Morgunblaðið - 12.11.1977, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1977
5
Kristniboðsdagurinn á morgun:
Kristniboðar sendir
til Kenya á næsta ári?
ÁRLEGUR Kristniboðsdagur
Sambands ísl. kristniboðsfélaga
verður á morgun og er þess að
venju minnst með samkomum og
í guðsþjónustum. í frétt frá S.Í.K.
segir að nú séu í Eþfópíu aðeins
þarlendir starfsmenn í fslenzku
kristniboðsstöðinni í Konsó nema
við sjúkraskýlið, en þar hafa tvær
hvítar hjúkrunarkonur verið að
verki ásamt Konsómönnum.
Umræður
eftir messu
í Bústaða-
kirkju
í FYRRA var bryddað upp á
því nýmæli í Bústaðakirkju, að
einu sinni í mánuði yfir vetrar-
mánuðina gafst kirkjugestum
kostur á því að ræða við pre-
dikarana um efni predikunar-
innar eða annað það, sem lá
hverjum og einum á hjarta.
Prófessorarnir Björn Björns-
son og Þórir Kr. Þórðarson
predikuðu til skiptis og síðan
var gengið inn í safnaðarheim-
ili kirkjunnar, þar sem sóknar-
presturinn stýrði umræðum.
Þetta nýmæli gafst mjög vel og
voru það yfirleitt um og yfir 50
kirkjugesta, sem gáfu sér tíma
Framhald á bls. 23
Stöðvarstjóri er sr. Barrisha
Húnde, en hann heimsótti Island
fyrir nokkrum árum, og heima-
menn stjórna biblíuskólanum og
barnaskólanum á stöðinni. Alls
eru nú tæplega 6500 manns í söfn-
uðinum og stóðu söfnuðirnir fyrir
69 lesskólum en margir forstöðu-
menn þeirra stóðu fyrir skírnar-
námskeiðum og sunnudagaskóla í
þorpunum.
Á sjúkraskýlinu hlutu alls 36
þúsund manns meðferð og m.a.
fæddu þar 68 konur börn sín og
framkvæmdir voru þar 29 upp-
skurðir. Nú eru starfsmenn safn-
aðanna 10 og hefur þeim fækkað
nokkuð en fleiri sjálfboðaliðar
eru hins vegar við störf og verður
byggt meira á sjálfboðaliðum í
framtíðinni. Islenzkir starfsmenn
eru nú ekki i Konsó þar sem Jón-
as Þórisson er hérlendis í leyfi og
gert er ráð fyrir að tekið verði
upp starf í Kenya á vegum S.I.K.
og mun Skúli Svavarsson, sem
starfað hefur i Konsó til þessa, að
líkindum hefja þar störf á næsta
ári. í Kenya búa alls um 12 mill-
jónir manna og segir i frétt frá
S.Í.K. að þar af séu heiðingjar
taldir vera yfir 5 milljónir, og að
með þessum nýja starfsakri hafi
íslenzkir kristniboðsvinir tekið að
sér nýjar skyldur og ábyrgð.
Gert er ráð fyrir að kostnaður
við starfið bæði erlendis og innan-
lands sé milli 12 og 14 milljónir
króna og verður á sunnudaginn
tekið við framlögum til starfsins
við samkomur og guðsþjónustur
víða um land.
Jóhann S. Hannesson
Ljóðabók
eftir Jóhann
S. Hannesson
ALMENNA bókafélagið
hefur gefið út ljóðabók eft-
ir Jóhann S. Hannesson
menntaskólakennara, og
heitir bókin Ferilorð.
Þessi ljóö Jóhanns eru
frá árunum 1956 til 1975.
Þau skiptast i fjóra kafla;
Aldur, Menntun,
Embættisstörf og Rann-
sóknir og fræðimennska,
en samtals eru 34 ljóð í
þessum köflum. Aftan á
kápu bókarinnar segir
m.a.: „Jóhann S. Hannes-
son er ekki margra bóka
skáld, en ljóð hans eru
þeim mun haglegar gjörð.“
Formáli Karl Schiitz:
Ekkert aðhafzt
í bili — a.m.k.
MÁL ÞAÐ sem spunnizt hefur út
af formála þeim er v-þýzki rann-
sóknarlögreglumaöurinn Karl
Schiitz ritaði við bók þá, sem er að
koma út hér á landi. virðist vera
úr sögunni — í bili að minnsta
kosti. í bréfi dómsmálaráðune.vtis
til Jóns Oddssonar, verjanda Sæv-
ars Ciesielskis, kemur fram að
ekkert verði aðhafzt í máli þessu
af hálfu stjórnvalda og í svarbréfi
verjandans kemur fram, að hann
láti málið niður falla um sinn en
áskilji sér allan rétt skjólstæð-
ingi sínum til handa að taka það
upp síðar, ef ástæða þyki til. Verj-
andinn taldi samkvæmt frétt unt
útkomu hókarinnar í Mbl., að í
formálanunt væri vegið að hags-
munum skjóÞtæð'ngs síps og
stjórnvöldum bæri að láta ntálið
til sín taka.
í bréfi ráðuneytisins til lög-
ntannsins segir svo m.a.:
Vegna erindis yðar hefur ráðu-
neytið fengið tækifæri til þess að
kynna sér hjá bókaútgáfunni
hvernig hinn fyrirhugaði formáli
sé byggður upp. Telur ráðuneytið
að fullyrða rnegi, að þar muni
hvorki vikið að nafngreindunt
Framhald á bls. 23
Fjárlagaræða Geirs Gunnarssonar:
Utflutningsbætur og
innanlandsmarkaður
Umniæli Geirs Gunnarssonar
(Abl) varðandi offramleiðslu í
einstökum greinum landbúnað-
ar, í fjárlagaumræðu, voru sent
hér segir: „Hversu lengi er
unnt að viðhalda þessari reglu
(um allt að 10% af heildarverð-
mæti landbúnaðarframleiðslu í
útflutningsbætur), eftir að
framleiðsla einstakra greina er
komin út fyrir öll skynsamleg
takmörk miðað við afurðasölu á
innanlandsmarkaði? Er ekki
nær að nota hluta þessa fjár-
magns til að auðvelda tekjulágu
fólki í landinu að kaupa þessar
vörur? Væri ekki eðlilegra, aö
greiðsluskylda á útflutnings-
bótum væri miðuð við ákveðið
hlutfall af verðmæti hverrar
framleiðslugreinar fyrir sig —
og kænti þá til greina, að það
mark væri hærra en 10%.“
Þessi ummæli eru endursögð
hér sökum þess, að brengl urðu
í fyrri frásögn, sem misskilja
mátti.
REYKVÍKINGAR! ÞAÐ ER UM HELGINA
ALÞYÐUFLOKKSINS
FYRSTA SÆTI
EGGERT G.
ÞORSTEINSSON
STUÐNINGSFOLK