. „Mér varð hugsað til barnanna og er komin fram að fsskápnum, þegar glerbrotin komu á hæla mér“. 1 Ijós kom að rörhné hafði þeytzt inn um eldhúsgluggann, sem byrgður er á myndinni, og f vegginn andspænis Elsu. Þaðan kastaðist hnéð svo út f horn. „Það var snertings heitt, þegar við reyndum að taka á þvf,“ sagði Elsa. A minni myndinni sést hnéð og farið eftir það f veernum. Myndin til hægri. Ofninn úr Flugeldagerð- inni sem sveif yfir tvö hús og skall á vegg Hjarðarholts 5. Farið eft- ir ofninn sést á veggnum milli glugganna. i Myndin til vinstri. Dúi Jónasson, Esjubraut 8, með hurðarlæsinguna og fleiri hluti sem skullu á þaki hússins af sliku afli að göt komu af. ÞRÖSTUR Stefánsson og Guðmunda Ölafsdóttir við hús sitt Esjubraut 5. Þar brotnuðu 9 rúður og loftklæðning gekk til. t samtali við Mbl. f gær sagði Guðmunda: „Ég var ein f húsinu með tveimur dætrum mfnum og vinkonu þeirra. Ég lá upp f rúmi og mókti, þegar ég hrökk allt í einu upp við ofsaleg læti, rúðurnar brotnuðu, gluggatjöldin sviptust til og eiginlega gerði ég mér enga grein fyrir þvf hver ósköpin gengju á. Ég fór strax til telpnanna og við hlupum f gegn um húsið og út á náttfötunum. Það var allt f glerbrotum og mér fannst eins og allt húsið væri að fara f rúst. Eftir á er ég mest hissa á því, að við skyldum ekkert meiða ok'kur á glerbrotunum svona berfættar.“ Flugeldastöðin hf. I) verksmiðjuhús 2) birgðageymsla 3) hús Sigurðar G. Sigurðsson- ar 4) hús þrastar Stefánssonar 5) hús Helga Guðmundssonar 6) Á þaki þessa húss lentu hurðarlaésing og fleiri hlutir svo að göt komu af 7) Á vegg þessa húss lenti ofn úr Flugeldagerðinni milli tveggja glugga 8) Inn um eldhússglugga þessa húss þeyttist rörhné úr Flugeldagerðinni. 9) Verkstæði þeirra Þorgeirs og Helga 10) Verk- stæðið, sem Skarphéðinn Arnason var staddur f 11) Hér stóð Ölafur Guðjónsson, er hann sá sprenginguna. Þess skal getið að bflskúrinn sem teiknaður er inn á kortið f sjónlínu Ölafs er ekki risinn, eins og sjá má af myndinni, sem tekinn var af Olafi á þessum stað. LJósmyndir !VIhl.: Fridþjófur. RAGNIIILDUR Theodórsdóttir og Halldór Jónsson, Esjubraut 9, i eldhúsinu, þar sem þau höfðu skotið stoðum undir loftklæðning- una. I þeirra húsi bortnuðu 13 rúður og öll loft slöknuðu eitthvað við sprenginguna. „Ég var fram í kyndingu að hleypa kisu út,“ sagði Ragnhildur f samtali við Mbl. í gær. „Ég heyrði aðallega stóra dúndrið og óskaplegan þyt með, alveg voðalegan þyt. Ég hélt fyrst að kyndingin væri farin, en þegar ég sáað allt var í lagi með okkar kyndingu, þá hélt ég að sprenging hefði orðið f kyndingu næsta húss. En þegar ég kom fram í stofu sá ég flakandi gluggatjöldin og glerhrotin út um allt og út um opinn gluggann sá ég að það hafði kviknað í Flugeldagerðinni." BUXUR KSKAGFjqpfl If.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.