Morgunblaðið - 12.10.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.10.1977, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. OKT0BER 1977 t Maðurinn minn ÓLAFUR VETURLIÐI ODDSSON bifreiðarstjóri Jórufelli 12 andaðist í Borgarspítalanum 1 1 október Fyrir hönd aðstandenda, Sóley Halldórsdóttir Hafnarsamband sveitarfélaga Ársfundi Hafnarsambands sveitarfélaga, sem halda átti á Húsavík 14. og 15. þessa mánaðar, er frestað um óákveðinn tíma, vegna óvissu um flugsamgöngur innanlands. Stjórnin. ÞÚ AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU AÍ'GLVSJNGA. SÍMINN ER: 22480 Ódýr O Candy vél... . . . reyndar sú ódýrasta á markaðinum í dag CANDY 132 er 5 kg þvottavél meö 11 sjálfvirk þvottakerfi. Vinduhraöi 400 snúningar á mínútu. Verðið aðeins kr. 108.000.00 Afborgunarskilmálar Sími 26788 Verkfallsnefnd BSRB er að störfum nær allan sólarhringinn Mjög gott andrúmsloft ríkj- andi í herbúðum BSRB MJÖG gott andrúmsloft var ríkjandi i höfuðstöðvum B.S.R.B. við Laugaveg í gær, er Morgunblaðið leit þar inn. Mikill ys og þys var hjá öilum, allir símar voru rauðglóandi þar sem fólk var að spyrja hinna ýmsu frétta vegna verkfallsins. Morgunblaðið ræddi stutt- lega við Harald Steinþórsson framkvæmdastjóra banda- lagsins og innti hann eftir því hvernig verkfallsvarzlan gengi. —Þetta hefur gengið mjög vel, það hefur nánast ekkert verið um verkfallsbrot. En félögin sjálf sjá að mestu leyti um alla verkfallsvörzl- una. Hingað berst eigi að síður geysilegur fjöldi alls kyns fyrirspurna og beiðna um undanþágur vegna verk- fallsins og í því sambandi er verkfallsnefndin á nánasta stanzlausum fundum og svo er hér almenn vakt allan sólarhringinn. Það að Starfsmannafélag Reykjavikurborgar felldi samníngsuppkastið, sem stjórn þeirra hafði samið um við launamálanefnd Reykja- vikurborgar, er gífurlegur styrkur fyrir heildarsamstöð- una í bandalaginu, við gát- um ekki fengið betra vega- nesti í þessu fyrsta verkfalli okkar. Hér er til staðar mjög stór hópur fólks, sem er tilbú- inn í ýmiss konar störf fyrir bandalagið, og siðan erum við með stóran lista af fólki sem við getum kallað í hve- nær sem þörf krefur og það má segja að andinn hér sé mjög góður, samstaðan er alger, að gefast ekki upp fyrr enn i fulla hnefana Þá ræddi Morgunblaðið við nokkra starfsmenn, bæði i verkfallsnefnd og i almenn- um störfum, og alls staðar var sama staðan, alger sam- staða og að barizt skyldi harðri baráttu og i engu eftir- gefið Forystumenn BSRB, Kristján Thorlacius, Haraldur Stein- þórsson o.fl. Frá uppboðinu í gær, ein af mvndum Flóka í boði. Ljósmynd Mbl Friðþjófur. Ásgrímsmálverk á 850 þúsund kr. „ÞETTA var gott uppboð og ágætt verð fékks fyrir myndirnar,“ sagði Guðmundur Axelsson í Klausturhól- um þegar Mbl. leitaði frt'tta af málverkauppboði hans á Hótel Sögu í gær þar sem 65 verk voru boðin upp. Hæsta tilboð kom í mynd eftir Ásgrím Jönsson, 850 þús. kr. Þá nefndi Guðmundur að silkiþrykkmynd með Elísabetu Englandsdrottningu eftir Erró hefði farið á 52 þús. kr. og krítarskissa eftir Sverri Halldórsson á 50 þús. kr. Mynd eftir Svein Þórarinsson fór á 215 þús. kr. Kristján Davíðsson á 105, Ragnar F’áll á 95, myndir Flóka á um 100 þús. og Kjarval á 325 þús kr. Gufunes tekur aðeins á móti neyðarskeytum FJARSKIPTASTÖÐIN í Gufu- nesi sinnir aðeins öryggisþjón- ustu við skip, flugvélar og bíla og ekkert umfram það, að því er stöðvarst jórinn, Stefán Arndal, tjáði Mbl. í ga‘r. Reyndar hefur verið veitt undanþága til að taka við veður- skeytum frá Grænlandi og kotna þeim til Veðurstofunnar. Að öðru leyti er þjónusta Gufunesstöðvar- innar fyrst og fremst bundin við öryggi skipa og flugvéla og eru ekki önnur skeyti en neyðarskeyti móttekin. 6 starfsmenn vinna nú i Gufunesi en eru 25 þegar mest er. Stefán Arndal sagði, að því yæri misjafnlegá tekið af við- skiptvinum þegai- þeim væri til- k.vnnt að ekki væri hægt að taka við neinum skilaboðum vegna verkfalls. Þætti sumum það súrt í broti, sem þyrftu ef til vill að koma áríðandi skilaboðum á framfæri. Arnarflug 1 Norðurpólsflug ARNARFLl’tí a'tlar í samvinnu við þýzkar ferðaskrifstofur að fljúga miðnætursólarferðir að Norðurpólnuni í maí n.k. og eru þrjár ferðir áætlaðar. Farið veröur frá Keflavík að kvöldi og flogið norður með austurströnd Grænlands, en flug- ið til Norðurpólsins. tekur f.jóra tíma. Siöan verður hringsólað vfir pólnum. skálað í kampavini og farþegum afhent skjiil undinituð af flugstjóranum til staðfestingar á pólarferðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.