Morgunblaðið - 11.10.1977, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTOBER 1977
31
Föðursystir mín +
HILDUR JÓNSDÓTTIR
Ásveg 10, Reykjavík,
lést aðfararnótt 10 okt í Borgarsjúkrahúsinu
F.h. ættingja.
Lára Þórðardóttir.
+
Eiginmaður minn,
SÍMON GUÐMUNDSSON
• fyrrv. verkstjóri,
Austurbrún 6,
andaðist i Landakotsspítala 8 þ m
Fyrir mína hönd og annarra vandamanna.
Rósa Sigurðardóttir.
t
Fósturmóðir mín og systir okkar,
GUÐLAUG SIGURÐARDÓTTIR.
frá Hofsnesi, Öræfum,
Laugarnesvegi 85,
andaðist á Landakotsspítala þann 8 þessa mánaðar
Guðgeir Ásgeirsson,
Steinunn Sigurðardóttir,
Halldóra Sigurðardóttir,
Bjami Sigurðsson.
t
Bálför
GUÐRÚNAR VIGFÚSDÓTTUR.
frá Rofabæ,
til heimilis að Norðurbrún 1,
fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 1 3. október kl 1 30
Blóm vinsamlegast afþökkuð. þeim sem vildu minnast hennar er bent á
Blindravinafélagið
Vandamenn.
t
Hjartkær maður minn, faðir, sonur og bróðir
BJÖRN INGI ÁSGEIRSSON
Ránargötu 1 3
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 12 okt. kl
13 00
Jóhanna, Steindórsdóttir,
Dagbjört Þórarinsfóttir,
Ásgeir V Bjömsson.
t
Útför eiginmanns mins, föður okkar og sonar
AGNARS BRAGA AÐALSTEINSSONAR
Rauðalæk 41
fer fram frá Laugarneskirkju miðvikudaginn 1 2 okt kl 1 3 30
Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hins látna er
bent á Krabbameinsfélag íslands
Alda Þórðardóttir,
böm hins látna og aðrir aðstandendur.
+ Sonur okkar, stjúpsonur og unnusti,
PÉTUR SVERRISSON —
verður jarðsettur fimmtudaginn 13 október kl 13.30 frá Dómkirkj-
unni
Svava Bernhöft, Sverrir Daviðsson,
Öm Bernhöft, Laufey Björnsdóttir.
+ Móðir, fóstur- og tengdamóðir okkar.
SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR,
frá Þingeyri,
andaðist að Hrafnistu 8 október Kveðjuathöfn fer fram frá Fossvogs-
kirkju fimmtudagmn 1 3 október kl 10 30
Baldur Sigurjónsson,
Pétur Sigurjónsson, Jónína Jónsdóttir,
Bragi Guðmundsson, Elisabet Einarsdóttir.
+ Faðir okkar, tengdafaðir. afi og langafi
MAGNÚS S. MAGNÚSSON
prentari
er lést 1 okt s I , verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn
12 okt kl 13 30 „ r , .
Guðrun Magnusdottir,
SigurðurT. Magnússon, Hólmfríður Friðþórsdóttir,
Jón B. Magnússon, Anna Helgadóttir,
Sigríður Þorkelsdóttir, Jóhanna Árnadóttir,
Fjóla Stefánsdóttir,
Kristín Stefánsdóttir, Geir Sigurðsson
barnaböm og barnabarnabom.
Bergsveinn Sturlaugs
son — Minningarorð
Bergsveinn Sturlaugsson and-
adist á Borgarsjúkrahúsinu föstu-
daginn 30. september eftir langa
sjúkdómslegu. Bergur eins og
hann var kallaóur fæddist aó Ak-
ureyjum á Breióafirði og var
hann næst yngstur af 13 systkin-
um: Ekki veit ég iivenær Bergur
yfirgaf foreldrahús en eftir 1930
er ég kynntist honum var hann
farinn að stunda þá iðngrein hús-
gagnabólstrun er hann síðan vann
við alla ævi meðan kraftar entust.
Eg kynntist Bergi fyrst á vinnu-
stofu Konráðs Gíslasonar þar sent
við unnum saman. Síðar setti
Bergur á fót eigið fyrirtæki. þar
sem hann vann að iðn sinni ásamt
verslunarrekstri og hygg ég að
hann hafi verið mörgum kunnur,
sem höfðu viðskipti við hann,
fyrir smekkvfsi' og gott hand-
bragð. Einnig tók Bergur tals-
verðan þátt í félagsmálum hús-
gagnabólstrara. Bergur var
skemmtilegur vinnufélagi, kunni
frá mörgu að segya og kvað oft
sterkt að orði ef svo bar til. Oft
gerði hann stökur um okkur
vinnufélaga sína og átti hann
mjög gott með að kasta fram vísu,
enda vel lesinn og hafði gaman af
fögrum' bókmenntum, ljóðum og
öðru rituðu máli. Gleðimaður
mikill var hann og hafði góða
söngrödd.
Bergur kvæntist 11. júni 1932
Guðriði Sveinsdóttur, mjög glæsi-
legri og elskulegri konu, og hygg
ég að þeir sem komu á heimili
þeirra hafi notið þaf mikillar
gestrisni og rausnar á hinu fagra
heimili þeirra að Drápuhlið 3 hér
í borg. Þau munu bæði hafa verið
listfeng og haft míkið yndi af að
fegra og hirða heimili sitt, sem
það og bar gott vitni um. Siðustu
æviárin áttu þau hjón við mikla
vanheilsu að stríða og að lokum lá
leíð þeirra beggja á Borgarsjúkra-
húsið, þar sem Guöríður andaðist
fyrr á þessu ári og var Bergur þá
farinn að kröftum, en siðtistu
mánuði hans á sjúkrahúsínu
munu vinir hans hafa stytt hon-
um stundir með heimsóknum og
umönnun, einkum mágkona hans,
Karoiína Sveinsdóttir, sem er gift
Asgeiri Asgeirssyni, og þeirra
börn. Bergur og Guðríður eignuð-
ust ekki börn santan, en hún átti
son frá fyrra hjónabandi, og var
hann búsettur erlendís. Hann
andaðist fyrir nokkrum árum og
mun það hafa veriö þeim mikið
áfail. Eg enda svo þessar linur
með þakklæti fyrir löng og góð
kynni. Blessuð sé minning þeirra
hjóna.
Gunnar Kristmannsson.
Afmælis- og
minningar-
greinar
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast hlaðinu með
góðum fvrirvara. Þannig verð-
ur grein, sem birtast á i mið-
vikudagsblaði. að berast í síð-
asta iagi fyrir hádegi á mánu-
dag og hliðstætt með greinar
aðra daga. Greinar niega ekki
vera í sendibréfsformi eða
bundnu máli. Þær þurfa að
vera vélritaðar og með góðu
línubili.
t
Eiginmaður minn og faðir okkar,
MAGNÚS HÖSKULDSSON,
fyrrverandi skipstjóri,
Nökkvavogi 50,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 12 október kl
15 00
Jóhanna Jónatansdóttir.
Hörður í. Magnússon,
Erling í. Magnússon,
Magnús í. Magnússon.
Elisabet K. Magnúsdóttir.
Húseigencbtryggíng SJÓVÁ bostir vatnstjón, glertjón,
foktjon og óbyrgóarskyld tjón.
Svo er 90 % iógjalds bódrattarbœrt til skatts.
ÁA V&.
SUÐURLANDSBR AUT 4
ú [ i
íii k
r