Morgunblaðið - 11.10.1977, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR II. OKTOBER 1977
25
(Mbl-mynd RAX).
a veld-
m..."
I atriði. en um leið er nún tákn-
ræn athöfn. Umgerðin, i ein-
faldleika sínum, er ein af hefð-
um gamallar stofnunar. Og það
er þessi langa hefð sem gefur
jafnvel mjög fábrotinni og lát-
lausri athöfn gildi og inntak. ef
rétt er skilið. Þetta eru reyndar
alþekkt sammindi úr sögu bæði
veraldlegra og trúarlegra stofn-
ana Sumir fábreyttir siðir og
forsagnír hafa ævarandi gildi
innan sinnar menningarheild-
ar, ekki vegna upprunaiegs
ágætis síns, heldur af því að
þetta eru venjuhelguð arfleifð
viðkomandi þjóðar.
Alþingi er gömul stofnun. en
á þö að vera síungt og endur-
nýjast með nýjum tímum. nýj-
um mönnum. nýjum víðhorfum
og vinnubrögðum eftir nauðsvn
og kröfu hvers tima. En ræt-
urnar eru og eiga að vera þær
sömu og í upphafi var. og hefðir
og tákn skerpa tilfinninguna
fyrir þessu. Það form setn vér
höfum á setningu Alþingis er
einn af þessum gömlu rótum.
Hana á. að minni hyggju, ekki
að rífa upp, heldur hlúa að
henni. Ný viðhöfn, hver sem
hún ætti að vera. gæti hæglega
orðið innantóm eins og klíngj-
andi bjaila, en venjuhelgað lát-
leysi mun hins vegar, hér eftir
sem hingað til, vel gefast, til að
minna á veg og vanda þessarar
stofnunar og allra sem hér eiga
sætí.
Ég flyt yður. háttvirtir al-
þingismenn, bestu óskir á þess-
um þingsetningardegi, og læt
þá von og trú í Ijós, að störf
yðar f þágu þjóðar vorrar takist
eins farsællega og ég veit fyrir
víst að vilji yðar stendur til.
Að svo mæltu bið ég þing-
heím að minnast fósturjarðar
vorrar með því að rísa úr
sætum.
Samkvæmt 1. gr. þingskapa
ber nú aldursforseta að stjórna
fundi þar til kosning forseta
sameinaðs Alþingis hefur farið
fram. og bíð ég aldursforseta,
Guðlaug Gíslason, þriðja þing-
mann Suðurlands, að ganga til
forsetastóls.
fMHOM
Sr. Hjafti Gudmundsson:
Islenzk menning
er kristin menning
— Þingsetningarprédikun
Hér fer á eftir predikun sr. Hjalta Guðmundssonar, dómkirkju-
prests, er bann flutti við guðsþjónustu í gær. er Alþingi fsiend-
inga. 99. löggjafarþing, var sett:
„Yfir voru ættarlandi.
aldafaðir, skiidi halt.
Veit því heillir. ver það grandi.
virstu áö leita ráð þess ailt.
Astargeislum úthell björtum
yfir lands vors hæð og dal.
Ljósþitt glæð í lýðsins hjörtum,
Ijós. er aldrei slokkna skal.“
Nú nallar sumri og a þessum
yndisfögru haustdögum er Al-
þingi kvatt saman til starfa að
loknu sumarleyfí.
Þessir fögru haustdagar hafa
glatt huga og sál, og við horfum
vonglöð mót komandi vetri.
reiðubúin að takast á við þau
verkefni, sem framundan eru.
Það er gamall siður. að þing-
menn gangi í kirkju og hlýði
messu, áður en Alþingi er sett
formlega í Alþingishúsinu. Mér
finnst þetta fallegur siður og
mjög mikilvægur, þvi að hann
minnir okkur á þá staðreynd.
að líf íslensku þjiiðarinnar er
umfram allt grundvallað á
knstinni trú.
íslensk menning er kristin
menning. Allt hið besta í fari
isiensku þjóðarinnar á rætur
sínar að rekja til boðskapar
kristinnar trúar um kærleika
og hjálpfýsi manna hver við
annan. ÖIl störf Alþingis bera
þess merki. að hér býr kristm
þjóð, þvi að þau mál sem þar
eru afgreidd miða að því að
gera lif landsins barna tryggara
og betrá á allan hátt.
Alþingi setur lög til þess að
verndahag borgaranna, tryggja
þeim frelsi til orðs og æðis og
varðveita Iif þeírra og heill.
Alþingismenn eru fulltrúar
þjóðarinnar. í þeim kemur
fram vilji okkar i hnotskurn
um það, hvernig við, þegnarnir.
viljum að starfað sé á Alþingi.
Þess vegna er Alþingí æðsta
stofnun þjóðarinnar og er okk-
ur dýrmætarí en flest annað.
Alþingi nýtur trausts okkar og
virðíngar. Við treystum full-
trúum okkar. sem þar eiga sæti.
alþingismönnunum og þeir
skulu virðir vel.
Þeir eru að vísu venjulegír
dauðlegir menn og þeim geta
orðið á mistök eins og öðrum
mönnum. en sannfærður er ég
um vegna kynna minna :f
mörgum alþingismönnum. að
þeir vtnna þjtið sinni allt það
gagn sem þeir mega. Þeir eru
oft dæmdir ömaklega, en slikt
er hlutskipti þeirra sem ganga
fram fyrir skjöldu og taka
ákvarðanir, sem allir eru ekki
sammála um.
En þaó er ég sannfærður um.
að þjóðin treystir Alþingí og
vili Iúta leiðsögn þeirra ágætu
manna. sem þar sitja, og styður
þá jafnframt í mikilvægum
störfum þeirra fyrir land og
þjóð.
Nú er að hefjast seinasta þing
þessa kjörtímabils og munu nú
ýmsir þjóðkunnir alþingismenn
hverfa af þingi, og er eítirsjón
aó þeim. En einn er þó sá úr
hópnum. sem kvaddi I vor, sem
nú er ekki hér á meðal vina
sinna og þingbræðra. Það er
ágætismaðurinn Jón Arnason,
sem nú er látinn. Eg minnist
hans með mikiili virðingu og
Sr. Hjalti Guðmundsson. dóm-
kirkjuprestur.
þökk, þvi að hann var uin nokk-
urt árabil minn þingmaóur.
Guð blessi minningu hans.
Fáar þjóðir hafa þurft að
heyja jaínharða baráttu fyrir
tilveru sinni og við Islendíngar.
Segja má. að um allar aldir allt
frá því Islenaingar misstu sjálf-
stæði sitt 1262 hafi farið fram
barátta upp á lif og dauða þjóð-
arinnar. Aldrei mátti slaka á né
gefa eftir, þvi að annars var
voðinn vís.
Isienska þjóðin hefur barist
fyrir bættum lífskjörum og
vissuiega hefur geysimikið
áunnist og áfram skai haldið á
þeirri braut. Við viljum sækja
fram til sífellt betra lífs hér á
landi, svo að öllum landsins
börnum verði búin þau lífskjör.
sem leitt geta til hamingju og
farsældar.
Sú barátta hefur verið Iöng
og ströng og heldur sífellt
áfram. Isiand er harðbýlt land
þótt það sé með fegurstu lönd-
um heims. Það á vissuiega sín
auðævi að bjóða börnum sínum.
en sóknm í þau auöævi krefst
haröfylgis og atorku. Hér kem-
ur ekkert sjáifkrafa upp i hend-
ur okkar. Hér þarf vinnu. hug-
vit og skynsemi til aó leysa úr
læðingi þann lífskraft. sem
landið okkar biessað býður
fram.
Baráttulaust næst ekkert
fram. Það bekkjum víð af
langrí reynslu. En baráttan
herðir og síælír. Sú þjóð. sem
ekki þarf að berjast fynr neinu
er ekki öfundsverð. Það er hætt
við. að siik þjóð koöm niður
andlega og líkamiega og stand-
ist ekki. þegar á reynir. Slíkt á
ekki við um íslensku þjóðina.
Hún hefur alltaf þurft að hafa
mikið fyrir lífi sínu og þegar
baráttan var hörðust reis pjóö-
ín hæst og stóð einhuga saman.
Við viljum sækja fram til
bættra lífskjara en andleg ham-
ingja þjöðarinnar má ekki
gleymast í þeirn sókn. því að í
rauninni er öll hamingja
rnannsins undir því komin. að
hann eígi þann frið. sem Guð
einn getur geíið. An andlegrar
hamingju er hætt við. að bætt
lífskjör brenni upp t þeím
eldri, sem kyndir undir ninni
sífelldu og árangurslausu leit
margra manna að lifshamingj-
unni, því að ailt of margir leita.
þar sem gæfuna er ekki að
finna og uppskera því böl og
neyð.
Það er til lítils að leggja hart
að sér, ef Guð byggir ekki hús-
ið, ef Guð er ekki með í verki.
Stærsta von þjóðarinnar uin
hamingju og heill felst f trú
nennar og trausti til Guðs. Guð
hefur verið þjóðinni ljós og lif
um aldir. Hann hefur vakað yf-
ir þjóðinni á myrkustu stund-
um hennar og giætt með henni
kjark og þor, gefið henni von
um betri og bjartari daga.
Þess vegna skulum við hafa i
huga orð sáimaskáldsins: „Ef
Drottínn byggir ekki húsið erf-
iða smíðímir tii ónýtis."
Segja má. að atþingismenn
þjóðarinnar séu nokkurs konar
höfuösmiðir þess mannvirkis.
Framhald á bls. 26
Jóns Arnasonar og Lárusar
Jóhannessonar minnzt á Alþingi
Guólaugur Gislason. aldursforseti Alþingis, minntist tveggja iátinna
þingmanna við þingsetningu í gær: Jóns heitins Arnasonar, er sat á
Aiþingi frá vori 1959 þar til hann lézt 23. júfí sl. og Lárusar heitins
Jóhannessonar, er sat á Alþingi 1942—1956. Lárus lézt 31. júlí sl. —
Minningaroróin fara hér á eftir:
Jön Árnason átti að baki mik-
ið ævistarf, þegar hann féll frá.
Hann var áhugasamur og ósér-
hlífinn, félagslyndur og dreng-
lyndur, hafði ágæta söngrödd
og yndi af söng, var eljusamur
starfsmaður. naut trausts og
vinsælda. Siðustu missiri æv-
innar átti hann við vanheiisu að
stríða, en rækti erilsöm skyldu-
störf af ósérhlifni og samvisku-
semi svo lengi sem kostur var.
Lárus Jóhannesson var fædd-
ur á Seyðisfirði 21. október
1898. Foreldrar hans voru Jó-
hannes bæjarfógeti og alþingis-
maður Jóbannesson sýslu-
manns í Hjarðarholti i Staf-
holtstungum Guðmundssonar
og kona hans, Jósefína Lárus-
aóttir Blöndals sýslumanns og
alþingismanns á Kornsá í
Vatnsdal. Hann lauk stúdents-
prófi i Reykjavík vorið 1917 og
lögfræöiprófi frá Háskóla Is-
lands 1920. Framhaldsnám i
lögum stundaði hann i Kaup-
mannahöfn veturinn
1920—1921. Hann var fuiltrúi
hjá föður sinum víð bæjarfó-
getaembættið i Reykjavik á ár- 1
unum 1921—1924 og var settur
bæjarfögeti i forföllum öðru
hverju á þvi timabili. Einkarit-
ari Jóns Magnússonar forsætis-
ráðherra var hann frá þvi í
júnímánuði 1921 þangað tíl i
marsmánuði 1922. Hæstaréttar-
lögmaður varð hann siðla árs
Jón Arnason.
1924 og rak málflutningsskrif-
stofu í Reykjavík frá
1924—1960 I apríl 1960 var
hann skipaður hæstaréttardóm-
ari. I mars 1964 var honum
veitt lausn frá því embætti.
Lárus Jóhannesson var skip-
aður árið 1942 í millíþinga-
nefnd til þess að meta verðgildi
hlutabréfa Utvegsbankans.
Hann .var kosinn 1943 í milli-
þinganefnd um launakjör al-
þingismanna. átti sæti í Lands-
Lárus Jóhannesson.
bankanefnd 1946—1957. Hann
var formaöur Lögmannafélags
Islands 1947—1960 og kjörinn
heiðursfélagi þess 1961. AI-
þingismaður Seyðfirðinga var
hann á árunum 1942—1956. sat
á 15 þingum alls. Hann sat þing
Evrópuráósins á timabilinu
1952—1956 og þing Norður-
landaráðs 1956.
Lárus Jöhannesson átti sér
giæsilegan námsferil. lauk em-
bættisprófi i lögum 21 árs.
Fyrstu árin að námi loknu var
hann aðstoðarmaður föður síns
við umsvifamikil embættis-
störf. Brátt hóf hann rekstur
lögmannsstofu, sem hann rak í
36 ár, og sinnti málflutningi og
eignaumsýsiu. Hann var í hópi
atkvæðamestu lögmanna lands-
ins og formaður í samtökum
þeirra á annan áratug. þar til
hann tók sæti í Hæstarétti.
Hann var fonnaður félags. sem
stofnað var árið 1925 og var
brautrvðjandi í rekstn útvarps
hér á landi. Siðar á ævinni rak
hann prentsmiðju og IxVkaút-
gátu. A heimiii foreldra sinna
hlaut hann náin kynni af
stjórnmálum og baráttunm fvr-
ir fullveldi Islands. þar sem
faðir hans stóð framarlega í
fylkingu. Að nýfengnu kjiir-
Framhald á bls. 26