Morgunblaðið - 12.10.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.10.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÖBER 1977 19 — Portúgal Framhald af hls. 1 Heimildirnar sögðu einnig að ráðherrann heföi talið að full- margir væru að hafa afskipti af utanríkismálunum og væri jafn- vel farið inn á verksvið hans. Ekki er talið að afsögn hans muni hafa áhrif á stöðu minni- hluta stjórnar Soaresar og hann mun sitja áfram á þingi eftir sem áður. — Alþingi Framhald af bls. 13 kosningalögum þeir Ragnar Arn- alds, Gils Guðmundsson, Stefán Jónsson og Svava Jakobsdóttir. Megininntak þeirrar tillögu er, að Alþingi ályktar, að kosin skuli finim manna nefnd, er skipúð sé einum fulltrúa frá hverjum þing- flokki, til að semja frumvarp til laga um hreytingu á lögum nr. 52 frá 1959 um kosningar lil Alþing- is, er miði að því að gera kjósend- um auðveldara en nú er að velja milli frambjóðenda á þeim lista, sem 'þeir kjösa. Eftir að þessar tillögu höfðu verið lagðar fram var fundi sameinaðs þings slitið og boðaðir fundir í efri og neðri deild. Kosninjíar Einu málin, sem lágu fyrir efri og neðri deild, voru kosning for- seta, tveggja varaforseta og skrif- ara deildanna. Forseti neðri deildar var kjörin Ragnhildur Helgadóttir og henni til vara voru kosnir þeir Magnús Torfi Olafs- son og Ingvar Gislason og ritarar deildarinnar voru kjörnir Eyjólf- ur Konráð Jönsson og Fáll Féturs- son. Forseti efri deildar var hins vegar kosinn Þorvaldur Garðar Kristjánsson og honum til vara þeir Eggert Þorsteinsson og Steingrímur Hermannsson, en skrifarar efri deildar voru kjörnir Axel- Jónsson og Ingi Tryggvason. Að lokum var hlutað um sæti þingman n a. — Api Framhald af hls. I sjónvarpsstjarna í barnatímum i Colombíu. Kom liann fram klæddur rauöum silkijakka og pípuhatt og lék ýmsar listir við mikla aðdáun. Lögreglan handtók Mareo Polo fljótlega eftir ódæðið og var hon- um varpað í fangaklefa þar sem voru fyrir tuttugu vændiskonur og 15 síafbrotamenn. Mikil ólga varð i landinu þegar fréttist um atburðinn og var fyrir- skipuð gleggri rannsókn á mál- inu. Var þá komizt að þeirri nið- urstöðu að ef til vill hefði förnar- dýrið espað apann að ófyrirsynju og væri þvi unnt að færa honum það .fram til málsbóta. Fundust merki um högg á höfði hans er bentu til þessa. Dómari kvað siðan upp þann úrskurö að apinn skyldi settur í vörzlu Dýraverndunarfélags Colombíu og skyidi það ábyrgjast hann. Marco Folo hefur unnið sem vörður í svínastíu þegar hann hefur ekki verið að leika listir sínar fyrir sjónvarpsáhorfendur. Formaður Dýraverndunarsam- taka landsins sagði að líflátsrefs- ing væri ekki fyrir menn i land- inu og ekki skyldi taka upp slíkt f.vrir dýr. Réðu samtökin lögmann til aö verja Marco Folo og með fy rrgrei nd u m áran gri. — Belgrad- ráðstefnan Framhald af bls. 1 mestanpart um nauðsyn og mikTl- vægi afvopnunar. Sænski fulltiúinn Arvidsson sagði, að ofsóknir á hendur höp- um og einstaklingum hefðu graííð undan trausti almenningsálitsins á Hélsinki-samkomulaginu og sögðu heimildir á ráöstefnunni, að þarna hefði hann átt við atlögu Sovétmanna að andófsmönnum í Moskvu og frá útreið sem undir- skriftarmenn Mannréttindaskrár 1977 hefðu fengið i Tékkóslóva- kiu. Tékkneski fulltrúinn Dvorak fordæmdi tilraunir til að eín- angra ákveðin atriði og sagði að mannréttindi væru tryggð í Tékkóslóvakíu og þyrfti ekki að hafa um þau frekari orð. Goldberg, aðalfulltrúi Banda- rikjanna sagði fréttamönnum að Bandaríkjamenn myndu bera fram aðrar sérstakar spurningar sem snertu mannréttindi. — Frú Tito Framhald af bls. 1 ,,Það er forsetans og stjórnar- innar að ákveða slikt.“ Sérfræðingar telja málið töluvert alvarlegs eðlis og seg- ir að hvarf hennar úr opinberu lífi bendi til að Tito hafi viljað draga úr afskiptum hennar af stjórnmálalegum ástæðum. Heimildir Reuters bæta við, að hún kunni að hafa reynt að hafa einum of mikil áhrif á eiginmann sinn. Vangaveltur um hugsanleg veikindi komu upp þegar frúin fór ekki með Tito í för sina til Kina, Sovétrikjanna og N- Kóreu en áður veik hún vart frá hlið hans. Hefur þvi sá orðrómur fengið byr undir báða vængi nú, að ósamlyndi sé með þeim hjónum. Sögu- sagnir hafa orðið svo magnað- ar og fjölskrúðugar að ein út- gáfan er slik, að Jovanka hafi reynzt vera útsendari CIA og önnur að'hún hafi verið í tygj- um við serbneskan hershöfð- ingja. Jovanka hefur notið þeirrar algeru sérstöðu að vera í sviðs- ljósinu ásamt manni sínum, en yfirleitt fer heldur lítið fyrir eiginkonum leiðtoga Austur- Evrópurikja. Jovanka Broz Tito hefur ekki sézt opinber- lega síðan Oddvar Nordli, for- sætisráðherra Noregs, vár i opinberri heimsókn í Júgósal- víu i júní sl. — Nóbels- verðlaunin Framhald af bls. 1 Hann er nú belgiskur rikisborg- ari og er þetta i fyrsta sinn sem Belgi fær Nóbelsverðlaun í efna- fræði - Hann hefur áður fengið ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir merk rannsóknastörf sín. Tveir Belgar, Albert Claude og Christian de Douve, fengu Nób- elsverðlaun i læknisfræði fyrir tveimur árum. Ilya Prigogine fær 700 þús. krónur sænskar einn, en Nóbels- verðlaunahafarnir þrír i eðlis- fræði skipta á miili sín öðrum 700 þús. krónum sænskum (jafnvirði um 30 millj. isl. króna). Nóbelsverðlaunahafarnir allir létu i kvöld í ljós fögnuð vegna verðlaunanna. Sir Nevill Mott, einn eðlisfræðiverðlaunahafanna, sagði að þetta væri viðurkenning á vinnu þrjátiu manna sem vinna á hans sviði. Kvaðst hann og telja mjög að verðleikum að þeir Phil Anderson og Van Vleck fengju einnig verðlaunin. Innbrot í Funhöfða INNBROT var framið í bifreiða- verkstæði í Funahöfða 15 aðfarar- nótt þriðjudagsins. Þaðan var stolið milli 20 og 30 þúsund krónum í peningum. Málið er í rannsókn. 8 Síaðuríyrír w 11 s Að busla í sjó, og sóla sig á sandsírönd suður á Kanaríeyjum endurnýjar bæði sál og líkama - betur en nokkuð annað, og styttir skammdegið svo um munar. Sért þú að hugsa um sólarfrí í skamm- deginu þá snúðu þér til okkar. FLUGFÉLAC LOFTLEIDIR URVAL LANDSYN UTSYN / /X MD S Lækjargötu 2 M Sjmj 25100 Eimskipafélags Skólavörðustíg 16 Austurstræti 17 húsinu . Sími 28899 Sími'26611 Sími 26900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.