Morgunblaðið - 11.10.1977, Page 36
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÖBER 1977
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTOBER 1977
21
Einn leikmanna Fy Ikislidsins felur sig á bak við vörn Leiknis og
skvtur siðan að marki.
Fylkirvann
Leikni naumt
Fylkir sigraði Leikni 21:20 í 2.
deildinni á sunnudagskvöldið í
vægast sagt einkennilegum leik.
Fylkir hafði algera yfirburði í
fyrri hálfieik og var staðan 14:6
Fylki í vil í hálfteiknum. En í
seinni hálfleik voru það Leiknis-
menn, sem voru mun betri, sér-
staklega þó undir lokin og þegar
flautað var til leiksloka skildi að-
eins eitt mark liðin.
Hörður Sigmarsson þjálfari og
leikmaður Leiknis lék nú sinn
fyrsta leik með nýja félaginu.
Fylkismenn þekktu vel til Harðar
þvi þeir tóku hann úr umferð
alveg frá fyrstu mínútu leiksins.
Tókst þeim að halda Herði mjög i
skefjum í fyrri hálfleik en í þeim
seinni iosnaði nokkuð um hann.
En þetta sýnir vel að ekki dugir
fyrir liö að byggja á einum leik-
manni. andstæðingurinn á alltaf
það svar að taka hann úr urnferð
og það verður vafalaust þannig
meö Hörð í öllum leikjum 2. deild-
ar i vetur.
Fylkir lék mjög sannfærandi í
fyrri hálfleik og liðið iék oft á
tiðum góðan handknattleik með
þá Einar Agústsson og Haildór
Sigurðsson sem beztu menn.
Leiknislióið virðist ekki komið i
góða æfingu ennþá og aukakilóin
leyna sér ekki á nokkrum leik-
mönnum. Annars er helzti galli
liðsins sá, að leikmenn þess eru
upp til hópa mjög skotglaðir.
Mörk Fylkis: Einar Agústsson
6, Halldór Sigurðsson é (3 v),
Einar Einarsson 3, Gunnar
Baldursson 3, Stefán Hjálmarsson
2 og Jóhann Jakobsson 1.
Mörk Leiknis: Hörður Sigmars-
son 8 (4 v), Hafliði Kristinsson 4,
Hafliði Pétursson 4, Arni
Jóhannesson 2. Asmundur Frið-
riksson og Finnbjörn Finnbjörns-
son 1.
Ölafur Steingrimsson og Gunn-
ar Kjartansson dæmdu leikinn
sérlega vel.
— ss.
Naumt tap nýlið-
anna gegn Þrótti
Handknattleiksfélag Kópavogs, HK, kom vissulega á óvart I sínum
fyrsta leik í 2. deild. Liðió lék á laugardaginn gegn Þrótti, liðinu, s'em
féll úr 1. deild sfðastiiðið vor. Unnu Þróttarar að vfsu sigur í leiknum.
en munurinn varð ekki nema eitt mark, 21:20, og segir undirrituðum
svo hugur að HK eigi eftir að gera það gott f 2. deiidinni í ár.
1 upphafi ieiks Þróttar og HK þessu sinni voru Konráð Jónsson,
var jafnræði með liðunum, en er
leið á fyrri hálfleikinn náði Þrótt-
ur undirtökunum og góðri for-
ystu. Munaði 5 mörkum á liðun-
um í leikhléi, staðan var 13:8 HK
minnkaði þann mun strax f byrj-
un seinni háifleiksins, sáust tölur
eins og 15:14 og sfðan 17:16 á
markatöflunni. Þá náði Þróttur
aftur góðuni leikkafla og þriggja
marka forystu, 19:16, og 21:18.
Þann mun náði HK ekki að vinna
upp, en tvö sfðustu mörk leiksins
voru Kópvæginganna. Leiknum
lauk 21:20 eins og áður sagði.
Þróttarliðið virkaði þungt f
þessum leik, auk þess sem þeir
hafa talið HK-mennina auðvelda
bráð. Sigur liðsins var þó fylli-
lega sanngjarn, en bráðræði í
sókninni hafði nær orðið þeini
dýrkeypt. Beztu menn Þróttar að
einkum T fyrri hálfleiknum, en
Sveinn Sveinsson var einnig
drjúgur og var ekki sískjótandi
eins og sumir félagar hans í
Þrótti.
Tveir menn voru f sérflokki f
HK-liðinu að þessu sinni, Björn
Blöndal, spretthlaupari m.m. úr
KR, og Stefán Halldórsson. Skor-
uðu þeir hróðurpartinn af mörk-
um liðsins. 1 liðinu eru einnig
aðrir athyglisverðir leikmenn,
sumir ungir og efnilegir, aðrir
leikreyndir mjög eins og Karl
Jóhannsson, sem varla telst þó
lengur efnilegur.
MÖRK ÞROTTAR: Konráð
Jónsson 10, Sveinn Sveinsson 5,
Jóhann Frfmannsson 3. Halldór
Bragason 2, Sævar Ragnarsson 1.
MÖRK IIK: Björn Blöndal 10,
Stefán Halldórsson 8, Kristinn
Olafsson 1, Jón Einarsson 1.
KR-ingar eiga eftir að
spjara sig í 1. deildinni
KR-INGAR stóðu sig vel f sínum fyrsta Ieik í 1. deildinni er þeir mættu Val á laugardaginn. Valsliðið sem
af mörgum er talið líklegt til að berjast á toppi 1. deildarinnar ásamt Víkingum, þurfti að hafa fyrir
hverri einustu mfnútu gegn Vesturbæjarliðinu og sigur þeirra varð ekki nema 2 mörk, 19:17. Var leikur
félaganna ágætlega leikinn og skemmtilegur fyrir áhorfendur og KR-liðið á ábyggilega eftir að komast
vel frá keppninni í 1. deild í ár.
Valsmenn náðu fljótlega for-
ystu í leiknum á laugardaginn og
var munurinn þrjú til fjögur
mörk allan fyrri hálfleikinn og
allt þar til um 10 mínútur lifðu af
leiktímanum. Var staðan 17:14 er
Björn Pétursson átti vítaskot
innan á stöng og útaf og í næstu
sókn á eftir fékk Kristinn Ingason
knöttinn dauðafrír á miðri
línunni, en skot hans fór sömu
leið og hjá Birní. Tvö dauðafæri
þar með í súginn og þó Haukur og
Jóhannes minnkuðu muninn i eitt
mark, 17:16, þá voru þessi mistök
liðinu of dýr og Valur gerði 2
mörk gegn 1 á síðustu mínútun-
um. Urslitin 19:17 fyrir Val.
Töluverð harka var í þessum
leik og strax í upphafi leiksins
fékk Jón Pétur Jónsson slæman
skurð á ennið. Hann kom þó aftur
inn á í seinni hálfleiknum og var
liði sínu drjúgur í þessum leik.
Jón Karlsson var einnig sterkur
að þessu sinni, en bezti maður
liðsins var Brynjar Kvaran, mark-
vörðurinn ungi, sem í sumar gekk
úr Stjörnunni yfir í Val, greini-
lega mikið efni. Valsliðið er mikið
þungavigtarlið og greinilegt að
sumir landsliðsmenn liðsins eru
alls ekki komnir í æfingu ennþá.
Hafði einhver á orði að Valsliðið
þyrfti að léttast um eins og 100
kíló áður en það yrði virkilega
gott.
Af KR-ingunum var Jóhannes
Stefánsson i sérflokki og hafði
hann greinilega mikið gaman af
að leika gegn sfnum gömlu félög-
um í Val. Var Jóhannes inni á
allan timann, klettur í vörninni
og drýgri en nokkru sinni i sókn-
inni. Gerði hann sjálfur 5 mörk af
línunni og fékk fjögur vítaköst.
Haukur Ottesen er sá maður í
KR-liðinu, sem allt spil byggist á
og stóð Haukur vel fyrir sínu á
laugardaginn. Simon Unndórsson
hélt KR-ingunum á floti á tímabili
í leiknum, en gerði sig einnig
sekan um ljót mistök í leiknum.
Örn Guðmundsson, fyrrum IR-
ingur, stóð í KR-markinu nær
allan tímann og varði vel.
Dómarar voru þeir Sigurður
Hannesson og Haukur Þorvalds-
son. SIuppu þeir allvel frá sínu
þegar á heildina er litið.
— áij
Framarar
sluppu með
skrekkinn
FRAMARAR gátú nagað sig í
handahökin eftir leikinn gegn
Haukum í Laugardalshöllinni á
Gunnar markvörð verja hjá sér
vitaköst. Pétur var aftur á móti
sallarólegur og hann skoraði
sunnudagskvöldið. Þegar eftir öruggléga. Frömurum
létti
voru 15 mínútur af leiknum
höfðu Framarar örugga forystu,
16:12, en þeir glopruðu henni nið-
ur á lokamínútunum og þegar
upp var staðið máttu þeir teljast
heppnir að halda öðru stiginu því
Pétur Johannesson jafnaði metin
fyrir Fram úr vítakasti þegar að-
eins voru 15 sekúndur til leiks-
loka. Jafntefli 21:21 eftir að
Fram hafði haft yfir 10:8 í hálf-
leik og er það athugunarefni fyrir
Framara hvernig þeir hafa
sprungið á endasprettinum bæði í
þessum leik og í leiknum gegn
FH í Hafnarfirði á dögunum.
Framarar voru lengst af betra
liðið i leiknum og með þvi að
halda betur á spöðunum undir
lokin hefðu þeir átt að krækja í
sinn fyrsta sigur i mótinu. En
Framararnir gáfu höggstað á sér
undir lokin og það notfærðu
Haukarnir sér vel. Þeirra drýgst-
ur á lokamínútunum var Elías
Jónasson. Haukarnir höfðu á 8
mínútum breytt stöðunni úr 16:12
Fram i hag í 18:18 og tvisvar
komust Haukarnir yfir á siðustu
minútum leiksins. Þegar aðeins
voru eftir 40 sekúndur af leiknum
skoraði Guðmundur Haraldsson
gott mark og kom Haukum yfir
21:20. Framarar sóttu í örvænt-
ingu og fengu dæmt víti þegar 15
sekúndur voru til eftir. Pétur
Jóhannesson fékk það hlutverk
aó taka vítakastió en félagar hans
Arnar Guðlaugsson og Gústaf
Björnsson höfðu áður látið
augsjáanlega því miðað við gang
leiksins hefði verið gremjulegt
fyrir þá að tapa.
Það virðist augljóst að Fram-
arar eiga harðan vetur fyrir hönd-
um í 1. deild enda hefur ekkert
lið misst jafn marga menn og
Fram. Er sérstaklega áberandi
vöntun á skyttum í stað þeirra
Pálma Pálmasonar og Andrésar
Bridde. Arnar Guðlaugsson og
Guðjón Marteinsson hafa tekið
við hlutverkum þeirra og gerði
Arnar því hlutverki góð skil í
leiknum en Guðjóni voru mjög
mislagðar hendur. Sigurbergur
Sigsteinsson er kominn til leiks á
ný og er liðinu greinilegur styrk-
ur og markvarzla Einars Birgis-
sonar var lengst af mjög góð.
Haukarnir voru ákaflega daufir
lengi vel og það var ekki fyrr en
undir Iokin að þeir vöknuðu virki-
lega til lífsins. Þeir hafa misst
markakóng sinn Hörð Sigmarsson
og er greinilegt að skarð hans
verður vandfyllt. Beztu menn
Hauka í þessum leik voru Elías
Jónasson og Andres Kristjánsson,
ungur piltur, sem Haukarnir
fengu frá FH. Er þar greinilega
góður leikmaður á ferðinni. Þá
átti Árni Hermannsson ennfrem-
ur göðan leik. Gunnar Einarsson
átti misjafnan dag í markinu en í
vítaköstum var hann frábær,
varði þrjú vítaköst.
Kjartan Steinback og Kristján
Örn Ingibergsson dæmdu leikinn
Stefán „tætari“ Jónsson I baráttu við Framvörnina, en Andrés
Krist jánsson (nr. 2) er viðbúinn að taka við kenttinum.
Björgvin Björgvinsson svitur inn i leig vaismanna og skorar eitt marka sinna, án þess að Jón Breiðf jörð komi við vörnum.
Víkinqurhafði bet-
ur í leik risanna
RISARNIR í íslenzkum handknattleik um þessar mundir, Vfkingur og Valur, mættust í Islandsmótinu á
sunnudagskvöldið. Eins og vænta mátti var um hörkubaráttu að ræða og á endanum stóð Víkingur uppi
sem sigurvegari en naumt var það, lokatölurnar urðu 19:18 eftir að staðan hafði verið 10:7 í hálfleik
Víkingi í vil. Um tíma leit út fyrir að Víkingur ætlaði að vinna stórt, staðan var orðin 16:10 Víkingi f vil
en þá fóru þeir að taka Iffinu með fullmikilli ró. Slfkt tækifæri létu fslandsmeistarar Vals sér ekki úr
greipum ganga og áður en menn höfðu átta ð sig höfðu þeir skorað fimm mörk og breytt stöðunni f 16:15.
En Víkingarnir lumuðu á góðum endaspretti og tryggðu sér tvö afar dýrmæt stig í baráttunni um
Islandsmeistaratitilinn, sem líklega mun fyrst og fremst standa milli þessara tveggja liða.
vel.
—SS
Gárungarnir kölluðu ieikinn á
sunnudagskvöldið landsliðs-
æfingu enda ekki færri en 12
núverandi landsliðsmenn í
þessum tveimur liðum og eigi
færri en 18 af 24 leikmönnum
beggja liða hafa einhvern tíma
leikió i landsliði. Sýnir þetta vel
hinn mikla styrkleika þessara
tveggja liða.
Víkingarnir byrjuðu leikinn af
miklum krafti og komust I 4:0.
Þessar fyrstu mínútur voru Vals-
menn ákaflega ráðvilltir bæði í
vörn og sókn en þeir áttuðu sig þó
fljótlega og komu í veg fyrir aó
Víkingarnir hreinlega kaffærðu
þá. Leikurinn jafnaðist og munur-
inn var þetta 2—4 mörk.
Víkingarnir byrjuðu seinni hálf-
leikinn einnig vel og um miðjan
seinni hálfleik var staðan orðin
16:10 Víkingi í vil og stórsigur
blasti við. En á þessum puntki
breyttist leikurinn heldur betur.
Víkingarnir töldu leikinn greini-
lega unninn og þeir hreinlega
hættu að taka á þótt eftir væru 15
mínútur af leiknum.
Valsmennirnir með alla sína leik-
reynslu gengu á lagið og byrjuðu
að skora og skora. Jón Pétur Jóns-
son var þar fremstur í flokki en
hann var þá búinn að hrista af sér
eitthvert slen, sem hafði verið
yfir honum mestan hluta leiksins.
Þegar sjö mínútur voru eftir var
Lélegt úthald hjá Ármenningum og
Víkingar unnu með helmings mun
VtKINGAR unnu auðveldan sisur á Ármenningum á
laugardaginn, helmingsmunur var á liðunum þegar upp
var staðið, 24:12. Hafði Víkingur yfirburði á flestum
sviðum í þessum leik, en lokaúrsiitin segja þó ekki alla
söguna. Þannig 'munaði aðeins einu marki á liðunum er
nokkrar mfnútur voru eftir af fyrri hálfleiknum, en þrjú
Víkingsmörk í lok hálfleiksins breyttu stöðunni í 10:6 í
leikhiéi. Greinilegt úthaldsleysi hjá Ármenningum, sem
þó kom enn greinilegar í sjós í lok leiksins, en Víkingar
gerðu 7 sfðustu mörk leiksins og bre.vttu stöðunni úr
17:12 í 24:12.
Oþarfi er að hafa mörg orð um
þennan leik. Armannsliðið lék
mun verr en liðið gerði í 2. deild-
inni f fyrra og það hefur engan
veginn verið þægilegt fyrir þá að
mæta Vfkingunum í sfnum fyrsta
leik. Þá vantaði liðið Pétur
Ingólfsson f þennan leik, en sá
bráðefnilegi leikmaður meiddist
á síðustu æfingunni fyrir
Víkingsleikinn. Með meiri
úthaldsæfingu og fleiri leikjum
ætti Ármannsliðið að geta náð sér
á strik og sýnt það sem í leik-
mönnum býr. Beztur f liði Ar-
manns að þessu sinni var Jón
Vignir Sigurðsson, en aðrir leik-
menn iiðsins náðu sér aldrei á
strik.
Af Víkingunum var Viggó
Sigurðsson sterkastur að þessu
sinni og fór oft illa með Armanns-
vörnina með snerpu sinni og
hraða. Þá átti hann fallegar línu-
sendingar á Björgvin, sem gáfu
mörk. Annars verður Vikingsliðið
ekki dæmt af þessum leik, mót-
staðan var engan veginn nógu
mikil. Menn eins og Björgvin og
Arni bregðast aldrei og það er
ábyggilega ár og dagur síðan Vfk-
ingur hefur aðeins fengið á sig 12
mörk f leik. Olafur Einarsson var
drjúgur við skorunina eins og
venjulega og markverðirnir báðir
skiluðu sfnum hlutverkum vel.
Aðeins einn leikmaður Víkings
oili vonbrigðum f leiknum, Páll
Björgvinsson. Hann er greinilega
ekki kominn f æfingu, en er sjálf-
sagður landsliðsmaður þegar
hann nær upp úthaldi og snerpu.
I
Leikinn dæmdu þeir Gunn-
laugur Hjálmarsson og Valur
Benediktsson. Dæmdu þeir leik-
inn ágætlega, en Gunnlaugur er
þó heizt til of fljótur að ftauta á
stundum. — Valur kannski of
seinn.
staðan 15:16 fyrir Víking og
Valsmenn brunuðu upp i
hraðaupphlaupi en Kristján
markvörður Vikings gerði sér
litið fyrir og varði skot Þorbjörns
Guðmundsonar. Víkingar skor-
uðu nú sitt fyrsta mark í 10
mínútur og aftur var Kristján
þeim drjúgur þvi nú varði hann
vitakast Jóns Karlssonar. Mörk
Páls Björgvinssonar og Árna
Indriðasonar, hans fyrsta mark
fyrir Víking, tveimur mínútum
fyrir Ieikslok tryggðu Víkingi ;
sigur en sitt siðasta mark skorðu
Valsmenn á lokasekúndunum.
Eins og nærri má geta voru
siðustu minútur leiksins mjög
spennandi og áhorfendur vel með
á nótunum en það kom töluvert á
óvart að aðeins skyldi vera rúm-
lega hálft hús enda þótt topp-
leikur fyrri umferðarinnar færi
fram. Um leikinn sjálfan er það
að segja að hann bar þess merki
að mikið var i húfi, það var hart
barizt og hjá báðum liðum brá
fyrir fallegum handknattleik, sér-
staklega þó hjá Vikingunum
þegar þeir voru að ná því mikla
forskoti, sem þeir höfðu um tima í
fyrri hálfleik.
Islenzkt félagslið hefur ekki í
langan tíma haft á sinum snærum
jafn marga góða einstaklinga og
eru i Vikingsliinu um þessar
mundir. Galdurinn er sá fyrir
þjálfarann að láta þessa leikmenn
vinna saman sem heild og manrii
sýnist að Karl Benediktsson sé
þar á réttri leið. Bezti maður
Vikings í þessum leik var
Kristján Sigmundsson mark-
vörður. Hann varði mjög vel allan
leikinn og aldrei betur en þegar
mest á reyndi i lokin. Kristján
hefur þó einn áberandi veikleika,
hann tekur oft of mikla áhættu og
var hann stundum víðsfjarri
þegar viðráðanleg skot komu á
markið. Vörn liðsins hefur batnað
mikið frá i fyrra og munar mest
um að fá Árna Indriðason í vörn-
ina. Viggó Sigurðsson var nú ekki
eins góóur og í leiknum gegn
Armanni en Páll Björgvinsson
kom nú betur út en i fyrri
leiknum. Þá voru þeir Björgvin
Björgvinsson og Ölafur Einarsson
að vanda hættulegir í sóknar-
aðgerðum sínum og tóku
Valsmenn það ráð i seinni hálf-
leik að setja sérstakan gæzlu-
mann á Ólaf. Þá er nafni hans
Jónsson mjög vaxandi leikmaður
bæði í sókn og þá -ekki síður í
vörn. Valsliðið var ekki sann-
færandi í leik sínum lengi vel og
ef Víkingarnir hefóu barizt af
grimmd til leiksloka og ekki
slappað af i lokin hefði Valur
getað tapað stórt. Svo viróist sem
sumir leikmanna séu ekki í sem
beztri æfingu og má þar til nefna
Jón Karlsson og Þorbjörn
Guðmundsson. Jón Pétur var
daufur framan af en hann sótti
sig r.ijög í lokin. Stefán Gunnars-
son var sterkur að vanda og
Bjarni Guðmundsson var
illviðráðanlegur Vikingunum
með sinn mikla hraða og fiskaði
hann mörg vítaköst. Bjarni Jóns-
son er Iiðinu greinilegur styrkur,
sérstaklega i vörn. Þá virðist hinn
ungi markvörður Brynjar Kvaran
ætla að standa sig vel i 1. deild, en
hann kom til Vals frá Stjörnunni.
Dómarar voru Hannes Þ. Sig-
urðsson og Karl Jóhannsson. Þeir
höfðu góð tök á erfiðum leik en
ekki fannst undirrituðum leikur-
inn svo harður að réttlætti að
leikmenn væru reknir af velli niu
sinnum.
— SS.