Morgunblaðið - 11.11.1977, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 11.11.1977, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. NOVEMBER 1977 Syni Sakharovs var vikið úr skóla Moskvu 10. nóv. Reuter. HAFT VAR eftir mannréttinda- manninum Andrei Sakharov í dag, að yfirvöld hefðu reynt að beita hann nýjum þvingunum með þvf að reka son hans, Semionov, úr skóla. Semionov, sem er 21 árs að aldri og kvæntur, var í síðustu viku vísað úr Rfkiskennaraskól- anum í Moskvu, aðeins sjö mánuð- um áður en hann gat útskrifazt eftir fimm ára nám. Sagði dr. Sakharov að þetta hefði átt sér stað eftir að kvörtun kom fram frá herdeild skólans, en fullyrti, að hér væri einungis um að kenna tengslum Semionovs við sig. „Þetta er hefnd fyrir félagsleg afskipti mín og tilraun til þving- unar“, sagði Sakharov. í afriti af bréfi frá forseta deildarinnar til rektors skólans sagði, að Semionov hefði tvisvar mistekizt á prófi við lok skyldu- þjálfunar í hernum um sumarið og hefði hann brotið heraga af ásettu ráði. Sakharov, á hinn bóginn, lýsti því yfir að stjúpsonur sinn hefði leyst af hendi fyrrgreind próf Örlög gíslanna átta óráðin Brússel 10. nóv. Reuter. POLISARIO-hreyfingin, sem berst fyrir sjálfstæði Vestur-Sahara og nýtur fulltingis Alsírs, viður- kenndi í dag að hún héidi í gíslingu átta Frökkum. Talsmaður hreyfingarinn- ar í Evrópu, Alini Sayed, skýrði svo frá, að heilla- vænlegrar lausnar á máli Frakkanna átta væri bráð- lega að vænta. Samtökin hafa haldið sex gislanna síðan í maí, en tveir í viðbót hurfu í Máritaníu í síðasta mánuði. Þótt mönnum væri ekki grunnlaust um afdrif þeirra, hafa skæruliðarnir nú í fyrsta skipti gengizt við að hafa rænt þeim. Viðræður milli foringja skæruliða og fransks sendi- manns fóru út um þúfur síðastliðinn sunnudag. Sayed, talsmaður skæru- liðanna, kvað þá reiðubúna hvenær sem er að hverfa aftur að samningaborðinu. „Við sjáum lausnina fram- undan“, sagði hann. Aftur á móti lýsti hann því ekki, hvenær skæruliðar hygð- ust láta fangana lausa, eða með hvaða skilyrðum. með ágætri einkunn og væri með hæstu nemendum á árinu. Bætti Nóbelshafinn við að rannsókn málsins hefði bersýnilega verið framkvæmd á mjög hlutdrægan hátt. Sagði Sakharov, að e.t.v. þyrfti Semionov að flytjast úr landi, ef hann ætti að geta sinnt hugðar- efnum sinum, einnig óttaðist hann að verða kallaður í herinn, þar eð hann væri ekki lengur í skóla. Liverpool reisir styttu af Bítlunum Liverpool 9. nóv. Reuter. BORGARRAÐ Liver- pool ákvað í gær, að reist skyldi st.vtta af Bítlun- um, en áður hafði það komizt að þeirri niður- stöðu, að Bítlarnir væru ekki þess verðugir. Bítlarnir, sem allir eru ættaðir frá Liverpool, hættu fyrir sjö árum en þeir voru frægir um all- an heim. Sú ákvörðun borgarinnar, að reisa ekki styttu af þeim, mætti mikilli andspyrnu og þótti aðdáendum Bítl- anna sem borgarráðið sýndi þeim óvirðingu. Lögun styttunnar hef- ur enn ekki verið ákveð- in, en ein hugmyndin er sú að hafa bítlana í líki kentára og hafa hátalara inni í styttunni miðri sem tónlist bítlanna bær- ist sífellt frá. Hefur stolið 3,511 reiðhjólum Tokíó 9. nóv. AP. LÖGREGLAN í Tokfó hefur handtekið mann, sem kveðst hafa stolið 3,511 reiðhjólum á síðustu 45 árum. Yukio Miyazaki, sem oft hef- ur komizt undir manna hend- ur, segir að þegar hann hafi verið f fangelsi sfðast, hafi hann hitt annan fanga, sem stærði sig af þvf að hafa stolið 3.500 reiðhjólum. Yukio ákvað að slá honum við og stal 71 reiðhjóli á tfmabilinu júlf til október, er hann var handtek- inn. Reynslan hefur kennt Yukio að fyigja eftirtöldum reglum: stela alltaf ólæstum reiðhjól- um, stela aldrei þegar rignir, taka sér ávallt frí um helgar, stela helzt á hjólreiðastæðum og stela aldrei nýjum reiðhjól- um, þar sem mun erfiðara sé að selja þau en notuð. Þessir skriðdrekar af gerðinni T-72 voru sýndir almenningi f fyrsta skipti á 60 ára byltingarafmælinu i Moskvu. Hér drynja þeir yfir Rauða torgið í veglegri hersingu. Hæstiréttur styður fangelsun Bhuttos Islamabad, 10. nóv. AP. HÆSTIRÉTTUR Pakistans vísaði á bug í dag beiðni eiginkonu Zulfikar Ali Bhuttos fyrrverandi forsætisráðherra um að honum yrði sleppt úr haldi en skoraði á leiðtoga herforingjastjórnarinn- ar, Mohammed Zia UI Haq hers- höfðingja, að boða til þingkosn- inga eins fljótt og auðið væri. Rétturinn sagði að pakistanska þjóðin hefði yfirleitt sætt sig við að herforingjastjórnin færi með völdin í landinu til bráðabirgða, en Zia yrði að standa við gefin loforð um nýjar kosningar. Forseti hæstaréttar, Anwarul Haq kvað réttinn hafa fengið þær upplýsingar frá lögfræðingi Zia hershöfðingja að herforingja- stjórin ætlaði að efna til kosninga jafnskjótt og málaferlum gegn Bhutto væri lokið. Stjórnin hefur skýrt hæstarétti frá þvi að búizt sé við að málaferl- unum gegn Bhutto Ijúki eftir sex mánuði og að kosningar verði haldnar tveimur mánuðum síðar. Bhutto hafði farið fram á að hæstiréttur lýsti herforingja- A síðustu átjári mánuðum hefur bylgjutíðni innan sendiráðsins að jafnaði ekki verið meiri en tvö míkróvött. En nú brá svo við, eins og talsmaður ráóuneytisins sagðj, að síðan 7. september hefði hún aukizt við og við í allt að klukku- stund í einu. Til dæmis hefðu 9 míkróvatta hámarksstyrkleiki mælzt tvisvar á þaki ráðuneytis- Ali Bhutto. stjórnina ólöglega, en rétturinn neitaði að fallast á það sjónarmið. Bhutto hefur sjálfur mætt fyrir réttinum og haldið því fram að Zia reyni að losa sig við leiðtoga Pakistanska þjóðarflokksins. ins ,en við opna glugga um sex míkróvött á sama tima. Kvörtunum hefur hvað eftir annað verið komið á framfæri við rússnesk yfirvöld og hefur utan- ríkisráðuneytið lagt það verkefni fyrir vísindamenn John Hopkins- háskólans að kanna hugsanleg langtíma áhrif útsendinganna á heilbrigði manna. Rétturinn sagði i svari við til- mælum frú Bhutto að hann teldi það ekki í sínum verkahring að ákveða hvenær kosningar færu fram. Urskurðurinn var sam- þykktur einróma. Sendi mönnum refsað Belgrad, 10. nóv. JUGÖSLAVNESK yfirvöld komu í gær I veg fyrir blaðamannafund, er kallaður var saman af fimm áhrifamiklum þingmönnum Norðurlandanna, eftir að þeir höfðu dreift skjölum á öryggis- ráðstefnunni f Belgrad. Ráðstefna þessir fjallar um meint brot Sovétmanna á mann- réttindum, ofsóknir þeirra gegn Gyðinum og endurskoðun Hels- inki-samningsins frá 1975. Var þingmönnunum sagt að þeir hefðu ekki það leyfi, til fundar haldsins er krafizt er samkvæmt júgóslavneskum lögum. Er þetta þriðja þingmannanefndin er beit ir sér fyrir réttindum rússnesk’ um Gyðingum til handa á ráð- stefnunni. Fram kom á miðvikudag tillaga frá Efnahagsbandalagslöndunum niu, auk Kanada, Noregs, Portú- gals og íslands, er kveður á um að almenningi i kommúnistalöndum Austur-Evrópu verði auðveldað að fá vegabréf og brottfararleyfi. Einnig er m.a. krafizt einföldunai i meðferð mála og að tryggt sé að menn sæti ekki málsókn eða missi vinnuna, er þeir sækja um vega- bréf. Önnur tillaga segir að blaða menn skuli ekki sæta gerræðis- legum brottrekstri frá löndum Austur-Evrópu. Sendiráðsstarfsmenn fá ekki frið í Moskvu Washington 10. nóv., Reuter. FRÁ ÞVÍ var skýrt f bandaríska utanríkisráðuneytinu í dag, að örbylgjusendingar að bandaríska sendiráðinu í Moskvu hefðu magn- azt, en ekki virtist sem heilsu starfsmanna stafaði enn hætta af. Þú ert ung og sæt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.