Morgunblaðið - 12.10.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. OKTOBER 1977 3
Lögreglumenn á Keflavíkurfiugvelli takmarka
aðgang að flugvellinum upp á sitt einsdæmi
Hef mótmœlt ákvörðuninni, segir
lögreglustjóri Keflavíkurflugvallar
Biðraðir mvnduðust við hlið Keflavfkurflugvallar f gær og á mesta annatfmanum urðu biðraðirnar
langar.
„VIÐ erum aðeins að fram-
kvæma lágmarks öryggisgæslu,
inn um þetta hlið fer enginn
nema með gild aðgangsskilriki
að Vellinum. sögðu Benedikt
Þórhallsson yfirlögregluþjónn
og Kristján Kristjánsson, lög-
regluþjónn, í aðalhliði Kefla-
víkurflugvallar er Morgun-
blaðsmenn litu þar við i gær.
Höfðu myndast langar biðraðir
fyrr um daginn er starfsfólk
ýmissa fyrirtækja kom til
vinnu sinnar, en þeir lögreglu-
menn stöðvuðu hvert fararta*ki
og spurðu menn um framan-
greind skilríki. I athugun Mbl.
f gær kom í Ijós að framkvæmd
hliðvörslunnar var ákveðin af
lögregluþjónunum sjálfum.
Hefur yfirmaður þeirra mót-
mælt ákvörðun undirmanna
sinna.
Benedikt sagði, að Kefla-
víkurflugvöllur væri öryggis-
svæði og þar sem þeim lög-
regluþjónum hefði verið skipað
að framkvæma lágmarks-
öryggisgæslu á Vellinum þá
hefði verið ákveðið að enginn
færi inn um hlið vallarins nema
viðkomandi hefði gild aðgangs-
skilriki. Sagði Benedikt, að
mörgum hefði verið snúið til
baka. Margir hverjir átta sig
ekki á þessum viðbrögðum okk-
ar og bera þessi skilríki því
ekki á sér i dag frekar en aðra
daga, sagði Benedikt. Hann
sagði að venjulega væru gerðar
„stikkprufur" öðru hverju
hvort menn bæru þessi skilríki
á sér og hvort þau væru gild. í
gær tóku hliðverðir í sina
vörzlu mörg skilríki sem voru
útrunnin, en Benedikt kvað
menn trassa að endurnýja þau
þar sent eftirlit væri ekki ýkja
strangt.
Við blaðamenn létum reyna á
hvort við fengjum að fara inn á
Keflavíkurflugvöll. Lögreglu-
þjónar spurðu okkur um skil-
riki og þegar við sýndum blaða-
Lögreglumaður við eitt
hliðanna á Keflavíkur-
flugvelli athugar að-
gangsvegabréf vegfar-
enda (Ljósm. Friðþjóf-
ur)
mannaskírteini, þá var sagt að
þetta væru ekki næg skilríki.
Þið verðið að hafa sérstök að-
gangsskilriki að Keflavíkur-
flugvelli til þess að við getum
hleypt ykkur inn fyrir hliðið,
sögðu lögregluþjönarnir.
Að sögn Benedikts Þórhalls-
sonar er ekkert eftir lit haft
með ferðum út af Keflavíkur-
flugvelli.
Ekki ákvörðun ráðuneytis
Varðandi starfsaðgerðir lög-
regluþjónanna í hliðum Kefla-
vikurflugvallar sneri Morgun-
blaðið sér til Páls Asgeirs
Tryggvasonar deildarstjóra
varnarmáladeildar utanrikis-
ráðuneytisins en málefni Kefla-
víkurflugvallar heyra undir
það ráðuneyti. Páll sagði að fyr-
irmæli hefðu ekki verið send
frá ráðuneytinu um frant-
kvæmd hliðvörzlu á Keflavíkur-
flugvelli. Við höfum ekki fyrir-
skipað eitt eða neitt varðandi
hverjum skuli hleypa inn á völl-
inn og hverjum ekki, ságði Páll.
Mér finnst lögreglan halda anzi
stíft á málum með að hleypa
engum inn á völlinn nema við-
komandi hafi sérstök vallar-
vegabréf. Þetta hefur komið
sér illa fyrir marga. Þannig
urðum við að skerast í leikinn
og fá lögregluþjónana til að
hleypa bifreiðum með oliumöl
og oliu inn fyrir, en ökumenn
þeirra bifreiða stunda ekki
vinnu á Keflavíkurflugvelli og
hafa þar af leiðandi ekki nein
aðgangskort að vellinum, bætti
Páll við.
Páll sagði að aðeins landeig-
andi gæti kveðið á um hvort
mönnum skyldi hleypt inn á
svæðið eða ekki i krafti eignar-
réttarins. Sagði hann rikið vera
eiganda svæðisins og fyrir
Framhald á bls. ,30.
Fannst lát- Mfög óhreinn fatnadur þarf mjög gott þvottaefm...
in í húsgarði
UM ATTALEYTIÐ í gærmorgun
veitti fólk því athygli, sem átti
leið um Barónsstíg í Reykjavík,
að lík ungrar stúlku hékk þar í
tré í húsgarði.
Rannsóknarlögregla ríkisins
hóf strax rannsókn þessa máls og
voru m.a. kallaðir til yfirheyrslu
nokkrir ungir menn, sem höfðu
verið í gleðskap um nóttina í hús-
inu, sem garðurinn tilheyrði.
Kom þá í ljós að stúlkan hafði
ekki komið í gleðskapinn og þeir
vissu ekkert um ferðir hennar.
Var þeim fljótlega sleppt. Hins
vegar hafðist uppi á manni, sem
vissi um ferðir stúlkunnar i fyrri-
nótt og af framburði hans og um-
merkjum þótti ljóst, að stúlkan
hefði sjálf ráðið sér bana, sam-
kvæmt upplýsingum Njarðar
Snæhólm yfirlögregluþjóns.
Umrædd stúlka var 28 ára göm-
ul. Hún þjáðist af þunglyndi og
hafði verið undir læknishendi af
þeim sökum undanfarna daga.
Þess má að lokum geta, að
Morgunblaðið segir frétt af sjálfs-
morði þessu vegna annarra frétta
fjölmiðla, sem gætu gefið villandi
upplýsingar um þennan hörmu-
lega atburð á almannafæri, enda
þótt Morgunblaðið hafi það að
reglu að skýra ekki frá sjálfs-
morðum.
Félagsfundir
starfsmanna
ríkisstofnana
MEÐAN á verkfalli BSRB
stendur hefur Starfsmannafélag
ríkisstofnana (SFR) ákveðið að
efna til daglegra félagsfunda að
Hótel Esju frá kl. 14—16.
Með Ajax þvottaefni veróur mislítí
þvotturínn alveg jafn hreinn og
suáuþvotturínn.
Hinir nýju endurbættu
efnákljúfar gera það kleift
aó þvo fafn vel með öllum
þvottakerfum.
Strax við lægsta hitastig leysast óhreinindi og blettir upp og
viðkvæmi þvotturinn verður alveg hreinn og blettalaus.
Við suðuþvott verður þvotturinn alveg hreinn og hvítur.
|; J i • II | 1; j . /' I : I J '1 ’ J 'iÁ» r' BV 11 (M1 !l‘ >
Ajax þvottaefni, með hinum nýju efnakljúfum sýnir ótviræða
kosti sína, einnig á mislitum þvotti — þegar þvottatiminn er
stuttur og hitastigið lágt. Hann verður alveg hreinn og litirnir
skýrast.
Hreinsandi efni og nýjr, endurbættir efnakljúfar ganga alveg
inn i þvottinn og leysa strax upp óhreinindi og bletti i
forþvottinum. Þannig er óþarft að nota sérstök forþvottaefni.
Ajax pvottaefní þýóir:
gegnumhreinn þvottur meó öllum
þvottakerfum.