Morgunblaðið - 20.09.1977, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 1977
35
Guðmundur Jóhannesson
frá Skáleyjum Minning
„Mínir vinir fara fjöld,“ kvað
aldið skáld fyrir mörgum árum.
Ösköp falla þeir nú þétt æskufé-
lagarnir sem ég ólst upp með i
Breiðafjarðareyjum á fyrri hluta
þessarar aldar. Engri tölu kem ég
á það mannfall og fylgizt litt með.
En nú með skömmu millibili hafa
horfið af sjónarsviðinu: Jens E.
Nikulásson frá Sviðnum, Jón
Kristinn Ölafsson frá Hvallátrum,
Anna Ölafsdóttir systir Jóns hús-
freyja á Flateyri, Kristín
Jóhannesdóttir kennari frá Skál-
eyjum og síðast, 11. september s.l.
Guðmundur Jóhannesson gjald-
keri frá Skáleyjum, bróðir Krist-
inar kennara. Hver verður næst-
ur?
Allt var þetta hið gerfilegasta
fólk, hlaðið mannkostum ogsterk-
um vilja til að verða heimabyggð
sinni, landi og þjóð, að sem mestu
og beztu liði. Og það tókst þvi,
með ólíkum hætti væri og á all
ólíkum vettvangi. Þess er gott að
minnast. —
Hér verður aðeins minnzt með
örfáum orðum, þess manns er síð-
ast kvaddi af þeim sem nefndir
voru og mér var einna nákomnast-
ur, Guðmundar Jóhannessonar
frá Skáleyjum.
Guðmundur var fæddur í Skál-
eyjum á Breiðafirði 1. maí 1894,
elzta barn foreldra sinna, Maríu
Gisladóttur og Jóhannesar Jóns-
sonar bónda i Skáleyjum. Börn
þeirra hjóna urðu alls 10. Af þeim
lifa 5 þegar þetta er skrifað.
Guðmundur óx upp eins og fag-
ur fifill í túni, bjartur yfirlitum,
fríður og föngulegur, vel gefinn
til líkama og sálar. Knár og karsk-
ur strákur, eins og einn frændi
hans orðaði það. Öþægur þótti
hann stundum smábrellinn og
glettinn, og fylgdu þeir eiginleik-
ar honum löngum ásamt hýru við-
móti og léttri lund. — Sagðist
honum svo sjálfum frá á gamals
aldri, að potturinn og pannan
hefði hann verið í öllum „prakk-
arastrikum" strákanna í Skáleyj-
um á sínum æskuárum, enda elzt-
ur og líklega mestur ærslabelgur
sinna leikfélaga.
— Mannstu eftir nokkrum
„strikum", spurði ég hann en-
hvern tima, er við ræddum um
gamla daga.
— Já, sagði hann. Lengi man til
lítilla stunda, eins og Skaftfelling-
ar segja.
Við Þórður Sveinsson, lugum
þvi að Jónu gömlu, kerlingu sem
var hjá föður þinum, að Huldu-
fólkið í Lyngeyjarklettinum væri
tóbakslaust. Hún yrði að miðla
því ögn úr pontunni sinni. — Það
er fallegt af ykkur, elskurnar
mínar, að vera góðir við huldu-
fólkið. Þeir verða lánsmenn sem
það gera sagði hún. Fékk okkur
pontuna og sagði að við mættum
ekki hafa hana lengi, enda væri
ekki langt yfir á hana Lyngey.
Hún ætti ekki annað en það sem í
henni væri. Pontuna skiluðum við
svo aftur eftir stundarkorn, oftast
tómri, og bárum henni kveðju frá
klettabúum. — En nærri má geta
i hverra nösum það tóbak rann. —
Við tókum holar melstengur,
fylltum þær af heyi og reyktum i
hlöðunum. Það komst fljótlega
upp. Reykurinn kom upp um okk-
ur. Hann rauk ekki svo fljótt út
sem við ætluðum. Fyrir það vor-
um við húðskammaðir. Sagt, að
við gætum kveikt i heyinu. Og
einn bóndinn setti lás fyrir hlöð-
una sína. —
Þegar mikið snjóaði á vetrum,
skefldi fram af Efribænum. Þá
notuðum við tækifærið, þegar við
héldum að gamla fólkið svæfi,
klifruðum með sleðana okkar upp
á bæinn og renndum okkur niður
þekjuna. En það leið sjaldan löng
stund þangað til Margrét gamla
ömmusystir min, kom út og rak
okkur með ómildum orðum burt
frá bænum. — Og það sem verra
er, sagði gamla konan við mig, þú
kennir Dodda minum um alla
klækina sem þú ert höfundur að.
Hún var fóstra hans. En Efri-
bæjarþekjan var freistandi, það
verð ég nú að segja. — Blessuð
gamla frænka mín. Ég var hálf-
smeykur við hana fram eftir öll-
um aldri, hún gat verið svo byrst.
Löngu seinna, þegar ég fór að
læra, gaf hún mér 5 kr. Það hygg
ég að hafi verið aleiga hennar þá.
Svona voru prakkarastrik þess
tíma. Hvort þau flokkast með
,,prakkarastrikum“ um þessar
mundir veit ég ekki.
En hvað sem því líður, var Guð-
mundur Jóhannesson — þessi
skýri skemmtilegi strákur —
augasteinn foreldra sinna og ná-
inna frænda, og það sem minna
var eftirljetisbarn allra eyja-
skeggja. Sú mannheill og vinsæld-
ir sem hann hlaut í vöggugjöf
brugðust honum aldrei, ungum
né gömlum.
Snemma bar á góðum gáfum
hjá Guðmundi. Munu foreldrar
því hafa ætlað honum að ganga
menntaveginn, eins og það var
kallað, og sumir frændur hans
höfðu gert áður.
Um barnaskóla var þá ekki að
ræða í eyjum, en nám undir skóla
mun Guðmundur hafa byrjað á
hjá séra Sigurði Jenssyni í Flatey,
og hvatti prestur hann mjög til
skólanáms. Ávallt síðan mat Guð-
mundur klerk mikils og hélt góð-
um kunningsskap við fólk hans
meðan lifði.
Eftir þriggja eða fjagra mánaða
nám hjá séra Sigurði, settist Guð-
mundur í annan bekk gagnfræða-
skólans á Akureyri og lauk þar
námi vorið 1915. Næsta haust hóf
hann nám í Menntaskólanum í
Reykjavík, en veiktist þá um vet-
urinn og varð að hætta námi.
Dvaldi hann þá heima í Skáleyj-
um um hríð, en hóf skömmu
seinna nám í símritun og loft-
skeytafræðum. Próf við Loft-
Lára Jónsdóttir
—Minningarorð
F. 25. marz 1924
I). ll.sept. 1977
Já, Guð gaf og Guð tók, nú hef-
ur vinkona mín, Lára, kvatt þenn-
an heim'. Lára var mikil mann-
kosta kona, vel gefin og framúr-
skarandi dugleg, og var vel verki
farin. Það var sama á hverju hún
snerti, allt lék í lyndi er hún
snerti á. Lára var mjög eftirsókn-
arverð kona. Henni voru líka fal-
inn mörg trúnaðarstörf i sinni
heimahöfn, og veit ég að margar
kvenfélagskonur þakka henni nú
aö leiðarlokum, vel unnin störf í
þágu félágsins. En það var fleira
sem Láru var falið. Hún var til
dæmis formaöur verkalýðs-
kvenna á Reyðarfirði. Ég vil með
þessum fátæklegu orðum segja
það, að með Láru er fallinn í
skaut einn af mestu kvenskörung-
um Reyðarfjarðar. Lára var ógift
en sá fyrir heimili foreldra sinna i
mörg ár, og reyndist þeim eins og
best verður á kosið. Lára var
kennari í sinni heimahöfn, og
eins og áður segir voru henni fal-
in margvísleg trúnaðarstörf. Ekki
verður hér rakin ævisaga þessar-
ar merku konu en henni hins veg-
ar þakkað hennar framlag í þágu
Reyðarfjarðar. Hún var formaður
kvenfélagsins í mörg ár. Eg tel
mig gæfumann að hana kynnst
eins góðri sál og bið aðstandendur
að taka viljann fyrir verkið.
Lára min far þú í friði, friður
Guðs sé með þér, hafðu þökk fyrir
allt og allt.
Aðstandendum öllum sendi ég
samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu Láru.
Jóhann Þórólfsson.
skeytastöð i Flatey á Breiðafirði.
Tók Guðmundur þegar við for-
stöðu hennar og stjórnaði henni
til ársins 1931. Þá var stöðin lögð
niður, gegn vilja stöðvarstjórans
og alls þorra hreppsbúa. — Það
var upphaf hnignunarinnar á
þeim slóðum, sem enn sér ekki
fyrir endann á.
Þegar svo var komið fluttist
Guðmundur til Reykjavíkur. Þar
gerðist hann fyrst aðstoðargjald-
keri hjá Landssímanum, en
seinna forstöðumaður innheimtu-
deildar Bæjarsíma Reykjavíkur.
Því starfi gengdi hann þangað til
hann hætti störfum vegna aldurs.
Meðan Guðmundur átti heima i
Flatey, hlóðust á hann margs kon-
ar trúnaðarstörf fyrir sveit sina
og sýslu. Um þau störf er mér
ekki að fullu kunnugt, þvi heldur
laus við heimahagana var ég á
þeim árum. En nefnt get ég, að
flest eða öll sín ár i Flatey var
hann i sóknarnefnd. Unglinga-
skóla stofnaði hann þar ásamt
fleirum og stjórnaði hann meðan
hann var i Flatey. Segja þeir sem
þar nutu kennslu, að hann hafi
verið lipur og skemmtilegur
kennari. Við brottför hans úr
Flatey lagðist skólinn niður. Odd-
viti hreppsnefndar var hann
a.m.k. á árunum 1924—1931. Öll
skrifstofustörf fórust Guðmundi
vel úr hendi. Reikningar frá hon-
um voru ljósir, skipulega færðir
og frágangur hinn snyrtilegasti.
Ekki losnaði Guðmundur
Jóhannesson við allt félagsmála-
stúss og störf þótt hann flyttist
hingað til Reykjavikur. Formaður
Félags islenzkra simamanna4firð-
ingafélagsins i Reykjavik. For-
maður Barðstrendingafélagsins á
timabili og seinna heiðursfélagi
þess (sá eini til þessa dags, að því
er ég bezt veit).
Þessi þurra upptalning sýnir og
sannar, að Guðmundur var mjög
félagslyndur maður, sem naut
fyllsta trausts samborgara sinna
og starfsfélaga. —
Þann 8. desember 1923 kvænt-
ist Guðmundur Sigríði Jóhanns-
dóttur, Arasonar skipstjóra í Flat-
ey og konu hans Valborgar Jóns-
dóttur. Sigríður var hin mesta
mannkosta kona, fríð og falleg,
svo sem hún átti ættir til, en
missti heilsuna langt um aldur
fram. Hún andaðist á Borgarspít-
alanum 11. ágúst 1971. Þau hjón
eignuðust þrjú börn, sem öll eru
gift og búsett hér i borginni. Eftir
lát Sigríðar bjó Guðmundur hjá
börnum sínum og naut einstakrar
umhyggju þeirra og ástúðar eftir
að heilsa hans bilaði.
Heimili þeirra Sigriðar og Guð-
mundar var eitt hið bezta og
þokkafyllsta sem ég hef þekkt.
Þess nutu margir. Margir áttu er-
indi við oddvitann, sóknarnefnd-
armanninn og kennarann í Flat-
ey. Sama var uppi á teningnum.
eftir að þau hjón fluttu hingað
suður, þótt ekki væri þá komið til
þeirra í neins konar embættiser-
indum, heldur aðeins til að njóta
samvistar við husráðendur. Þar
var öllum tekið af alúð og alþýð-
legri breiðfirzkri gestrisni. Sama
hvort einhvern tíma hafði skorist
i odda út af hreppsmálum, lands-
málum eða einhverju öðru amstri
dægranna. Húsbóndinn hafði allt-
af næg umræðuefni og ræddi þau
oftast i léttum og gamansömum
tón. Og ekki voru veitingar hús-
freyjunnar skornar við nögl. Mun
hún ekki hafa átt minni þátt i
gæfu og gengi heimilisins en hús-
bóndinn, hvort sem það stóð vest-
ur í Flatey eða hér i höfuðborg-
inni.
Ekkert umræðuefni var Guð-
mundi Jóhannessyni kærara eftir
að hann hætti störfum, rólegt og
hljótt gerðist kringum hann, en
æskustöðvarnar heima i Breiða-
fjarðareyjum og lífið þar. Endur-
minningar þaðan sóttu á þennan
aldna heiðursmann. Einkum voru
það æskuárin og bernskubrekin
sem hann hafði yndi af að rifja
upp, eins og lítillega hefur verið
drepið á hér að framan. Saknaðar-
bros lék þá stundum um ellimótt
andlitið. Atthagaást Guðmundar
var nær einstök að ég ætla. Þau
munu hafa verið fá — ef þau hafa
þá nokkur verið — sumurin sem
hann fór ekki heim á æskustöðv-
arnar, jafnvel eftir að heilsu hans
var svo komið að hann taldizt ekki
ferðafær. í sumar komzt hann að-
eins vestur i Stykkishólm. Þaðan
leit hann vestur yfir fjörðinn og
sá eyjarnar sínar hilla upp í fögru
aftanskini. Ferðir hans verða
ekki fleiri. Merkur öldungur hef-
ur kvatt fjörðinn sinn og eyjarnar
i síðasta sinn.
Eg þakka langa og trausta sam-
fylgd.
B.Sk.
PETTA EIGA BÍLAR
AÐKOSTA
Skoda Amigo er mjög falleg og stilhrein bifreió. Hun er
buin fjölda tæknilegra nýjunga og öryggió hefur verió
aukiö til muna. Komió og skoóió þessa einstöku bifreió