Morgunblaðið - 14.10.1977, Síða 13

Morgunblaðið - 14.10.1977, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. OKTÖBER 1977 13 for transistor 1.5 VOLT IEC R20 Sjálfstæðiskvenna- félagið Hvöt 40 ára Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt efnir í dag til afmælis- fagnaðar í tilefni 40 ára afmæl- is félagsins á þessu ári. Stofn- fundurinn var 15. febrúar 1937, en þar sem fimmtugsafmæli Heimdallar var 16. febrúar í vetur, þótti betur henta að minnast afmælisins ekki fyrr en nú á haustmánuðum. Af þessu tilefni hitti frétta- maður Mbl. formann Hvatar, Jónínu Þorfinnsdóttur, á skrif- stofu félagsins f Valhöll. Var byrjað á þvi að leita fróðleiks um uppruna félagsins i fyrstu fundargerðarbók. Strax á fyrstu síðu koma fyrir nöfn tveggja fyrstu formanna, Guð- rúnar Jónsdóttur, sem var for- maður félagsins 1937 til 1955, og arftaka hennar, Maríu Maaek, sem var fundarstjóri á stofnfundinum, lengi gjaldkeri og formaóur 1955—1967, en þá tók við Auður Auðuns, sem var formaður i eitt ár, en gaf ekki lengur kost á sér. Við tók Geir- þrúður Hildur Bernhöft til 1972. Höfðu þá verið sett i lög félagsins ákvæði um að formað- ur skyldi vera lengst fjögur ár i einu. Var Ólöf Benediktsdóttir formaður 1972—1976, er Jón- ina Þorfinnsdóttir tók við. Mjög niikill áhugi virðist hafa verið á stofnun Hvatar, þar eð 315 konur gerðust stofn- félagar. Listi yfir stofnfélaga er þó ekki til. I júnimánuði sama ár var félagatalán orðin 606. Þær efasemdir heyrðust þó á fyrsta fundi hvort rétt væri að stofna til sérstaks félags eða sameinast Landsmálafélaginu Verði, sem deild innan þess, en Vörður hafði þá starfað í 11 ár. En um markmið og tilgang voru konurnar sammála, þ.e. að leggja stefnu Sjálfstæðisflokks- ins lið og vinna innan vébanda flokksins að málum. Segir í lög- um Hvatar að markmiðið sé að berjast fyrir þjóðlegri og við- sýnni framfarastefnu í þjóð- málum með hagsmuni allra stétta og öfluga sameiningu þjóðarinnar fyrir augum. Grundvöllur stefnu þess sé frelsi og sjálfstæði þjóðar og einstaklings, séreignaskipulag og jafnrétti allra þjóðfélags- þegna. Markmiði þessu hyggst félagið ná með því að fylgja eindregið Sjálfstæðisflokknum að málum, styðja hann við kosn- ingar og vinna að hugsjónum hans. Segir aó markmið félags- ins sé ennfremur að stuðla að aukinni þátttöku kvenna í stjórnmálum, sérstaklega sem fulltrúa á Alþingi og i borgar- stjórn. Og að félagið viiji enn- fremur vinna að þvi að styrkja hag heimilanna sem bezt, eink- um á sviði uppeldis og heil- brigðismála. Jónína Þorfinnsdóttir kvaðst vel muna eftir því þegar Hvöt var stofnuð, þótt hún væri þá aðeins 16 ára gömul og ekki stofnfélagi. Þ^ð hefði verið all- mikill vióburður í ekki stærri bæ. Væri það að sinu leyti kannski ekki minna átak er 600 konur tækju _að starfa í stjórn- málafélagi þá en það sem gert var á kvennaárinu nú. Hún kvaðst sjálf ávallt hafa haft mikinn áhuga á stjórnmálum og byrjaði snemma að starfa i Sjálfstæðisflokknum. Hún heföi t.d. verðið einhvern tíma i stjórn með öllum formönnum Hvatar utan þeim fyrsta, verið ritari og varaformaður félags- ins og nú formaður. Auk formanns, Guðrúnar Jónasson, skipuðu fyrstu stjórnina Guórún Guðlaugsdótt- ir varaformaður, Kristín L. Sig- urðardóttir ritari, Maria Maack gjaldkeri, Helga Marteinsdótt- ir, Ágústa Thors og Sesselja Hansdóttir. 1 varastjórn voru María Thoroddsén, Asta Egg- ertsdóttir, Svana Jónsdóttir, Dýrleif Árnadóttir og Sigríður Bjarnadóttir. Félagskonur létu hendur standa fram úr ermum þegar á fyrsta ári. Hvöt varð hvati að stofnun annarra sjálfstæðis- kvenfélaga. Ferðuðust félags- konur út á land i þeim tilgangi að hvetja til stofnunar fleiri sjálfstæðiskvenfélaga. M.a. fóru þær til Keflavíkur, Akraenss, Akureyrar, Sauóár- króks, Isafjarðar, Vestmanna- eyja og viðar. Fyrsta kvenfélag- ið á eftir Hvöt var Vorboðipn i Hafnarfirði, sem stofnaður var 29. apríl 1937 og hefur nýlega haldið upp á afmæli sitt. Siðan komu þau hvert af öðru. Til að vinna að framgangi Sjálfstæðisflokksins í kosning- uni var stofnað 40 kvenna ,,for- ingjaráð", þar sem konurnar skiptu sér á hverfi borgarinnar, en henni skiptu þær í jafnmörg umdæmi. Og munu þær hafa verið drjúgar við að afla fylgis, hver á sínum stað. Starfið varð fljótt þróttmikið, og hélzt það á næstu áratugum. Það fékk á sig nokkuð hefð- bundið form. A fundargerðum sést að félagskonur vildu fylgj- ast vel með því sem var að gerast á stjórnmálasviðinu og í ýmsum félagsmálum. Flokks- foringjar, þingmenn og borgar- fulltrúar komu oft á fundi og gerðu grein fyrir því sem var að gerast. Gafst konunum þá kost- ur á að leggja fyrir þá spurn- ingar og konia sínum skoðunum á framfæri viö þá. Einnig hafa frá upphafi verið fundir, þegar fjallað hefur verið um sérstaka málaflokka, svo sem mennta- mál, félagsmál, áfengismál, kjördæmamál og fleiri. Þegar á góma bar hin sígildu spurningu, hvort slík mál skuli rækt i sérstökum kvenfélögum og hvort kvenfélög ættu enn rétt á sér innan stjórnmála- flokkanna, sagði formaður Hvatar, að það teldi hún vera. — Það lítur úr fyrir að konur njóti sfn oft betur í sérstöku félagi, þar sem eru konur, og atorka þeirra nýtist þar betur, þö að konur starfi að sjálfsöðgu lika vel i blönduðum félögum. Kvenfélag eins og Hvöt styður sérstaklega við konuna í störf- um hennar, hvort sem er á stjórnmálanars staðar. Slikt fé- lagsstarf veitir konunni þjálfun í félagsstörfum og er hvatning fyrir hana og stuðningur. Hvöt hefur ávalit haft að markmiði að styðja við bakið á konum, sem tekið hafa þátt i stjórnmálabaráttunni og verið í framboði fyrir Sjálfstæðis- flokkinn, sagði Jónina. Ég vil minna á það að innan Sjálf- stæðisflokksins hafa konur skipað hærri og fleiri sæti en i nokkrum öðrum flokki. Að sjálfsögðu fyrir eigin verðleika, því val kvenna til trúnaðar- starfa hlýtur alltaf að vera í jafnri samkeppni við karlmenn, en ekki að þær eigi sérstakan rétt fyrir það eitt að þær eru konur, sagði Jónína. Ég vil minna á þær Guðrúnu Lárus- dóttur og Kristínu L. Sigurðar- dóttur, sem sæti áttu á þingi og um áraraðir sátu tvær konur samtimis á þingi fyrir Reykvik- inga, þær Auður Auðuns og Ragnhildur Helgadóttir, og þriðja sjálfstæðiskonan, vara- þingmaður Geirþrúður Hildur Bernhöft, hefur samtimis gegnt þingstörfum af og til. Þá er Sigurlaug Bjarnadóttir þing- maður Sjálfstæðisflokksins fyr- ir Vestfirði. Ég vil minna á að Auður var fyrsta-konan sem varð forseti borgarstjórnar, borgarstjóri og ráðherra og Ragnhildur fyrst kvenna for- seti Norðurlandaráós og Al- þingisforseti. Eins hefur eng- inn flokkur sent fleiri konur á þing Sameinuðu þjóðanna, þar sem þrjár sjálfstæðiskonur hafa setið allsherjarþingið, þær Auður Auðuns, Elin Pálmadótt- ir og' Geirþrúður Hildur Bern- höft. Allt eru þetta að sjálf- sögðu Hvatarkonur. — Alltaf hefur okkur þótt gaman að þvi, þegar konum hefur gengið vel og fagnað sigr- um þeirra, sagði Jónína. Sér- staklega man ég eftir þvi þegar ein félagskonan, Gróa heitin Pétursdóttir, komst inn i borg- arstjórn sem tiundi fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, en þeir höfðu ekki fyrr átt svo mörg sæti í borgarstjórn Reykjavík- ur. En þar hafa gegnum árin setið fleiri koriur, sem kunnugt er fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hvöt skipar sinn sess i stjórn- málastarfi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, sagði Jónína. For- maður á sæti í stjórn fulltrúa- ráðsins og fulltrúi Hvatar á setu í kjörnefnd i Reykjavík. Einnig starfar Hvöt að ýmsum málum með öðrum félögum. Til dæmis á félagið tvo fulltrúa í Mæðrastyrksnefnd þrjá í Kven- réttindanefnd, tvo i Áfengis- varnanefnd og þrjá í Bandalagi kvenna. En þar, í Kvenréttinda- félagi íslands og Kvenfélaga- sambandinu, hafa Hvatarkonur verið mjög virkir þátttakendur. Hvöt hefur lagt drjúgan skerf til Hallveigarstaða og ekki má gleyma Landspitalasöfnuninni. Innan félagsins skipta konur með sér verkum i nefndum, mynda með sér allfjölmennt fulltrúaráð, fjáröflunarnefnd, Framhald á bls. 15 Stjórn Ilvatar. Fremri röð frá vinstri: Ragnheiður Eggertsdóttir gjaldkeri, Jónína Þorfinnsdóttir, formaður, Bergljót Halldórsdóttir, ritari. Aftari röð frá vinstri: Björg Einarsdóttir vararitari, Margrét Einarsdóttir, varaformaður, Hrönn Pétursdóttir, meðstjórnandi, Sig- rún G. Jónsdóttir, varagjaldkeri, og Jóna Sigurðardóttir, meðstjórn- andi. A mvndina vantar Ingibjörgu Ingimarsdóttur. ^HELLESENS - HLAÐIÐ ORKU

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.