Morgunblaðið - 11.10.1977, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTOBER 1977
Richard Björgvinsson, bæjarfulltrúi:
Rey k j anessamningar
REYKJANESSAMNINGAR
Eins og gefur að skilja hafa
miklar umræður orðið undan-
farið um kjaramál opinberra
starfsmanna og er sennilega
nokkuð í land að því linni. Inn í
þetta hafa meira og minna
fléttast ummæli og skoðanir á
hinum svonefndu Reykjanes-
samningum. Flést hefur þetta
verið á einn veg, gagnrýni og
beinar rangfærslur, stundum
af þekkingarskorti en þá kastar
nú fyrst tólfunum, þegar menn,
sem vita betur, senda frá sér
beinar rangfærslur og mis-
túikanir. Öll gagnrýnin var líka
á þá lund, að við sem þessa
samninga gerðum, hefðum
gengið of langt til móts við
kröfur starfsfólksins. Enginn,
sem um þessa samninga hefur
ritað, virðist hafa fundið hjá
sér hvöt til að láta hið sanna
koma ljóst fram.
Þessir Reykjanessamningar
eru nú aðeins söguleg plögg,
þar sem þeir hafa allir 5 verið
felldir af starfsfólki við-
komandi bæja með yfirgnæf-
andi meirihluta, og því ekki
verið taldir svo góðir af hálfu
þess, og auk þess voru þeir
felldir í tveim bæjum.
Seltjarnarnesi og Garðabæ, af
bæjarstjórnum þar.
Ég vil því gera grein fyrir
þessu í sem stytztu máli, þó
kjaramál séu of flókin, og mun
ég einkum gera þetta frá
sjónarmiði Kópavogs. Til
skýringar fyrir þá, er eigi til
þekkja, skal það nefnt, að í
þessum samningi var ekki
samið um sjálf launin, aðeins
um önnur kjaraatriði. Hvað var
það sem breyttist í þessum
samningi frá fyrri samningi?
Það eru ekki mörg atriði, en
þau sem máli skipta eru þessi:
HÆKKUN
VAKTAALAGS
Persónuuppbót, sem greidd
er í desember, var áður miðuð
við að starfsmaður hefði verið í
föstu starfi í 15 ár, en nú
breyttist það í 12 ár. Upphæðin
var kr. 30.000,- skyldi nú verða
kr. 40.000.- var það aðeins eðli-
leg dýrtíðaruppbót.
Nýtt ákvæði í þessum
samningi var starfsaldurs-
hækkun eftir 15 ára starf, þá
skyldi starfsmaður hækka um
einn launaflokk. Þetta atriði
hefði kostað hæjarsjóð Kópa-
vogs um 800 þús kr. á þessu ári.
Vaktaálag var hækkað miðað
við fyrri samning úr 33,33% í
38% og skyldi nú miðað við
laun í launaflokki B-13 i stað
B-ll áður.
Þarna er um þó nokkra
hækkun að ræða og hefði þetta
atriði samningsins, ef hann
hefði verið samþykktur kostað
Kópavog um 1.200 þús, kr. á
þessu ári. í kjarasamningum i
lýðfrjálsu landi er það ávallt
svo að báðir aðilar verða að
gefa eitthvað eftir til þess að
samningar náist.
1 þessu sambandi skal á það
bent, að i sáttatillögunni, sem
felld var svo rækilega á
dögunum, fólst sú hækkun á
vaktaálagi að næturálag skyldi
vera 45% og stórhátíðarálag
Richard Björgvinsson
90% en álag á kvöldvaktir
óbreytt eða 33,33%.
Af þessu sést, að það se
almenn tilhneiging til þess i
þjóðfélaginu að hækka vakta-
álag, þó það sé gert sitt með
hvorum hætti, enda viðurkennt
að vaktavinna er mjög lýjandi
þegar til iengdar lætur. Sé
miðað við þrískiptar vaktir, þá
gefur sú útgáfa er í sáttatil-
lögunni fólst, meiri hækkun en
fólst i Kópavogssamningnum
eða um 3—4% meiri. Hjá Kópa-
vogskaupstað vinna þrír starfs-
hópar vaktavinnu og fá því
greitt vaktaálag, þ.é. hjá
strætisvögnum Kópavogs, við
sundlaug og í íþróttahúsum.
Því hefur verið haldið fram í
blöðum, að bæjarfélög ættu
ekki að semja um vaktaálag,
því ríkið greiddi þetta hvort
sem er að meira eða minna
leyti. Ríkissjóður greiðir ekkert
af því vaktaálagi, sem greitt er
af Kópavogsbæ og að sjálfsögðu
þarf að semja um þetta atriði
eins og önnur kjaraatriði.
ORLOF
Þá kem ég að orlofsmálunum.
Nær eina breytingin, sem gerð
var i þessum samningi, miðað
við hinn fyrri, var að orlofs-
lenging um 3 daga sem áður var
aðeins miðuð við 8 og 12 ára
starfsaldur skyldi nú einnig
miðuð við 40 og 50 ára aldur,
sem sagt aldursákvæðinu var
bætt inn i, þetta var t.d. i eldri
samningi rikisins og var því
bætt inn til samræmis við það,
en hafði ekki verið í samningi
Kópavogs. Lágmarksgreiðsla
vegna orlofs af yfirvinnu var
hækkuð úr 15 þús. kr. i fyrri
samningi og skyldi nú verða 20
þús. kr. Öðrum atriðum i sam-
bandi við orlof var alls ekki
breytt frá fyrri samningi. Það
hefur hins vegar verið mjög
blásið út, að í þessum samning-
um hafi verið samið um svo og
svo mikla orlofslengingu og
mikið nefnt í þessu sambandi
að laugardagarnir teljast ekki
til orlofsdaga.
í kjallaragrein í Dagblaðinu
6. þ.m. ræðir Sigurður Helga-
son hrl., þessi samningamál og
segir þar að orlofslengingin
felist m.a. í þessu atriði um
laugardagana, en það kom inn í
samninga í Kópavogi 1974
einmitt, þegar Sigurður Helga-
son var forseti bæjarstjórnar
Kópavogs og þá samþykkt af
honum sjálfum svo hann ætti
manna bezt að vita um þetta
atriði.
I hinum bæjunum fjórum,
sem aðild áttu að gerð Reykja-
nessamninganna, voru laugar-
dagarnir aðeins taldir af hálfu
til orlofsdaga, þ.e. tveir taldir
orlofsdagar og tveir ekki.
1 kjarasamningi ríkisins er
það ákvæði um vetrarorlof, að
taki starfsmaður vetrarorlof
lengist orlofstíminn um '4. í
samningi Kópavogs bæði þeim
fyrri og þeim er verða átti,
gildir þetta ákvæði þvi aðeins,
að vetrarorlof sé tekið að beiðni
yfirmanns, sem er mikill
munur og skal þá orlofið
lengjast um H. Á þessum
tímum, þegar vetrarorlof færist
mjög í vöxt, mun þetta atriði
vega þyngra og það þarf ekki
marga starfsmenn sem fara í
vetrarorlof, til þess að orlofs-
lengingin vegi ekki nokkuð upp
í ákvæðið um laugardagana.
SAMNINGSRÉTTUR
SVEITARFÉLAGA
I áðurnefndri kjallaragrein
Sigurðar Helgasonar hrl. telur
hann það furðulegt, að slíkir
samningar skulu gerðir í
sveitarfélögum, sem stjórnað er
af sömu stjórnmálaflokkum og
fara með völdin í landinu. Um
þetta vil ég segja: Sveitar-
féiögin hafa sjálfstæðan
samningsrétt, þeim ber skv.
lögum að semja við starfsmenn
sína á sama tima og rikið semur
við sína, áður höfðu sveitar-
félögin einn mánuð til
samninga eftir að ríkið hafði
lokið sínum.
Allir fulltrúar sveitar-
félaganna fimm gengu til
þessara samninga af heilum
hug með vilja til samninga.
Þeirra álit var og er, að starfs-
fólk sveitarfélaganna eigi
fullan rétt á þvi að við það sé
rætt og við það sé samið og það
sé algjörlega laust mál við þá
staðreynd að það vinnur hjá
sveitarfélögum í kjördæmi fjár-
málaráðherra og það eigi síður
en svo að líða fyrir það að
núverandi fjármálaráðherra er
þingmaður þeirra.
Umferðarár?
Baldvin Þ.
Kristjánsson:
Sú slysaalda, sem að undan-
förnu hefur riðið yfir, er
óhugnanleg og vekur öllum hugs-
andi mönnum ugg og ótta. Menn
spyrja því: Hvað er hægt að gera
til að spyrna gegn ógæfunni?
Sérstaklega eru það umferðar-
slysin, sem athygli vekja og
áhyggjum valda, svo átakanleg og
örlagarík sem þau eru. Aukning
umferðarslysa og dauða að undan-
förnu er enn óvæntari og sár-
grætilegri fyrir það, að s.l. ár, og
þó fyrr, sýndu skýrslur ákveðið
fækkandi umferðarslys miðað við
bílafjölda í umferðinni, og gáfu
því ástæðu til bjartsýni og von-
gleði.
En nú hefur syrt að á ný, og
uggvænn skuggi umgerðarslysa-
hættunnar hvilir yfir landi og
þjóð.
Ymsir hafa að undanförnu látið
frá sér hey.ra að gefnu tilefni
varðandi umferðarslysin, þ.ám.
Valgarð Briem hrl. form.
framkvæmdánefndar H-umferðar
á sinum tíma og núverandi form.
Umferðarnefndar Reykjavíkur-
borgar. Hann skrifar umhugs-
unarverða grein í Mbl. 30. sept.
s.l. Víkur hann þar m.a. að
sérstakri fjárveitingu — 10 millj.
kr. — vegna breytingarinnar úr
vinstri yfir í hægrí akstur „til
þess að auka umferðaröryggi og
draga úr slysahættu".
Síðan lýsir Valgarð þeim góða
árangri, en náðist undir þessum
varhugaverðu kringumstæðum og
segir réttilega m.a.: „... i stað
þess að slysum fjölgaði, eins og
mátt hefði búast við, þá dró veru-
lega úr þeim“. Og ég get ekki
Baldvin Þ. Kristjánsson
stillt mig um að undirstrika orð
hans um 10 milljónirnar góðu,
því þau eru tvímælalaust alveg
ýkjulaus og sönn: „Sú fjárfesting
skilaði sér margfalt árin á eftir í
beinhörðum peningum, að ekki sé
talað um sársauka og sorg, sem
slys valda, og aldrei verður
mælt.“
Þetta hefðu stjórnvöld Iandsins
— og raunar fleiri mátt muna alla
tíð síðan, því þá væri jöfnuðurinn
í þessu viðkvæma „viðskiptamáli“
vafalaust þjóðinni hagstæðari.
Það er ekki einu sinni spurning,
hvort landssjóðurinn getur fjár-
fest nokkuð á æskilegri og
árangursríkari hátt en með vanza-
lausu framlegi til umferðarslysa-
varna. Svo öruggt er það.
Enn leyfi ég mér að vitna til
Mb.-greinar Valgarðs, og nú er
það kjarni málsins, sem um er að
ræða. Hann kemur með þau til-
mæli „til þeirra, sem það mál
snertir, hvort það ástand, sem nú
hefur skapazt í umferðarmálum
þjóðarinnar, réttlæti ekki aðgerð-
ir í líkingu við það, sem gert var
fyrir 10 árum“.
Við erum áreiðanlega margir,
sem hikum ekki við að fullyrða
afdráttarlaust, að svo sé. Og nú
vill svo til, að við í Klúbbunum
ÖRUGGUR AKSTUR getum vitn-
að til einróma samþykktar frá síð-
asta fulltrúafundi okkar, sem
kemur alveg heim og saman við
hugmyndina um sérstök og ákveð-
in viðbrögó nú, og voru þó ekki
komnar í ljós þá þær hörmulegu
viðbótarástæður, sem síðar hafa
fallið til og nú blasa vió. Eftir
nokkra greinargerð segir orðrétt í
tillögu okkar:
„... hvetur VI. Fulltrúafundur
LANDSSAMTAKA Klúbbanna
ÖRUGGUR AKSTUR, haldinn í
Reykjavík 28. - 29. apríl 1977, til
skjótrar athugunar á möguleikum
til sérstaks UMFERÐARÁRS
1978.“
Ennfremur:
„Landssamtökin telja sig reiðu-
búin til samstarfs um slíkt
umferðarár og telja eðlilegt, að
Umferðarráð hafi forgöngu i
þessu máli, og bendir á Pétur
Sveinbjarnarson sem æskilegan
f ramkvæmdastjóra. “
Ég efast um, að 10 ára afmælis
H-umferðar á Islandi og þeirrar
hugsjónar, sem lá að baki henni,
verði minnst á verðugri, gagn-
legri og áhrifaríkari hátt en þann,
sem hér er lagt til. Þess er því að
vænta, að hreyfing i rétta átt kom-
ist nú á málið fyrir samhug og
áhuga allra þeirra, sem hér vilja
leggja hönd á plóg. Slysaaldan
knýr líka á með ofurþrunga
sínum. Óviðráðanlegar ástæður
hafa að undanförnu hindraó
okkur klúbbamenn I aðgerðum,
en nú viljum við ásamt öðrum
góðum aóilum hefjast handa og
láta á það reyna, hverjir mögu-
leikar kunna að finnast til fram-
gangs málinu.
Mér finnst engin ástæða til að
leyna þeim sannleika, að tillaga
okkar klúbbamanna um sérstakt
umferðarár er vel ættuð, því til
sjálfs dómsmálaráðherra landsins
á hún rót sína að rekja. Hann
varpaði þvi fram í myndarlegu
erindi á fundi okkar, hvort ekki
væri ástæða til að „efna til jafn-
vel heils umferðarárs“, og vitnaði
í því sambandi til ýmissa annarra
„ára“. Ekki veit ég, hvort þetta
var „óforhugsað" hjá ráð-
herranum þá á stundinni.
Uppástungan væri ekki verri
fyrir það — jafnvel betri.
Þess er að vænta, að ekki bara
ráðherranum renni nú blóðið til
skyldunnar, heldur og öllum, sem
gera sér Ijós mein og skaða
umferðarslysanna og vilja eiga
hlut að betri tíð, minnugir í þessu
sérstaka sambandi áminningar
—, að ég ekki egi særingaroróa
Tómasar:
„Þessi heimur hrópar inn
til þín,
i hendur þér hann felur
örlög sin."