Morgunblaðið - 12.10.1977, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.10.1977, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÖBER 1977 31 Nú á að skora mörg mörk LEIKIÐ sóknarleik! þannig hljóðar dagskipun enska lands- liðsþjálfarans Ron Greenwoods til sinna manna, fyrir landsleik Englendinga og Luxemburgara sem fram fer í Luxemburg í kvöld, en leikur þessi er í undan- keppni heimsmeistarakeppninn- ar í knattspyrnu, og ákaflega mik- ilvægt fyrir Englendinga að vinna hann með miklum marka- mun, þar sem staða þeirra í riðl- inum er fremur slæm. Mun enska landsliðið leika 3—4—3 leikkerfi í leiknum við Luxemburgara og valdi Greenwood eftirtalda leik- menn til leiksins: Ray Clemenc (Liverpool), Emlyn Hughes (Liverpool), Dave Watson (Liverpool), Trevor Cherry (Leeds) Terry McDermott (Chelsea), Ray Wilkins (Chelsea), Ian Callaghan (Birmingham), Ray Kennedy Ali til í slaginn Muhammed Ali, heimsmeistari I hnefaleikum þungavigtar, hefur lýst þvi yfir að hann sé reiðubúinn aS mæta annað hvort landa sínum Leon Spinks eða ítalanum Alfio Righetti i hringnum í byrjun febrúar n.k. Þeir Spinks og Righetti munu keppa i nóvember. og segist Ali tilbúinn að mæta sigurvegaranum úr þeim leik. Er ástæða þess að Ali er svo viljugur að keppa um þessar mundir sögð sú að kappann skorti fé, en fyrir þennan væntanlega leik mun Ali fá upphæð sem svarar 80 milljónum islenzkra króna, en sá er keppir við hann fær hins vegar aðeins um 8 milljónir. Spinks er nú talinn einn efnileg- asti hnefaleikari i heimi. Hann er 22 ára að aldri. og hreppti gullverðlaun á Ólympíuleikunum i Montreal. Sið- an hann gerðist atvinnumaður i hnefaleikum hefur hann keppt fimm leiki og sigrað í þeim öllum með þvi að rota andstæðinga sina, venjulega i fyrstu eða annarri lotu. Er sagt að Spinks svipi mjög til Ali þegar heims- meistarinn var á sinu léttasta skeiði. fljótur, áræðinn og með afbrigðum (Birmingham), Trevor Francis (Birmingham), Paul Mariner (Ipswich) og Gordon Hill (Manchester United) Meðal varamanna í liðinu er"" Kvein Keegan, leikmaður með vestur-þýzka félaginu Hamburger SV. Astæða þess að Keegan var ekki valinn í hóp þeirra ellefu er hefja leikinn er sú, að hann hefur verið kvefaður og lasinn að undanförnu, en mun nú búinn að ná sér sæmiléga og þykir mjög líklegt að Greenwood skipti hon- um inná í leiknum. A blaðamannafundi í Luxem- burg i gær sagði Greenwood að hann hefði mikla trú á þvi að enska landsliðinu tækist að bursta Luxemburgara i leiknum — alla vega munum við leika knattspyrnu sem unnendur sóknarleiks kunna að meta, sagði hann, — við ætlum að vera með fimm menn í framlínunni, og ég hef þá trú á þessum leikmönnum að þeim takist að brjótast gegnum varnarmúr Luxemburgaranna, en ég efa það ekki að þeir munu leika stifan varnarleik og freista þess að sleppa bærilega frá leikn- um. Knut Hjeltnes, — einn þeirra er fær æfingastvrk. 12 millj. króna æfingastyrkir til norska frjálsíþróttafólksins hóggþungur. Ali — vantar peninga Mexikanar sigurstranglegir NU STENDUR yfir i Mexikó keppni sex þjóða um eitt sæti i Dregið hjá IK DREGIÐ hefur verið I happdrætti Iþróttafélags Kópavogs. Vinning- ar voru þrjár sólarferðir og komu á miða nr. 1166, 1510 og 2552. Vinningsnúmerin eru birt án ábyrgðar. úrslitakeppni heimsmeistara- keppninnar í Argentínu næsta sumar. Þær þjóðir sem keppa eru Mexikó, Guatemala, Surinam, Haiti, E1 Salvador og Kanada. Fóru fyrstu leikir keppninnar fram um helgina og sigraði þá Mexikó í leik sínum við Haiti með 4 mörkum gegn einu, Guatemala sigraði Surinam 3—2 í miklum baráttuleik, og E1 Salvador sigr- aði Kanada 2—1. 4 með 11 1 SJÖUNDU leikviku Getrauna komu fram fjórar raðir með 11 réttum leikjum og var vinningur- inn kr. 110.000. Einn þessara seðla var frá Seyðisfirði, en hinir frá Re.vkjavíkursvæðinu. Þá komu fram 20 raðir með 10 rétta og var vinningurinn á hverja röð 9.400 kr. Að flestra áliti eru Mexikanar nokkuð öruggir með sigur i þess- um riðli, og benda úrslitin í leikn- um um helgina til þess að svo verði, enda talið að Haiti eigi næst bezta liðið i riðlinum. Staðan i riðlinum eftir leikina eru þessi: Mexikó Guatemala E1 Salvador Kanada Surinam 1100 4—1 2 1100 3—2 2 1100 2—1 2 1001 1—2 0 1001 2—3 0 NORSKA frjálsíþróttasambandið hefur ákveðið að greiða hópi frjálsíþróttafólks það sem kallað er æfingagjald vegna undir- búnings þess fyrir Ólympiuleik- ana í Moskvu 1980. Verður varið til þessa 12 milljónum króna, og gera forráðamenn sambandsins sér vonir um að með þessum greiðslum fáist íþróttafólkið til meiri æfinga en áður og árangur þess verði betri en ella á Ól.vm- píuleikunum. Hefur þvf fólki sem fær greidd æfingagjöld verið skipt I tvo hópa, annars vegar í afreksmannahóp og hins vegar fá JAFNT í FRAKKLAND og Sovétrikin gerðu jafntefli 0—0 i vináttu- landsleik i knattspyrnu sem fram fór i Paris á sunnudaginn, að við- stöddum 49.000 áhorfendum. Leikur þessi þótti heldur tilþrifa- lítili, en Sovétmenn áttu þó meira í honum, án þess að skapa sér verulega hættuleg færi. Frakkar áttu aðeins eitt verulega gott færi nokkrir ungir og efnilegir íþróttamenn æfingastyrki. í afreksmannahópnum eru flestir beztu frjálsíþrttamenn Noregs og fá þeir meginhluta þess fjármagns sem til skiptanna er, en sambandið er ekki búið að ákveða hvernig peningunum verður úthlutað. Þeir sem eru i afreksmannahópnum eru Grete Waitz, Astrid Tveit, Jan Fjærestad, Knut Kvalheim, Johnny Haugen, Terje Totland, Leif Roar Falkum, Knut Hjeltnes, Svein Inge Walvik, Björn Grimnes og Terje Thorslund. PARÍS 1 leiknum er skæðasti framherji liðsins, Platini, komst í gegnum vörn sovézka liðsins, en fast skot hans fór í stöng. Skömmu eftir að þetta gerðist áttu þeir Viktor Kolotov og Aleg Blokhin föst skot sem fóru rétt framhjá franska markinu, og síðar í leiknum átti Blokhiri tvivegis opin færi, en brást bogalistin i bæði skiptin. Formaöur norska frjálsiþrótta- sambandsins sagði er sambandið tilkynnti ákvörðun sina, að lands- liðsþjálfurunum yrði falið að fylgjast með æfingum íþrótta- fólksins og fengi það að einhverju leyti greitt eftir ástundun sinni við æfingarnar. Kvaðst hann gera sér vonir um að þessar peninga- greiðslur til íþróttafólksins myndu þegar skila sér í betri ár- angri þess á Evrópumeistaramót- inu sem haldið verður í Prag næsta sumar, enda væri undir- búningur fyrir það mót nánast upphafið að undirbúningi fyrir Ólympíuleikana í Moskvu. Norð- menn hafa ekki átt sigurvegara 1 frjálsíþróttakeppni Ólympíuleik- anna sfðan i Melbourne i Ástralíu 1956, er Egil Danielsen vann þar frækilegt afrek meö því að setja nýtt heimsmet i spjótkasti og hljóta ólympiugull. ÁRSÞING BSÍ ÁRSÞING Badmintonsambands Islands verður haldið sunnudag- inn 30. október n.k. i Snorrabæ, Snorrabraut 37, og hefst þingið kl. 10.00 árdegis. FYLKIR FAGNAR UM SÍÐUSTU helgi afhenti Ellert B. Schram, formaður KSI, knattspyrnu- mönnum Árbæjarliðsins Fylkis sigur laun þeirra í 3. deíldar keppni ís- landsmótsins í knattspyrnu, en Fylk- ir var annað tveggja liða sem vann sér þátttökurétt i 2. deildar keppn- inni næsta sumar og verður það í fyrsta sinn sem Fylkir leikur í 2. deild Með sigri í 3. deildinni öðlast Fylkir einnig þátttökurétt í Reykja- víkurmótinu í knattspyrnu, þannig að um mjög mikilsverðan áfanga var um að ræða hjá félaginu. í 3. deildar keppninni s.l. sumar náði Fylkir mjög góðum árangri. Tapaði liðið engum leik í keppninni, en varð að leika þrjá úrslitaleiki við KS frá Siglufirði, áður en sigur vannst. Þegar Fylkismenn tóku við verðlaunum sinum i Árbæj- arskólanum voru mættir þar fjöl- margir velunnarar félagsins, sem fögnuðu leiknönnunum vel og lengi. Meðfylgjandi mynd tók Ragnar Ax- elsson, Ijósmyndari Morgunblaðsins, sem jafnframt er einn af leikmönn- um Fylkisliðsins, af knattspyrnu- mönnunum og Árbæingum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.