Morgunblaðið - 03.11.1977, Síða 26

Morgunblaðið - 03.11.1977, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1977 Þórir S. Gudbergsson: Eilítið um elliárin Margir kvíða hrörnun og sjúkdómum á efri árum æfinnar Hugsunin um sljóleika og veikindi verður mörgun þungbær, og margir biðja þess og óska af heilum hug, að þeir mættu aldrei verða öðrum til byrði. Smituð af fordómum Því miður ^ru mörg okkar smituð af alls kyns fordómum um ellina og margt er það í samfélagi okkar, sem ýtir undir rangt viðhorf til þessa aldursskeiðs og til þess fólks, sem það lifir. Komi maður inn i búð t.d. þar sem bæði ungt og gamalt fólk væri að versla, er næsta liklegt, að afgreiðslufólkið mundi heldur snúa sér til unga fólksins með misjöfnu hugarfari. Því miður heyrir maður of oft hlátur og kátinu, þegar minnst er á ellina og elliárin. Fyrir skömmu hlustaði ég á norska konu, sem nýlega hafði látið af störfum sem rektor við einn af félagsráðgjafaskólunum i Noregi. Hún sagði frá reynslu sinni, er hún tók þátt í hringborðsumræðum með sér yngra fólki — um málefni, sem henni var mjög hugleikið og hún þekkti vel til. Þegar hún sagði þátttakendum frá þvi, að hún væri hætt störfum fyrir aldurs sakir, sló þögn á hópinn. Eftir þetta var hún lítið tekin með i umræð- urnar, ekki beðið eftir því, að hún legði sitt til málanna o s.frv. Skyndilega var henni ofaukið! Hættan á, að gömlu fólki sé ofaukið í nútíma iðnaðarþjóðfélagi, er mikil. Hugsun- arháttur „afkasta-þjóðfélags" má ekki slæva okkur um of. Þó að barnaheimilum fjölgi og dagheimilin verði æ fleiri, er samt mikil þörf fyrir fólk, sem komið er á ellilífeyrisaldur, aðeins ef við kunnum að notfæra okkur þá hæfileika og möguleika, sem það býr yfir. Kynslóðabil Oft er mikið rætt og ritað um kynslóðabil, en fátt 'er gert til þess að minnka þetta bil, sem margir fullyrða, að sé á milli kynslóða. „Eldri kynslóðin skilur okkur ekki", segir unga fólkið og „unga kynslóðin er ekki á sömu bylgjulengd og við" segir eldra fólkið. Margt er til í þessum fullyrðingum, en við vitum ekki, hvers vegna svo er komið, sem komið er. Hvers vegna skiljum við ekki hveft annað? Ræðumst við við? Hittumst við I hverfinu okkar? Sum hverfin byggjast svo til eingöngu upp af ungum fjölskyldum, svo að barnaskólar i sumum eldri hverfum Reykja- víkurborgar t.d. eru að tæmast Hvað gera yfirvöld til þess að stemma stigu við slíku? Hvernig eru lánakjör fyrir þá, sem vilja flytjast í gamlar íbúðir, eða þeirra, sem vilja áfram búa í gömlu hverfunum o.s.frv. Hvað er gert til þess að minnka þetta bil, sem sífellt breikkar, eftir því sem kröfurnar aukast og minni tími gefst til þess að auka sambandið millí kynslóðanna? Ef kynslóðirn- ar tala ekki sama tungumál, hvað er þá unnt að gera til þess að lagfæra það? Áður fyrr, þegar „stórfjölskyldur" bjuggu í sama húsi eða á sömu slóðum, voru heim- sóknir mun tíðari og samskipti þessara aðila miklu eðlilegri. Börnin umgengust afa og ömmur nær daglega öllum til ánægju og gleði. Enn hefur eldri kynslóðin hlutverki a^ gegna gagnvart börnum og barnabörnum. Á efri árum gefst oft betri tími til þess að sinna barnabörnunum, ræða við þau og velta fyrir sér „heimspeki lífsins" á ýmsan hátt, veita 3. grein þeim þannig hlutdeild í þekkingu sinni og reynslu og vera með í að móta persónuleika þeirra, auka við orðaforða þeirra og efla skilning þeirra. Margt gamalt fólk þreytist fljótt á hávaða, barnagráti, hrópum og ærslum yngstu kyn- slóðarinnar. En einmitt við meiri og tíðari samskipti læra þessir aðilar að taka tillit hver til annars, vera hljóð og kyrrlát, þegar ein- hver er veikur eða þarfnast friðar — og „sletta úr klaufunum", þegar það á við. Veikindi og sjúkdómar Margir kviða sjúkdómum og hrörnun á efri árum æfinnar. Hugsunin um sljóleika og veikindi verður mörgum þungbær og stund- um nær óbæríleg, þegar þeir hugsa um elliheimili eða sjúkradeildir. Eðlilegast var áður fyrr, að fólk lægi heima, þegar gigt eða hrörnun fór að gera vart við sig hjá öldruðu fólki — þess vegna er eðlilegt að elliheimili og sjúkraheimili séu eins heimilisleg og frekast er unnt. Persónu- legir munir eru okkur oft meira virði en mikill fjársjóður^þeninga og því nauðsynlegt að unnt sé að hafa með sér persónulega hluti og eitthvað af húsgögnum. Stórar stofnanir ættu he|st ekki að vera til, þó að þær séu fjárhagslega hagkvæmari, — heldur ætti að leggja ríka áherslu á minni einingar, þar sem fólk getur verið frjálsara, raðið ferðum sínum meira sjálft og ákveðið hvenær það fær gesti o.s.frv. Einstaka menn hafa verið stórhuga á þessu sviði og rutt brautina, en ríkisvaldið á enn langt i land með að létta verulega undir með eldri kynslóðinni, hvað þetta snertir. Það er eðlilegt, að ýmsir sjúkdómar fari nú að segja til sín, sem e.t.v. hefur ekki borið svo mikið á áður. Það er t.d. algengt, að sjónin fari að breytast um eða eftir fertugt og því nauðsynlegt að gefa því gaum, ef við verðum breytingar vör, og eins að gæta þess Framhald á bls. 23 Volkswagen 1300 árgerð 1972 í ágætu lagi, til sölu strax. Upplýsingar í síma 27544 milli kl. 9 — 5. Gerið Robin Hood terturnar eru gomsætar Sparið tíma,fé ogíyrirhöfn. Maigar tegundir. • Robin ' » Hood * dutch devil’s food chTea, )iríTERNATIONAL MULTIFOODS Fæst i kaupfélaginu , Leyft ) verð Okkar verð 230 - 207.- 220 - 202.- 174- 156.- 305 - 274.- 520,- 468.- 249,- 217.- 391.- 351.- 385,- 345.- Rauð og græn epli, appelsínur, perur og sítrónur, allt á Vörumarkaðsverði. Ath.: Þetta eru aðeins fáein verðsýnishorn. Ath.: einnig verðsamanburð sem sést á tvöföldum verðmerkimiðum er sýnir leyft verð og okkar verð. Opið til kl. 10 fostudag lokað laugardag irumarkaðurinn hí. úla 1A. Sími 86111.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.