Morgunblaðið - 21.10.1977, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.10.1977, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. OKTÖBER 1977 17 SÍS undirritar lang- timasamning í Moskvu FYRIR skömmu var undirritaður í Moskvu samningur um vöru- skipti á milli Sambands íslenzkra samvinnufélaga og Samvinnu- sambands Sovétríkjanna, Centro- soyus. Gildir samningurinn fvrir árin 1977 til 1980, að því er segir í Sambandsfréttum. Hér er um að ræða fyrsta lang- tima viðskiptasamning, sem sam- vinnusambönd þessara landa hafa gert með sér. Á fyrsta ári er gert ráð fyrir 400 milljón króna við- skiptum á hvora hlið, sem fari síðan vaxandi á samningstímabil- inu. Helztu vörutegundir, sem Sam- bandið mun flytja út til Sovétríkj- anna samkvæmt þessum samningi eru alls konar skinnavörur, værðarvoðir og prjónavoðir úr ull. Prjónavörurnar verða að mestu leyti framleiddar hjá prjónastofum víðs vegar um land- ið. Sambandið kaupir aftur á móti gasolíu og ýmsar matvörur frá Samvinnusambandi Sovétríkj- anna. Samninginn undirrituðu þeir Frlendur Einarsson forstjóri Sambands ísl. samvinnufélaga og Supotnitsky varaforseti Sam- vinnusambands Sovétríkjanna. Einnig voru viðstaddir undir- ritunina þeir Hjörtur IJinkss00 framkvæmdastjóri Iðnaðardeild- ar og Andrés Þorvarðarson við- skiptafulltrúi. Bók um Björn Jónsson ritstjóra - í tilefni 100 ára afmælis ísafoldarprentsmiðju lsafoldarprentsmiðja hefir gefið út bókina BJÖRN RITSTJÓRI eftir Lýð Björnsson. Björn Jóns- Menn i öndvegi BJÖRN. RITSTORl fást i Bókaverzlun Isafoldar og á forlaginu í Þingholtsstræti 5. Bókin er 206 bls. með myndum. Bókarkápu gerði Rósa Ingólfs- dóttir. Karl Guðmundsson í hópi kvennanna f Saumastofunni. Saumastofan þriðja leikárið í röð í Iðnó I GÆRKVELIII var fyrsta sýning leikársins á Sauma- stofunni eftir Kjartan Ragnars- son hjá Leikfélagi Reykja- víkur. Þetta er þriðja leikárið, sem þessi leikur er sýndur í Iðnó. í sumar var farið með Sauma- stofuna í leikför um Suður-, Austur- og Norðurland, og var leikurinn sýndur þar á öllum helztu stöðunum fyrir fullu húsi. Þrjú leikrit eftir Kjartan Ragnarsson eru á fjölunum um þessar mundir i ieikhúsum Reykjavíkur. Saumastofan hjá Leikfélaginu í Iðnó, Týnda teskeiðin i Þjóðleikhúsinu og Blessað barnalán einnig hjá Leikfélaginu, en sýningar á þvi verki eru i Austurbæjarbiói. Sigrídur Ella flytur verd- launadagskrána á há- skólatónleikum á morgun Lýóur Bjömsson son, ritstjóri og síðar ráðherra, stofnaði Isafoldarprentsmiðju árið 1877, og kemur bókin um hann því út á 100 ára afmæli fyrirtækisins. 1 lokaorðum segir höfundur, að bókinni sé ætlað það hlutverk að fræða iesendur um íslenzkan af- reksmann og samtíð hans, og ekki fer á milli mála, að það timabii, sem um er fjallað, er eitt hið athyglisverðasta i sögu þjóðarinn- ar. Þá var barizt af eldmóði og kappi fyrir frelsi og sjálfstæði, en átök og innri deilur settu einnig svip og lit á þá baráttu. Ivaf í textann um ævi og störf Björns Jónssonar og samtið hans eru frásagnir og svipmyndir af mönn- um og málefnum þessara tima. Björn ritstjóri er 7. bók ísa- A MORGUN, fyrsta vetrardag, verða fyrstu háskólatónleikar vetrarins, og hefst þar með fjórða starfsár þessarar starfsemi. A tón- leikunum syngur Sigríður Ella Magnúsdóttir lög eftir Haydn, Schiibert, Strauss, Britten og Sibelius við undirleik Ólafs Vign- ir Albertssonar, en efnisskráin er að mestu leyti hin sama og þau fluttu í nýafstaðinni samkeppni ungra söngvara, sem fram fór í Englandi, en þar hlaut Sigríður EUa önnur verðlaun svo sem kunnugt er. Vakti frammistaða Sigríðar EUu verulega athygli en hún var ein af fjórum söngvurum, sem valdir voru úr hópi fjörutíu til þátttöku i lokaatrennu keppninn- ar. Sigrfður Ella Magnúsdóttir. Eins og fyrr segir verða há- skólatónleikarnir á morgun, laugardag, og hefjast þeir kl. 15 i Ölafur Vignir Albertsson. Félagsstofnun stúdenta. Aðgang- ur er öllum heimill, en verð á miðum er kr. 600. D yalarheimili aldraðra á Isaf irdi f okhelt að ári foldar í flokknum Menn í önd- vegi. Áður eru útkomnar eftir- taldar bækur: Gissur jarl, Skúli fógeti, Jön Loftsson, Jón biskup Arason, Br.vnjólfur biskup Sveinsson og Hallgrímur Péturs- son. Af þessari afmælisútgáfu eru 150 tölusett og árituð eintök, sem ísing og rok á loðnu- miðunum Siglufirði, 20. okt. HÁVAÐAROK er nú á loðnumiðunum og voru sjö bátar á landleið um kvöld- matarleytið með alls um 1000 tonn. Skipstjórarnir kvörtuðu yfir ísingu á bátunum og sama er að segja til landsins þvi það ver farið að grána í fjalla- toppum hér í Siglufirði. Fjórir bátar bíða nú lönd- unar. —m.j. BYGGINGARNEFND Dvalar- heimilis aldraðra á lsafirði hefur sent Mbl. eftirfarandi tilkynn- ingu: Á fvrri hluta ársins 1976 voru miklar umræður i bæjarstjórn Isafjarðar um málefni aldraðra og var sú ákvörðun tekin á fundi að kosin yrði fimm manna nefnd er ynni að undirbúningi þess að byggðar yrðu íbúðir fyrir aldraða. Unnið hefur verið markvisst að þvi að framkvæmdir hæfust á þessu ári. í sept. 1976 gerði nefndin i samráði við skipulags- hóp Ingimundar Sveinssonar arkitekts tillögu að breytingu deiliskipulags á Torfnessvæði og var sú tillaga samþykkt í bæjar- stjórn. Samkomulag náðist við menntamálaráóuneytið um maka- skipti lands, þannig að byggingar- reitur fyrir ibúðir aldraðra er samfelldur ofan Torfnesvegar. Hönnuðir byggingar voru ráónir Ingimundur Sveinsson, Ölafur Erlingsson verkfræðingur og Jón B. Stéfánsson verkfræðingur, svo og Tækniþjónusta Vestfjarða h.f. Frumtillaga um hönnun bygg- ingarinnar var lögð fyrir bygg- ingarnefnd i desember 1976. Gert var ráð fyrir að í fyrsta áfanga yrði rúm fyrir 28—30 vistmenn. I febrúar s.l. var lögð fram ný til- laga með 20 einstaklingsíbúðum og 10 tveggja manna ibúðum auk húsvarðaribúðar. Á þessa tillögu féllst nefndin i höfuðatrióum og fól hönnuðum að halda starfinu áfram. Fullnaðarteikningar voru lagð- ar fram í maí s.i. er sýna stærð og fyrirkomulag íbúðanna. Grunn- flötur hússins er 740 fermetrar. Ibúðirnar á neðstu hæð hússins eru sérstaklega ætlaðar hreyfi- fötluðu fólki og hægt er að fara um allt húsið á hjólastól. Rétt er að benda á að væntanlegir íbúar eru i nánum tengslum við bæjar- lífið á þessum stað. JNNLENTV Varðandi fjármagn til bygg- ingarinnar má heita að það sé aó mestu tryggt. 1 Elliheimilissjóöi Isafjarðar eru nú um 35 milljónir króna og nýtur sjóðurinn árvissra tekna, sem er framlag Isafjarðar- búa, Isafjarðarbíós og framlag bæjarsjóðs, sem á þessu ári eru 30 milljónir króna. Þá hafa bygging- arsjóði borist um langt skeið og á siðustu vikum gjafir, m.a. sex milljónir króna frá hjónunum Mariu Jónsdóttur og Baldvini Þórðarsyni. Ishúsfélag tsfirðinga h.f. gaf þrjár milljónir. Enn fremur hefur Húsnæðis- málastofnunin samþykkt að veita framkvæmdalán að upphæð 83,7 milljónir. Aætlað er að hægt verði að bjóða út smiöi hússins i fokhelt ástand i janúar-febrúar á næsta ári og á húsið að verða fokhelt haustið 1978. Fyrsta elliheimili landsins var stofnsett á ísafirði 1922. Starf- semi þess fluttist í sjúkrahúsið á isafiröi að Mánagötu 5 og er starfsrækt þar enn. Nú eru þar 23 vistmenn. Allmikið um innbrot TÖLUVERT hefur verið um inn- brot í Reykjavik undanfarnar nætur. Rannsóknarlögregla ríkis- ins heur haft þau til rannsóknar og eru innbrotin að meslu upplýst. Aðfararnótt miðvikudagsins var brotizt inn á fjórum stöðum og tilraun gerð til innbrots á ein- um stað. Á tveimur stöðum var stolið nokkru magni af fatnaði frá Kastalanum og Vinnufatabúð- inni. I fyrrinótt var svo brotizt inn i þrjú fyrirtæki á Ártúns- höfða. Miklar skemmdir voru unnar i skrifstofum Ármannsfells og biik verkstæðinu. Loks var stolið bil frá Peugeot-verkstæðinu og fannst hann í gær við Áburðar- erksmiðjuna. Flóamarkaður á vegum Eyfirð- ingafélagsins ÞAÐ er árleg hefð í starfsemi Eyfirðingafélagsins í Reykjavik, að afla fjár á einhvern hátt til styrktar mannúðar- og menn- ingarmálum nyrðra. Næstkomandi sunnudag efnir félagið til flóamarkaðar og hluta- veltu i Iðnaðarmanna húsinu, og rennur allur ágóði til starfsemi vistheimilis Sólborgar á Akur- eyri. Verður húsið opnað kl. 14.00. Félagið Þroska- hjálp stofn- að á Suð- urnesjum MÁNUDAGINN 10. þ.m. var hald- inn stofnfundur félagsins Þroska- hjálp á Suðurnesjuin. Fundurinn var haldinn í félagsheimilinu Stapa og voru stofnfélagar um 80. Séra Ólafur Oddur Jónsson, sókn- arprestur í Keflavík, flutti setn- ingarræðu og gerðu fundarmenn góðan róm að máli hans. Gestir íundarins voru þeir Einar Hólm, forstöðumaður Skálatúnsheimilisins og Gunnar Þormar, formaður landsamtak- anna Þroskahjálpar. Fluttu þeir erindi og svöruðu fyrirspurnum fundarmanna. Tilgangur félagsins er að berj- ast fyrir réttindum og vinna að málefnum þroskaheftra og tryggja þeim fulla jafnréttisstöðu á við aðra þjóðfélagsþegna. Enn- fremur að þroskaheftum veitist ákjósanleg skilyrði til að ná þeim þroska sem hæfileikar þeirra leyfa og að starfsorka þeirra verði hagnýtt. Að annast kynningu á málum þroskaheftra'með útgáfu- starfsemi og á annan hátt. Fyrstu stjórn félagsins skipa: Einar Guðberg, Keflavík, forinað- ur, Asgeir Ingimundarson. Njarð- vík, Páll Þórðarson, sóknarprest- ur Njarðvik, Valgerður Agústa Ragnarsdóttir, Grindavik. Kristin Guðmundsdóttir, Garði. Sigriður Egilsdóttir þroskaþjálfi, Keflavik, Reynir Eiriksson. Keflavík. og Sæmundur Pétursson Keflavik. Fyrsta viðfangsefni hinnar nýju stjórnar verður að kanna fjölda þroskaheftra einstaklinga á Suðurnesjum, greina sérþarfir þeirra og að þvi loknu leggja fram hugnivndir um stai fshætti. (F rét t at i I kv nning.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.