Morgunblaðið - 03.11.1977, Síða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1977
----------------!-------------------------
Sigurður S. Bjarnason:
r
Oréttlætanleg
kjördæmaskipting
Breiðholt verði gert að sér kjördæmi
Mál það sem ég skrifa hér um,
er ekki nýtt af nálinni og hefur
áður verið reifað, m.a. i fjölmiðl-
inum „Breiðholt", sem út kom
árið 1975, en hefur því miður ekki
sést siðan. Hér á ég við hina mis-
heppnuðu kjördæmaskipan sem
ríkir á Islandi. Ekki er um það að
ræða, að kjósendur geti kosið ein-
hvern sérstakan mann á Alþingi
Islendinga, til þess hafa þeir ekki
vald, heldur verða þeir, ef þeir
ætla að neyta kosningaréttar síns,
að kjósa einhvern ákveðinn
stjórnmálaflokk. Flokkur sá sem
Sigurður S. B.jarnason
viðkomandi kýs hverju sinni,
hefur ef til vill einn mann á fram-
boðslista sínum,' sem kjósandinn
vill styðja, en er um leið neyddur
til að veita stuðning fjölda ann-
arra frambjóðenda, sem hann
hvorki þekkir né hefur áhuga á að
styðja. Þar að auki fær kjósand-
inn aldrei séð hvort atkvæði hans
hefur orðið að gagni við „hans
mann“ eða hvort þaó hefur verið
til þess, að koma á þing einhverj-
um nianni, sem hann hefur engan
áhuga fyrir að komist á þing.
Það er kunnara en frá þurfi að
segja, að meginþorri þingmanna
telur það skyldu sína, að vinna
fyrst og fremst fyrir sína kjósend-
ur. í sinu kjördæmi. Þetta er ekki
svo óeðlilegt, ef þingmenn telja
sig fara með umboð kjósenda
sinna, sem þeir og gera. Og vafa-
laust yrðu kjósendur viðkomandi
alþingismanna ekkert ánægðir, ef
þeirra þingmenn legðu sig ekki
fram við að bæta alla aðstöðu í
þeirra heimakjördæmi. Ótal
dæmi eru þessu til sönnunar og
það nýjasta, sem vakið hefur
menn til umhugsunar, er brúin
yfir Borgarfjörð.
Þetta gerir það að verkum, að
öll byggðarlög vilja eiga sinn
þingmann eða heist þingmenn, í
fleirtölu. Þvi fleiri sem þeir ert
því fleiri málum geta þeir sinnt
fyrir byggðarlag sitt og umbjóð-
endur sína.
Vestfjarðarkjördæmi með um
það bíl 10.000 íbúum mun í hverj-
um alþingiskosningum fá fimm
alþingismenn kjörna á Alþingi Is-
lendinga. Reykjavíkurkjördæm
hefur á Alþingi 16 þingmenn, en
Reykjavík munu búa um 100.00I
manns i dag.
Það er athyglisvert, að enginr
af alþingismönnum Reykjavíkui
mun vera búsettur í Breiðholti
þótt þar búí nú um 1/4 hluti alh'i
Reykvíkinga, eða 1/8 hluti allra
landsmanna. Þetta gerir það að
verkum, að enginn alþingismaður
hefur áhuga fyrir málefnum
Breiðholts og fæstir þingmanna
hafa hugmynd um tilveru Breið-
holtshverfa. Þó minnist ég eins,
sem flutti útvarpserindi fyrir um
það bil tveimur árum og gat þar
um Breiðholt og gaf þvi nafnið
„flóttamannabúðir". Það er þvi
ekki að ástæðulausu, að mikið
hefur verið um það rætt í Breið-
holtshverfum að undanförnu,
hvort ekki væri full ástæða fyrir
hverfisbúa, að stofna sinn eigin
flokk, sem hefði aðeins eitt mark-
mið: „Allt fyrir Breiðholt". Sam-
kvæmt núgildandi kosningarlög-
gjöf, kjósa íbúðar Breiðholts átta
af þingmönnum Islensku þjóðar-
innar ef miðað er við mannfjölda.
Ef samstaða yrði i Breiðholti, sem
er ntjög líklegt, um stofnun og
stuðning við nýjan stjónmála-
flokk, sem hefði framangreint
markmið á stefnuskrá sinni,
mundu Breiðholtshverfin ekki
þurfa að örvænta lengur, um að
einhver háttvirtra þingntanna
yrði til þess að ljá málum hverf-
anna lið. Hitt verður þó að teljast
betri kostur, að rninnka kjördæm-
in og gera Breiðholtin að sérstöku
kjördæmi, þar sem Breiðholts-
búum gæfist kostur á að kjósa
sína eigin þingmenn, rnenn sem
þeir þekktu og umfram allt menn
sem byggju í hverfunum og
þekktu þau af eigin raun, en ekki
afspurn. Það gæti jafnvel þftt
það, að göngubrú yrði byggð yfir
Breiðholtsbraut. Sama hátt mætti
hafa á um kosningu borgarstjórn-
ar, sem í raun réttri, á að sjá um
framkvæmdir við brúarbygging-
una. Breiðholt þyrfti ekki að
segja sig úr lögum við Reykja-
víkurborg og stofnsetja sitt eigið
bæjarfélag, þótt landfræðilega sé
væri það ekki óeðlilegra en að t.d.
Kópavogur og Seltjarnarnes eru
sjálfstæð bæjarfélög. Heldur væri
eðlilegra, að Breiðholtsbúar
fengju að kjósa sérstaka fulltrúa
úr sínum röðum, til að stjórna
borginni og sinna málefnum
Breiðholts af þekkingu og áhuga.
„KRISTUR og þú“ er yfirskrift æskulýðsviku KFUM og K seni nú
stendur yfir í húsi félaganna við Amtmannsstfg og I kvöld talar sr.
Jón Dalbú Ilróbjartsson um efnið Kristur — dómarinn. Stjörnandi
vikunnar er sr. Jónas Gfslason og er hann hér ásamt Æskulýðskór
KFUM og K sem söng m.a. á samkomu í gærkvöldi, en m.vndin er
tekin á sunnudagskvöld. Æskulýðsvikunni lýkur n.k. sunnudags-
kvöld.
íirtstur ðýt |tú
Hvitir
sjúkraskór
með
trésólum.
Stærðir 35-46
Hinir vinsælu
sænsku
skór með
korksóla
komnir aftur.
Stærðir 35-46
GEíSiP
cylndersen Œl, Lauth hf.
Vesturgötu 17 Laugavegi 39