Morgunblaðið - 21.10.1977, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.10.1977, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1977 Samræming — eða „fram- úrstefna”? j umræðum á Alþingi um kjarakröfur BSRB sagði Lúðvik Jósepsson, formaður Alþýðubanda- lagsins, eftirfarandi: ,.Eg held að þessi mál standi ekki þannig, að það sé að hefjast nýtt kjarakapp- hlaup i landinu. Mér sýn- ist að það, sem þegar hef- ur fram komið varðandi tillögur til lausnar á þess- ari deilu. bendi mjög til þess. að það, sem þar hef- ur verið um talað, sé i samræmi við það, sem þegar hefur gerzt í þjóð- félaginu (ræðumaður mun eiga við ASÍ-samninga) — og að menn eigi ekki að gera allt of mikið úr slíkum fullyrðingum, en snúa sér hins vegar með meiri alvöru að því að reyna að leysa málin." Hér er skorinyrt sagt: samningar við BSRB á grundvelli þess sem kom- ið hefur fram gefa ekki tilefni til kjarakrafna af hálfu aðildarfélaga ASÍ — eða annarra í þjóðfélag- inu. Þetta er mat for- manns þingflokks Alþýðu- bandalagsins. Gylfi Þ. Gislason, for- maður þingflokks Alþýðu- flokksins, staðfestir þetta mat Lúðviks — með því að segja (i mömu um- ræðu): „Svo mikið höfðu opinberir starfsmenn dregizt aftur úr öðrum launastéttum. að við það ástand var ekki lengur un- andi. . . eðlilegt var að knýja á kröfur með þvi að beita verkfalli. En um það eru að sjálfsögðu allir lög- hliðnir borgarar sammála, að í einu og öllu, einnig i verkfalli, ber að virða lög." Allir eru sammála um að kjör opinberra starfs- manna hljóti að miðast við það, sem aðrar launa- stéttir hafi náð, og fulls samræmis sé gætt. Mergurinn málsins var og er, að nýir BSRB- samningar gæfu ekki til- efni til nýs kjarakapp- hlaups i þjóðfélaginu. Heitstrengingar forystu- manna stjórnarandstöð- unnar um að svo verði ekki, enda sé verið að leiðrétta kjör rikisstarfs- manna til samræmis við aðra (ASÍ-samninga), eru þvi nokkurt ihugunarefni. Að flytja út nýsmíði skipa — eða endur- skoðunarstefnu Endingartima togskips er talinn vera allt að 15 árum. Ljóst er því að eðli- legt viðhald veiðiflota okkar krefst nýrra við- bótarskipa árlega i stað annarra er ganga úr sér. Þessi biðbótarskip þarf að smiða hér heima: þau þurfa að falla inn i æski- lega uppbyggingu skipa- smiðaiðnaðar i landinu. Það voru alvarleg mis- tök á vinstri stjórnarárum, er togarafloti okkar var endurnýjaður, máske of ört og of mikið — miðað við veiðiþol fiskistofna okkar, að þessi nýsmiði öll. eða svo til öll, var flutt út i hendur erlendra manna — eða skipa- smiðastöðva. Æskilegra hefði verið að dreifa skipasmiðinni á lengri tima (m.a. með hliðsjón af stofnstærð nytjafiska og veiðigetu þá tiltæks skipastóls), færa hana að mun stærri hluta inn i landið. og nýta þessi verk- efni til að byggja upp is- lenzkan skipasmiðaiðnað. íslenzkur skipasmiða- iðnaður hefur sýnt að tæknilega skilar hann ekki siður vel unnum við- fangsefnum en þau fiski- skip eru, sem inn hafa verið flutt. Færeyingar fóru hér óðru visi að. Þeir lögðu meginkapp á að byggja upp skipasmiði heima fyrir — og búa nú að myndarlegri aðstöðu og öryggi á þessu sviði. Við íslendingar byggj- um eyland sem atvinnu- lega og efnahagslega er háð sjósókn og fisk- vinnslu. Flutningar til og frá landinu verða enn sem áður háðir siglingum, a.m.k. um fyrirsjáanlega framtið. Það er þvi jafnrik ástæða til þess nú, sem verið hefur alla sögu okkar sem þjóðar, að geta búið að eigin aðstöðu i skipasmiði, skipaviðhaldi, og til sjósóknar og sigl- inga. Viðhald skipastóls- ins (fiskiskipaflotans) eitt er ekki nægjanlegt verk- efni til að byggja upp ný- tízku skipasmiðaiðnað. Nýsmiðina þarf að flytja inn i landið, heim, ef þar á rétt að verki að standa. Það var rangt af „sjávar- útvegsforystu" Alþýðu- bandalagsins að flytja út alla nýsmiði veiðiskipa á vinstri-stjórnarárum. Hins vegar má þessi sama „for- ysta" dunda við útflutn- ing „Evrópukomm- únisma", þó litinn gjald- eyri gefi í aðra hönd. plötur af ýmsum gerðum og þykktum Timburverzlunin Volundur hf. KLAPPARSTÍG 1, SÍMI 18430 — SKEIFAN 19, SIMI 85244 VERKFÆRI Bílaeigendur, verkstæði og fl ath. Loksins eru ásláttar skrúfjárnin komin aftur, og nokkrar mism. stærðir af topplyklasettum i millimetra og tommu máli. Skrúfján í úrvali, Snittasett, Framlengingar fr. Borvélar, Borsveifar og Tréborar, Rörskerar og kónatæki, Meitlasett, Spor- járnasett, Lóðningabyssur, Trésmíðaþvingur ný gerð, Þykktarmál millim. Dráttarbeisli fr. kerrur og hjólhýsi, og kúlur fr. sama. Járnsagir, Hamrar, klippur, Felgulyklar, Draghnoð. Startkaplar. Hjöruliðskrossar í jeppa og fl. Mikill magnafsláttur kemur til greina. Opið kl. 13.30—18. Sími 11909. Haraldur Sveinbjarnarson, Snorrabraut 22. Candy í Hafnarfirði Skúli Þórsson, Álfaskeiði 31, hefur nú tekið við Candy-umboðinu í Hafnarfirði og sér um sölu og viðgerðir á öllum Candy-tækjum þar. Verzlunin er opin alla daga frá kl. 1-6. Ný sending af hinum vinsælu SWR og WATT mælum. Hagstætt verð. Heildsala — Smásala BENCO, Bolholti 4, Reykjavík, sími 91-21945.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.