Morgunblaðið - 20.09.1977, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 20.09.1977, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 1977 Þrennt slasad- ist í árekstri á Akranesi ALVARLEGT umferðarslys varð á veginum skamml fyrir ofan Akranes klukkan 14.30 á laugar- dag. Lentu þar í árekstri fólksbif- reið af Skoda-gerð og viirubifreið. Slasaðist þrennt í fölksbifreið- inni og var flutt á sjúkrahús, sfð- Leiðrétting Þau leiðu mistök urðu í Mbl. sl. föstudag i frétt um banaslys á Skagastrandarvégi, að sagt var að ungur maður, sem var i bilnum auk ungu konunnar, sem lézt, hefði ekið bifreiðinni. Ilér mun ekki hafa verið faríð rétt með og biðst Morgunblaðið velvirðingar á mistökunum. Harður árekstur við Hamraborg í Kópavogi LAUST fyrir hádegið i gær varð allharður árekstur við Hamra- borg í Köpavogi og rákust þar á tveir bilar. Varð áreksturinn á Hamraborg, vestan megin, þar sem tengibraut er við nyrðri brúna yfir gjána en þar hefur nýlega verið breytt umferðarrétti að sögn lögreglunnar i Kópavogi. I öðrum bilnum voru tvær konur með þrjú börn og í hinum maður með barn og skarst fullorðna fólk- ið nokkuð og hlaut áverka í and- liti og var flutt á slysadeild til aðgerða. Að sögn lögreglunnar i Kópavogi eru þetta slæm gatna- mót og sem fyrr segir var breytt umferðarrétti þar hinn 1. septem- ber s.l. og því ástæða til að aka þarna með varúð. INNLENT degis á laugardag var sfðan kona úr fólksbifreiöinni flutt með þyrlu frá Varnarliðinu til Reykjavíkur. Var hún meöal ann- ars brotin á báum fótum og meira slösuð. Areksturinn varð á mótum gamla og nýja vegarins fyrir ofan Akranes og hafði merki um stöðv- unarskyldu á nýja veginum verið tekið niður deginum áður af Vegagerðinni. Þar sem merkið hafði áður verið gilti nú hægri varúð, gji það var vörubifreiðin, sem ók eftir nýja veginum. Valt vörubifreiðin út af veginum við áreksturinn og för á hliðina. Skemmdist vörubifreiðin tals- vert, en fólksbifreiðin mun vera önýt. Lögreglan á Akranesi. sagði í gær, að það væri mjög alvarlegt mál hve fáliðaðir lögregluþjónar á Akranesi væru. Þannig væru aðeins sjö fastráðnir lögreglu- þjónar á staðnum, sem stöðugt færi vaxandi, og hefðu þeir að auki með sjúkraflutninga að gera. Var haldinn borgarafundur á Akranesi um þetta mál í fyrra- haust, en úrbætur hefðu enn ekki fengizt. „Alcopley íJapan” í kvöld kl. 20.30 verður sýnd kvik- myndin „Alcopley í Japan“ sem er gerð af japanska myndlistar- manninum Shiryo Morita, í fund- arsal Kjarvalsstaða. Fram í henni koma m.a. Nína Tryggvadóttir og aðrir listamenn. Myndin er um 25 mínútna löng og án texta, en Alcopley mun sjálfur segja frá. Tónleikar MANUELA Wiesler flautuleikari heldur tónleika í Bústaðakirkju á morgun kl. 20.30. A efnisskránni eru verk eftir Carl Philipp Emanuel Bach, Edgard Varese, Jacques Ibert, Þorkel Sigur- björnsson og Vagn Holmboe. Að- göngumiðar fást við innganginn. Séð yfir salinn i Laugardalshöllinni í fyrradag. A J Björn O. Thorstensen, Norðurlandameistari í hárgreiðslu, ásamt stúlkunni sem hann greiddi í keppninni. Niels Schou, Norðurlandameistari í hárskurði, og maðurinn sem hann klippti í keppninni. Norður- landameist- arar í hár- skurði og hár- greiðslu SÍÐAST liðinn sunnudag fór fram Norðurlanda- keppni 1977 í hárgreiðslu og hárskurði í Laugar- dalshöllinni í Reykjavík. Norðurlandameistari í hárgreiðslu varð Björn O. Thorstensen frá Noregi og sigurvegari í hárskurði var Niels Schou frá Danmörku. í miðvikudagsblaói Morg- unblaósins verður greint frekar frá þessari keppni hárskurðar- og hár- greiðslumeistara á Norð- urlöndum, og birtar myndir frá keppninni. Eyðing laxaseiðanna í Laxalóni hafin og fer hvert seiði um hendur ann- aðhvort Arna eða Brynjólfs. Þessu næst eru seiðin sett í plast- brúsa og þau flutt að Keldum, þar sem sýni úr þeim eru valin af handahófi og greind en að síðustu eru seiðin brennd í þar til gerðum ofni á Keldum. Tveir menn vinna með Brynjólfi og Arna að deyf- ingu og talningu seiðanna í Laxa- ARDEGIS í gær var hafi/.t handa við að eyða laxasciðum í Laxeldis- stöðinni í Laxalóni en landbúnað- arráðuneytið ákvað sem kunnugt er að öllum laxaseiðum f stöðinni skyldi eytt vegna nýrnaveiki i þeim. Það eru þeir Brynjólfur Sandholt dýralæknir og Árni Isaksson fiskifræðingur, sem ann- ast eyðingu seiðanna ásamt starfsmönnum Tilraunastöðinni á Keldum. Að sögn Arna Isaksson- ar var rúmlega 23 þúsund seiðum eytt í gær og gerði hann ráð fyrir að það tæki þrjá til fjóra daga að farga öllum seiðunum en ekki vildi hann segja ákveðið um hvað mörg seiði væru í stöðinni. Við rannsóknir á seiðum, sem tekin voru í Laxalóni og rannsökuð á Keldum fundust greinileg ein- kenni um nýrnaveiki Í36%, vafa- söm sjúkdómseinkenni sáust í 6% og 58% voru án einkenna um nýrnaveiki. Laxaseiðunum er eytt með þeim hætti að fyrst er þeim safnað í sérstakt ker og gefið deyfilyf en þessu næst eru þau talin á borði EYÐING LAXASEIÐANNA IIAFIN — Brynjólfur Sandholt telur sciðin, Arni Isaksson, skráir niður fjölda seiðanna og Skúli Pálsson á Laxalóni fylgist með. Ljósm. Mbl. t.g. lóni en á Keldum sjá 3 menn um greiningu þeirra og brennslu. — Þetta er ekki skemmtilegt verk og allra sizt vegna allra þeirra blaða- skrifa, sem orðið hafa út af þessu máli. Það er alltaf skemmtilegra að halda lífi í fiski en þetta er gert af illri nauðsyn, sagði Árni. Guðmundur Pétursson, for- stöðumaður Tilraunastöðvarinnar á Keldum, sagði í samtali við blað- ið, að þeir á Keldum hefðu tekið sýni úr öllum kerjunum, sem eytt var úr í gær og hefðu þessi seiði verið valin af handahófi og hefðu einkenni nýrnaveiki fundizt i allt frá fjórðungi seiða í hverju keri og upp í helming. — Þetta er meira en við áttum von á, þegar seiðin eru valin af handahófi. Við vissum reyndar ekki hversu mik- 8ð sjúkdómurinn var útbreiddur, því fyrri sýni voru helzt tekin úr fiskum, sem grunsamlegir þóttu, sagði Guðmundur. I stöðinni i Laxalóni er einnig regnbogasilungur og ákvað land- búnaðarráðuneytið að honum skyldi hlíft. Fisksjúkdómanefnd lagði í tillögum sinum til ráðu- neytisins til að öllum fiski í Laxa- lóni yrði eytt, þá bæði laxaseiðum og regnbogasilungi, en hafði áöur bent á að reyna mætti þá leið að bíða með að lóga regnbogasil- ungnum þar til alinn hefði verið upp nýr fiskur af sótthreinsuðum eggjum. Ráðuneytið hefur ekki enn tekið ákvörðun um hvað gert verður við regnbogasilunginn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.