Morgunblaðið - 12.10.1977, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.10.1977, Blaðsíða 32
'GLÝSINíiASÍ.MINN EH: 22480 | J B!or0tinbIntíit> AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 1977 Fjárlagafrumvarp 1978 er 124 milljarðar: Hlutfall útgjalda af þjóðarframleiðslu lækkar um 4,1 prósentustig á 4 árum Meira en 5% samdráttur opinberra fram- kvæmda en veruleg aukning til vegamála Q í jía*r — á f.vrsta starfs- degi Alþinjíis — var lajít fram stjórnarfrumvarp til fjárlajía l'yrir áriö 1978. Heildarútgjöld ríkissjóðs eru áætluð, samkvæmt frumvarpinu, 123,1 millj- arður króna, sem er 36% hækkun frá fjárlögum í ár og svarar til 27,3% áætl- aðrar þjóðarframleiðslu á næsta ári. Er það svipað hlutfall og áætlað er að verði á vfirstandandi ári (en mun lægra en var á árunum 1974 »g 1975 — 29.6 og 31.4%). — Heildar- tekjur ríkissjóðs 1978 eru áætlaðar 124,8 milljarðar króna og er það 39% hækk- un frá fjárlögum á yl'ir- standandi árs en 29% ef miðaö er við áætlaöar tekj- ur ríkissjóðs á þessu ári. Er það svipaö hlutfaii ríkisskatta af þjóðartekj- um og verða mun á líðandi ári, 27—28%, að sjúkra- Sáttafundur ekki boðaður ENCINN sáttafundur hafði verið böðaður í K*r. er Morgunhlaöiö hafrti samband virt Torfa Hjartarson, sátta- semjara rikisins. Kvaöst Torfi vart mundu eitta frumkvæði art fundi art sinni, þar sem sírtasti fundur hefrti ekki borirt neinri áranftur. SaKrtist hann líta svo á art artilar ættu art óska eftir fundi. ef þ.eir hefrtu eitthvart nýtt fram art færa, f.vrr en svo væri, hvart hann tilKanftslau.st art Ixtrta til sáttafundar. tryggingargjaldi með- töldu. Verðlagsgrundvöll- ur tekju- og útgjaldaáæti- unar er í aðalatriðum verð- lag í októbermánuði 1977 — með áætlaöri viðbót hliðstæðri umsömdum grunnkaupshækkunum, samkvæmt gildandi kjara- samningum á hinum al- menna vinnumarkaði. I frumvarpinu er gert ráð f.vrir 295 m.kr. greiðsluafgangi 1978 — og hefur þá verið reiknað með 3.065 m.kr. afborgun af skuld ríkissjóðs viö Seðla- bankann. Framhald á hls 18. Þad var fámvnnt á Háskólasværtinu I ga‘r. t*n knáloga lcikið þó. Aðeins kennt fyr- ir hádegi í gær í menntaskólum og Háskólanum t HÁSKÓLA tslands, mennta- skólunum þremur or Fjöl- brautaskólanum í Breióholti í Reykjavík var aðeins kennt fyrir hádegi í gær. Samkvæmt Framhald á bls 18. ____ Borgaryfirvöld reiðubúin til viðræðna BORGAR- STJÓRI: MORGUNBLAÐIÐ leitaöi í gær álits Birgis ísleifs Gunnarssonar, horgar- Samið á Suðurlandi KJARASAMNINGAR Félags opinherra starfsmanna á Suð- urlandi. sem félagið náði við sveitarfélög á Suðurlandi í fyrrinótt, voru samþykktir á félagsfundi á Selfossi í gær- kveldi með 27 atkvæðum gegn 4, en einn seðill var auður. Samkomulagið er að mestu í svipuðum anda og samkomu- lagið, sem samþykkt var á Akranesi í ga>rkveldi og getið er í annarri frétt hér á síðunni. t'ramhald á bls 18. stjóra, á niðurstöðum félagsfundar Starfsinanna- félags Reykjavíkurhorgar í fyrrakvöld, en fundurinn felldi gerðan kjarasamn- ing með 378 atkvæðum gegn 338. Borgarstjóri sagði: „Borgaryfirvöld tiildu rétt art gera þennan kjarasamning, sem var meö nokkrum frávikum til hækkunar frá sírtasta sáttatilboði ríkisins. Þetta samkomulag var m.a. gert í þeirri trú. að meiri- hluti borgarstarfsmanna vildi í lengstu lög foröast verkfall. Úr- slítin á fundinum uröu því von- brigði fyrir mig og art því er ég hygg fyrir stóran hluta borgar- starfsmanna. Borgaryfirvöld eru reiðubúin til frekari viöræðna við Starfsmannafélagið til aö leita art skjótri lausn deilunnar." Það setti sérkennilegan svip á Reykjavík árla dags f gær hve margir borgarbúar fóru fótgangandi og á reiðhjólum til vinnu sinnar vegna verkfalls hjá Strætisvögnum Reykjavíkur. Sama var uppi á teningnum í gærdag, en þessa mynd tók Friðþjófur um miðjan dag þar sem ung stúlka notaði puttaaðferðina til þess að fá bílfar í borginni. Afleiðingar verkfalls BSRB: Miklar tafir á flugum- ferð yfir N-Atlantshaf MJÖG alvarlegt ástand hefur skapa/t á íslenzka flugstjórnar- svæðinu á Norður-Atlantshafi og hefur vegna verkfalls í loft- skeytastöðinni í Gufunesi og verkfalls aðstoðarflugumferðar- stjóra orðið að skammta umferð inn á svæðið. Hefur þetta valdið miklum töfum á allri flugumferð yfir Norður-Atlantshaf, þar sem verkfallsaðgerðir í Bretlandi standa einnig yfir og eiga því Samningamál sveitarfélaganna: Akranes, Garðabær og Eyjar samþykktu Akureyri felldi KJARASAMNINGAR við þrjú sveitarfélög, Akranes, Garðabæ og Vestmannaeyjar, voru sam- þykktir f starfsmannafélögum viðkomandi kaupstaða í gær- kveidi, en í fjórða kaupstaðnum, Akureyri, voru samningar við Akureyrarbæ felldir með 91 at- kvæði gegn 49. 4 seðlar voru auðir. Á Akranesi voru samning- arnir samþykktir með 89 atkvæð- um gegn einu, í Garðah* með 28 gegn 8 og í Vestmannaeyjum með 47 atkvæðum gegn 7. Verkföllum gegn sveitarfélögunum í þessum þremur kaupstöðum og gegn stofnunum þeirra hefur því verið aflýst. Samningarnir á Akranesi eru byggðir á svokölluðum Reykja- nessamningum, sem nokkur sveit- arfélög þar gerðu hinn 9. septem- ber síðastliðinn og á síðasta boði fjármálaráðherra að því er tekur til launaliðar samkomulagsins, en hann var undanþeginn samkomu- laginu á Reykjanesi. 1 Reykjanes- samningnum var gert ráð fyrir 40 þúsund króna greiðslu til hvers starfsmanns, sem unnið hafði 12 ár og lengur. Ofan á launastigann eins og hann var í síðasta boði fjármálaráðherra fá svo Akurnes- ingarnir 2 þúsund krónu áfanga- hækkun hinn 1. nóvember næst- komandi ofan á öll þrep í launa- stíganum. Bæjarstjórnarmenn af Stór- Reykjavíkursvæðinu voru á fundi með fjármálaráðherra i gær. Samningarnir, sem samþykktir voru í Garðabæ, fela í sér óbreytt- an launastiga frá tilboði fjármála- ráðherra, en grunnur samkomu- lagsins að öðru leyti er Reykja- nessamkomulagið. Þó er tekið út uppsagnarákvæði Reykjanessam- komulagsins, og það haft eins og það var í sáttatillögu sáttanefndar ríkisins, þar sem miðað er víð að viðræður séu teknar upp, ef Framhald á bls 18. flugfélög enga valkosti um leiðir. Lætur nærri að sú flugumferð, sem hleypt er inn á svæðið sé á hilinu !4 til Vi venjulegrar flug- umferðar. Aðstoðarmenn i flugstjórnar- miðstöð eru félagar í Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja og eru þeir i verkfalli. Flugumferðar- stjórnin hefur þegar sótt um und- anþágu fyrir þessa menn, en hef- ur verið hafnað. Þetta ástand er mjög alvarlegs eðlis, þar sem Is- Iendingar hafa tekizt á hendur ákveðnar skyldur með alþjóða- samningi og auk þess er þessi þjónusta greidd af erlendum aðil- um. Vegna verkfalls BSRB kom- ast þotur viða í flughöfnum ekki af stað fyrr en seint um síðir, þar sem ekki er hægt að gefa grænt Framhald á bls 18. Skattvísi- tala 131 stig I FRÚMVARPI til fjárlaga fyrir komandi ár segir m.a.: „Skattvísitala árið 1978 skal vera 131 stig miðað við 100 stig árið 1977."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.