Morgunblaðið - 11.11.1977, Side 5

Morgunblaðið - 11.11.1977, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. NÖVEMBER 1977 5 U mf erdarsly s- in verda síf ellt alvarlegri UMFERÐARRÁÐ hefur nýlega sent frá sér bráðabirgðatolur um umferðarslys fyrstu 9 mánuði árs- ins 1977 eða til loka september. Þar kemur m.a. fram að slysum, sem hafa i för með sér meiri háttar meðsli, fer sífellt fjölgandi og slys in verða sífellt alvarlegri. Til loka september I ár hlutu þannig 217 manns meiri háttar meiðsli i um- ferðarslysum, en á sama tima i fyrra 185 manns. Þá skal nefna að það sem af er árinu hafa verið lagðir á sjúkrahús 33 fleiri en i fyrra vegna meiðsla eftir um- ferðarslys. Alls hefur 391 maður slasazt og 26 látizt í 313 slysum fyrstu 9 mánuði ársins og eru hinir slösuðu jafn margir og í fyrra. Á fyrstu 9 mánuðum ársins 1976 höfðu hins vegar 13 látizt svo hér er um all- mikla fjölgun að ræða milli ára. Fyrir október mánuð liggja enn ekki fyrir tölur um slys, nema dauðaslys, og 1 nóv. alls 30 manns látizt af völdum umferðarslysa. Heildartala látinna allt árið í fyrra var 1 9 og má sem dæmi nefna að í september það ZV ár lézt 1, en 5 létust i september í KALLAR Á AUKNA AÐGÆZLU Ýmsar fleiri tölur er að finna í þessum töflum Benda má m a á að 6 ökumenn á aldrinum 1 7—20 ára hafa látizt, 5 á aldrinum 21 —24 og 1 6 á aldrinum 25—64 Meðalaldur látinna i slysum þessa árs er 37 ár og hefur verið á milli 31 árs og 43 ára síðustu 5 árin Árin 1966 — 1977 (til 1. nóv.) hafa alls látizt 248 manns í um- ferðarslysum eða að metaltali 20 á ári. Ef litið er á fyrri helming þessara ára (6 ár) má sjá að 98 hafa látizt % Framhald á bls 1S. Dauðaslys í janúar — október (1 0 mánuðir) árin 1973- -1977. Ár: 1977 1976 1975 1974 1973 í dreifbýli: 14 5 12 7 11 í þéttbýli: 12 10 12 9 11 Samtals dauðaslys 26 15 22 16 22 Látnir voru: Karlar: 15 12 17 13 7 Konur: 7 2 3 2 10 Börn: 7 2 4 1 6 30 16 24 16 23 Látnir voru: Ökumenn bifreiða: 9 8 8 6 3 Okumenn bifhjóla: 1 1 1 0 0 Ökumenn vélhjóla: 0 0 1 1 0 Ökumenn reiðhjóla: 2 1 3 1 1 Farþegar: 10 2 5 2 8 Gangandi: 8 4 6 6 11 30 16 24 16 23 Atvik dauðaslysa: Árekstur: 8 6 8 5 5 Bilvelta/ útafakstur: 9 5 9 5 6 Ekið á gangandi: 7 4 6 6 12 AnnaS: 2 0 1 0 0 26 15 24 16 23 Hér að ofan hefur verið sett upp í töflu hvar og hvernig dauðaslysin verða og nær hún yfir árin 1 973-^ 1977, mánuðina janúar til október Myndin var tekin á æfingu fyrir háskólatónleikana. Gudrún og Ólafur við píanóið, — söngvararnir (frá vinstri talið): Sieglinde, Rut, Sigurð- ur og Halldór. Ástarl j óðav alsar Brahms á ljóða- tónleikum A háskólatónleikum I Félags- stofnum stúdenta á morgun, laug- ardag, eru sönglög á efnisskránni en flytjendur eru fjórir einsöngv- arar og tveir pfanóleikarar. Sig- urður Björnsson syngur lög eftir Emil Thoroddsen, Halldór Vil- helmsson syngur lög úr Söngbók Garðars Hólm eftir Gunnar Reyni Sveinsson, Siegiinde Kaham syngur lög eftir Hugo Wolf og Rut Magnúsdóttir syngur ensk sönglög. Undirleikararnir eru Guðrún Kristinsdóttir og Ólafur Vignir Albertsson. Lokaatriði tónleikaskrárinnar eru Astarijóðavalsar Brahms op. 52. Þar syngja allir söngvararnir saman og Guðrún og Ólafur leika fjórhent á píanóið. Ástarljóða- valsarnir hafa sjaldan verið flutt- ir hér á tónleikum, en í vor fluttu sömu listamenn þá á tónleikum á Akureyri. Háskólatónleikarnir hefjast að þessu sinni kl. 16, og er aðgangur öllum heimill. Miðar fást við inn- ganginn. TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS TlZKUVERZLUN UNGA FOLKSINS dtii) KARNABÆR AUSTURSTRÆTI 22 LAUGAVEG 66 LAUGAVEG 20a Simi frá skiptiborði 28155

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.