Morgunblaðið - 12.10.1977, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.10.1977, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 1977 I I * . I. _ ‘ “ O'ua ÞeKar hann fær fugladellu- köstin, er tímabært aö halda heimleiðis! Saga úr „Læknum” ,,Ég fékk mér göngutúr með kunningja minum þennan ágæta góðviðrisdag á laugardaginn var, og komum við upp á Öskjuhlíð. Þaðan sáum við gufumökkinn af læknum, þar sem fólk hefur sull- að og slappað af á undanförnum mánuðum og var tilvalið að labba þangað. Þegar þangað var komið stöðvuðum við efst við lækinn og horfðum niðureftir honum. Mér fannst að þeir sem lagfærðu hann svona hefðu hitt vel í mark með þessu. Ég gekk neðar og í einu lóninu þar sá ég mann sem ég vil kalla mjög myndarlegan, svo myndarlegan að ég stöðvaði og horfði á hann. Neðar hitti ég 3 unga menn og segi við þá: Þið hafið það fint. Já, við vorum að koma úr kjallaranum og þetta litla hressir, segja þeir. Þetta hefði ég gert á ykkar aldri, varð mér á orði. Afram hélt ég með læknum niður i fjöru og sneri þá við og leið greinilega öllum vel þarna. Ég kom að myndarlega mannin- um, sem ég nefndi áðan. En þá var aðkoman önnur. Hann var bú- inn að sápa sig og var að raka sig. Hann bauð sem sagt unga fólkinu og krökkunum, sem þarna voru að gleypa af sér sápuna og skegg- broddana. Ég gizka á að þessi maður hafi verið af mínum aldursflokki, svona um sextugt. — Aldursflokknum, sem mest dæmir unga fólkið í dag! Björn Jóhannesson, Barónsstíg 3.“ Ekki meira um það en hér á eftir er verið að ræða örlitið um afleiðingar verkallsins og þá helzt útvarpið. Er eins og það sé það atriði sem marga skiptir hvað mestu máli að missa af, en þó eru sumir á því að ágætt sé að fá „frí“: % Ekkert sem truflar „Það er að mörgu leyti gott að ekkert skuli vera útvarpið þessa daga sem verkfall á e.t.v. eftir að standa yfir. Ég er ekki viss um að mjög margir sjái eftir því þótt útvarpið fari i nokkurra daga „frí“, það er oft tímaþjófur fyrir önnum kafið nútimafólk, en að sjáfsögðu nauðsynlegt og gott fyrir aðra, sem minna hafa að BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson „Óttalegur auli var ég að segja ekki þrjú grönd," sagði suður við sjálfan sig þegar hendi norðurs kom upp í spilinu hér að neðan. Allir voru á ha-ttu en vestur gaf. Norður S. G62 H. AK8 T. D1085 L. KDG Austur S. 974 H. G10753 T. 7 L. 10754 Suður S. K3 H. 642 T. AKG962 L. 83 Eftir að vestur hafði opnað á einum spaða varð suður sagnhafi í fimm tíglum. Vestur spilaði út tígulfjarka en suður tók slaginn heima og tók síðan annan slag á tromp. Utlitið var ekki sérlega gott. Þrír tapslagir virtust óumflýjan- legir. En suður beit á jaxlinn, nú var að duga eða drepast. Hann spilaði laufi. Vestur tók á ásinn og spílaði aftur laufi. 1 þriðja laufslaginn iét suður spaðaþristt!) og tók á hjartaás og kóng. Eftir einn slag til á tromp var staðan orðin þannig: Norður S. G62 H, 8 T. D L. — Austur S. 974 H. G T. — L. 10 Suður S. K H. 6 T. G96 L. — Nú spilaði suður spaðakóngn- um og vestur tók á ásinn. Hann var þar með kominn í býsna óþægilega aðstöðu. Eins og sjá má var sama hvað hann gerði. Ekki þýddi að spila laufi í tvöfalda eyðu og að spila spaða gerði gos- ann að slag. ^agleea unnið,úr spilr. s_ Vestur S. AD108 H. — T. — L. 9 Vestur S. AD1085 H. D9 T. 43 L. A962 RETTU MER HOND ÞINA 66 loftið og beit hann aftan í háls- inn. Fyrsta kýrin lá þegar á jörð- inni og engdist sundur og sam- an í ofsalegum krampa. Karl- arnir tveír voru horfnir á bak við stóra steina. Örn rótaði óstyrkur í hnakktösku sinni, dró upp sjálfvtrka byssu og skaut hverju skotinu af öðru á móti slöngunni. Öll sex skotin í hylkinu geiguðu — slangan var snör í snúningum og hesturinn ókyrr. Slðan lyfti slangan flöt- um hausnum og æddi beint í áttina til reiðmannanna. — Af stað, Érik! öskraði Örn — Láttu gamminn geisa eins og þú eigir Iffið að leysa! Hann sneri hesti sfnum við með rykk og sló hann allt hvað af tók með taumendunum. Þeir riðu í loftinu í áttina niður að árbakkanum. Slangan elti þá með löngum, hvfnandi rykkjum — eins og ósýnileg ‘—•^-4-'—1............ hönd sveiflaði keyri — og nálgaðist æ meir þann, sem á eftir fór. — Sláðu í hestínn, sláðu, sláðu! hrópaði Örn. Mamban stefndi beínt á hann og nálgaðist óðfluga. örn leit í kringum sig, hélt sér fast með fótunum og fór að fara úr hlússunni. Þegar slang- an kom upp að hlið hestsins og renndi sér fram til þess að höggva, kastaði hann blússunni yfir haus hennar. Blússan vafð- ist utan um hana, og Örn náði aftur forskoti. Hann reið sem óður væri nokkur hundruð metra fram með árbakkanum. Svo tóku þeir báðir í taumana . Hestarnir námu staðar. Þeir titruðu og tuggðu járnmélin. Bógar þeirra voru hvftir af slefu. örn hlóð byssuna aftur f miklum flýti og einbifndi á þann stað, þar sem hann hafði hent blússunni. Þar skall hurð nærri hælum. Erik, sagði Örn. Hjartað ham- aðist svo f brjósti hans, að hann gat varla talað. — En nú er hættan víst liðin hjá. Slangan hefur farið eitthvert, annars sæjum við hana. Erik anzaði ekki. Ilann halla- ði sér áfram og iagði handlegg- inn um makka hestsins, svo að hann dytti ekki af baki af þreytu. — Hvernig líður þér? Ekkert svar enn þá. Örn jafnaði sig. — Heyrðu, Erik, þú getur beðið hér stundarkorn og hvílt þig. Ég fer til haka til þess að athuga, hvernig drengnum reiddi af. Það er óhugsandi, að hann lifi þetta af, en ef til vill gæti ég orðið að einhverju liði. llann tilheyrir kirkjunni okkar. Örn hafði látið hestinn skokka nokkurn spöl. Þá sneri hann sér við og leit á Erik. Svo virtist sem hann fengi aðsvif. Hann sneri hestinum og reið til baka. — Erik, ég þarf ekki að fara. Það er sjálfsagt þegar um sein- an. Við fiirum rakleidis heim, jafnskjótt og þú ert orðinn Framhaldssaga eftir GUNNAR HELANDER Benedikt Arnkelsson þýddi hress. Fyrst skulum við hvíla okkur stundarkorn. Loksins rétti Erik úr sér f hnakknum og þurrkaði svitann framan úr sér. — Segðu mér, Fredrik, hefði slangan í raun og veru getað bitið okkur. meðan við sátum á hestunum? —Já, alveg áreiðanlega. Hún bftur upp í tveggja metra hæð. Það er satt, já, ég verð að ná í blússuna mfna. Biddu hérna, ég kem undir eins. Það yrði enda gagnslaust að fara að predika yfir þeim núna, þeir hafa um annað að hugsa eftfr slysið með drenginn. Hann fór að sækja flíkina. Erik horfði á eftir honum, þreyttur og undrandi. — Einu verður þú að lofa mér, sagði Örn, þegar hann kom aftur með blússuna á handleggnum. — Þú nefnir ekki slönguna við konuna mína. Hún hefur þegar nóg á sinni könnu. Lofar þú mér þvf? — Auðvitað, úr þvi að þú óskar þess. 4"':... Jm —w-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.