Morgunblaðið - 20.09.1977, Side 37

Morgunblaðið - 20.09.1977, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÖJUDAGUR 20. SEPTEMBER 1977 37 Fann höfuð elskhuga síns í frysti- hólfinu + Fyrrverandi þjónn Amins hinn 34 ára gamli Moses Aloga sem nú hef- ur flúiö til Kenya hefur sagt frá því að harðstjór- inn í Uganda, Idi Amin, geymi hluta af líkum í frystihólfi sínu. Moses Alogas vann við ræsting- ar hjá Amin og hafði því lykla að herbergi því sem frystihólfið er í. Dag einn kom kona Amins Sarah óvænt inn í her- bergiö er Moses Aloga var staddur þar og krafð- ist hún þess að fá að sjá hvað geymt væri í hólf- inu. Moses var tregur til að opna það en Sarah bauð honum peninga og lofaði að segja engum frá. Þegar hann svo opn- aói frystihólfið blöstu tvö mannshöfuð við. Annað þeirra var af fyrrverandi elskhuga Söruh, hljómsveitar- stjóra, en Sarah hafði Idi Amin notaði sverð til að skera brúðkaupstertuna með þegar hann kvæntist Söhru árið 1975. dansað og sungið með hljómsveit hans áður en hún hitti Amin. Hitt höf- uðið var af ungri stúlki sem Amin hafði átt vin- gott við en hann grunaði hana um að vera sér ótrú. Söhru varð að von- um mikið um þessa sjón sem blasti við henni og það leið yfir hana. Þrem dögum síðar fannst Moses Aloga ráðlegast að flýja og hann fékk flutningabílstjóra til að aka sér og konu sinni til landamæra Kenya. Moses sagði einnig frá þVí að Amin léti gjarnan færa sér likamshluta manna sem dæmdir hefðu verið til dauða til að fullvissa sig um að dómnum hefði verið full- nægt. Þessir líkamshlut- ar væru þá settir í frysti- hólfið en sjaldan geymd- irþarlengi. fÓIK í fréttum Ekki á vogarskálum! + Margt er skrýtið í kýrhausnum! — Á meðan íslendingar eru í harðri baráttu við aukakílóin eru aðrar þjóðir með fegurðarsamkeppni fyrir kvenfólk í yfirþunga- vigt. Þessar föngulegu meyjar sem hér sjást tóku nýlega þátt i einni slíkri í Manila á Filipseyjum og allir hljóta að vera sammála um að þær hafi ýmislegt að sýna! — Minning Ottó Framhald af bls. 32. Snæfellsness og hafði viðað að sér miklu efni á þvi sviði, hann sagði vel frá og naut þess að miðla öðrum af söguþekkingu sinni, þeir eru margir i þessu landi, sem heyrt hafa Ottó Árnason segja frá t.d. sögu Ölafsvíkur. Eftirminnilegur maður er fall- inn frá, maður sem setti svip á daglegt líf i litlu sjávarþorpi, ævi hans hefur verið viðburðarík, lit- auðug minning hans mun lifa. Ég vil fyrir hönd byggðarlags- ins þakka af alhug öll þau marg- vislegu störf sem hann vann fyrir Ölafsvík, hans örvandi félags- málaáhuga, sem seint mun fyrn- ast. Ég flyt eftirlifandi eiginkonu hans, börnum og venslafólki inni- legar samúðarkveðjur. Ólafsvík, 7. september. Alexander Stefánsson. — Minning Guðjón Framhald af bls. 34. var varaformaður Múrarafélags Reykjavikur 1935—1936 og for- maður þess 1936—1940 og 1946—1949, svo að nokkuð sé tal- ið. Þá var hann forseti Sveinasam- bands byggingamanna 1937—1938 og forseti Landssam- bands islenzkra stéttarfélaga 1939—1940. Eru þá ótalin mörg önnur trúnaðarstörf hans i þágu vekrkalýðssámtakanna, einkum i samtökum múrara. Var því sann- arlega vel til fundið af Múrarafél- agi Reykjavíkur að gera hann að heiðursfélaga sínum. 1 einkalífi sinu var Guðjón gæfumaður. Hann var kvæntur hinni ágætustu konu, Kristínu Guðmundsdóttur frá Tungu í Gaulverjabæjarhreppi, er lézt fyrr á þessu ári. Þá áttu saman einn son, er lézt i blóma aldurs sins og var þeim mikill harm- dauði. Guðjón gekk i föður stað börnum Kristínar af fyrra hjóna- bandi, þeim Kristinu, Davið og Hannesi Kr., er ung misstu Davið föður sinn í sjóslysi. Þegar leiðir skilja nú er mér efst í huga góðsemi sú og velvild, sem mér þótti ætið einkenna Guðjón heitinn i svo rikum mæli. Alltaf lagði hann gott eitt til mála og gerði ætíð gott úr öilu. Slíkir menn eru ómetanlegir á hverjum vinnustað. Hann varður okkur samstarfsmönnum sínum ógleymanlegur og minninguna um hann munum við ætíð geyma i huga okkar og sál. Ættingjum hans og skyldmennum vottum við einlæga samúð okkar og biðjum sál hans blessunar á ómælisleið- um. Sigurður E. Guðmundsson. .. ' SKIIMNASALAN Höfum úrval af loðjökkum og loðkápum á boðstólum Verð á jökkum kr 42 040. — , 44.513 — 45.337.-. Verð á loðkápum kr 65.944 — 65.945 — 70.066.-. Auk þess framleiðum við eftir pöntunum húfur, trefla, loðsjöl (capes), loðjakka og loðkápur úr alls konar skinnum. LAUFASVEGUR19 sími 1 5644, 2. hæð til hægri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.