Morgunblaðið - 21.10.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.10.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1977 19 — Thailand Framhald af bls. 1 — S-Afríka Framhald af bls. 1 anskra i S-Afríku gasnrýndu ráð- stafanir stjórnarinnar harkalega i dag. The Citizen, sem er hægri- sinnað og hefur yfirleitt stutt stjórnina, sagði um bann við úl- gáfu The World og annars mál- gagns blökkumanna, að tveir lampar ritfrelsis hefðu slökknað og Ijós lýðræðis orðið miklum mun dimmara. Die Transvaler sagði að hér væri um að ræða örvæntingarfuilar aðgerðir ótta- sleginna og heimskra manna, sem ekki hefðu búið yfir nægilegu hugrekki til að horfast í augu við mistök sin. í fregnum frá Jóhannesarborg segir að James Kriiger dómsmála- ráðherra hafi verið upphafs- — EBE Framhald af bls. 1 1 tilkynningunni i dag var ekki sagt hve mikill heildaraflinn á næsta ári yrði, aðeins að hann yrði mun minni en áríð 1976. Sagt var að tekið hefði verið sérstakt tillit til aðstæðna fiskimanna á Írlandi og í N-Bretlandi, en að öðru leyti væri kvótinn byggður á núverandi aflamagni einstakra þjóða. Lagt er til að fiskimenn, sem þurfa að leggja bátum sínum vegna breytinga á fiskveiðum fái greiddar bætur og að sjómenn milli 50 og 65 ára aldurs yrðu hvattir til að taka pokann sinn og fara í land. Þá er einnig gert ráð fyrir styrkjum til veiða á lítt nýtt- um fisktegundum og styrkjum til sjómanna, sem misst hafa at- vínnuna vegna síldveiðibannsins. Minning: Guðrún Aðalheið- ur Sveinsdóttir hjálpfúsari konu en henni. Við minnumst þess öll þegar hún svæfði okkur á kvöldin með skemmtilegum sögum og bænum, þegar hún huggaði okkur þegar mikið blés á móti og þegar hún nærði okkur. á hollum og góðum mat. Við heyrðum hana aldrei kvarta yfir þjáningum sínum og hún var alltaf yfir öllu trú. Orð hennar munu veróa okkar vega- nesti i framtiðinni. Við kveðjum hana með óumræðanlegu þakk- læti fyrir allt sem hún hefur gert fyrir okkur og aðra. Skúli Bruce Barker. maður og aðaldrittjoður raostai- ananna innan stjórnar Johns Forsters forsætisráðherra og hafi i þrjár vikur barist af hörku til að fá samþykki fyrir þeim i stjörn- inni. - Sameinað þing Framhald af bls. 12 manna og skiptir ekki máli. hvort þeir eru formenn stjórnmélaflokka eða ekki — né heldur hitt, hvort fyrirspurn varðar stjórnmálastefnur eða önnur al- menn málefni. Fyrirspurn þessi er því óheimil, skv þingsköpum, og myndi skapa varhugavert fordæmi Hitt er annað mál, að ég er hvenær sem er fús til þess að ræða við hæstvirtan þing- mann um utanrikismálastefnu Fram- sóknarflokksins og um utanrikismál almennt Ég vænti þess. að hann hafi einurð til þess að koma slikri fyrirspurn á framfæri utan dagskrár F'ædd 14. nóvcmber 1896. Dáin 13. október 1977. Öllum er það sameiginlegt að vera sér meðvitandi um reynslu og óhöpp liðandi stundar, að lita aftur i tímann í minningunni um, að hann hafi verið betri í æsku — að minnsta kosti i reyndinni —, og að líta fram til ellinnar í ró og kyrrð eftir eril líðandi stundar. Það meginafl, sem veitir mannin- um styrk til þessa viðhorfs er vonin. En vonin fer eigi ætíð eftir óskinni og er það ein af hörðu og beisku staðreyndum lífsins, Sú kona, sem hér er Iátin, hafði í ríkum mæli rósemina og þolin- mæðina til að bera og enn fremur Iöngunina og styrkleikann til að vinna sín verk eins vel og frekast var unnt. Og betur getur enginn gert en að leggja allt sitt fram, en ekki er það ætíð metið sem skyldi. Þeim er þetta ritar er minnis- stætt, hversu myndarlega Guðrún Sveinsdóttir sá um heimilið i Skálholti, er á endurreisn staðar- ins stóð. Þótt aðstæður væru eigi ætið hinar æskilegustu, voru við- tökurnar innilegar og myndarleg- ar. Breiðfirsk húsmóðir veitti fyr- irmönnum landsins þá beina af mikilli rausn og smekkvísi, er þá bar að garði til að fylgjast með verkinu. Nú er það sjálfsagt gleymt. Þá voru annasamir dagar eins og svo oft i lífi hennar. Og eigi gleymdist þá heldur að sjá um þá, sem verkin unnu. Þykir rétt aó draga fram í dagsbirtuna þennan þátt úr liðinni ævi. Fjölskyldu minni þótti mjög vænt um Guðrúnu og var okkur öllum jafn brugðið, er.andláts- fregn hennar barst. Þótt dauðinn sé eitt af lífsins lögmálum, sem okkur er einkar ljóst, er því rétt og skylt, að þakkir okkar og kveðjur fylgi á brautinni til hins óræða. Magnús Már Lárusson. HINSTA kveðja frá barnabörnum og barnabarnabörnum. Stýr minni tungu að tala K»tt »K tignar þinnar minnast. iát alrirei haktal. a«n né sputt í orrium mínum finnast. Stýr minni hönri og KjöraKott. aöKk“rti ég öörum veiti. svo breytni mfn þess beri vott. ad barn þitt gott ég heiti. (Valri. Briem). Nú er amma farin frá okkur hér af jörðu, en minning okkar um hana mun vera í huga okkar á meðan við lifum. Við höfum aldrei kynnst umhyggjusamari og + Inmleqa þokkum vtð öllum þeim. nær og fjær, sem sýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, ELÍASAR PÁLSSONAR. Sérstaklega þökkum við læknum og hjúkrunarfólki á LýtaLækningadeild Landsspitalans fyrir frábæra læknishjálp og hjúkrun i veikindum hans Margrét Halldórsdóttir Kárí Eliasson Katrin Asmundsdóttir iSunn Geirdal og barnabörnin skipti sér fyrstu mánuðina ekkert af stjórn Thanins, en hafði und- anfarið gert kröfur um breyting- ar. Tilraun var gerð til að steypa Thanin úr stóli í marz sl., en hon- um tókst að bæla niður bylting- una og lét taka forsprakka hennar af lífi. Byltingarráðið tilkynnti i kvöld að stjórnarskrá landsins væri úr gildi numin og þing leyst upp, en lofaði að ekkert yrði hreyft við grundvallarstofnunum landsins. Allt var með kyrrum kjörum í Bangkok í kvöld og virtust íbúar láta sig byltinguna litlu skipta. Innilegar þakkir til allra fjær og nær sem sýndu okkur samúð við andlát og útför fósturmóður okk- ar, JÓNÍNU ODDSDÓTTUR, frá Ormskoti i FljótshlíS og heiðruðu minningu hennar á margvislegan hátt Kær kveðja til ykkar allra. Laufey Þorgrímsdóttir, Óskar Kristjánsson, Garðar Óskarsson. Þú notar hendurnarekki bara í uppþvottinn ...svo það er eins gott að fara vel með þær. Nýi Palmolive uppþvotta lögurinn varnar því að húðin þorni og gerir hendurnar fallegri og mýkri í hverjum uppþvotti. Taktu eftir hvernig þú notar hendurnar. Þú tjáir með þeim tilfinningar þínar, sorg og gleði. Farðu þess vegna vel með þær. í nýja Palmolive uppþvottaleginum er protein, sem verndar húðina og gerir hendurnar fallegri og mýkri í hvert skipti, sem þú þværð upp. Nýi Palmolive uppþvottalögurinn er mjög drjúgur, aðeins nokkrir dropar og diskarnir verða skínandi hreinir. OPVASK - V ; Nýi Palmolive uppþvottalögurinn meðprotein.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.