Morgunblaðið - 21.10.1977, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.10.1977, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1977 Aóalstræti4 Sími 150 05 Bankastrætí7 Sími 2 9122 Hanes kynnir nýja tegund af vetrarnærfatnaði. •Hanes vetrarnærfatnaðurinn hefur einstaka einangrunar- eiginleika. Hann er úr þrælsterkri blöndu af baðmull og polyester. Hleypur ekki. •Sérstaklega styrktur I buxnaklauf og skrefi. Hanes setur kuldann ut í kuldann. Ludvig Storr 80 ára í dag Ludvig Storr stórkaupmaður og aöalræðismaóur Dana á tslandi er 80 ára í dag, þótt enginn, sem sér hann kvikan í spori og hressan í bragði mundi halda það. Ludvig er fæddur i Kaup- mannahöfn, en fluttist til íslands 1922 og stofnaði með stakri elju og miklum dugnaði verzlun, gierslipun og speglagerð, sem hann hefir stjórnað með skörungsskap til þessa, en hefir nú selt verzlunina og speglabúð- ina í hendur dóttursyni sinum. Ludvig hefir reynzt Islandi góð- ur fóstursonur, þótt Danmörk sé honum jafnan ofarlega i huga. Hann hefir unnið markvisst að bættum samskiptum þessara tveggja landa, og einskis látið ófreistað til þess, hvorki tíma, fyrirhöfn né kostnað. A heimili Ludvigs og Svövu á Laugavegi 15 er jafnan gestkvæmt. Heimili þetta mun að fegurð og smekkvísi vart eig: sinn jafningja hér á landi og þótt víðar væri leitað. Á þessu heimili er ómögulegt annað en að manni líði vel i návist þeirra hjóna. Ludvig er alltaf i góðu skapi og miðlar öðrum af bjartsýni sinni og lífsgleði. Hann sér enn ótal verkefni, sem hann langar til að vera með til að leysa eða sjá leyst. Við sem þekkjum hann bezt, dáum Ludvig þó mest fyrir mann- kosti hans: drenglyndi, tryggð, fölskvalausa vináttu og góðvild. Þar fer heill maður, sem eigi má vamm sitt vita. A þessum merku tímamótum sendum við hjónin vinum okkar á Laugavegi 15, afmælisbarninu og frú Svövu, okkar hjartanlegustu hamingjuóskir. Fr. Einarsson. Félagasamtök og áfengismál: GÓÐTEMPLARAREGLAN A/lir munu viðurkenna að áfengismálin á Islandi eru slík að ekki er um of þó að talað sé um áfengisböl. Margir munu nú i alvöru hugleiða hvað hcegt sé að gera til að draga úr þviböli ogþá vœntanlega hvað þeir sjálfir geti lagt fram. Ýmsum mun þá finnast að æskilegt vœri að þeir sjá/fir gœfu gott fordœmi og tækju ekki þátt í því, sem laðar menn og dregur út í háskann. A Imennt munu menn ihuga hvort ástæða væri til að þeir stæðu i einhverjum félagssamtökum vegna þessara mála og þá hver þau ættu að vera. Þá er lika eðli/egt að menn hugleiði hvort þeir eigi samleið með góðtemp/arareg/unni eða ekki. A uðvitað eiga ekki aðrir s/ika samleið en þeir sem vilja hiklaust og ákveðið vinna gegn áfengistiskunni ogþað með fullum heilindum og hafna þvípersónulega allri áfengisnautn. En það mun vera til talsvert af slíku fólki, sem ekki hefur gengið til liðs við templara með þálltöku ifélagsskap þeirra. Hér má vitna til þess sem Sven Elmgren, sem nú er æðsti maður góðtemplarareglunnar, sagði i ávarpi sínu þegar minnst var aldaraf- mælis reglunnar i Noregi á siðasta sumri. Hann sagði: „Á þeim 100 árum, sem liðin eru siðan reglan barst til Noregs og Norðurlanda, hefur ö/l heimsmyndin gjörbreyst. Þá réðu fáeinar Evrópuþjóðir mestum hluta heimsins. Nú er nýlenduveldið horfið svo rækilega, að einungis vesælar leifar hinna stoltu heimsvelda eru eftir. Þá tók það marga mánuði að fara kringum hnöttinn. Nú geta menn á einum sólarhring náð hvert sem þeir vilja á jarðarkringlunni. Þá geisuðu fornar drepsóttir enn hindrunarlítið. Nú eu ýmsar þeirra yfirunnar og sigur yfir öðrum sýnist í vændum. Slík dæmi má te/ja fjölmörg. Þvífurðulegra er það, að finna má dœmi þess að lítt hafi þokast fram á við. Drykkjuskapurinn er ennþá mikið þjóðarböi / iðnaðar/öndunum stóru hafa 10—20% karla mikið mein af áfengisnautn. Sama skelfing vofir yfir konunum efitr því sem þær likja meir og meir eftir drykkjuvenjum karla. Samhliða þessu vex hætta af neys/u annarra fíkniefna. Barátta góðtemplarareglunnar gegn áfenginu hefur aldrei verið eins nauðsynleg og nú. Ennþá höfum við ekki séð mikið af hinu fyrirheitna landi draumanna þar sem allir liðu i bróðerni. Við lifum öll í skugga þeirrar skelfingar að verða öll afmáð með kjarnorkuvopnum. A Idrei hefur slarf góðtemplara gegn kynþáttahatri og styrjöldum verið jafn nauðsynlegt og nú. Fyrir hundrað árum sáu menn beinan veg framundan. Skuggar fáfrœðinnar greiddusl sundur og allir átlu aðgang að sameiginlegum menningararfi. Nú verðum við að játa þá sáru reynslu, að fjöldi ólæsra i heiminum vex með ári hverju. Aldrei hefur starf góðtempl- arareglunnar í þjónustu alþýðumenningar verið jafn nauðsynlegt og nú. Fyrir hundrað árum sáu menn beinan veg framundan. Skuggar fáfræðinnar greiddust sundur og allir áttu aðgang að sameiginlegum menningararfi. Nú verðum við að játa þá sáru reynslu, að fjöldi ólœsra i heiminum vex með ári hverju. Aldrei hefur starf góðtempl- arareglunnar i þjónustu alþýðumenningar verið jafn nauðsynlegt og nú. “ Templarar ætla nú að hafa félagsmálanámskeið þar sem þeir kynna félagsskap sinn og starfsemi hans dagana 29. og 30. október. Bindindissinnað fólk utan reglunnar ætti að koma þar. Skyldi það vera rétt sem Elmgren segir, að aldrei hafi verið jafnmikil nauðsyn og nú á starfi reglunnar? HA LLDÚR KRISTJÁNSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.