Morgunblaðið - 11.11.1977, Page 1

Morgunblaðið - 11.11.1977, Page 1
32 SIÐUR 241. tbl. 64. árg. FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Carter varar við stórfefldum átökum Tilræði í stað rána? Bonn, 10. nóvember. Reuter. VESTUR-þýzki ríkissak- sóknarinn, Kurt Rebmann, segir í viðtali sem birtist í blaðinu Welt á morgun að hann geri ráð fyrir því að hryðjuverkamenn muni snúa sér að hanatilræðum og hverfa frá mannránum. Hann telur ólíklegt að þeir taki fleiri gísla þar sem stjórnvöld neituðu að ganga að kröfum ræn- ingja iðnrekandans Hanns- Martins Schleyers, en er viss um að þeir reyni að hefna Baader- Meinhof-leiðtoganna sem létust i Stammheimfangelsi, með laun- morðum. Rebmann segir að yfirvöld taki alvarlega hótun sem mun vera komin frá Baader- Meinhof-skæruliðum um að vest- ur-þýzkar farþegáflugvélar verði sprengdar upp á flugi í hefndar- skyni við dauða leiðtoga þeirra. Flugfélagið Lufthansa hefur hert á öryggisráðstöfuniífn og ráð- stafanir hafa meðal annars verið gerðar gegn hugsanlegri flug- skeytaárás. Vestur-þýzka lögreglan leitar enn 16 skæruliða sem lýst var eftir vegna morðsins á dr. Schleyer, Siegfried Buback fyrr- varandi ríkissaksóknara og Jiirgen Ppnto bankastjóra. Aðspurður hvers vegna leitin hafi ekki borið meiri árangur segir Rebmann saksóknari: ,,Þeir eru bráðgáfaðir og einstaklega fágaðir glæpamenn. Þeir breyta útliti sínu reglulega.. . Sem stendur eru hættulegustu hryðju- verkamennirnir erlendis." Washington, 10. nóv. Reuter. AP. CARTER forseti varaði við því á blaðamannafundi f dag að löndin fyrir botni Miðjarðarhafs römb- uðu á barmi stðrfelldra átaka vegna ástands- ins f IJbanon og þar sem beinar viðræður væru ekki hafnar miili Araba og Israelsmanna um heildar- lausn. Hann hvatti aðiia til þess að hætta deilum um formsatriði í sam- bandi við nýja Genfarráðstefnu um ástandið f Miðausturlöndum og sagði að Arabar og tsraels- menn ættu þegar í stað að taka upp viðræður um mál sem stæðu f vegi fyrir friði. Forsetinm harmaði eldflauga- árásir Palestínumanna á ísraelska landamærabæi og hefndarárásir ísraelskra flugvéla í gær á Suður- Libanon. Hann neitaði að for- dæma ísrael og kvað það ekki aðalatriði heldur hitt að hefndar- árásir væru ónauðsynlegar ef engum ögrunum væri til að dreifa. Carter fagnaði þeim undirtekt- um sem tillögur Bandaríkja- manna um formsatriði á fyrirhug- aóri Genfarráðstefnu hefðu feng- ið í Israel og hrósaði Anwar Sadat Egyptalandsforseta fyrir þá yfir- lýsingu að hann sé jafnvel reiðu- búinn að fara til Jerúsalem og taka þátt í umræðum á þinginu, Knesset, til að stuðla að friði í Miðausturlöndum. Askorun Carters um að friðar- viðræður verði hafnar án tafar virðist aðallega beinast að Hafez Assad Sýrlandsforseta sem krefst þess að Frelsissamtök Palestínu (PLO) fái sæti á nýrri Genfarráð- stefnu og bandarískir em- bættismenn segjast vona að Assa- ad reyni að bjarga málunum úr þeirri sjálfheldu sem þau hafa komizt í. Framhald á bls 18. „Bandaríkin hafa selt okkur fyrir olíuhagsmuni — Eina þjóðin sem hjálpar okkur eru ísraelsmenn” — segir líbanskur herforingi við blaðamann Morgunblaðsins Frá hlaðamanni Morgunblaðsins, Jóhönnu Kristjónsdóttur. Tel Aviv, 10. nóvember. SPRENGJCDRUNCR kváðu við á landamærum Israels og Lfban- on er óg kom þangað síðdegis í gær. Libanska þorpið sem ég kom til heitir Good Fence eða Góðagcrði og þar hafði verið kyrrt lengi vel en síðustu dægur hafa Palestfnumenn gert árásir á þorp sem eru afskekkt og einangruð frá öðrum þorpum. Einni slíkri var að Ijúka. er ég kom á staðinn, en um mannt jón var ekki vitað. Litlu siðar hófu Palestínu- menn aðra árás og var sú nokk- uó þyngri. Libanskar og isra- elskar sveitir svöruðu um hæl og litlu siðar sást til israelskra flugvéla i árásarferð á stöðvar frelsishreyfingar Palestinu- manna. Á milli hrina náði ég tali af yfirmanni libönsku sveit- anna, Sad Haddad, og sagði hann: „Við erum umkringdir og get- um ekkert farið. Okkar eini kostur er að verjast og reyna að vernda þessi þorp, land okkar, konur og börn. Stjórnin i Beir- ut er gjörsamlega undir hæl Sýrlendinga og getur enga björg okkur veitt, og vill það kannski ekki. Svona hefur þetta verið i marga mánuði og ef Israelsmenn hjálpuðu okkur ekki væri löngu búið að murka Framhald á bls 18. Móðir með tveimur börnum er særðust í loftárásum ísraelsmanna í sjúkrahúsi í Suður-Líbanon. Ríkum manni rænt Vín 10. nóv. AP. Reuter. ÖKUNNIR menn rændu austur- ríska auðmanninum Walter Palmers úr bifreið hans f Vín í dag, komust undan með hann i öðrum bíl og skildu eftir miða með kröfu um lausnargjald að upphæð 50 milljónir schillinga (um 600 milljónir fslenzkra króna). Mannránið er nauðalíkt ráninu á hollenzka auðmanninum Maurits Caransa fyrr í þessum mánuði. Lögreglan í Vin telur þó að ekkert samband sé á milli þess- ara mála annað en það að ræn- ingjar Palmars kunni að hafa fengið hugmyndina frá Caransa- málinu. Palmers á meirihluta hluta- bréfa í stóru austurrísku kven- fatafyrirtæki. Vitni lögreglunnar segja að hann hafi verið dreginn út úr bifreið sinni þegar hún hafði numið staðar skammt frá heimili hans i morgun. Mannræn- ingjarnir ýttu honum upp i annan bil og óku á brott. Lögreglan hefur enn enga vís- Framhald á bls 18. Korchnoi í bílslysi Wolilon, Sviss. 10. nóvember. Reuter. Stórmeistarinn Viktor Korchnoi lenti f alvarlegu bfl- slysi á þriðjudaginn en vonast samt til að geta teflt við Boris Spassky í Belgrad 15. nóvem- ber um réttinn til að skora á heimsmeistarann Anatoly Karpov eins og ráðgert hefur verið. Korchnoi sagði fréttamönn- um að hann hefði enn ekki beðið um að viðureigninni yrði frestað og bætti því við að hann væri ekki viss um hvort slysið mundi valda nokkrum töfum á einvíginu. Slysið varð með þeim hætti að leigubíll sem Korchnoi var í rakst á svissneska herflutn- ingabifreið á veginum milli Frauenfeldt og Ziirich. Bíllinn fór nokkrar veltur og lenti á hvolfi. Korchnoi slapp ómeiddur, en leigubílstjórinn meiddist al- varlega. Aðstoðarmaður Korchnois í einvíginu við Spassky, brezki stórmeistarinn Raymond Keene, var í aftur- sætinu, en hann slapp ómeidd- ur. Grigorenko fær að fara Moskvu. 10. nóv. Reuter. PYOTR Grigorenko hershöfðingi og kunnur andófsmaður í Sovét- rfkjunum lét hafa eftir sér í dag, að honum og fjölskyldu hans hefði verið veitt leyfi til þess að heimsækja Bandarfkin og dveljast þar um sex mánaða skeið. Grigorenko sagði fréttamöm um, að hann mundi gangast undu uppskurö í Bandarikjunum og heimsækja son sinn, er fluttist til New York fyrir tveimur árum. A sínum tima var Grigorenko sæmdur mörgum orðum en á end- Franihald á bls 18.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.