Morgunblaðið - 11.10.1977, Síða 31

Morgunblaðið - 11.10.1977, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÖBER 1977 39 Breti barinn til bana í Uganda London. 10. oklóber. Reuter. BREZKI kaupsýslumaðurinn Bob Scanlon, sem var handtekinn í Uganda í júní, sakaður um njósn- ir, var barinn til bana með sleggju í fangelsi í Kupala í síð- asta mánuði að sögn brezka blaðs- ins Observer. Blaðið segir fréttina byggða á frásögn sjónarvotts, embættis- manns, sem segist hafa hitt Scanl- on daglega. Sjónarvotturinn segir að Scanl- on hafi verið leiddur út úr fang- elsinu 14. september og barinn 15 til 20 sinnum. Rúmri viku siðar sagði Uganda- útvarpið að brezka leyniþjónust- an, sem Scanlon hefði starfað fyr- ir, hefði rænt honum tveimur vik- um áður og að Uganda-stjórn bæri því ekki ábyrgð á afdrifum hans. Scanlon var búsettur í Uganda í 13 ár og framkvæmdastjóri bif- reiðafyrirtækis. Hann tók sér úgandiskan rfkisborgararétt 1975. Litið fréttist af honum eftir hand- tökuna og Gloria kona hans fór til Bretlands i síðasta mánuði til að skora opinberlega á Amin forseta að láta hann lausan. Verkamenn ráðast með grjóti gegn skriðdrekum á Potsdamtorgi í Austur-Berlín 17. júní 1953. Owen ræðir við Brezhnev IVIoskvu, 10. október. Reuter. DAVID Owen, utanrikisráðherra Breta, átti í dag 80 mínútna fund með Leonid Brezhnev forseta og ræddi við hann hvernig Bretar og Rússar gætu unnið saman að af- vopnun og siökun spennu. Owen ræddi áður í tæpa þrjá tíma við Andrei Gromvko utan- ríkisráðherra. Fundur Owens og Brezhnevs er talinn sýna að Rúss- ar hafi mikinn áhuga á auknum samskiptum við Breta. Brezhnev og Gromyko. Hins vegar sagði hann í ræðu í hádegisverði sem Gromyko hélt honum að það gæti komið niður á slökun spennu ef ríkisstjórnir létu undir höfuð leggjast að verja mannréttindi þegna sinna. Unglingar í A-Berlín hrópa á götum úti: Bangsi bjargaði Ufí 3ja óm telpu Bcltasl. III. nktiihrr. AP. BANGSI bjargaði lífi þriggja ára gamallar telpu þegar liðs- menn Irska lýðveldishersins (IRA) myrtu nióður hennar í svefni um helgina. Kúla árás- armannanna stöðvaðist í bangsanum sem telpan var með í fanginu. Skæruliðarnir myrtu kon- una, Margaret Anne Ilearst. þar sem hún lá solandi í hjól- hýsi hjá heimili fjölskyldu sinnar í Tynan í County Armagh. Ungfrú Hearst var félagi f Varnarsveit Úlster (UDR) og Provisinal-armur IRA hefur lýst sig ábyrgan á morðinu. Ungfrú Hearst er 12. fél- aginn í í UDR sem hefur verið myrtur á þessu ári og þar með hafa 1.787 beðið bana siðan óeirðirnar á Norður-lrlandi hófust 1969. Lögreglan er í engum vafa um að skæruliðar hafi vitað að það var barn sem þeir skutu á. Áður en skæruliðarnir réðust inn i hjólhýsið tóku þeirömmu ungfrú Hearst og tvo bræður hennar i gíslingu. Foreldrar myrtu konunnar voru i heimsókn hjá vini sem særðist í skotbardaga fyrir stuttu. Ungfrú Hearst er þriðja konan úr UDR sem hef- ur verið myrt siðan 1969. Utsýn til Mont Blanc frá Aosta-dalnum Viðgerðir á flóðasvæðum Harðast úti varð héraðið Aless- andira þar sem vatn flæddi yfir 20 OOO hektara svæði og tjón er metið á 125 milljónir dollara Lif er þó að færast aftur i venjulegt horf og athugun hefur leitt í Ijós að ekki er ástæða til að óttast að áin Pó flæði yfir bakka sina eins og ýmsir hafa gert I Campoligure, i hæðunum fyrir ofan hafnarborgina Genúa, segja embættismenn að skemmdir hafi orðið á 1 000 fyrirtækjum í rigning- unum Þeir sögðu að nauðsynleg viðgerð á vegum brúm og öðrum mannvirkjum mundi kosta fimm milljónir dollara í Borginni Novara lengra i norðri var mörgum verksmiðjum lokað eftir mikil flóð og embættismenn segja að þörf sé á um 15 milljónum dollara vegna nauðsynlegra við gerða Tjón á einkafyrirtækjum er talið miklu meira þótt tölur liggi ekki fyrir Mest rigndi á svæðmu norður frá Alessandria um Pódalinn til Aosta i Ölpunum Alvarlegar truflanir urðu á umferð á þessu svæði og frá Frakklandi og Sviss um Aostadal og um Simplon-skarð Sums staðar flæddi yfir hraðbrautir og ökumenn urðu að leggja langa lykkju á leið sina Austur-Borlín. 10. október. Routor. UM 600 austur-þýzkir unglingar hrópuðu andso- vézk vígorð í átökum við Iögreglu í Austur-Berlín um helgina. Unglingarnir hrópuðu „Burtu með Rússa“ þegar lögregla hafði lokað svæði í miðborginni, veitinga- húsi og næturklúbb. Atburðurinn fylgir í kjölfar opinberra hátíða- halda í tilefni 28 ára af- mælis austur-þýzka ríkis- ins og er hinn annar sinnar tegundar í Austur-Berlín á nokkrum mánuðum. Fréttastofan ADN sagði að skríll hefði hindrað lög- reglu við björgun unglinga sem hefðu dottið niður í ræsi á Potsdam-torgi og nokkrir hefðu verið hand- teknir. Fyrr í ár brenndu nokkur hundruð unglingar bláar ein- kennisskyrtur austur-þýzka æsku- lýðssambandsins við hátíðarhöld í Pankow-hverfi í Austur-Berlín samkvæmt áreiðanlegum heimild- um. I mótmælaaðgerðunum um Frá Aosta helgina var einnig lýst yfir stuðn- ingi við vísnasöngvarann Wolf Biermann sem var visað úr landi í návember i fyrra. Brottvisun Biermanns hefur leitt til ólgu meðal austur-þýzkra mennta- manna og orðið til þess að ýmsir hafa flutzt úr landi. Genúa, 10. okt. AP Reuter. VIOGERÐIR hófust á flóðasvæð- unum á Norður-ítaliu í dag og starfsfólk í verksmiðjum var sagt að mæta ekki til vinnu i nokkrar vikur. Að minnsta kosti 15 manns hafa farizt i flóðunum sem náðu yfir stórt svæði og tjónið er metið á 1 50 milljónir dollara. Þúsundir manna hafi hafið við- gerðir á húsum sem hafa skemmzt og viðgerð er einnig hafin á vatns- leiðslum og holræsum Haft var eftir háttsettum embættismanni að ástandið gæti versnað þar sem spáð væri áframhaldandi vondu veðri Harðir bardagar við Dire Dawa Nairobi, 10. oklóbor. Ruuter. AP. SOMALSKIR skæruliðar og eþóípskir hermenn háðu harða bardaga umhverfis jarrnbrautar- bæinn og herslöðina Dire Dawa í síðustu viku samkvæmt fréttum frá báðum stríðsaðilum. Utvarpið í Mogadishu sagói að 800 Eþióþíumenn hefðu verið felldir í tveimur bardögum um- hverfis Dire Dawa. Sómalir hafa hrakið stjórnarhermenn frá stór- um hlutum Ogaden- eyðimerkurinnar og i nokkrar vikur hefur verið búizt við nteiri- háttar sókn til Dire Dawa og fjallavigsins Harar sem er skammt frá. í Eritreu sögðu uppreisnar- menn i dag að þeir hefðu eyðilagt brú á veginum frá Addis Ababa til hafnarborgarinnar Assah við Rauðahaf. Diplómatar í Addis Ababa segja Franthald á bls. 26 „Burt með Rússa” ETA játar á sig morð Bilbao. 10. októbur. AP. AÐSKILNAÐARSAMTÖKIN ETA í Baskahéruðunum hafa lýst sig áb.vrg á vigi Augusto l'nceta Barrenechea, forseta f.vlkis- stjórnarinnar í Vizca.va. og iveggja lífvarða lians í Guernica á laugardaginn. Stjórnin i Madrid og helztu stjórnmálaflokkar Spánar hafa fot'dæmt morðin og kallað þau „villimannlega atlögu gegn lýð- ræði ". ETA sagði i yfirlýsingu að árás- in „getur ekki grafið undan lýð- ræði því ekkert iýðræði er á Spúni". Samtökin segjast munu halda áfram árásunt gegn fulltrú- um Madrid-stjórnarinnar i Baska- héruðunum. Eftir fundinn fylgdi Brezhnev Owen til undirritunar samnings Breta og Rússa um samstarf til að koma í veg fyrir kjarnorkustrið. Owen sagði að viðræðurnar við Brezhnev hefðu verið einkar hlý- legar og einkennzt af skilningi. Tass tók ekki svo djúpt i árinni og kvað viðræðurnar hafa verið mál- éfnalegar og jákvæðar. Owen hefur nýlega gagnrýnt af- stöðu kommúnistarikja í mann- réttindamálum en mun ekki hafa rætt þau sérstaklega við ERLENT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.