Morgunblaðið - 12.10.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÖBER 1977
15
Lokatilboð ríkisins:
Afar langt gengið til móts við kröf-
ur um hækkun miðbiks launastigans
—umfram almennar launahœkkanir
Greinargerð samninganefndar ríkis-
ins um samningaviðrœður við BSRB
Morgunblaðinu barst i gærkvöldi greinargerð frá samninganefnd
rikisins i launamálum um gang samningaviðræðna við BSRB og fer sú
greinargerð hér á eftir:
Viðræður samninganefndar
rikisins og Bandalags starfs-
manna rikis og bæja hófust þann
23. ágúst s.l., en þeim hafði i júní
s.l. verið frestað til hausts með
samkomulagi aðila. Viðræðurnar
fóru fram undir stjórn sátta-
nefndar og voru fjölmargir sátta-
fundir haldnir með aðilum þar
sem farið var gaumgæfilega yfir
kröfugerð BSRB af samninga-
nefnd ríkisins og sjö undirnefnd-
um úr aðalsamninganefnd BSRB.
Samkvæmt fréttabréfi Kjara-
rannsóknanefndar liggur fyrir að
í júni s.l. höfðu laun á almenna
vinnumarkaðnum hækkað um
25— 27% miðað við maí-laun og
voru þá jafnt áhrif svokallaðs
rammasamnings og sérkjara-
samnings talin.
í lok viðræðna aðila áður en
sáttatillaga var lögð fram, hafði
ríkissjóður boðið 23.62% meðal-
hækkun á launastiga miðað við
maí-laun. Þá hafði ríkissjóður
boðið verðbætur á laun og auka-
verðbætur og áfangahækkun
launa 1977 og 1978 líkt og á al-
menna vinnumarkaðnum, auk
þess sem boðin var 3% hækkun
launa 1. júli 1979. Fulltrúar ríkis-
ins buðu jafnar hlutfallslegar
verðbætur á laun í stað fastrar
krónutölu eins og samið var um á
almenna vinnumarkaðnum. Enn-
fremur fólst í boði ríkissjóðs að
kjör hjúkrunarfræðinga og kenn-
ara yrðu verulega bætt, svo og að
varið yrði allt að 2.5% ofaná föst
laun til röðunar starfa í launa-
flokka við gerð sérsamninga. Til-
boð samninganefndar rikisins fól
þannig í sér 25—27% heildar-
hækkun eða líkt og almennt
gerðist. Sáttatillaga sáttanefndar
var lþgð fram lögum samkvæmt
þann 20. september s.l.
Með sáttatillögunni var gengið
mun lengra til móts við kröfur
BSRB en samninganefnd rikisins
hafði gert. Samkvæmt sáttatil-
lögunni varð meðaltalshækkun
júlilauna miðað við, maí-laun
26— 27%. Ennfremur fól sáttatil-
lagan i sér kjarabreytingar er
metnar voru jafngildi 5—6%
kauphækkunar. Við það mat var
þó að mjög óverulegu leyti horft
til þeirra breytinga, er gerð sér-
kjarasamninga hefur í för með
sér. Sáttatillagan fól þannig í sér
kjarabætur, sem voru meiri en
um hafði verið samið á almenna
vinnumarkaðnum. A hana var þó
fallist af hálfu ríkissjóðs þar sem
svo var litið á, að sumum hópum
rikisstarfsmanna bæru meiri
kjarabætur en almennt hafði ver-
ið samið um, samkvæmt könnun
Hagstofu Islands, sem gerð var að
frumkvæði fjármálaráðherra.
Þegar sáttatillagan hafði verið
felld, ákvað rikisstjórnin að gera
lokatilraun til að leysa deiluna og
forða verkfalli og þeim áföllum,
er þjóðarbúið í heild verður jafn-
an fyrir, er verkföll skella yfir.
Fjármálaráðherra og sam-
gönguráðherra tóku þátt í
samningaviðræðum við aðal-
samninganefnd BSRB, er hófust
þ. 6. október s.l. og stóðu síðan
nær látlaust til kvölds þess 10.
október.
1 upphafi viðræðnanna setti
viðræðunefnd BSRB fram 3
meginkröfur:
1. Lægstu laun, þ.e. í 1—7 lfl.
yrðu hækkuð.
2. Laun í 8—18 lfl. yrðu sam-
ræmd launum á almenna mark-
aðnum og hækkuö um 15—20%
umfram þær launahækkanir, er
orðið hefðu á almenna mark-
aðnum.
3. Yrði vísitalan tekin úr sam-
bandi á 2ja ára samningstima-
bilinu, fengi BSRB rétt til endur-
skoðunar með verkfallsrétti.
Ráðherrarnir lýstu því strax yf-
ir, að þeir væru reiðubúnir, á
grundvelli sáttatillögunnar, að
lita á 1. og 2. kröfulið, en áð því er
varðaði 3. kröfulið teldu þeir laga-
heimild skorta og þeir myndu
ekki beita sér fyrir þvi að verk-
fallsréttur yrði veittur vegna
endurskoðunar á samningi. Þeir
kváðu sig hins vegar fúsa til að
koma til móts við sjónarmið
BSRB að þessu leyti — innan
ramma laganna.
Ráðherrarpir minntu á, að við
lausn deilunnar yrði að líta til
tveggja atriða, annars vegar
þeirra kjara, sem almennt tíðkuö-
ust i þjóðfélaginu, og hins vegar
þeirra áhrifa, er kjarasamningar
gerðir af óvarkárni gætu haft á
þróun almennra launa og verð-
lags i landinu.
1 framhaldi af þessu var lögð
veruleg vinna i gerð ýmissa til-
boða, er gætu kamræmst ofan-
greindum atriðum.
Af hálfu BSRB var tilboðum
þessum svarað með gagnkröfum,
sem allar miðuðust við á slá lítil-
lega af upphaflegri kröfugerð.
Á sáttafundum allt til kvölds 9.
október voru ofangreind sjónar-
mið reifuð.
Lokatilboð ríkisins var lagt
fram aðfaranótt 10. október s.l. í
tilboði þessu var tekið tillit til
þeirra atriða, er viðræðunefnd
BSRB hafði lagt höfuðáherslu á.
Var i tilboði þessu gengið afar
langt til móts við þá kröfu BSRB
um að miðbik launastigans þyrfti
að verða hækkun umfram launa-
hækkanir á almenna vinnumark-
aðnum fyrr á árinu. Lokaatriðið
fól í sér hækkun launastigans um-
fram sáttatillöguna um 3.65%
miðað við júlilaun.
Fól launastiginn þá í sér jöfn
krónutölubil milli 4.—20. lfl. utan
þess að 1000 kr. hefðu verið bætt
aukalega við 5., 6. og 7. lfl. Þeir
sem náð hafa 15 ára starfsaldri
fengju að auki 1. lfl. hækkun, sem
jafngildir hækkun launa um
3—4%. Ennfremur hækkaði líf-
eyrir í samræmi við tilögu þessa
um sömu hundraðstölu hjá því
sem næst öllum lífeyrisþegum i
lífeyrissjóðum opinberra starfs-
manna. A móti þessu boði var
felld út úr sáttatillögu svonefnd
persónuuppbót 30.000 kr. á ári
(óverðtryggðar) er náði aðeins til
tæplega fimmta hluta opinberra
starfsmanna. Breyting þessi er
metin 1,5% launahækkun. Boðið
var að ákvæði sérkjarasamnings
Starfsmannafél. rikisstofnana um
tilfærslur milli lægstu launa-
flokka yrðu gerð almenn. Þá var
boðið að grunnkaupshækkun sú
er koma átti 1. júlí 1979 færðist til
1. apríl 1979 og að samningsaðilar
skyldu taka upp viðræður um
endurskoðun ákvæða um verð-
bætur, ef breytingar yrðu gerðar
á visitölureglum almennra kjara-
samninga i landinu með lögum, í
því skyni að tryggja að ákvæði um
verðbætur á laun opinberra
starfsmanna yrðu eigi lakari en
hjá öðrum fjölmennum launþega-
samtökum í landinu. Önnur atriði
tilboðsins voru metin jafngildi
3,5% launahækkunar. Að lokum
kom það fram af hálfu ríkissjóðs
að sjálfsagt væri að laga þau atr-
iði sáttatillögunnar, er samnings-
aðilar væru sammála um að væru
með óljósu orðlagi eða villum.
1 heild jafngilti lokaboð ríkisins
36% hækkun júlilauna miðað við
maí-laun 1977.
Þessu tilboði svaraði BSRB með
svofelldri yfirlýsingu:
„Samningsnefnd BSRB hefur
móttekið gagntilboð frá samn-
inganefnd ríkisins, sem fjár-
málaráðherra hefur tilkynnt
samninganefnd BSRB, að sé
lokatilboð um launastiga og
kröfu bandalagsins um endur-
skoðunarrétt á launaiiðum á
samningstímabilinu, ef til-
greindar aðstæður skapast.
Svnjað er viðræðum um önnur
atriði í kröfum BSRB.
Samninganefnd BSRB beinir
því til sáttasemjara, að hann
beiti sér f.vrir því, að fulltrúar
ríkisins taki upp viðræður í
alvöru um kjarakröfur handa-
lagsins í heild.“
Á sáttafundi kl. 18.00 þann 10.
október svöruðu ráðherrarnir
yfirlýsingu þessari. Röktu þeir
gang mála og töldu yfirlýsingu
BSRB tilefnislausa með öllu og
bera lítinn vott um að BSRB hefði
þann nauðsynlega vilja til samn-
inga, er á þy'rfti að halda til að
leysa deilu þessa.
Formaður BSRB greindi frá
því, að orðalagið „viðræður i al-
vöru" ætti ekki við þær viðræður,
er fram hefðu farið milli aðila um
launastigann og verkfallsrétt á
samningstimabilinu, heldur væri
hér átt við önnur atriði i sáttatil-
lögunni, sem alls ekki hefðu verið
rædd frá því kröfugerð kóm fram
í mars 1977.
Við ummæli formanns BSRB
var á það minnt, að öll atriði
kröfugerðar BSRB hefðu verið
rædd, lið fyrir lið.
Fjármálaráðherra itrekaði, að
með boði rikissjóðs aðfaranótt 10.
okt. væri komið á leiðarenda með
tilvísum til gildandi launa-
samninga í landinu.
OKTOBEHLAUN DKSKMBERLAlN
FJÖLDI MAl- NÚ SATTA- BOD RlKIS BOD HIKI.N
LFL ALAUNUM LAUN YKRANDI TILLAGA 6 AR 15 AR 6 AR 15 AR
7.834 10.303
01 55 76.912 88.727 98.707 101.828 104.041 116.298 118.717
02 88 79.039 91.180 100.921 104.041 106.969 118.717 121.917
03 66 81.855 94.430 103.849 106.969 111.744 121.917 137.136
04 228 85.446 98.572 107.584 111.744 117.417 127.136 133.337
05 434 89.032 102.709 112.939 117.417 123.090 133.337 139.537
06 594 92.384 106.575 118.222 123.090 127.723 139.537 144.601
07 467 95.735 110.441 123.505 127.723 133.397 144.601 150.803
08 449 99.089 114.311 128.789 133.397 139.070 150.803 157.004
09 621 102.440 118.176 134.074 139.070 144.743 157.004 163.204
10 723 105.793 122.045 139.358 144.743 150.416 163.204 169.405
11 768 109.148 125.915 144.643 150.416 156.089 169.405 175.723
12 651 112.497 129.778 149.924 156.089 161.763 175.723 182.111
13 661 115.767 133.550 155.215 161.736 167.436 182.111 188.498
14 520 120.181 138.643 161.035 167.436 173.109 188.498 194.884
15 604 124.765 143.931 167.001 173.109 178.782 194.884 201.271
16 209 129.522 149.419 173.062 178.782 184.455 201.271 207.657
17 224 134.462 155.117 179.225 184.455 190.129 207.657 214.045
18 175 139.590 161.032 185.492 190.129 195.802 214.045 220.432
19 77 144.912 167.173 191.866 195.802 201.475 220.432 226.818
20 66 150.438 173.546 198.354 201.475 208.078 226.818 234.252
21 65 156.176 180.167 204.958 208.078 214.863 234.252 241.890
22 30 162.139 187.046 211.688 214.863 221.812 241.890 249.714
23 27 168.313 194.168 218.534 221.812 228.901 249.714 257.695
24 12 174.734 201.576 225.518 228.901 236.124 257.695 265.827
25 4 181.396 209.261 232.634 236.124 242.678 265.827 273.204
26 6 186.870 215.576 239.092 242.678 249.325 273.204 280.687
27 2 192.507 222.080 245.641 249.325 256.070 280.687 288.282
28 3 198.316 228.781 252.285 256.070 262.912 288.282 295.984
29 4 204.301 235.684 259.057 262.912 269.856 295.984 303.802
30 1 210.464 242.794 265.868 269.856 276.855 303.802 311.714
31 — 216.778 250.078 272.793 276.885 284.084 311.714 319.819
Launatölurnar riga við 3ja þrep.
I desemberlaun er meðlalin 9,3% verðlagsbót.