Morgunblaðið - 14.10.1977, Side 4

Morgunblaðið - 14.10.1977, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. OKTÖBER 1977 5IMAK 28810 24460 bilaleigan GEYSIR BORGARTÚNI 24 car rental LOFTLEIDIR C 2 11 90 2 n 38 n ® 22 0-22* RAUDARÁRSTÍG 31 FERÐABÍLAR hf. Bilaleiga, sími 81260. Fólksbílar, stationbílar, sendibíl- ar, hópferðabílar og jeppar Þykkar sokkabuxur 6 litir Verzlunin Bankastræti 3. ÞÚ AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU Haustsýning FÍM 1 vestursalnum á Kjarvals- stööum stendur nú yfir hin heföbundna Haustsýning Félags íslenskra myndlistar- manna. Þessi sýning er án nokkurs efa elsti og heföbundn- asti listviðburður ársins. Ekki veit ég fyrir vissu, hve lengi þetta fyrirtæki hefur veriö í gangí, en ég held, aö það hafi veriö allt frá þvi er gamli Lista- mannaskálinn viö Kirkjustræti var byggöur, og má vel vera, aö þessi sýning hafi litiö dagsins ljós áöur, en meö þaö þori ég ekki aö fara. Samt man mín kynslóð eftir sýningum í Garö- yrkjuskálanum viö Garöa- stræti, sem var fyrirrennari skálans viö Kirkjustræti. Um tima var þessi sýning á hrak- hólum, en svo komu Kjarvals- staöir, og þar hefur hún verið til húsa seinustu árin. Þaö er því löng og mikil saga aö baki þessari sýningu, en i upphafi mun hún aö nokkru hafa veriö sniöín eftir fyrirmyndum bæði frá Kaupmannahöfn og Ösló. Þessi sýning hefur miklu hlutverki aö gegna í íslensku myndlistarlifi, og eru þeir ótaldir listamennirnir, sem fyrst hafa komiö fyrir al- menníngssjónir á þessari sýn- ingu, og auövitaö hefur þaö æxlast þannig til, aö sumir hafa oröiö mætir myndlistarmenn en aðrir dottiö upp fyrir, eins og gengur og gerist á öllum sviðum þjóölífsins. Þaö má með sanni segja, aö alltaf hafi eitt- hvaö eftirtektarvert komið fi am á þessari sýningu, en hinu veröur heldur ekki neitað, aö oft hefur Haustsýning verið misjöfn aö gæðum, og getur þar margt komiö til. Eg nefndi hér áðan. aö hliöstæöar sýningar væru í Kaupmannahöfn og Ósló. Sumar þessar sýningar hef ég séð og lesið um aörar. Þrátt fyrir mannfæö okkar held ég, aö Haustsýning í Reykjavík sé á stundum ekkert ómerkara fyrirbæri en stöllur hennar í nágrenninu, og ef þaö er rétt hjá mér, þá megum við sannar- lega vel viö una og jafnvel vera svolítið montnir. Mér viröist sem, margar sýn- ingar af þessu tagi hafi veriö veigameiri og haft betri verk- um á aö skipa, en sú sýning sem nú hangir á Kjarvalsstöðum. Þessi Haustsýning er nokkuð ósamstæö, og því miður vantar þátttöku margra af okkar bestu listamönnum. Sýningin er opin öllum þeim, er senda vilja verk sín undír dóm sýningarnefnd- ar, hvort heldur þeir eru félag- ar í FÍM eða ekki. Síöan er þaö innsenda flokkaö eftir geðþótta Myndllst eftir VALTÝR PÉTURSSON sýningarnefndar og reynt að koma sem bestu gæðamati aö við val verka i hvert sinn. Auö- vitað getur brugöið til beggja vona meö niðurstöður svo fjöL- mennrar nefndar, og þaö fer ekki framhjá neinum, aö svo vill veröa hverju sinni. Nefndin er skipuð átta listamönnum, og er Eiríkur Smith formaöur hennar aö þessu sinni. Það eru rúmlega fjörutíu sýnendur á þessarí Haustsýningu, og er þaö ótrúleg tala, þegar þess er gætt, aö mikiö hefur verið um sýn- ingar aö undanförnu, og ótrú- lega margar sýningar hafa verið í gangi á sama tima i ekki stærri borg en Reykjavik er. Það er því ekkert einkennilegt, þótt fram hafi komið sú skoðun að undanförnu, að markaður fyrir listsýningar væri alger- lega mettaður að sinni. Samt er ekkert lát á þeirri elfu, sem fram streymir, og ýmislegt mun á næstu grösum. Guömundur Benediktsson myndhöggvari er sérstakur heiöursgestur Haustsýníngar- innar að þessu sinni og stendur sig prýðilega. Hann hefur unn- ið að list sinni með einstakri natni og náð ágætum árangri i bæði tré og járni. Nú er það eir, sem heillar hann. og ef til vill hefur honum ekki tekist betur en einmitt nú. Nefni ég því til sönnunar nr. 44. 47, 49, og 40. Þarna er Guðmundur að höndia ný viðfangsefni, sem ekki eru gripin úr lausu lofti, og það er persónulegur blær yfir þessum verkum, sem gefur þeim sérstakt gildi. Af yngra fólkinu var það Ásgeir Lárusson, sem vakti mesta eftirtekt mína með vatns- litamyndum sínum. Þar virðist mikill hæfileikamaður á ferö, sem hefur sérstaklega næma tilfinningu fyrir litnum í verk- um sinum. Björg Þorsteins- dóttir kom mér nokkuð á óvart með vel unnum verkum sínum, en ekki er hægt að segja að hún sé sérlega frumleg að sinni. Einar Hákonarson á þarna tvö verk, og finnst mér hann heldur pússa Björn Th. En bæði þessi verk standa vel á þessari sýningu. Hringur Jóhannesson er nokkuð áber- andi, en betri verk hef ég séð eftir hann. Einar Þorláksson er léttari og leiknari í þessum verkum, sem hann nú sýnir, en áður var. Bragi Hannesson á þarna eina mynd, nr. 26, sem mér finnst bera af öðrum verk- um hans. Móðir nótt, eftir Guðberg Auöunsson er fram- bærilegt verk. Gunnlaugur St. Gíslason stundar enn mjög líka myndgerð og hann sýndi á einkasýningu sinni í Norræna húsinu fyrir nokkru. Hörður Ágústsson kemur ekki sérlega sterkur út á þessari sýningu. Verk hans eru að vísu viðkvæm en þaö er allt. Hafsteinn Aust- mann virðist í gööri framför. Elías B. Halldórsson sýnir tvær pastellmyndir, sem eru nokkuö frábrugðnar því, er hann sýndi siðast. Anton Einarsson er einn af yngri mönnum, sem stendur sig vel með blandaða tækni. Ágúst Petersen sýnir þrjár and- litsmyndir, og Gunnar Berg- mann virðist mér sterkust, en allar eru þessar myndir sér- kennilegar, eins og allt er frá þessum listamanni kemur. Ás- gerður Búadóttir sýnir ágæt teppi, nr. 12 fannst mér bera af. Helgi Gíslason sýnir lágmyndir í steinsteypu og hefur verið komíö fyrir á ópússuðum vegg í gangi. veggirnir gleypa þessi verk og því ekki gott að gera sér grein fyrir þeim. Hallsteinn Sigurðsson er sjálfum sér líkur, en verk hans nr. 63 sýnir, aö hann er aö endurnýja verkefna- val sitt. Leifur Breiðfjörð á þarna skemmtilega hluti, unna í gler. Ómar Skúlason olli mér nokkrum vonbrigðum. Sama er að segja um hina stóru rúðu Ragnars Kjartanssonar, það er fyrst og fremst efnið, sem ég kunni ekki viö. Jón Re.vkdal virðist hneigjast meir og meir að sjálfu landslaginu í verkum sínum, en þau eru lagleg, en vantar styrkleika. Ragnheiður Jónsdóttir Ream er mjög sjálfri sér lík í tveim olíumálverkum, sem standa sig með prýði. Sveinn Björnsson er með bláa fugla og minnir um margt á Karl Henning í expressionisma sinum. Sævar Daníelsson er ansi nálægt kennara sínum i nosturlegum verkum. Valgerð- ur Bergsdóttir sýnir dúkristur, sem sanna hæfileika hennar. Vilhjálmur Bergson hefur litið breytt um stefnu. Þórður Hall á þarna sáldþrykk i sérflokkb Örlygur er bestur í mynd sinni Á skáldabekk.Örn Þorsteinsson breytir lítið til og er dálítiö hrár í litnum. að mætti vissulega margt annað upp telja hér, en ég læt þetta nægja :ð sinni. Það er sjálfsagt ýmislegt, sem ég hef ekki gert þau skil, sem æskileg eru, en tilveran er nú einu sinni svo, að eftir því sem skrif- að mál er styttra á atómöld, eru meiri líkur á að það sé lesið. Og eitt er víst, að ef erlend skrif eru borin saman við þá lang- loku, sem kokkuð er fyrir is- lenska lesendur, þá kemur í Ijós, að umsagnir hérlendis eru þeir langhundar, sem enga eiga sér líka í heimsbyggðinni. Þvi læt ég þetta nægja. Þetta er snotur Haustsýning, en heldur ekki meir. Vallýr Pélursson. Útvarp Reykjavlk VEÐIRFREGNUM vvrður útvarpað frá Veðurstol'- unni kl. 01.00, 07.00, 08.15, 10.10, 12.25, 16.15, 18.55 og 22.15 verkfallsdag;ana. A söniu tíniuni verður útvarpað tilk> nninííurn frá tilkynningaskyldunni, löf'rejílu, vitamálastjóra, almannavörnum. Slysavarnafélagi Is- lands hjörgunarsveitum, svo og nauðsynlegar tilkynn- ingar stjórnvalda varðandi öryggisvörslu og heilsu- gæslu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.