Morgunblaðið - 11.10.1977, Side 22

Morgunblaðið - 11.10.1977, Side 22
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÖBER 1977 Minning: Torfi Guðbjarts- son yfirflugvirki Fæddur 17. september 1932 Dáinn 2. oklnher 1977 í dag verdur í>erð frá Fossvogs- kirkju útför Torfa Guðbjarts- sonar yfirflugvirkja, sem lézt aö kvöldi sunnudagsins 2. okt. sl. Með honum er genginn gegn og góður drengur, sem ég vil minn- ast með nokkrum orðum. Guðbjartur Torfi, eins og hann hét fullu nafni, var fæddur á Patreksfirði 17. sept. 1932, sonur hjónanna Guðbjarts I. Torfasonar Jónssonar bónda i Kollsvík, og Olafíu Ölafsdóttur Olafssonar skipstjóra á Patreksfirði. Stóðu að honum traustar ættir Barðstrend- inga, en foreldrar hans voru bæði af hinni kunnu Kollsvikurætt. Torfi var yngstur þriggja barna þeirra hjóna, hin eru Guðbjörg Halldóra, gift undirrituðum, og Halldór trésmíðameistari, kvæntur Sigrid Vágenes, norskri konu, og eru þau búsett í Noregi. Vorið 1934 fluttist fjölskyldan suður og varö faöir hans ásamt bræðrum sínum tveimur og fleir- um einr. af stofnendum Ofna- smiðjunnar hf. Þegar Torfi hafði aidur til hóf hann nám í rafvirkjun og vann siðar við þau störf hjá Flugmála- stjórninni og Loftleiðum, en lagði siðan fyrir sig flugvirkjanám og lauk prófi í þeirri grein árið 1964. en hlaut sveinsbréf i iðninni árið 1967. Jafnhliða störfum hjá Loft- leiðum vann hann að hluta hjá Landhelgisgæzlunni og varð fast- ráðinn flugvirki þar snemma árs 1964 og yfirflugvirki Gæzlunnar vorið 1974. I ábyrgðarmiklu starfi hjá Landhelgisgæzlunni var Torfi réttur maöur á réttum stað. Sam- vizkusemi og vandvirkni hans var við brugðiö og hann var einstak- lega vel verki farinn, einn þeirra manna, sem allt lék i höndunum á. Flókin og margslungin tækni- leg vandamál voru honum sem opin bók og með margan vandann var leitað til hans. Verk sin vann hann af stakri kostgæfni og alúð og var sérlega gætinn og ihugull við öll störf. Naut hann mikils trausts samverkamanna og yfir- manna sinna. Hann aflaði sér einnig sérfræði- þekkingar um þann flugvélakost, sem Gæzlan hafði yfir að ráða og fór oftsinnis kynnis- og náms- ferðir á hennar vegum til Banda- ríkjanna, Skotlands og Hollands. Fylgdist hann frábærlega vel með því sem var að gerast í sérgrein hans hverju sinni. Torfi Guðbjartsson var friður sýnum og sviphreinn, vel meðal- maður á hæð og grannholda, hæg- látur og prúður i fasi og virður vel af öllum þeim, sem kynntust honum og hans ljúfa viðmóti. Hann var mikill jafnaðargeðs- maður, að eðlisfari dulur og flíkaði litt tilfinningum sinum og seinþreyttur til vandræða. Hann var mikill vinur vina sinna, greið- vikinn og hjálpsamur og vildi hvers manns vanda leysa. I góðra vina hópi var hann jafnan glaður og gamansamur og naut þess að vera í góðum félagsskap. Torfi unni mjög tónlist og hún var ríkur þáttur f lífi hans. Hann átti gott hijómplötusafn og var þar vandfýsinn i vali. Á yngri árum var hann mjög snjall gítar- leikari, en sinnti því minna er á leið og önn og erli dagsins sat i fyrirrúmi. Einnig var hann slyngur munnhörpuleikari og léku þeir bræður i tríói með hinum landskunna munnhörpu- leikara Ingþóri Haraldssyni fyrr á árum og skemmtu víða um land. Torfi var yíðlesinn í mörgum greinum og fylgdist mjög vel með atburðum líðandi stundar og má næstum furðu gegna hvað hann komst yfir því að tómstundirnar voru allajafna fáar. Framanaf vann hann mikið við smíði eigin húss og vinnuálag i störfum við Landheigisgæzluna var mikið og þau störf oft erílsöm eins og verða vill, ekki sízt síðustu árin er brýna nauðsyn bar til að hafa tækjakost Gæzlunnar ávallt reiðu- búinn vegna átakanna í land- helgismálinu. Torfi var mikill unnandi náttúrufegurðar og fóru þau hjónin oftsinnis í ferðalög um landið og leituðu að þeirri tign og ró, sem býr í islenzkri náttúru. Sorgin knúði snemma dyra i fjölskyldu Torfa. Móðir hans lézt mjög um aldur fram árið 1944 er Torfi var á tólfta ári. Tók þá Guðbjörg systir hans við búsfor- ráðum hjá föður þeirra systkina og gekk Torfa að nokkru í móður- stað. Var ævinlega mjög kært milli þeirra systkina. Faðir þeirra lézt réttum fjórum árum síðar og voru þeir bræður þá í heimili með okkur hjónum um nokkurra ára skeið þar til þeir festu ráð sitt. Er margra ánægjustunda að minnast trá steffens VERZLUNIN © / / Ml Laugavegi 58-Sfmi 11699 frá þeim árum og eigum við hjón- in margar ljúfar minningar frá samvistum við þá bræður. Þann 8. des. 1956 steig Torfi mikið gæfuspor er hann gekk að eiga Ingibjörgu Halldórsdóttur. Var hjónaband þeirra einstaklega heilsteypt og mótaðist af ástríki, gagnkvæmu trúnaðartrausti og samheldni. Var míkið jafnræði með þeim hjónum og lögðu þau sig fram um að skapa fagurt sam- líf, hlúa að heimilinu og hafa holl og bætandi uppeldisáhrif á syni sína. Þau hjón bjuggu fyrst í Reykja- vik og Hafnarfirði, en byggðu sér síðan myndarlegt einbýlishús i Garðahreppi. Sýndu þau bæði mikinn dugnað og eljusemi við smiði hússins og gengu bæði til allra verka. Var einstaklega vel vandað til smíði og alls frágangs hússins eins og vænta mátti af svo verkhögum manni. Fallegur garður og gróðursæll vitnar um ást beggja hjónanna til moldar- innar. Innanhúss ber allt vott um listfengi og næman og finlegan smekk húsráðenda, og bjó Ingi- björg manni sínum einstaklega fallegt og vinalegt heimili þar sem húsbóndinn naut þess að hvíla sig að loknum vinnudegi i faðmi fjölskyldunnar. Var enda Torfi mjög heimakær og naut sín bezt i návist konu sinnar og drengja. En þótt vel gengi í starfi og önn dagsins urðu ungu hjónin að þola þungar raunir. Tveir synir þeirra, Halldór Rúnar og Jóliann Trausti, dóu í vöggu úr sama sjúkdómi á sitt hvoru árinu, 1960 og 1961 annar 7 mánaða, en hinn niu mánaða. Þetta varð þeim hjónum að sjálfsögðu óskaplegt áfall og þessi sára lífsreynsla bitur, en þau sýndu fágæta hetjulund og sálarþrek á þeim erfiðu stundum. Tveir synir þeirra, sem upp komust, eru Guðbjartur, tvítugur iðnnemi, og Ásbjörn nemi á sextánda ári; miklir efnispiltar og mannvænlegir. Enn ber sorgin að dyrum. Fráfall Torfa bar mjög sviplega og óvænt að og fregnin um lát hans kom sem reiðarslag. Var ekki til þess vitað að hann gengi ekki heill til skógar. Er nú enn þungur og sár harmur kveðinn að fjölskyldu hins látna, en þungbærastur að eftirlifandi eiginkonu og börnum. Megi Drottinn veita þeim styrk og kraft til þess að bera þessa djúpu sorg. F’jölskylda mín sendir þeim innilegar samúðarkveðjur og ein- lægar óskir um að bjartar minningar um góðan dreng og ástrikan eiginmann og föður þerri tárin og ylji um hjartarætur á ókomnum árum. Ég þakka mági mínum einlæga vináttu og kynni og við hjónin kveðjum nú Torfa hinzta sinni með söknuð og sorg í huga. Guð blessi minningu Torfa Guðb jartssonar. Högni Torfason 1 dag drúpum við höfði mátt- vana af sorg, nágrannar og vinir í Faxatúninu. Sú sorg er mikil og fölskvalaus. Við kveðjum Torfa Guðbjartsson, Faxatúni 7, Garða- bæ, einn af frumbyggjunum hér í Silfurtúni. Þetta verða fátækleg kveðju- orð, aðeins smá þakklætisvottur fyrir áralanga vináttu og nábýli. Sláttumaðurinn var óvæginn nú sem áður í þessari fjölskyldu og söknuður allra sár, þó hjóm eitt sé hjá þeirri miklu sorg sem ástvinir hans mega þola, þegar elskulegur eiginmaður og faðir er svo óvænt hrifinn á brott i blóma lífsins. Torfi var einstakt göfugmenni og mikill vinur. Honum lét ekki hávaði eða látalæti, dagfarsprúð- ur og hógvær svo af bar. Gekk hægt um gleðinnar dyr, því inni- legri var gleðin. Fjölskyldumaður var hann mikill og höfðingi heim að sækja. Honum hlotnaðist sú gæfa að eignast dásamlega eiginkonu, Ingibjörgu Halldórsdóttur, Dídí, sem var jafnoki hans að öllum gjörvileik, enda var hjónaband þeirra'einstakt. Þau voru einlæg- ir vinir og félagar í sorg og gleði, leik og starfi og var heimilislifið slíkt að unun var að. Fjóra syni eignuðust þau, tveir þeirra létust ungir, en upp komust, Guðbjartur 20 ára, og Ásbjörn, 15 ára, sem nú standa harmi lostnir við hlið móð- ur sinnar, traustir sem þeir eiga kyn til. Sorgin var Torfa ekki ókunn þó æviskeiðið yrði stutt og nú heltek- ur hún eiginkonu hans og synina ungu. En Dídi er stórbrotin kona og vís með að standa af sér þessá holskeflu, sem hinar fyrri, en nú með hjálp drengjanna sinna. Við sem stöndum nú hnipin og skelfumst þessi örlög, biðjum al- mættið um styrk þeim til handa og gef að við reynumst vinir i raun. Samúðarkveðjur sendum við þér Didí min, Guðbjartur og Ás- björn, einnig systkinum hans, tengdaforeldrum og öðrum ætt- ingjum. Blessuð sé minning Torfa. Svanhvít og fjölskylda. Er oss barst sú harmafregn á mánudagsmorgun þann 3. okt., að Torfi Guðbjartsson hefði andazt kvöldið áður, gátum vér vart trú- að, að svo væri, því hann hafði gegnt störfum sínum fram á sið- asta dag og vart orðið misdægurt þau 14 ár, er hann gegndi störfum hjá Fluggæzlu Landhelgisgæzl- unnar, fyrst sem flugvirki og síð- ar yfirflugvirki. Vér minnumst Torfa í dag og þeirra miklu mannkosta og hæfi- leika, er hann var gæddur, og kemur þá fyrst upp í hugann það, sem einkenndi hann mest, kurteisi, ljúfmennska og hjálp- fýsi hans, sem hann auðsýndi öll- um. Á þessum árum hefur oft þurft að leysa mörg og flókin verkefni við erfið skilyrði og það á stuttum tima og þá komu í ljós þeir kostir, sem við þekktum svo vel hjá Torfa. Hann var völundur sjálfur, svo allt lék í höndum hans og jafnframt unnust öll verk fljótt og vel undir hans stjórn og há- vaðalaust. Torfi helgaði Fluggæzlunni alla sina miklu þekkingu og starfs- orku á flugvélum og þyrlum og taldi hann hana ekki eftir sér, hvort heldur á nóttu eða degi og er það mikil gæfa hvers fyrirtæk- is aö hafa í þjónustu sinni slikan mann. Svo mikill sem harmur oss er, er þó óendanlega miklu stærri harmur hjá eiginkonu hans, son- um hans tveimur og öðrum ætt- ingjum og því sendum vér þeim okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Starfsfélagar. Fréttin um dauöa Torfa kom okkur félögum hans í Flugvirkja- félaginu mjög á óvart, því ekkert fararsnið var á honum. Það minnir okkur á þá staðreynd, hvað lifið er hverfult. Það er reynsluskóli og reynir þá á ýmsa þætti í lifi hvers manns. Einn af þeim þáttum er lífsstarf viðkomandi. Torfi var útlærður rafvirki þegar hann fékk áhuga á flugvélum og tækjabúnaði þeirra, en þær hafa heillað margan ungan manninn. Réðst hann þvi i að læra flugvirkjun, því þá fékk hann áþreifanlegt tækifæri til að kynnast þvi tækniundri sem flug- vélin er. Torfi reyndist mjög áhugasamur við öll flugvirkja- störf og átti auðvelt með að leysa tæknileg vandamál. Þá var hann strangur við sjálfan sig og aðra við að fyigja hinum margvíslegu reglum varðandi öryggi flugsins. Var honum þvi sýnt verðugt traust, er hann var skipaður yfir- flugvirki Landhelgisgæzlunnar. I því starfi, sem áður, reyndist hann jákvæður og geðprúður maður og því gott að vinna undir hans stjórn. Sakna starfsfélagarn- ir hans þvi mjög og finnst vand- fundinn maður í hans stað. I janúar 1966 gekk hann i Flug- virkjafélag Islands og sýndi ávallt þann áhuga og þroska sem er stéttarfélaginu svo mikils virði. Við fráfall Torfa er horfinn langt fyrir aldur fram, einn af góðum sonum þessa lands, en minning hans mun lifa í hugum okkar, sem kynntumst honum. Konu, hans Ingibjörgu Halldórsdóttur og sonum, vottum við okkar dýpstu samúð og biðj- um Guð um styrk þeim til handa i sorg þeirra. Flugvirkjafélag Islands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.