Morgunblaðið - 21.10.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.10.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1977 3 Nýtt kolmunna- og spærlingsverð YFIRNEFND verdlagsráds sjávarútvegsins hefur ákveðid að lágmarksverð á kolmunna verði frá 15. október s.l. til áramóta kr. 11 f.vrir hvert kíló og er þá miðað við 8% fituinnihald og 19% fitu- frítt þurrefni. Þá liefur yfir- nefndin ákveðið að fyrir hvert kíló af spærlingi verði greiddar kr. 9.80. 1 fréttatilkynningunni segir, að kolmunnaverðið breytist um 65 aura til hækkunar eða lækkunar fyrir hvert 1%, sem fituinnihald breytist frá viðmiðun og hlutfalls- lega fyrir hvert 0,1%. Verðið breytist um 80 aura til hækkunar eða lækkunar fyrir hvert 1% sem þurrefnismagn breytist frá við- Akranes: 130 lesta karfaafli á togveiðum Akranesi, 20. okt. VÍKINGUR AK 100 lagðist hér að hafnargarðinum eftir hádegi í dag með 1000 lestir af loðnu sem aflaðist á Kolbeinseyjarmiðum. Loðnan fer til bræðslu í síldar- verksmiðjunni. Krossvík AK 300 kom í morgun af togveiðum með 130 lesta afla, mestmegnis karfa. Fagurey SH 71 sem er nú eign Þórðar Öskarssonar h.f. hér á Akranesi hefur verið á sild- veiðum að undanförnu og er nú fyrstur báta héðan sem hefur fyllt veiðiheimild sina eða 200 lestir af sild. Síldin hefur farið bæði til frystingar og söltunar. Fagurey fer nú á veiðar með línu. Skipstjóri er Marteinn Einarsson. Atvinna er mikil hér á Akranesi um þessar mundir og almenningur mótfallinn verk- föllum eins og samningur bæjar- starfsmanna ber með sér. í kaffitíma á vinnustað einum hér á Akranesi voru menn að reikna út að það þyrfti sex mánaða vinnu til þess að greiða fjárhagslegt tap af hálfsmánaðar verkfall þótt kaupið hækkaði um 20—30 þús. á mánuði og þá var skattahækkun tekin með í reikn- inginn, en verðbólgutapi sleppt. Júlíus Loðnuaflinn nálgast 200 þús. lestir HEILDAR sumar- og haustloðnu- veiðin nálgast nú 200 þúsund tonn og í gær var talið að veiðin væri komin yfir 190 þús. tonn, en í fyrra varð heildaraflinn alls 110 þúsund tonn, þannig að ekki er fjarri lagi að sumar- og haustafl- inn geti að þessu sinni farið i um 300 þús. tonn ef veður haldast góð í haust. Góð veiði var fram eftir kvöldi í fyrrakvöld, en þá fór að bræla á loðnumiðunum við Kolbeinsey, og i gær var stormur á miðunum. Þá var kunnugt um 7 skip á leiö til lands með um 3000 tonn og voru þau þessi: Gisli Arni RE með 600 lestir, Þórkatla GK 200, Helga Guðmundsdóttir BA 600, Bjarni Ölafsson AK 500, Vikingur AK 900, Eldborg GK með um 500 lestir og Pétur Jönsson KÖ með um 500 lestir. miðun og hlutfallslega fyrir hvert 0,1%. Hráefnisverð skal þó ekki lækkka eftir að mæld fita fer niður fyrir 3%. Fituinnihald og fitufrítt þurr- efnismagn hvers kolmunnafarms skal ákveðið af Rannsóknastofn- un fiskiðnaðarins eftir sýnum, sem tekin skulu sameiginlega af fulltrúa veiðiskips og verksmiðju eftir nánari fyrirmælum Rann- sóknastofnunar fiskiðnaðarins. Verðið er miðað við að seljend- ur skili kolmunna og spærlingi á flutningstæki við hlið veiðiskips eða í löndunartæki i verksmiðju. Ekki ér heimilt að nota aðra dælu en þurrdælu eða blanda vatni eða sjó í hráefni við löndun. Þá segir að verðið sé uppsegjanlegt frá og með 16. nóvember og síðan með Verðið var ákveðið af odda- manni og fulltrúum kaupenda í nefndinni, gegn atkvæðum full- trúa seijenda. I yfirnefndinni áttu sæti: Ölafur Davíðsson. sem var oddamaður, Guðmundur Kr. Jónsson óg Gunnar Ólafsson af hálfu kaupenda og Ágúst Einars- son og Tryggvi Helgason af hálfu seljenda. viku fyrirvara. 40 litpmitaðar ptjónauppskríftir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.