Morgunblaðið - 03.11.1977, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1977
13
FYRSTA GREIN
RAPP. Þar voru menn á borð við
Majakovski ekki vel séðir.
Þegar Stalín var kominn til
valda lagði hann RAPP niður, svo
og öll önnur samtök rithöfunda og
annarra listamanna. I stað þess
stofnaði hann opinbert samband
um hverja listgrein og lét út
ganga þá tilskipun, að hér eftir
héti ekkert list nema „realismi"
og annað yrði ekki liðið. Listin
var lögð niður en auglýsingar
teknar upp í staðinn. Þetta var
árið 1934 (það voru Maxim Gorky
og fleiri, sem lögðu drögin að
„raunsæisstefnunni), og eftir það
var sýnt, að þeir listamenn, sem
ekki vildu lúta tilskipuninni yrðu
annað hvort að hætta ellegar fara
í felur. Um annað var ekki að
ræða.
Var nú komin upp sú kreppa,
sem staðið hefur allar götur síðan.
Hún var listamönnum og mennta-
mönnum sjálfum að kenna að
nokkru leyti. Sumir úr þeirra
hópi, og einkum fútúristar, höfðu
gerzt svo djarfir að seilast til
valda. Og allir reyndust þeir
glámskyggnir. Það var gömul
sektarkennd, sem villti þeim sýn.
Þeir vildu þjóna þjóð sinni heils
hugar, en skildu hana því miður
ekki vel. Þeir voru þess albúnir
og óðfúsir að láta gömul verð-
mæti, ganga af trú sinni og list-
rænni sannfæringu ef b.vltingin
krefðist þess. En fórnirnar, sem
þeir færðu byltingunni komu
þeim i koll. I sjálfs sin augum
voru þeir sekir, höfðu gerzt brot-
legir við þjóð sina og vildu nú
bæta fyrir það. Mistök þeirra
voru þau, að þeir voru fullfúsir að
gleypa við hinni nýju skipan, sem
átti samkvæmt auglýsingum að
tryggja völd þjóðarinnar. Þeir
blygðuðust sin fyrir fortíðina, ein-
veldið og þá spillingu sem því
fylgdi, og voru svo óðfúsir að
bæta fyrir samsekt sína, að þeim
sást yfir það, að það, sem við tók
yrði ekki betra — heldur verra,
einveldið enn grimmilegra og
spillingin enn stórfelldari.
Og nú, tæpum aldarfjórðungi
eftir að Stalin leió, er enn kyrk-
ingur í sovézkri menningu. Það er
einungis líf í litlum kimum.
Menningin i heild er menning
tæknikrata. Kjarnann vantar.
Sumar listir hafa að vísu þrifizt
betur en aðrar, tónlist og danslist
t.d. Sumar greinar visinda, bæði
hreinna og hagnýtra, hafa sloppið
við áföll af völdum hugmynda-
fræða. Sígildar bókmenntir eru
endurprentaðar af miklum dugn-
aði, og jafnvel nútimabókmenntir
— en í þær vantar þó æði margt.
Barnabókmenntir eru ágætar. En
annars er ekki um auðugan garð
aðgresja.
í stjórnartíð Krústjoffs gafst
rithöfundum smá frelsi um sinn
(það kom þó ekki til af góðu); þá
varð ,,þíða“ og hélzt i nokkur ár. 1
þeirri þíðu skaut upp ýmsum frjó-
öngum. En svo tók hún enda og
vetur fór aftur að. Á undan förn-
um árum hafa yfirvöld æ oftar
gripið til þess ráðs að vísa andófs-
mönnum úr landi. þegar ekki
dugði annað. Þetta hefur í senn
vaidið mönnum ugg og nýjum
vonum.
Allt frá þvi á 17 öld, að rétt-
trúnaðarkirkjan rússneska klofn-
aði, hefur verið hjámenning í
Rússlandi, minnihlutamenning í
trássi við ríkið. Lengst af voru
þetta þröngsýnir sértrúarsöfnuð-
ir. En það er nú liðin tið. Sovézkir
andófsmenn nú á dögum eru víð-
sýnir, menntaðir og frjálshuga
menn, sem eiga sér ýmsa mikils
metna málsvara erlendis
(Solzhenitsyn, Sinyavski og
Brodsky, svo aó fáeinir séu nefnd-
ir) og hópur þeirra fer æ stækk-
andi.
Þessarar hreyfingar verður að-
eins vart endrum og eins og örð-
ugt er að meta styrk hennar. Ef-
laust er hægur vandi að koma i
veg fyrir það, aó hún láti til sín
taka i stjórnmálum; til þess hefur
hún varla neina aóstöðu. En
stjórnmál valda ekki öllu um
framvindu og örlög siðmenning-
ar. Siðmenning nærist á hug-
myndum. Þrjóti þær hnignar
henni og hún dregst upp. Sovét-
menn eru nú loks farnir að endur-
meta arfleifð sina og fortíð, lesa
bækur, sem bannaðar hafa verið
áratugum saman og hlýða á menn,
sem yfirvöldin vilja meina mál-
frelsi. Yfirvöldin geta ekki lengur
skammtað mönnum umhugsunar-
efni. Og æ fleiri „hugsa öðruvísi"
eins og heitir á opinberu máli.
Þetta hefur vakið mörgum nýj-
ar vonir. Rússnésk tunga er enn
þróttmikil þótt ófrelsið hafi sett á
hana ýmis mörk, og sú þjóð. sem
ól Puskin, Tolstoj, og Dostojevski,
Blok, Pasternak, Mandelstam og
Akmatovu hefur af miklum sjóð-
um að taka. Hitt er aftur á móti
úggvænlegt, að menn skuli þurfa
að lifa andanslifi sinu i leynum og
rússnesk menning skuli þrífast
bezt í útlöndum! Fram að þessu
hafa þau orðið örlög flestra út-
laga, að tengsl þeirra við lifið
heima fyrir rofnuðu, og þarf ekki
að fjölyrða um afleiðingar þess.
Er nokkur von til þess^. að rétti
við, ef flestir helztu listaménnirn-
ir eru reknír úr landi?
Þau rússnesk nútímaljöð, sem
hæst ber voru nærri öll ort á
rússneskri grund. Sá jarðvegur er
ennþá frjósamur. Og það verður
að vona, að sá dagur renni, þegar
ekki verður lengur hægt að upp-
ræta listamennina.
Það er min skoðun, að úrslit
viðureignar sovézkra lista- og
menntamanna við yfirvöldin geti
valdið miklu um framtíð heims-
listarinnar. Andófsmennirnir
mega ekki við því að tapa — og
við hinir megum ekki við þvi, að
þeir tapi. —HENRY GIFFORD.
AÐ DREPA MANN
misræmi er gild ástæða til þess
að endurmeta sögu Sovétríkj-
anna og draga af henni nýja lær-
dóma. Það er Ijóst af reynslunni
annars staðar, að Sovétmenn
hefðu getað eflt efnahag sinn án
þess að fórna öllum þeim manns-
lífum, sem sannanlega hefur ver
ið fórnað til þess. Það má segja,
að ýmsar framfarir hafi orðið. En
aðferðirnar, sem notaðar voru
kunna að leiða til stöðnunar síð-
ar. Miðsöfnun valdsins í hendur
einum, allsráðandi flokki veldur
ekki minni vanda en hún leysir.
Skrifræði í sæluríki er þversögn.
Sovétmenn gerðu sér fyrst vonir,
síðan bjuggu þeir lengi við ótta
— en nú orðið eru leiðindin að
drepa þá. Skrifræðisstjórnin lifir
kannski lengi enn. En hún er
orðin svo þrautleiðinleg, að þegar
hún líður undir lok verður það
ekki með hugmyndafræðilegum
krampateygjum, né mun hún
hrökkva upp af með kjarnorku-
hvelli — heldur mun hún bók-
staflega geispa golunni!
Ný plata með Megasi
og Spilverki þjóðanna
A BLEIKUM NATTKJÓLUM
nefnist nv hljóniplata sem Iðnnn
liefui' sent frá sér. Hún hefur að
geyina ljóð og lög Megasar, fjöl-
breytt að efni og búiiingi.
( í fréltatilkynningu frá útgáf-
unni segir m.a.:
„Það er Mega.s og Spilverk
Þjóðanna sem standa að gerð pliit-
unnar og annast útsetningar, söng
og hljóðfæraleik. Auk þeirra fé-
laga kemur Karl Sighvatsson all-
ínikió við sögu á plötunni og leik-
ur á hljómborð, Helgi Guömunds-
son á munnhörpu. Eggert Þor-
leifsson flautuleikari og Viðar Al-
freðsson á trompet. Þess má geta
að nú gefst í f.vrsta skipti tæki-
færi til að hlýða á Megas sjálfan
leika á hljöðfæri á hljómplötu.
Þessi nýja plata Megasar og
Spilverksins er ólik f.vrri plötum
Megasar aö þvi leyti að hann sýn-
ir á köflum nieiri bliðu og hlýju
en áður. En á þessari plötu er
einnig að finna efni og flutning
sem vafalaust muii hiieyksla
■itu Jt
irilTHI KlélUll 1 lUIKla IlTTKJéLII
marga. svo sem tvö lög sem flpkk-
ast gætu undir svonefnl „ræfla-
rokk'.
Platan var hljóðrituð í júlí og
ágúst í Hljóðrita og húsak.vnnum
Fíladelfíusafnaðarins. Upptiiku-
maður var Jónas R. Jónsson.
Skurður og pressun fór fram hjá
CBS i Hollandi.
Hönnun plötuumslags og vand-
aðs textabæklings var í hönduni
Kristjáns Kristjánssonar.''
Sambyggt Stereo
Magnari
Plötuspilari
Kassettutæki
Útvarp
TVeir hátalarar
fylgja
1. Otvarp fyrir LW, MW, SW
og FM (stereo)
2. Innbyggt loftnet.
3. Magnari 2x17 wött (music).
4. Stenst kröfur DIN 45 500
um Hi Fi.
5. Kassettutækið tekur
Chromium kassettur.
6. Sjálfvirk upptökustilling.
7. 3ja tölu teljari á
kassettutæki.
8. 2ja hraða Hi Fi plötuspilari.
9. Plötuspilaraarmur á lyftu.
10. Auðveld stilling á arm-
þyngd og hliðarrásun.
11. Heyrnartól og hljóðnema-
innstungur að. framan.
12. O.fl. o.fl. o.fl. o.fl.
Philips kann
tökin á tækninni
heimilistæki sf
HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15655
■l*j ri i \
PHILIPS
Árgerð 1977
Fjölmargir kostir
í vönduðu tæki
á hagstæðu verði