Morgunblaðið - 20.09.1977, Page 43

Morgunblaðið - 20.09.1977, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 1977 43 Carter boðar hóf- samari afstöðu til Evrópukommúnista Stuttgart, V-Þýzkalandi, 19. september, AP. JIMMY Carter, Banda- ríkjaforseti, hefur látiö Sexburafæð- ing í Hollandi Leyden, Hollandi. 18. sept. Reuter. SEXBURAFÆÐING varð i Hol- landi í gær, þegar 28 ára gömul kona ól fjórar telpur og tvo drengi. Þetta er fyrsta sexbura- fæðing í Hollandi. Móðirin hafði tekið frjósemislyf. Sexburarnir voru frá eínu kílói til eins og hálfs að þyngd. Börnin komu tveimur mánuðum fyrir timann og voru tekin með keisaraskurði. Fimmtán manna lækna- og hjúkr- unarlið tók á móti sexburunum og sagði talsmaður sjúkrahússins að 75% líkur væru á því að öll börn- in sex héldu lífi. þau orð falla í viðtali við Readers Digest, að enda þótt kommúnistar kæmust í valdastól í Frakklandi og á Ítalíu þyrfti það ekki óhjákvæmilega að hafa í för með sér að þessum tveimur þjóðum yrði vísað úr Atlantshafsbandalag- inu. í viðtali þessu, sem ný- lega hefur verið birtur út- dráttur úr, segir Carter ennfremur, að hann eigi ekki von á því að vinstri stjórnir með aðild komm- únista verði í þessum tveimur aðildarrikjum Atlantshafsbandalagsins í náinni framtíð, en af hálfu Bandaríkjamanna verði ekki gerð minnsta tilraun til að hafa áhrif á skoðanir kjósenda í þessum löndum. Grikkland: Karamanlis. Aþenu 19. sept. AP. ALMENNAR kosningar fara fram í Grikklandi síðari hluta nóvembermánaðar n.k. segir f AP-frétt frá Aþenu og er fréttin höfð eftir George Mavros, leið- toga stjórnarandstöðunnar. Skýrði hann frá þessu að loknum fundi með Karamanlis forsætis- ráðherra. Sögusagnir höfðu verið á kreiki um að Karamanlis hefði hug á því að efna til kosninga í haust. Hann er þeirrar skoðunar að nauðsynlegt sé að kanna vilja þjóðarinnar og fylgi hennar við flokk hans, Nýja lýðræðisflokk- inn, vegna mikilvægra ákvarðana Gíraffinn Viktor í hinni kynlegu stellingu. Rís Viktor á fætur í dag? Winchester, Englandi, 19. september, Reuter. GlRAFFINN Vietor liggur enn ósjálfbjarga með afturfæturna I splitt eftir misheppnaðan ástarforleik fyrir helgina. Þó birti heldur yfir tilveru hans í dag, þegar gæzlumenn í Mar- well Park-dýragarðinum leiddu á hans fund vinkonur hans þrjár, Dómínó, Dribbles og Arabesque, en grunur leikur á að Viktor hafi lent í þessari kynlegu sjálfheldu er hann var að gera sig liklcgan við ein- hverja þeirra. Viktor hefur verið á lyfja- gjöfum undanfarið, og segjast dýralæknar vera að byggja hann upp og styrkja, en gert er ráð fyrir að reynt verði að að- stoða Viktor við að risa á fætur á morgun, þriðjudag. Viktor hafa borizt skeyti víða að úr heiminum með samúðar- og hvatningaróskum. VEÐUR víða um heim Amsterdam 14 sól Aþena 30 bjart Berlin 29 bjart Brússel 13 skýjaS Barcelona 18 skýjað Chicago 21 bjart Frankfurt 14 rigning Genf 17 skýjað Helsinki 11 skýjað Jóhannesarborg 21 sól Lissabon 22 bjart Los Angeles 26 bjart Madrid 23 skýjað Malaga 27 léttskýjað Majorka 18 skýjað Miami 29 bjart Moskva 10 skýjað Kaupmannahöfn 15 sól Ósló 18 sól New York 28 rigning París 15 sól Rómaborg 16 rigning San Francisco 22 rigning Stokkhólmur 9 sól Tel Aviv 28 sól Vancouver 20 skýjað Dayan í W ashington: Kynnir friðartillög- ur ísraelsstjórnar Kosið í nóvember í náinni framtíð um Kýpur og aðild að Efnahagsbandalaginu. Flokkur Karamanlis hefur nú 216 sæti af 300 á gríska þinginu. Stjórnmálafréttaritarar segja að Karamanlis muni áreiðanlega vinna auðveldan sigur í kosning- unum, enda hafi honum tekizt að afla sér virðingar og trausts með þjöðinni siðan hann tók við völd- um í júlí 1974. Tveir af fimm stjórnarandstöðuflokkum, fylk- ing Andreasar Papandreu og kommúnistaflokkurinn sem fylg- ir Moskvu eru andvigir aðild að EBE. Washington, 19. sept. Reuter. MOSHE Davan, utanríkisráð- herra Israels, lagði í dag fyrir bandaríska ráðamenn friðartil- lögur Israelsstjórnar i deilumál- unum fyrir botni Miðjarðarhafs, en hann hefur enn ekki fengizt til að gefa neinar skýringar á skyndilegri heimferð sinni frá Evrópu til Israels um helgina áð- ur en hann hélt vestur um haf til Bandaríkjanna. Cyrus Vance, utanrikisráðherra Bandaríkjanna, tók á móti Dayan i dag, og sagði við það tækifæri, að þeir myndu ræða friðarhorf- urnar i Austurlöndum nær á breiðum grundvelli. Síðar í dag átti Dayan að eiga fund með Cart- er Bandaríkjaforseta. ísraelskir embættismenn lýsa friðartillög- um Israelsmanna þannig, að þær feli i sér mjög itarlegar áætlanir um framtíðarsamninga milli Arabaríkjanna og Israelsrikis. Dayan hefur ekki viljað gefa neinar skýringar á hinni skyndi- legu brottför sinni frá París um helgina til Israels, þar sem hann átti viðræður við Begin, forsætis- ráðherra, en fyrirfram hafði verið gert ráð fyrir að Dayan færi beint frá Evrópu til Bandaríkjanna. í samtali við fréttamenn í Washing- ton í dag sagði Dayan aðeins, að hann hefði snúið heim til Israels til að gefa Begin skýrslu um mikilvægar viðræður, sem hann hefði átt i París, en vildi ekki skýra frá því við hvern eða hverja hann hefði þar rætt. Grikkir taka þátt í heræfingum NATO Aþenu 19. sept. AP. GRtSKI flotinn mun taka þátt I heræfingum Atlantshafsbanda- lagsins sem hef jast við Gibraltar í dag og hafa Grikkir ekki tekið þátt í slíkum æfingum síðan árið 1974, er þeir slitu hernaðarsam- starfi við bandalagið. Heræfing- arnar eru kallaðar „Display determination" og verða þær Ætlaði Oswald að drepa Nixon? New York, 18. sept. Reuter. MARINA Oswald, sem var gift L. II. Oswald, grunuðum bana- manni Kennedys fyrrv. Banda- ríkjaforseta, segir í bök sem er að koma á markaðinn, að hún hafi einu sinni læst eiginmann sinn inni á baðherbergi til að koma í veg fyrir að hann gerði tilraun til að drepa Richard Nixon, og gerðist þetta að henn- ar sögn sjö mánuðum áður en Kennedy var myrtur. Kaflar úr bók Marinu eru birtir í októberhefti Home Journal og segir þar að þetta hafi gerzt hinn 21. apríl eða um það bil tveimur vikum eftir að Oswald sagðist hafa reynt að drepa Edwin Walker hershöfð- ingja. Marina segir að Lee Harvey Oswald hafi ákveðið að skjöta Nixon eftir að hann hefði lesið að Nixon krefðist þess að Rúss- ar færu brott af Kúbu. Þegar hann hafði séð þetta greip hann byssu sína og bjóst til brottfar- ar. Þegar Marina segist hafa spurt hvert hann ætlaði sagði hann: „Nixon er að koma til borgarinnar. Ég ætla að athuga málið." Marina Oswald kveðst ekki hafa haft hugmynd um hver Nixon var, en vitað að líf var í hættu. Tókst henni með brögð- um að fá Oswald til að fara inn á baðherbergið og loka hann inni. Þegar hann æpti hástöfum til hennar að hún skyldi opna neitaði hún og sagði: „Hvernig gaztu skrökvað að mér. . . þú varst búinn að gefa mér loforð um að þú skyldir aldrei skjóta neinn aftur og nú ertu að byrja á þessu aftur." Segist hún hafa hótað honum að fara til lögreglunnar og segja það sem hún vissi um skotárásina á Walker. Hún kveðst líka hafa sagt að hún gæti átt á hættu að rnissa barn- ið sem hún gekk með ef hann gerði þetta. Hefði orðaskak þeirra staðið nokkra hríð en siðan hefði Oswald lofað að hætta við allt saman. haldnar á eystri hluta Eyjahafs milli Grikklands og Tryklands. Astæðan fyrir því að Grikkir hættu hernaðarlegu samstarfi við NATO-rikin var að þeir vildu með þvi mótmæla innrás Tyrkja á Kýpur. Siðan hefur gríska ríkis- stjórnin unnið að því eftir megni að draga úr spennu milli Grikk- lands og Tryklands. Næðist sam- komulag um Kýpur kynni að vera að Grikkir féllust á að hefja form- lega þátttöku aftur í hernaðar- samslarfi bandalagsins. Italía: Forsetinn féllst á afsögn varnar- málaráðherrans Rómaborg, 19. sept. Reuter. LEONE Italíuforseti féllst um helgina á afsögn varnarmálaráð- herra landsins Vito Latlanzio, en hann hefur sa>tt geysilegri gagn- rýni siðan stríðsglæpamaðurinn Herbert Kappler. komst úr it- ölsku hersjúkrahúsi fyrir nokkr- um vikum. I tilkynningu Leones segir þó að Lattanzio verði áfram i ríkisstjórn Andreottis og gegni embætti samgönguráðherra. Því embætti gegndi áður Attilo Ruff- ino og hafa þeir nú skipti á emb- ættum, þar sem Ruffino tekur við starfi varnarmálaráðherra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.